Þjóðviljinn - 09.06.1989, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 09.06.1989, Blaðsíða 23
Meirihluti „tóifæringa" gaf sér smáhvíld frá uppstillingu mynda í Hafnarborg nú í vikunni, en aðrir félagar voru rétt ókomnir frá útlöndum. Frá v.Magnús Kjartansson, Kristbergur Pétursson, Valgerður Bergsdóttir, Sóley Eiríksdóttir, Jón Axel Björnsson, Sigurður Örlygsson og Margrét Jónsdóttir. Istiganum stendur Steinunn Þórarinsdóttir. „Á tólfæringi" í Hafnarborg Sumarsýning í menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar á verkum 12 listamanna Það hefur verið öflug og fjölbreytt starfsemi í hinni nýju menningar- og listamiðstöð Hafnfirðinga, Hafnarborg, sem rekin er af miklum myndarskap af Pétrúnu Pét- ursdóttur listfræðingi. Á morg- un verður opnuð í Hafnarborg glæsileg sumarsýning 12 þekktra listamanna, flestra af yngri kynslóðinni. Yfirskrift sumarsýningarinnar er „Á tólfæringi", en listamenn- irnir tólf sem sýna eru þau Björg Örvar, Borghildur Óskarsdóttir, Jón Axel Björnsson, Kristbergur Pétursson, Magnús Kjartansson, Margrét Jónsdóttir, Sigurður Ör- lygsson, Sóley Eirfksdóttir, Steinunn Þórarinsdóttir, Stein- þór Steingrímsson, Sverrir Ólafs- son og Valgerður Bergsdóttir. Aðalsteinn Ingólfsson listfræð- ingur segir í inngangi í vandaðri sýningarskrá, að við fyrstu sýn virðist fátt sameiginlegt með þessum listamönnum, nema það eitt að þeir hafa allirTnarkað sér sjálfstæða braut á listasviðinu. „Ef menn vilja geta þeir litið á þessa sýningu sem syipmynd af þeirri fjölbreytni, því umburðar- lyndi, sem nú setur svip sinn á íslenska myndlist, sem og er- lenda. Og vissulega er umburðar- lyndi í listum af hinu góða." Sumarsýningin í Hafnarborg stendur fram til 7. ágúst en opn- unartími Hafnarborgar er frá kl. 14-19 alla daga nema þriðjudaga. Þá er rétt að minna listunnendur á hina ágætu kaffistofu í Hafnar- borg serh opin er á sama tíma. -----------------------------------------lg. Unglegur öidungur Skírnir, elsta tímarit á Norður- löndum, kemur nú orðið út tvisv- ar á ári, vor og haust. Heftin eru efnismikil og víða leitað fanga. í nýju hefti upp á 250 síður er fjall- að um svo ólík efnisatriði sem flökkunáttúru íslenskra leiguliða á 18. öld, bókmenntakenningar Georgs Brandes, smásögur Hall- dórs Stefánssonar og ásthneigð- ina sem skapara lífs og bók- mennta. Hið síðast talda er í merkilegum fyrirlestri Guðbergs Bergssonar sem hér er birtur, „Um ásthneigð í bókmenntum". Það er Loftur Guttormsson sagnfræðingur sem athugar hvort íslenskir leiguliðar hafi tollað betur á kotum sínum en starfs- bræður þeirra í grannlöndunum. Þá kemur í Ijós að eins og „stór- fjölskyldan" er „hið kyrrstæða bændasamfélag" goðsögnin tóm. Fólk reynist hafa verið á flakki frá einu býli til annars lungann úr ævinni. í íeiðinni sópar Loftur til hliðar þeirri trú manna að ætt- rækni hafi verið meiri fyrr á öldum en nú er. Á flakkinu urðu menn viðskila við skyldfólk sitt og áttu að jafnaði mikiu meira undir nágrönnum sínum en ætt- ingjum og mátu góðan grannskap meira en flest annað. Þetta gilti þó ekki um hina staðföstu, „hinn tiltölulega fá- menna hóp íslenskra stóreigna- og embættismanna," segir Loft- ur, „þau verðmæti sem þessi hóp- ur hafði nánast því einokun á voru einmitt til þess fallin að styrkja ættarböndin og glæða um- hyggju fyrir „hagstæðu" maka- vali og mágsemdum." Og auðvit- að erum við mótuð af sögusýn þeirra. Siðferði í ást og dauða í Sturl- ungu er efni greina Úlf ars Braga- sonar og Guðrúnar Nordal. „Hart er í heimi, hórdómr mikill" og „Eitt sinn skal hver deyja". Þær eru báðar helst til stilltar og skortir heillandi spennu frumrit- anna. Einkum veldur grein Úlfars vonbrigðum, hún er upp- talningakennd eins og höfundi hafi ekki dottið í hug að krefja heimildirnar svara við áleitnum et § gP S Sbí '5? O Bi ¦a i------W\sr SIUA AÐALSTEINSDÓTTIR spurningum heldur ætli sér bara að endursegja nokkrar frásagnir af frillum í Sturlungu. í ritstjórapistli segir Vilhjálm- ur Árnason frá því þegar hann skrifaði í fyrsta skipti ritdóm fyrir Ólaf Jónsson í Skírni um Siðferði og mannlegt eðli eftir Pál Árdal. „Eftir að Ölafur hafði lesið það sem ég skilaði honum, hringdi hann í mig og sagði það ekki vera ritdóm: „Þú ert að diskútera fúndamentals við manninn," komst hann að orði." Þetta hefur Vilhjálmur hugsað um síðan og í þessu hefti Skírnis eru „ritdóm- ar" lagðir niður og í staðinn koma „Greinar um bækur", sem eiga að feta milliveginn mili ritdóms og ritgerðar. Þær eru fjórar að þessu sinni og standa hygg ég all- ar undir því að heita „greinar um bækur", hvort sem nauðsyn ber til að setja þær undir nýjan hatt eða ekki. Grein Þóris Óskarssonar um nýjar ljóðabækur Sigfúsar Daða- sonar og Hannesar Sigfússonar er glögg og næm lýsing sem aðdá- endur skáldanna geta vel við unað nema að einu leyti. Stíll Þóris er óþægilega teygður, eink- um með innskotsorðunum og fölsku skýringartengingunum „þannig" og „því" sem mér sýnd- ist alltaf mega sleppa, og ábend- ingarfornöfnunum sem eru notuð eins og laus greinir og oftast væri til bóta að sleppa. Baldur Gunn- arsson skrifar um Kaldaljós Vig- dísar Grímsdóttur og er fullyrð- ingasamur. Þegar hann talar um að einhver atriði í sögunni ergi „lesendur" finnst mér að þar eigi að standa „lesanda" í eintölu. Helgi Þorláksson skrifar gagn- lega úttekt á nýlegum erlendum bókum um íslenska þjóðveldið, Culture and History in Medieval Iceland eftir Kirsten Hastrup og Medieval Iceland eftir Jesse L. Byock. En mestur fengur þótti mér að grein Kenevu Kunz, „Segðu það á íslensku", um bók Höskuldar Þráinssonar og Heimis Pálssonar Um þýðingar. Auk þess sem hún segir nákvæmlega frá bókinni og margvíslegu gagni sem af henni má hafa, notar hún tækifærið og „diskúterar fúndamentals" við höfundana með svo skýrum og skemmtilegum dæmum, úr bók- inni og frá sjálfri sér, að lesandi á auðvelt með að taka þátt í um- ræðunum með þeim. Það verður erfitt fyrir talsmenn bókstafsþýð- inga að halda fram skoðunum sínum þegar þeir hafa lesið dæm- ið sem Keneva tekur um þá iðn- grein í kaflanum „Sköpun eða skopstæling". Sennilega er ekki hægt að gera nokkrum höfundi verri grikk, en að þýða hann frá orði til orðs. SA ELÍSABET JÖKULSDÓTTIR BAR Föstudagur 9. júní 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23 Bar. Gott orð. Eiginlega hafði ég hugsað mér að skrifa pistil um eiturlyf. Það gæti að vísu haft þá hættu í för með sér, að ég yrði álitin eiturlyfjaneytandi. Af- hverju er alltaf litið á þá sem nota eða ofnota eiturlyf, sem sjúklinga eða glæpamenn. Dæmisaga. Fjórir unglingar fóru uppí fja.ll (í Norðfirði) og tíndu sér sveppi sem þeir átu. Þeir komust til byggða en fundust í túnfætinum í annarlegu ástandi, skríktu og flissuðu og röfluðu tóma þvælu. Þeir komust undir hendur yfir- valda, sem minnir mig á það, að á Hólmavík fyrir mörgum árum voru alltaf verstu fyllibytturnar á staðnum dubbaðar uppí lögreglu- búning og settar í dyravörslu á sveitaböllunum, tilað koma í veg fyrir að þeir drykkju. Nema hvað. Að sveppaætunum var stungið í steininn og sagan borin í blöðin fyrir sunnan. Blaðamaður náði gullkorni útúr einu sveppa- fórnarlambanna og var slegið upp í risafyrirsögn: „Fflaði stað- inn sem ég bjó á, á allt annan hátt, innan í höfðinu á mér"... Ekki er að orðlengja það, en þessir áhugasömu náttúrudýrk- endur fengu tilhlýðilega sekt. En ég bara spyr: Afhverju má fólk ekki ffla eitthvað á annan hátt innaní höfðinu á sér...? Ég er að vísu orðin svo heilbrigð að ég þurfti ekki annað í gær en að setjast niður á Austur- velli (þar sat enginn annar) og þá allíeinu fflaði ég staðinn sem ég bjó á, á allt annan hátt, kannski bara innaní höfðinu á mér. Mað- ur veit ekki alltaf hvað er fyrir utan og hvað er fyrir innan. Og vísa til Helga Þorgils, sem heldur því fram að manneskjur séu álfa- bústaðir. En ástæðan fyrir því að ég fflaði staðinn svona á allt ann- an hátt, voru þessir yndislegu jazztónar sem bárust frá Hótel Borg. Fyrir utan húsið stóðu nokkrir menn með hljóðfæri og breyttu heilli borg. Með tónlist. Forvitnir áhorfendur mjökuð- ust nær og nær... og nær. Nú vil ég rétt sisona minna á „mjólkurstríðið", ogloksins virð- ist þjóðinni (púff!) vera nóg boð- ið. Ög minnir mig á það að í vet- ur, þegar færðin var þyngst, þá urðu allir svo tillitssamir og hjálp- legir í umferðinni. Að vísu fengu synir mínir pönnukökuæði um svipað leyti og mjólkurstríðið hófst, og var þannig tími til kom- inn að þeir fengju að kynnast smápólitík. Svo ganga páfa- brandarar núna ljósum logum um bæinn. Þvf kynntist ég í gærkvöldi þegar ég brá mér á barinn að dfla ljóðum í lokuðu leikhúsi. (Þetta var dulmál.) En bar? Nú hefur barmenningin verið að breytast hægt og bítandi síðan fyrstu bjórlfkhúsin risu á fætur. Fólk fer ekki lengur á heimsenda- fyllirí um helgar, en drekkur jafnt og þétt alla vikuna. Og það er hægt að skreppa á barinn, sisona, tilað hitta fólk og TALA við það. Það er bara á börunum sem mikilvæg mál eru rædd. Ég hef nefnilega tekið eftir því, að ann- aðhvort situr fólk niðursokkið í samræður, einsog það sé að leysa alheimsvandamál, eða etv. sex persónur sitja við eitt borð og hver starir í sína áttina. Svo alltíeinu snúa þær sér hver að annarri og ræða ákaft saman. Síð- an einsog ýtt sé á takka, horfa allir útí bláinn aftur. Ég fór sumsé á barinn tilað fá einhverja sögu, tilað leggja útaf í pistlinum. Til að vita hvaða mál væru í gangi. Ég fékk að heyra af nokkrum kfassandi sjálfsmorðs- tilraunum, skilnuðum, hvað fólk hefði breytt lífi sínu, hvað fólk hefði orðið hrifið af páfanum og hvað Karmelsysturnar skrifuðu utaná rútubíl páfans, og allar þessar sögur endurspegluðu nátt- úrulega þjóðfélagsástandið. En allsstaðar var sama við- kvæðið: Þessu máttu ekki segja frá... Nú hef ég það frá bróður mín- um sem býr alveg í miðbænum, að þar sé í meira lagi ónæðissamt og sumar nætur verði honum svefns vant. Það er þegar angist- arveinin berast upp götuna og hríslast á milli húsanna. Það er alvöru þjáning í þessum viti firrtu öskrum. En hér eru ekki geð- sjúklingar á ferð. Bara fólk sem hefur drukkið of mikið. Eða get- ur það hugsast að það sé eina ástæðan? Að vísu segir systir mín, sem býr líka í miðbænum, en hinummegin, að þessi angist- arvein séu ekki jafnskerandi lengur. Núna séu allskonar on the road-söngvar mjög vinsælir. „Það var kátt hérna...lalala..." (síðan bjórinn kom). Ég er ekki að móralíséra, þeg- ar ég segi að tíminn standi kyrr á börum og vísa þá til hollenska listamannsins (man aldrei nöfn) sem innréttaði heilan bar í Am- sterdam og við barinn og bar- borðin stóðu og sátu manneskj- ur, í fullri stærð. Það eina, sem var öðruvísi við þær en okkur hin(!), var að þær voru með kyrra klukku í stað höfuðs. Semsagt, tíminn stendur kyrr og að vissu leyti er barinn einsog tívolí, hringekja sem snýst sama hringinn, ár eftir ár. Manstu eftir gömlu hringekjunni á eyði- ströndinni? Það var eftir að allir túristarnir voru farnir. Hún sner- ist af sj álfu sér og það söng í litrík- um og ryðguðum rugguhestun- um. En tíminn verður stundum að fá að standa kyrr. Og svo erum við líka fædd með sirkusgenið í okkur og verðum að dekra við það endrum og sinnum. Þetta er öruggur hringur sem fer sína leið. Og þarna er maður að leita að konunni sinni og finnur hana í fanginu á öðrum, og þarna er kona sem hrópar upp yfir sig: Gwuð, hvað þetta er djúp pæl- ing, og hjálparvana maður með tómt glas sem veifar ávísanaheft- inu sínu, og tvær stelpur að pælí hvort sæti barþjónninn sé hommi og annar sem talar bara tælensku og segist ætla að hætta öllu tilað byrja nýtt líf, og annar að velta því fyrir sér hvort hann eigi að vinna á bar eða með vangefnum, fjórir blaðamenn að leita að partý, og vinur minn læknisfræði- neminn heldur fyrirlestur um súmötrunashyrninginn og dódó- fuglinn, þarna er sjómaður sem hefur dreymt fyrir ljóðum um borð og félagsfræðiprófessor, sem segist hafa fylgst með stelpu á rauðri hondu í allan vetur og dönsk sálfræðidúkka sem kveður uppúr skræum rómi „Ðe sósæití rflí meiks jú as a person" og allt þetta á einu kvöldi eða var þetta í gær eða í dag eða á morgun. Það skiptir ekki máli og þarna er ein sem stendur uppi við bar- inn og segir við barþjóninn: „Það hlýtur aðverainnímérhús..."og barþjónninn hristir klakaboxið, þurrkar af borðinu fyrir framan hana, fyllir könnuna af köldu vatni og segir: Það er búið að loka.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.