Þjóðviljinn - 09.06.1989, Síða 14

Þjóðviljinn - 09.06.1989, Síða 14
Sameiningar- Jón Valfells táknið upplýsingafulltrúi Það er fleira sem sameinar þá Ólaf Ragnar Grímsson og Jón Baldvin Hannibals- son en að þeir eru báðir ætt- aðir frá ísafirði, því í Ijós hefur komið að kaþólski biskupinn á Islandi Alfred Jolson er frændi þeirra beggja. Hefur biskupinn farið á fund beggja ráðherranna og rætt við þá. Nú er eftir að sjá hvort rauða Ijósið verði í framtíð fjólublátt. I Friðrik Brekkan lét nýlega af störfum sem upplýsinga- fulltrúi Menningarstofnunar Bandaríkjanna. Sá sem gegn- ir þeirri stöðu verður að hafa rétt litaraft og til þess að finna eftirmann Friðriks leitaði Menningarstofnunin til frétta- stofu Sjónvarpsins og fann þar Jón Valfells sem séð hef- ur um að matreiða landsmenn á erlendum fréttum.B 25%VERÐLÆKKUN í NOKKRA DAGA! MARGVERÐLAUNAÐllR TILBOÐ A KILOPAKKNINGUM: kr. 497,50 ÁÐLRKR. * it ikr ** ik ★ * * * * a * * nr * *, * ★ ★ * 1 V Með Herhvöt - Frá Vorhvöt Vegna þess, hve smásálar- lega ýmsir íslendingar hafa tekið vinsamlegum tilmælum generáls Eric McVadons um betri samskipti landsmanna, hvor sem þeir búa innan Keflavíkurflugvallar eða utan, og brýningum generálsins til íslenskra samherja um ein- beittari málflutning, vill Kvenfélagið Vorhvöt taka fram eftirfarandi: Það er með öllu óviðunandi að hinn glæsilegi og baráttuglaði utanrfkisráðherra vor, Jón Bald- vin, láti fámennan, öfgafullan þrýstihóp kúga sig til þess að snupra einn af sínum bestu vin- um; vin sem hefur meira að segja lagt það á sig bæði fyrir hann og íslensku þjóðina að læra íslensku. Utanríkisráðherra Jón Baldvin hefur hingað til verið þjóð sinni til sóma og reisnar með stór- mannlegum viðbrögðum í erfið- um málum, svo sem gagnvart uppivöðslusemi PLO - og yfir- gangi Svía, eins og skemmst er að minnast. Kvenfélagið Vorhvöt er hjart- anlega sammála Eric um, að það er löngu kominn tími til að þjóðin hrindi sameinuð af sér þeirri lág- kúru, sem miður æskileg öfl úr ýmsum stjórnmálaflokkum hér hafa allt of lengi komist upp með. Sú aðskilnaðarstefna (rac- eism), sem klýfur þjóð vora í tvær fylkingar, eftir því hvort hún býr innan eða utan Keflavíkurflug- vallar, er með öllu úrelt - og hreint út sagt gjörsamlega óþol- andi. Kvenfélagið Vorhvöt leyfir sér að kveða svona fast að orði m.a. vegna þess að ofangreind sundr- ungaröfl hafa nú komið því til leiðar, að einhverju stærsta tæki- færi sem þjóðinni hefur boðist til að sýna samheldni og stórhug á sjálfan þjóðhátíðardaginn hefur nú verið kastað á glæ. Kvenfélagið Vorhvöt harmar niðurskurð á bandaríska varalið- inu í væntanlegum heræfingum, sem því miður fengu ekki að hefj- ast 17. júní n.k. eins og upphaf- lega var áætlað, en vill þó ein- dregið hvetja alla sanna íslend- inga til að missa ekki af þeim geysiþýðingarmiklu atburði, þeg- ar að honum kemur. Þrátt fyrir allt munu Vorhvat- arkonur freista þess að leggja sameiningu og vörnum þjóðar- innar lið á 45 ára afmæli íslenska lýðveldisns og hafa í því skyni látið gera barmmerki sem verða boðin almenningi til kaups við ýms tækifæri nú á næstunni. Kvenfélagið Vorhvöt væntir eins góðra undirtekta frá höfuð- borgarbúum og venjulega, en biður þá sérstaklega að hafa hug og hjörtu opin fyrir merkjasölu- konum Vorhvatar á sjálfan þjóð- hátíðardaginn. Kvenfélagið Vorhvöt hvetur alla til að leggja sína vog á lóðar- skálina í þeim brýnu hagsmuna- málum þjóðarinnar sem hér er vakin athygli á. Einkum eru for- eldrar hvattir til að gefa bömun- um sínum Vorhvatarmerki. EINDAGINN ER 15. HVERS MÁNAÐAR oW*.e<-»Í'fend>*'9Í!!í- »c«4SnvL?i,!?Br«9/atóa Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reikn- uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15, hvers mán- aðar. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eða eftirá. Með skilunum skal fylgja greinar- gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila- greinum", blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heil- um krónum. Gerið skil tfmanlega RlKISSKATTSJ

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.