Þjóðviljinn - 09.06.1989, Side 27

Þjóðviljinn - 09.06.1989, Side 27
Páfi á bæn: Ef enginn sameiginlegur skilningur er á því sem okkur ber að gera... (Ljósm. Jim Smart). Eftir á að hyggja - hvað sagði páf inn við íslendinga? Þá er páfinn kominn og far- inn og allt gekk það vel þótt kalt væri. Sumir spyrja: Var þessi heimsókn stóratburð- ur? Tja það er ekki gott að vita. Það er heilagt einkamál hvað menn gera sér að stórat- burði. Margir eru löngu orðnir blaséraðir og finna ekki fyrir heilögum anda, hvað sem á gengur og síst í nepju eins og þeirri sem lagðist á Þingvelli þegar samkirkjuleg athöfn fór þar fram. Aðrir eru vitanlega mjög sælir og glaðir — það var blátt áfram Ijúft að horfa á fögnuð Karmelítanunnanna sem fengu að koma út undir bert loft og í ökuferð til að heilsa sínum heilögum föður. Sultardropi, obláta Hvað get ég svo sagt sjálfur? Ekki margt. Eitt spaugilegt atvik sem sást í sjónvarpi: lítill strákur lét páfa ekki leggja oblátuna í munn sér við altarisgöngu, held- ur tók hana úr hendi hans og setti sjálfur upp í sig. (Þótt undarlegt megi virðast dettur mér þá helst í hug Napóleón sem tók keisara- krónuna úr hendi páfa og krýndi sig sjálfur). Annað atvik geðslegt skal hér til nefnt: f kulda og trekki á Landakotsúni þurfti páfí að strjúka af nefí sínu með er- minni og þá kemur upp í hugann „sá guð sem heyrir sultardropann falla og telur hvert tóbakskom sem sogast upp í nös fátæks manns“.(Þetta er Salka Valka.) Lýstu þeim héðan... En vissulega var fróðlegt að hlusta á mál páfa. Og ánægjuiegt. Ekki barasta vegna þess að með vel ígrunduðum hætti kom hann að allskonar tilvísunum til ís- lenskrar sögu og veruleika - þar voru menningarvitar vorir til forna mættir með handrit undir hendi, þar var Jón Arason „sem lét lífíð fyrir trú sína“ (íslending- um finnst hann hafa látið lífið fyrir andóf gegn Dönum), þar var Nonni og móðir hans og Stefán frá Hvítadal: „Lýstu þeim héðan, er lokast brá..“ Hver hefði spáð því fýrir því indæla og brokk- genga skáldi að páfinn ætti eftir að vitna í kvæði þess á íslensku í hátíðaræðu á Þingvöllum? Eng- inn. Það er kannski þetta sem er merkilegast við sjaldgæfa atburði eins og heimsókn páfans: Það hefur eitthvað gerst sem enginn gerði ráð fyrir, ekki er jarðartetr- ið alltaf í sama farinu. Eitthvað hefur sólin breyst frá því í fyrra, sagði skáldið. Athugasemdir í blöðum Páfinn er semsagt farinn og menn eru farnir að velta því fyrir sér, hver með sínum hætti, hvaða erindi hann hafí átt og hvort þeir geti nýtt sér það með nokkrum hætti. Til dæmis fer Garri Tímans á flot á þriðjudaginn var með nokkur skot á þjóðkirkjuna, sem hann telur hafa koðnað niður í frjálslyndi og sósíalisma. Það sé nú eitthvað annað með kaþólska menn - „þeir eru heilshugar í trúnni sem m.a. kemur fram í þeirri staðreynd að þeir hlýða boðum hennar". Jamm það held ég. Mikið held ég að páfinn yrði feginn ef þetta reyndist satt. Aftur á móti bregður svo við að Alþýðublaðið, eða tveir dálka- höfundar þess, setja upp hunds- haus yfir páfakomunni. Öðrum þykir það út í hött að sjónvarpa messunni við Landakot „líkt og messa sé sjaldgæfur viðburður hérlendis". (Víkverji Morgun- blaðsins er á öðru máli - honum þótti ekki sjónvarpað nóg.) Hinn Alþýðublaðsmaðurinn vill gera sem minnst úr komu páfa með því að líkja henni við heimsókn rokk- sveitar og auglýsingamennsku - ennfremur hefur hann látið það fara mjög í taugarnar á sér, að í tilefni páfaheimsóknar hafa menn skrifað margt lofsamlegt um kaþólskar aldir íslandssög- unnar í anda hins forna stefs: Allt hafði annan róm / áður í páfa- dóm... Gáum nánar að þessu. Orð páfa hér og þar Vitaskuld hafa orð páfa ekki sömu þýðingu á íslandi og þau gátu haft til dæmis í kaþólsku harðstjórnarríki eins og Paragu- ay. En svipmyndir úr heimsókn páfa til þess vesæla ríkis mátti sjá í sjónvarpsþætti á mánudaginn var. Þar hafði Stroessner einræð- isherra lesið yfir páfa mikið sjálfshól um sitt stjórnarfar og kallað það kristilegt í þokkabót. I því samhengi þótti stjómarand- stæðingum í landinu, sem fengu að halda fund með páfa, það sæta verulegum tíðindum að heyra hann segja jafn einfalda hluti og þá, að atferli valdaklíku sem ekki virti sjálfsögð mannréttindi kynnu ekki góðri lukku að stýra. Og er þá ekki þar með sagt að þeir hefðu ekki viljað heyra enn skorinorðari boðskap. Sameiningar- málin í ræðum sínum hér fjallaði páfí einna mest um þann klofning sem varð í kirkjunni fyrir meira en fjórum öldum með siðbótinni og þá um bætta sambúð mótmæl- enda og kaþólskra. Þau mál hafa verið rædd mikið og lengi og ka- þólskir hafa stundum fengið orð í eyra fyrir að ætla sér annan hlut í samkirkjulegri viðleitni en aðrar kirkjudeildir. Stefna páfa virðist sem fyrr sú, að flas sé ekki til fagnaðar: sameiningin sé ekki manna verk einna, heldur náðar- gjöf. Það virðist í reyndinni gilda jafnt í guðs kristni sem í pólitík- inni að menn vilja gera tvennt í senn: sameinast frændum í anda og halda sinni sérstöðu og helgi- siðum. Vel á minnst: Á það var minnt með ýmsum hætti páfadagana, að ekki væri um neina samskipta- örðugleika að ræða milli kaþól- skra manna og þjóðkirkju- manna; hinu var náttúrlega látið ósvarað hvort það stafar frekar af umburðarlyndi en daufri trúar- sannfæringu. Altént þóttust menn vita að heimsókn páfa myndi ekki hleypa af stað trúar- vakningu, né heldur stórfjölda í kaþólska söfnuðinum. En séra Georg í Landakoti kvaðst vona að heimsóknin fengi menn til að hugsa betur sitt ráð í trúmálum. Hvernig þá? Ógnir eigingirni Páfi sagði margt fallegt um ís- lendinga, sögu þeirra og hefðir, og það vilja menn náttúrlega helst heyra. Því er líklegt að þeir hafi síður hlustað á ýmisleg við- vörunarorð hans um þá siðferði- lega óreiðu sem páfi telur leika lausum hala í samfélögum eins og okkar: „í velferðarþjóðfélagi eins og þér búið við, þar sem allir hafa nóg viðurværi, þar sem menntun og heilsugæsla stendur öllum til boða og félagslegt rétt- læti er á háu stigi er auðvelt að missa sjónar á skaparanum.... það er auðvelt að lifa eins og guð sé ekki til.“ Þegar menn sem þykjast vilja taka orð páfa alvar- lega lesa eða heyra þetta ættu þeir að hafa í huga, að þegar hann er að ræða um illar hliðar „efnis- hyggju", þá er hann ekki að tala við íslendinga um guðleysi stjórnvalda í Póllandi eða því um líkt - en engu var líkara en að slíkur skilningur ríkti í velkom- andaleiðara Morgunblaðsins um heimsókn páfa. Um þá hluti ræðir páfi að sjálfsögðu nær vett- vangi - eins og lög gera ráð fyrir. En páfi veit að sjálfsögðu, að annar vandi er uppi í velferðar- ríkjum, þar sem frjáls og sérgóð samkeppni um lífsgæðin getur leitt til sinnuleysis um hag náungans. Eða eins og páfi komst að orði í einni ræðu sinni í Nor- egi: „Við viljum vera frjáls, en frelsið endar í ógnríki eigingim- innar ef enginn sameiginlegur skilningur er á því sem við eigum að gera, heldur aðeins á því sem við getum gert.“ Mérernærað halda að þau orð sem nú vom tilfærð séu þau merkilegustu sem páfi lét sér af munni fram ganga í Norðurlandaferð sinni. I þeim skilningi að þau koma áheyrend- um meira við en þeir kannski kæra sig um. Vissulega em til fleiri ógnarríki en lögregluríki - vissulega er til harðstjóm sér- gæskunnar, ofbeldi græðginnar- vissulega em þetta hættur sem geta skorið illa utan af þeim mannlegum ávinningum sem velferðarríki Norðurlanda hafa náð. HELGARPISTILL ÁRNI BERGMANN Fimmtudagur 8. júní 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - S(ÐA 27

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.