Þjóðviljinn - 09.06.1989, Qupperneq 25

Þjóðviljinn - 09.06.1989, Qupperneq 25
DÆGURMAL ANDREA JÓNSDÓTTIR LANDSLAG á lögum byggt ... en sum með óðagoti skemmd Þeir eru snarari að koma Landslögum Stöðvar 2 á plötu en innanlandslögunum í Rlkissjón- varpinu fyrir Evrópukeppni sjón- varpsstöðva. Vinningslagið hans Valgeirs kom reyndar út á lítilli plötu, en einhver bið ætlar að verða á restinni, sem manni fínnst nú ekki sérlega snjöll ráð- stöfun í kringum svona keppni sem veldur tímabundnum áhuga. Hitt er svo annað mál að aðstand- endur Landslagsins hefðu mátt hinkra þó ekki hefði verið nema í viku - hálfan mánuð til að hægt hefði verið að gefa fólki tækifæri til að vinna lögin betur, því að sannast sagna er hálfgerð ómynd hvernig staðið er að sumum þeirra. Vinningslagið eftir hann Jóa G., Við eigum samleið sem Sigga Beinteins syngur skörulega, er áberandi best unnið... og þó, ágætt lag Bergþóru Árna, Fugl í búri, er jafnvel betra hvað góðan undirleik Sigurgeirs gítarleikara og Ásgeirs Oskarssonar snertir. Því miður get ég ekki sagt það sama um lagið hans Rúnars Þórs í öðru sætinu... að láta hann, með rætur í Bítlum og Stóns, syngja við trommuheila, leiðinda hljóð- gerfilssánd og gervibassa, sem hann spilar reyndar sjálfur á, finnst mér skemmd á þeirri ímynd sem ég hef af honum... syngjandi og spilandi beint frá hjartanu á píanó eða gítar ásamt félögum með ekta trommur og bassa úti í skúr... En lag Rúnars kemur þó betur út úr þessari meðferð en önnur sem í henni hafa lent. Tökum til dæmis lag Bjarna Hafþórs Helgasonar Ég útiloka ekkert, sem Inga Eydal syngur. „Sándið“ í því er svo loð- ið að í fyrstu þrjú skiptin sem ég spilaði plötuna gáði ég hvort ryk hefði safnast á nálina í spilaran- um og það ekki lítið. Það lag er að vísu lágpunkturinn tæknilega séð á plötu þessari, en mitt á milli þess og lags Rúnars, hvað þessa hlið varðar, eru ein þrjú í viðbót sem fyrir hana líða... og reyndar í ofanálag eru útsetningarnar og söngstíll sumra ansi gamaldags... en ekki ætla ég að fara út í að tíunda þau lög... ég vil bara segja, að enda þótt fólk hafi verið fúlt út í, hvernig var staðið að Júróvisjóninni hér, þá voru í heildina meiri gæði á framreiðslu laganna þar. Og ekkert er ég viss um að vænlegra lag til útflutnings hafi verið að finna í Landslags- keppninni. En það er líka óþarfi að vera að etja saman þessum keppnum, ef svo má að orði kom- ast - ég held nefnilega að með tímanum gætu þær orðið íslensku dægurtónlistarlífi til framdráttar, EF vandað er til verks á öllum sviðum... að ég nú tali ekki um ef tónlistarfólkið allt treysti sér til að syngja og spila „læf“ í sjón- varpinu úrslitakvöldið, en ekki láta hafa sig út að geifla sig og spila á sýnilegan lúftgítar með segulbandinu, eins og gert var við útsendingu á Landslaginu úrslita- kvöldið... og það er heldur ekki sérlega upplífgandi að horfa á fólk horfa á myndbönd í sjón- varpi á undanúrslitakvöldi fyrir Evróvisjón. Ekki vil ég nú vera með tómt neikvætt tuð í sambandi við Landslags-plötuna - það er blátt áfram sjálfsagt að gefa þessa plötu út, og ég vona að hún megi vel seljast. Og ef keppni þessi heldur áfram og búast má við slíkri plötu í hvert skipti verður þetta fróðlegur flokkur. Þess vegna, og hvort sem er, er það yfirsjón aðstandenda að láta ekki fylgja með á textablaðinu í hvaða sæti lögin lenda, svona upp á lagalega sagnfræðina. A Jóhann G. Jóhannsson og Rúnar Þór Pétursson voru efstir í Lands- lagskeppninni... Jóhann í fyrsta sæti og Rúnar í öðru... kannski sigraði Jóhann á faglegum for- sendum...? Páfinn, gúrkan og hvalurinn GREENPEAC Aoaínst all odils, Groenpetaœ has hrought íhe fjiight of !Ik; naturai wtiriri to tfc o!!t>nt ion of carina people. Terribit: ahusts to the envlronment. often earried out in rcmote places or far out to sea have ten headlfneri on tde- vision anri in !Ik; jjtoss. Gnxtnpeaoe iKtctan vvttli a pro- test voyaoeintoa nucleartest /.ime 'Fhe test was dtempted. itxlav. tlw: sile at Amchitka in íhe •Minrtian telantte is a ttml sanchiary, ilten Gnxtnpeace sent its tiny inflatalrtc Ixiats to protcct thc whales. They took np posltton betwóen the harpoons and thn fleeínQ whales. ihriity comtneretól whaítno is banned. On the ice floes of Newfoundlaml. Green- peace volunteers placerl tlie.tr taiícs txrtween !Ik; oaífs of fhe sttó hunlers arai the helplfss seal pups. Thc hunt was sub seouently called off. In tteNorth Atlanlic. ftóenpeace drove its WEIataMes pndtoeath failtng barrels radioaetlve waste. Now nudear vva dumping at sea has been stopped In íhc North Sea, Greenpearje swtrnro tunted huck dtimp ships ranymo chanl wasks. New taws to prtrtect Uk: North have becn promiscd. ftaœful riíreö actton hy Greeiunmce i tnvoked tln: power of publtc oplnton wlr in ttu'n has forasl chanoes »n tte law pratoö wildtlfe and to stop the iKillutior thc natural vvorkt. Ur grænfriðungabæklingnum. Páfinn er floginn og eftir er tómarúm. Grár hversdagur blasir við og einsog fyrir páfakomu er allt á hausnum. í nálægð hans heilagleika gleymdu fjölmiðlarn- ir efnahagsástandinu og öðrum hremmingum um stundarsakir og allt í einu voru messur orðnar að besta sjónvarpsefninu. Hvort heimsóknin skilur ekki nokkuð annað en tómarúm er svo vafam- ál. Þetta var ekki ósvipað því þeg- ar leiðtogafundurinn var haldinn hér um árið. Þjóðin sat límd við skjáinn, starði á dyrnar á Höfða og hlustaði á rausið í Ingva Hrafni. Allir biðu eftir krafta- verki en auðvitað gerðist ekkert kraftaverk, þótt eigi skuli van- meta árangur Reykjavíkurfund- arins í því að slaka á spennunni milli risaveldanna. Síðan opnuðust dyrnar að Höfða, Reagan flaug heim til Nancy eftir að hafa hvatt herinn í Keflavík til dáða, Gorbatsjof hélt maraþon blaðamannafund í Háskólabíói og hvarf svo á braut með Raisu. Og erlenda fjöl- miðlastóðið tvístraðist út um heiminn, allir á höttunum eftir næsta stórviðburði heimssögunn- ar. Eftir sat þjóðin hálf spæld yfir því að kraftaverkið hafði ekki gerst og íslenska fjölmiðlastéttin, sem um stundarsakir hafði baðað sig í ljósi alheimsfréttaviðburða, þurfti aftur að snúa sér að því að fylla ómældar síður og mínútur í ljósvakanum af íslenskum gúrku- fréttum. Sama er uppi á teningnum núna. Páfinn gerði ekkert krafta- verk, í raun og veru virtist hann gera ósköp lítið, messaði nokkr- um sinnum og ekki var mikið meiri kraftur í predikunum hans en í predikunum meðal poka- prests á íslandi. Og ekki reiddust goðin þótt þessi erkiklerkur ka- þólskra stigi í predikunarstól á Þingvöllum og Suðurlands- skjálftinn lét á sér standa. „Páf- inn komst héðan í ómyrtu ásig- komulagi," sagði Sæmundur Guðvinsson í Alþýðublaðinu, það var hin stóra frétt sem kom út úr öllu tilstandinu, því í raun og veru snerist allt um það að koma karlinum heilum á húfi í gegnum heimsóknina. Það kostaði um 30 miljónir. Þá er það gúrkan, þingi lokið og samningar í höfn. Reyndar bjargaði mjólkurbannið frétta- mönnum fyrir horn, þessa vik- una; erjur innan Alþýðubanda- lagsins og nýjar tölur um hallann á ríkissjóði litu dagsins ljós, en slíkt þykir varla sæta tíðindum lengur. Framundan er sumarið, kvalræðistími fréttamanna. Sem betur fer gerast fréttnæm- ir atburðir einnig annarsstaðar en í þingsölum og bakherbergjum hjá sáttasemjara. Á sumrin flyst þungamiðja fréttanna úr höfuð- borginni og út á ströndina. Það er þar sem hlutirnir gerast að sumarlagi. En fréttamenn sem lifa og hrærast í stjórnsýslukerf- inu eiga oft erfitt með að sjá það. Þeir hafa engan fastan punkt til að ganga að fréttunum lengur. Þá fara menn að fletta í huganum nokkur ár aftur í tímann, því þótt blöð og ljósvakamiðlar telji sig stöðugt vera að flytja nýjustu fréttir, þá er fréttaárið árstíða- bundið og hver árstíð kallar á sín verk. Þannig er verið að undirbúa hvaibátana enn einusinni fyrir vertíðina, kannski þá síðustu í bili. Myndin af hvalbátunum í ár er mjög svipuð myndinni sem birtist í fyrra og vangaveltur um hvort umhverfissinnar ætli að grípa til einhverra aðgerða í sumar voru iíka á kreiki í fyrra. Kannski gerist eitthvað sem brýt- ur upp þetta eilífðar hringsól og þá komast fréttamenn í feitt. Þótt fréttamaðurinn leitist að öllu jöfnu við að gera gangverki þjóðlífsins skil þá er hann fyrst í essinu sínu þegar einstæðir at- burðir gerast. Það hefur mikið verið gert úr andófi grænfriðunga gegn hval- veiðistefnu íslenskra stjórnvalda og því haldið fram að grænfrið- ungar noti baráttu sína gegn hval- veiðum einkum til þess að fjár- magna starfsemi sína, m.a. var lögð áhersla á þennan þátt í kvik- myndinni Lífsbjörg í norðri. Það er svo auðvelt að höfða til sam- kenndar tilfinningaskertra stór- borgarbúa með þessum risa- skepnum sem synda frjálsar um hin úfnu höf. Um daginn rak á fjörur mínar blaðið New Statesman Society, sem gefið er út í Bretlandi. Inni í blaðinu var auglýsingabæklingur frá grænfriðungum þar sem fólk er hvatt til að styðja samtökin með fjárframlögum. í þeim bæklingi er ekki verið að höfða til þeirra sem vilja leggja allt í söl- urnar til þess að bjarga nokkrum hvölum heldur er fyrst og fremst höfðað til vistkerfisins sem heildar. Reyndar er mynd af hval á forsíðu bæklingsins og inni í honum er einusinni minnst á hvali í því samhengi að samtökm hafi átt þátt í að hvalveiðar í á- góðaskyni voru bannaðar af Al- þjóða hvalveiðiráðinu. f bæklingnum eru talin upp ýmis afreksverk grænfriðunga t.d. að þeir hafi átt þátt í að stöðva tilraunir Frakka með kjarnorkuvopn í andrúmslofti, barist langri og harðri baráttu gegn losun geislavirkra úrgangs- efna í írska hafið, barist gegn los- un eiturefna í Norðursjó og þann- ig mætti lengi telja. Þótt Islend- ingum þyki grænfriðungar hafa vegið ómaklega að sér í hval- veiðimálinu þá ætti þessi upptaln- ing að sýna að við eigum samleið með þessu fólki í mörgum öðrum málum. Kannski er það fleira sem sameinar okkur en skilur okkur að. Verðugt verkefni fyrir fréttahauka að athuga. Föstudagur 9. júní 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 25

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.