Þjóðviljinn - 09.06.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 09.06.1989, Blaðsíða 12
BARNAKOMPAN Umsjón: KRISTÍN VALSDÓTTIR ANDRÉS GUÐMUNDSSON Þjóðtrúin Glasagrikkur Hvolfdu glasi yfir annað glas fullt af vatni eins og sýnt er á myndinni. Segðu síðan áhorfendum að þú treystir þértil að drekka vatnið úr neðra glasinu, en snerta þó hvorugt glasið með höndunum. Síðan sannar þú mál þitt með því að beita hökunni þannig að þú náir efra glasinu af og síðan er eftirleikurinn auðveldari. Dýrin voru til margra hluta nytsamleg og menn trúðu að hegðun þeirra stæði í einhverju sambandi við náttúruöflin. Sagt var að ef köttur þvær sér á bak við eyrað á vetrardag spái það hláku. Ef köttur hvessir klærnar teygir sig og hleypir klónum fram boðar það storm. Ef köttur rífurtré með klónum boðar það hrakviðri á sumrin en stór- hríð á vetrum. Ef hrært er saman hjarta úr alsvörtum ketti og ístru úr alhvítum hana og hræran borin í augu sér má sjá jafnvel að nóttu sem degi. Mýs geta líka aðstoðað fólk á ýmsan hátt ef ekki er til plástur og menn þora ekki til tannlæknis. Músartönn var talin góð við tannpínu ef hún var brotin og stangað með henni við tönnina. Ef brenndu músarskinni var blandað saman við smátt skorinn vallhumal, mulinn pipar og mold úr kirkjugarði var komið gott sárameðal. Afmælið hjá Siggu Einu sinni varð Sigga sex ára og um morguninn fór hún að taka til í herberg- inu sínu. Svo fór hún til mömmu sinnar og sagði: „Veistu það mamma, ég er búin að taka til í herberginu mínu.“ Þá sagði mamma hennar að hún mætti opna afmælispakkann sinn og svo kom hún með pakk- ann. Hún kallaði á pabba sinn og hann kom til þess að sjá hvað væri í pakkan- um. Hún opnaði hann og sá að það var stór, stór dúkka í gulum kjól. Og svo fórum við upp í sumarbú- stað og svo hélt hún upp á það viku seinna. Erna Rán Arndísardóttir 10 ára Draugasaga Einu sinni var hús eitt upp í sveit. í því bjuggu kona og barn. Eina nóttina, þegar konan var sofandi, heyrðist brak í gólfinu. Hún vaknaði, reis á fætur og tók sér í hönd bambusprik og faldi sig inni í skáp, en hafði smárifu til að gá hver væri á ferð. Hún heyröi að tekið var í hurðarhúninn. Svo opnuðust dyrnar og inn kom lítil mannvera og sagði smábarnalegri röddu: „Mamma þetta er bara ég að pissa.“ Magnús Geir Gíslason 10 ára Að soga vatn í glas í hita og eldi er fólginn kraftur. Þetta getið þið sannað með eftirfarandi tilraun. Þú þarft pening, tyggjó, eldspýtu, .------ ^ ». vatnsglasog undirskáltil aðframkvæmatilraunina. Fyrst J l_______ kemur þú eldspýtunni lóðrétt fyrir með því að kiessa Snati litli ætlar að skjótast yfir umferðargötuna af því að hann á erindi við tyggjóieðaleirápeninginn. Peningnum með eldspýtunni brunahanann hinum megin. Þó það sé auðvitað bannað að hlaupa þannig yfir er komið fyrir á undirskál sem fyllt er með vatni. Síðan er götu skaltu hjálpa honum að velja leiðina milli bílanna. kveikt á eldspýtunni og glasinu hvolft yfir. 12 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 9. júní 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.