Þjóðviljinn - 09.06.1989, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 09.06.1989, Blaðsíða 32
Ferðast í birtingu Alþýöubandalagið í Reykjavík auglýsir í Nýju Helgarblaði í dag að sumarferð félagsins verði farin þann 24. júní n.k. og gefiö er í skyn að viðkomu- staður verði ekki fjarri Mið- nesheiði, þar sem amerískir dátar verða við æfingar. á þeim tíma. Ekki er þess getið hvenær lagt verður upp en gárungarnir segja að að sjálf- sögðu verði lagt af stað í ABR- ferðina í birtingu.B Magnaður whulduher“ Albert Guðmundsson, sendiherra í París, fer á kost- um í yfirlýsingum sínum í við- tali í nýútkomnu Mannlífi. Hann á m.a. auðvelt með að skýra út stóraukið fylgi Sjálf- stæðisflokksins í nýjustu skoðanakönnunum. „Áðuren ég fór að heiman var ég búinn að gefa það til kynna að ég myndi kjósa Sjálfstæðisflokk- inn. Ég beindi „hulduhernum" þangað og eftir það tók Sjálf- stæðisflokkurinn stökk í skoð- anakönnunum." Þá vitum við það.B íhaldið í eina sæng Meira um Albert og Parísar- viðtalið í Mannlífi. Sendiherr- ann dáist mjög að framtaki sonar síns og Hreggviðs skíðafrömuðar og segir þá fé- laga hafa tekið upp merkið eftir sig og stofnað nýjan flokk sem byggi „á sömu mildu stefnuskrá og gamli Sjálf- stæðisflokkurinn." Alberttelur hins vegar ekki ólíklegt að Frjálslyndir hægrimenn eigi eftir að sameinast Sjálfstæð- isflokknum, „enda er stefnu- skrá þessara flokka ekki svo frábrugðin hvor annarri eftir að Sjálfstæðisflokkurinn fór að falla frá nýfrjálshyggjunni. Það er margt sem bendir til þess að það sé að gerast." Þetta vissu nú allir.B Þorsteinn er bestur Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki þótt ýkja öruggur með formannsstólinn, en hann getur farið að anda rólegar því minnsta að kosti einn góður vinur hans hefur lýst yfir stuðningi við áframhaldandi formannssetu Þorsteins. Sá er Albert Guðmundsson, fyrrum flokksbróðir, síðar fjandvinur og síðast góðvinur formannsins. „Ég held að það yrðu mistök hjá Sjálfstæðis- flokknum að skipta um for- mann flokksins eins og er,“ segir Albert í margnefndu Mannlífsviðtali og bætir við. „Ég ætti reyndar, vegna þess sem á udan er gengið, að vera fremstur í flokki þeirra sem vilja að Þorsteinn hætti formennsku. En ég er það ekki vegna þess að ég held að það yrði slæmt fyrir flokkinn." Alltaf flokkshollur maður, Albert.B Myrkraverk Steingríms Steingrímur J. Sigfússon, samgöngu- og landbúnaðar- ráðherra sýnir á sér veiði- mannahliðina í ágætu viðtali í nýútkomnu Sportveiðiblaði. Þar segir Steingrímur m.a. frá stangaveiðum og skotveiði heima á æskuslóðum í Þistil- firði. En ráðherrann hefur víðar stundað veiðar, m.a. á Nýja- Sjálandi þar sem hann var skiptinemi og fór ásamt félögum sínum á villidýra- veiðar. Opossum heitir skað- ræðiskvikindi það sem Steingrímur réðst til atlögu við hjá andfætlingum okkar og hafði betur. „Viðskutum mikið af þessum dýrum en það varð að gera það á nóttunni, því þau sjást engan veginn yfir daginn. Við lýstum upp í tré í ávaxtagörðunum, með vasa- Ijós í annarri hendi og riffilinn tilbúinn í hinni. Þegar við sáum glitta í tvö augu þá var skotið á milli þeirra, segir Steingrímur í frásögn af veiði- skapnum. Það eins gott að rekast ekki á hann að nætur- lagi í aldingörðum norðan heiða.B Fuglavinafélagið Einhverju sinni þegar Einar Oddur Kristjánsson fram- kvæmdastjóri á Flateyri og nýkjörinn formaður VSÍ kom heim af Sjálfstæðisflokks- fundi sem haldinn var syðra kom hann með nokkur eintök af barmmerkjum flokksins með fálkanum á. Merkin þóttu nýlunda vestra og þar sem nóg var til af þeim gaf hann strákunum sínum nokkur ein- tök sem þeir festu í barminn og spígsporuðu síðan með þau um allt þorpið. Þegar þeir voru síðan spurðir af einum forvitnum hvar þeir hefðu fengið þessi merki með fálk- anum svöruðu þeir því til að pabbi þeirra hefði komið með fullt af þeim frá Reykjavík þar sem hann hefði verið á fundi í einhverju fuglavinafélagi ■ Blái borðinn við Kirkjusand Þeir sem átt hafa leið fram- hjá nýja Sambandshúsinu við Kirkjusand hafa tekið eftir því að blá rönd er umhverfis allt húsið. Gárungarnir voru þá fljótir til og núna gengur þetta nýja hús ýmist undir nafninu Blái borðinn eða Bláa bandið eftir aðstæðum. í amstri dags- ins er vel við hæfi að nefna húsið Bláa borðann eftir sam- nefndu smjörlíki sem er bæði sleipt og hált og hentar vel til steikingar. Aftur á móti kom Bláa bandið oft upp í hugann hjá þeim sem fylgdust með aðalfundi SÍS í vikunni, ein- hverra hluta vegna ■ Nauðsyn eða hvað? í kvöld fer fram stórleikur í íslandsmótinu í knattspyrnu þegar KA fær KR í heimsókn norður á Akureyri. Til að geta stillt upp sínu sterkasta liði kemur Ormarr Örlygsson fyrrverandi leikmaður með Fram og nú með KA gagngert í leikinn beint frá Þýskalandi þar sem hann er við nám. Þetta finnst KR-ingum ósköp eðlileg ákvörðun hjá stjórn og þjálfara KA að tjalda því sem til er gegn þeim því án Ormars yrði leikurinn of auðveldur fyrir KR og lítt skemmtilegur fyrir leikmenn sem áhorfend- ur. Það vakti þó meiri athygli þegar KA lék á móti Fram í 2. umferð mótsins að norðan- mönnum þótti ekki taka því að kalla Ormarr heim í þann leik enda sigraði KA 3:1. Svekktir Framarar hafa þó skýringu á því og hún er sú að KA hafi ekki þorað að hafa Ormarr með gegn sínum fyrri félögum af ótta við að hann mundi ekki beita sér sem skyldi gegn þeim og jafnvel ruglast á því hver andstæðingurinn væri ■ Lifeyrissjóðir ern samtrygging! Samtrygging feíst meöal annars í því að þeir sem njóta örorku-, maka-eða barnalífeyris fá almennt langtum hærri lífeyri en sem nemur greiddum iðgjöldum til viðkomandi lífeyrissjóðs. Sumir halda hins vegar að lífeyrissjóðir séu eins konar bankabók, þ.e. iðgjöldin fari inn á sérreikning hvers og eins sjóðfélaga og greiða skuli lífeyri eins lengi og innistæðan endist - en ekki lengur! Um 1700 sjóðfélagar með um 400 börn njóta örorku-og barna- lífeyris hjá SAL-sjóðunum. Hætt er við að örorku- og barnalífeyrir yrði rýr ef eingöngu ætti að miða við greidd iðgjöld bótaþeganna. Lífeyrissjóðir eru ekki bara bankabók. Þeir eru langtbm meira! Lífeyrissjóðir eru samtrygging sjóðfélaga! Mundu það! SAMBAND ALMENNRA LÍFEYRISSJÓÐA - Samræmd lífeyrisheild - ES AUGLÝ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.