Þjóðviljinn - 09.06.1989, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 09.06.1989, Blaðsíða 20
QIXÁ I/ ^9^ “ELGI OlxMlx | A,, ÓLAFSSON Eftirminnileg fómarskák 15. Bc2 Bd5 16. b3 a6 17. Rh4 (Byrjunartaflmennska hvíts hefur verið dálítið ruglingskennd en vegna veikleikanna í kóngs- stöðu svarts á hann þó nokkur sóknarfæri.) 17. ...b5 18. Dd3 g5 (Ekki beint bráðnauðsynlegur leikur en þó ekki endilega slæm- ur. Gulko virðist hafa undirbúið mistökin í næsta leik) 19. Rf3 Bxf3? (Eftir 19... .Bg7 er ekki auðvelt að brjótast í gegnum varnarmúra svarta kóngsins.) 20. gxf3 Bg7 21. h4! (Óveðursskýin hrannast upp.) 21. ...gxh4 Carsten Hoi 26.Bxh6+! (Stórglæsilegt!) 26. ...Kxh6 27. Hgl! f5 (Ekki 27...RÍ4 vegna 28.Rg5 f5 29.De3! og vinnur.) 28. De3+ f4 (28...Kh7 strandar á 29.Dg5! og vinnur strax.) 22. Re4 Dc6 23. Khl! (G-línan verður þung- amiðja og farvegur atburðarásar- innar.) 23. ...Rh5 24.Hgl Kf8 I x< ii wm tm i Nfi i i & m mfo paó'i lm mkk a & Hí' i m 1■ 1 1M mmmkn # i mé mi i ^0 & #fi 0 ±- & aá> 25.Hxg7! (Þrumuleikur og sá næsti er ekki síðri.) 25. ...Kxg7 29. Rxd6! Dxd6 (Vitaskuld ekki 29...fxe3 30. RÍ7 mát. Athyglisverð tilraun var 29...Rg3+ en hún strandar á 30.Hxg3 fxe3 31.RÍ7+ Kh5 32.Hg5 mát.) 30. Dd3 Rf8 31. Dh7+!! - Og Gulko gafst upp. Það má mikið vera ef þessi skák verður ekki ofarlega á blaði við val bestu skáka í næsta hefti hins virta skáktímarits Informat- ors um mitt þetta ár. Alslemma um helgina Fórnarskákir í anda gömlu meistaranna Morphys og Ander- sens sjást sjaldan núorðið, að minnsta kosti við háborð skák- listarinnar. f þeim 140 skákum sem þeir Anatólíj Karpov og Garnj Kasparov hafa teflt kemur aðeins ein skák uppí hugann þar sem djarfar fórnir réðu gangi mála. Hún var tefld í Amsterdam á árinu sem leið. Heimsmeistar- inn setti allt í bál og brand með tvöfaldri mannsfórn. Sóknin rann útí sandinn en hann vann skákina engu að síður eftir mik- inn darraðardans í tímahraki, en í öllum flækjunum hafði Karpov misst af hvorki meira né minna en 25 vinningsleiðum! Á síðasta ólympíuskákmóti bar ein glæsileg fórnarskák ægis- hjálm yfir aðrar. Þar var í aðal- hlutverki tiltölulega lítt þekktur danskurskákmaður, Carsten Hoi að nafni. Danska ólympíuliðið Jóhann byrjar illa Jóhann Hjartarson hefur ekki fengið byr í seglin í fyrstu umferð- um heimsbikarmóts Stórmeistar- asambandsins í hollensku borg- inni Rotterdam. Hann hefur að- eins fengið hálfan vinning úr þrem skákum að loknum fjórum umferðum (sat yfir í 1. umferð). Karpov er hinsvegar í banastuði, hefur hlotið 3,5 vinninga úr 4 skákum. vakti talsverða athygli í Þessalón- íku fyrir hressilega taflmennsku og slógu meðlimir þess margar sterkar sveitir gersamlega út af laginu, svo sem Júgóslava og Bandaríkjamenn. Og þótt Danir hafi að lokum lent í 16. sæti, á eftir íslendingum, þá verður að viðurkenna að þeir tefldu af meiri ferskleika en við. Danir unnu Bandaríkjamenn 3-1 og skák Hois og Borisar Gulkos á öðru borði fór sigurför um heiminn. Ekki getur Carsten þakkað glæsilegri byrjunartafl- mennsku sigurinn úr þeirri viður- eign heldur óvenju djörfum mannsfórnum og glæsilegri drottningarfórn í 31. leik. Hvítt: Carsten Hoi Svart: Boris Gulko Drottningarpeðsbyrjun 1. d4 e6 2. Rf3 c5 3. e3 Rf6 4. Bd3 b6 5. 0-0 Bb7 6. Rbd2 cxd4 7. exd4 Be7 8. Hel 0-0 9. c3 d6 10. De2 He8 11. Rfl Rbd7 12. Rg3 Bf8 13. Bg5 h6?! (Traustari leikur var 13...g6 ef framhald skákarinnar er haft í huga.) 14. Bd2 Dc7 Önnur Alslemman (af átta) verður spiluð á Kirkjubæjar- klaustri um þessa helgi. Skráning stendur enn yfir hjá Forskoti sf., í s: 91-623326 (Jakob). Áhugi virðist vera mikill fyrir þessu móti, en spurning hvernig það skilar sér í þátttöku. Spila- mennskan hefst kl. 13 á morgun, og spilað er á Hótel Eddu. Nóg er að mæta á spilastað, til þátttöku, Spilað er um góð verðlaun í hverju mótanna (samtals kr. 100 þús.), auk þess sem fjöldi silfur- stiga eru í boði. Keppnisstjóri verður Ólafur Lárusson. Afar slakur árangur paranna þriggja, sem tóku þátt í danska afmælismótinu um síðustu helgi (þaraf tvö landsliðspör) hefur vakið nokkra athygli. Af 20 pörum, höfnuðu Aðalsteinn Jörgensen og Ragnar Magnússon í 15.sæti, Bjöm Theódórsson og Jón Baldursson í 17. sæti og Jónas P. Erlingsson og Valur Sigurðs- son í 18. sæti. Sannarlega slakt vegarnesti til Finnlands, þarsem íslenska Iandsliðið mun taka þátt í Evrópumótinu í júlí. Skráningu í Bikarkeppni Bridgesambandsins lýkur á morgun, 10. júní. Nokkuð innan við 30 sveitir era skráðar til leiks, sem er lakasta þátttaka í þessari keppni um áraraðir. Fyrsta Opna stórmótið í Sov- étríkjunum í bridge er fyrirhugað í Leníngrad dagana 29. október til 3. nóvember n.k. Boðið verð- ur upp á ýmislegt í tengslum við mótið, heimsóknir á fræga sögu- staði í borginni, ferð til Moskvu þarsem Kreml verður skoðuð og litið við í fjölleikahúsi borgarinn- ar. Sjálft bridgemótið verður spilað í 4 umferðum, með tví- menningssniði. Verndari mótsins verður José Damiani, forseti Evrópusambandsins. Einsog áður hefur verið getið í þætti Þjóðviljans, munu Sovétríkin taka þátt í EM í Finnlandi í júlí, í fyrsta skipti í sögu Evrópumót- anna. Líkur eru á að ein sveit frá ís- landi, sveit Braga Haukssonar, taki þátt í 3. alþjóðlega stórmót- inu á Schiphol-flugvelli í Amster- dam, dagana 17.-18. júní n.k. í fyrra tóku tvær sveitir héðan þátt í mótinu, sveit Braga og sveit Amarflugs (Modem Iceland). Báðar sveitirnar voru þá meðal efstu sveita, en sigurvegaramir voru pólsk sveit frá Gdansk. Vestfjarðamótið í sveita- keppni hefst í kvöld. Spilað er á Núpi. Keppnisstjóri er Steinberg Ríkharðsson. Þátttaka í Sumarbridge er nú að færast í „eðlilegt“ horf. Síð- asta þriðjudag var metþátttaka, en þá mættu 56 pör til leiks. Spil- að var í 4 riðlum og hófst spila- mennska í þeim síðasta fyrir kl 19, en þá var húsið fullt. Vísa þurfti keppendum frá, sem komu eftir þann tíma. Yfir 120 spilarar hafa hlotið stig á þeim 9 spilakvöldum, sem lokið er í Sumarbridge. Stiga- hæsti spilarinn er Þórður Bjöms- son úr Reykjavík, með 155 stig. Næstu menn era með innan við 100 stig. Epson-tvímenningurinn, sam- ræmd tvímenningskeppni með tölvuútreikningi um allan heim, verður spiluð í Sigtúni 9 í kvöld. öllum er heimil þátttaka. Keppnisgjald er kr. 1000 pr. par. Góð verðlaun eru í boði, en stefnt er að þátttöku 200 þús. spilara. Mót sem þetta vinnst á 74-76% skor, þannig að ljóst er að einhverjir verða að hafa gullputtana í lagi í kvöld, ef þeir eiga að ná sæti í mótinu. Eiríkur Hjaltason, sonur landsliðsfyrirliðans Hjalta Elías- sonar, hefur smíðað „skerm“ (screen) til notkunar á æfingum landsliðsins fyrir þátttöku á al- þjóðlegum mótum. Þessi skermur er sá fyrsti hér á landi. Skemmtileg tilviljun, að það var einmitt Hjalti sem á sínum tíma smíðaði (hannaði) fyrstu og einu sýningartöfluna, sem hér hefur verið notuð í keppni, fyrir utan þær hefðbundnu aðferir sem nú er notast við, sýningartjöld, sjón- vörp og skyggnur. Þeir geta ýmislegt í Kópavog- inum, hvað sem Davíð segir... Fyrst við voram að fjalla um Hjalta Elíasson landsliðsfyrirliða er ekki úr vegi að taka fyrir eitt spil með honum og fyrrum félaga hans, Ásmundi Pálssyni. Þeir vora um áraraðir okkar besta par, og stóðu fyrir sínu á er- lendum vettvangi. Spilið er ein- mitt úr landsleik á móti Ítalíu, frá EM f Ostende 1973 S:75 a:— H:DG764 T:D1043 S:D9843 H:ÁK10 L:Á1076 H:98532 T:G9862 T:K5 L:KDG L:4 S:ÁKG1062 H:— T:Á7 L:98532 Sagnir höfðu gengið: V N A s Hj. Fra Ásm Garo 1 tíg. lhj. 1 sp. dobl 1 gra pass pass dobl pass pass pass Garozzo hefur sjálfsagt hugsað sér gott til glóðarinnar, að fá út spaða og kenna þessum íslend- ingum sitthvað í leiknum. En Norður átti engan spaða og spil- aði út hjarta, upp á tíu Vesturs. Smár tígull upp á kóng og ás og laufanía til baka. Gosi, ás og meira hjarta frá Norðri. Er hér var komið sögu, var Garozzo orðinn ansi brúnaþungur (í þá daga vora engir skermar til____). Hjalti sótti tígulinn sinn og Norður hjartað sitt. Er upp var staðið, hafði Hjalti fengið sína 7 slagi, þrjá á hjarta, tvo á tígul og tvo á lauf. 180 til íslands. Á hinu borðinu tapaði Páll Bergsson klaufalega 5 laufum dobluðum, fór reyndar tvo niður, þannig að ísland tapaði 3 stigum á spilinu. í hálfleik var staðan 40-26 fyrir Ítalíu en leiknum lauk 88-44 fyrir Ítalíu eða 19-1. (beimild: Bridgeblaðið frá jan. ’74) ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Borgarmál Borgarmálaráð Alþýðubandalagsins hefur ákveðið að hefja undirbúning borgarstjórnarkosninga 1990 með hópastarfi um ákveðin málefni. Félagar og stuðningsmenn eru eindregið hvattir til þess að taka þátt í starfinu. Fyrstu fundir hópanna verða: Miðvikudaginn 14. júní: Atvinnumál - veiturnar - jafnrétti kynjanna. Mlðvikudaginn 21. júní: Skólamál - dagvistir - æskulýðsmál - íþróttir. Fundirnir eru haldnir á Hverfisgötu 105, 4. hæð og hefjast kl. 20.30. Ráðgert %r að hefja starfið nú, en aðalvinnan fer fram að loknum sumar- leyfistíma. Alþýðubandalagið Austfjörðum Fundir á Austurlandi Hjörleifur Guttormsson alþingismaður verður á opnum fundum á Austur- landi á næstunni sem hér segir: Seyðlsfirði, Herðubreið, mánudaginn 12. júní kl. 20.30. Bakkafirði, skólanum, þriðjudaginn 13. júní kl. 20.30. Vopnafirði, Austurborg, miðvikudaginn 14. júní kl. 20.30. Reyðarfirði, Verkalýðshúsinu, fimmtudaginn 15. júní kl. 20.30. Borgarfírði, Fjarðarborg, miðvikudaginn 21. júní kl. 20.30. Eskifirði, Valhöll, fimmtudaginn 22. júní kl. 20.30. Fundarefni: Störf Alþingis og hagsmunamál byggð- arlaganna. Fyrirspurnir og umræður. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið AB Kópavogi Bæjarmálaráðsfundur Fundur verður haldinn í bæjarmálaráði ABK, mánudaginn 12. júní kl. 20.30 í Þinghóli. Dagskrá: 1) Starfið framundan. 2) Önnur mál. Stjórnin ABR Sumarferð ABR Sumarferðin verður farin laugardaginn 24. júní n.k. Ferðaáætlun og nánari upplýsingar í næstu viku. Hvað skyldi vera að gerast á Miðnesheiði þennan dag? Stjórn ABR Hjörleifur BRIDDS 20 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Ólafur Lárusson Föstudagur 9. júní 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.