Þjóðviljinn - 09.06.1989, Qupperneq 19

Þjóðviljinn - 09.06.1989, Qupperneq 19
Hrefna Magnúsdóttir: „Gömlu læknisaðferðimar ættu að vera kennd- ar í skólum." Líkaminn eini læknirinn Hrefna Magnúsdóttir, áhugamanneskja um heildrænar lækningar, „reiki“, svæða-, djúpslökunar- og lífsorkunudd: „Á þeim rúma áratug sem ég hef verið að leita að leið til að hjálpa mér og mínum nánustu til að halda heilsu og líða vel, hefur orðið mikil breyting á viðhorfi al- mennings til nútíma læknavís- inda. Pað er kannski táknrænt að þegar læknavísindin eru orðin svo háþróuð að líffæraflutningar og glasabörn eru að verða daglegt brauð, þá eru grafnar upp æva- fomar lækningaaðferðir, sem all- ar eiga að stuðla að því að lífsork- an geti óhindrað flætt um líkam- ann til að koma í veg fyrir að fólk missi líffæri sín. Því ekki væri það fögur framtíðarsýn ef allir treystu á að fá ný líffæri þegar þau gömlu eru ónýt. Og það er athyglisvert að hér á íslandi, sem telur sig vera með eitt besta heilbrigðiskerfi í heimi og réttur einstaklingsins er hátt metinn, þá eru þessar gömlu og áhrifarflcu aðferðir sem ættu með réttu að vera almenningseign og kenndar í öllum skólum, for- dæmdar af læknastéttinni og tald- ar stórhættulegar í höndum ó- lærðra. Þetta er enn undarlegra í ljósi þess að heilbrigðisyfirvöld hafa á sinni stefnuskrá heilbrigði fyrir alla árið 2000, að einstak- lingurinn taki meiri ábyrgð á eigin heilsu. Það væri fróðlegt að fá um það svar frá landlækni hvemig hann hugsar sér þessa auknu ábyrgð einstaklinga á eigin heilsu þegar hann í hinu orðinu varar við allskonar skottulækni- ngum og bannar innflutning á heilsubótarefnum sem fóik telur sig hafa gott af. Hvers vegna ekki að vara ungt fólk við skrumauglýsingum um sykurskerta svaladrykki, sem eiga að gera það horað og ham- ingjusamt, en hefur þveröfug áhrif? Því í upphafi vom þessir drykkir framleiddir fyrir sykur- sjúka og eiga að vera það ein- göngu.“ - Leitar fólk mikið til þín í nudd eftir að hafa gengið á milli lækna án árangurs? „Já, það er mikið um það, en ég verð þó nokkuð vör við að fólk er hrætt við að láta það uppskátt að það leiti hjáipar í óhefðbundn- um læknisaðferðum, því það ótt- ast að vera lokað úti í heilbrigð- iskerfinu. Sem betur fer em aðrar þjóðir famar að virða fomar læknisaðferðir svo fólk geti sjálft ráðið hvaða leið það velur til að viðhalda heilbrigði sínu. Von- andi eiga íslensk heilbrigðisyfir- völd eftir að láta af þeirri einokun sem hér ríkir. Því þegar upp er staðið er að- eins eitt sem hver einstaklingur á í þessu lífi, og það er líkaminn sem hann býr í. Hann er besti læknirinn og í raun sá eini, því hversu mörg líffæri sem em fjar- lægð og hversu miklu magni af lyfjum sem dælt er í hann, þá á hann alltaf síðasta orðið hvort sem það leiðir til betri heilsu eða dauða.“ ns. Náttúrulækningalyfin njóta sífellt meiri vinsælda. miklu mildari en þau kemísku. Og líkaminn er mun sáttari við að fá lyf sem em unnin úr jurtum. Eg held að þróunin eigi eftir að verða enn meiri í þessa átt. Upp- haflega höfðu menn ekkert ann- að en jurtir og náttúrulegar að- ferðir. Svo á síðustu öld og í byrj- un þessarar, kemur fram þessi mikla þekking á efnum, að hreinsa efni og búa til lyf. Og menn fengu ofurtrú á pillunum, héldu að það væri hægt að lækna allt með þeim. Síðan þegar auka- verkanirnar fóm að koma í ljós, skaðsemi þessara lyfja, þá fór fólk að snúa aftur við blaðinu, snúa sér aftur til náttúmnnar. Og þá ekki aðeins með náttúmlyfj- um, heldur líka líkamsrækt, hrey- fingu og hollu mataræði. En þá er sorglegt að enn skuli vera til nátttröll eins og Lyfjanefnd, sem stendur gegn þessari jákvæðu þróun." ns. Föstuaagur 9. júní 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19 á það borgar sig að borga miðann strax. Frá 10. til 16. júní drögum við daglega út glæsilegan Peugeot 205, og það í sjónvarpsútsendingu. Útsendingin verður alla dagana fjórum mínútum fyrir fréttir í Ríkissjónvarpinu. Þann 18. kemur svo húsið, báturinn, jeppinn, mótorhjólið, hestamir, sæsleðamir . . . og það sem meira er allur ágóðinn rennur beint til okkar aftur, barnanna okkar og komandi kynslóða. GR/EÐUM ÍSLAND LANDID OKKAR LANDSHAPPDRÆTTI • ÁTAKS í LANDGRÆÐSLU

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.