Þjóðviljinn - 13.06.1989, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 13. júní 1989 103. tölublað 54. árgangur
Osannindin
ASI
afhjúpuð
AsmundurStefánssonforsetiASI áþingi Alþjóðavinnumálasambandsins íGenfígœr: Ríkisstjórnin veittiILO
rangarupplýsingarumaðdragandakaupránslagannasl. vor. Ósannindin vonandi sannreynd fyrir sérfrœðinganefndinni
r
Asmundur Stefánsson forseti
i Alþýðusambandsins lýsti því
yfir í gær í ræðu á þingi Alþjóða-
vinnumálasambandsins í Genf,
að rikisstjórn Þorsteins Pálssonar
hefði farið með rangt mál og gefið
ILO rangar upplýsingar varð-
andi aðdragandann að kaupráns-
lögum stjórnarinnar í maí á sl.
ári. Ekkert samráð hefði verið
haft við samtök launafólks um
kauprán og afnám samningsrétt-
ar eins og r íkisstj órnin hefði hald-
ið fram í skýrslu sinni tíl stjórn-
arnefndar ILO og vonandi myndi
sérstök sérfræðinganefnd sam-
takanna sem nú fjallar um kæru-
mál ASÍ, sannreyna að ríkis-
stjðrnúi fór með rangt mál.
Eins og kunnugt er, komst
stjórnarnefnd ILO að þeirri
niðurstöðu að kaupránslögin sl.
vor hefðu ekki verið brot á al-
þjóðasamþykktum. Brýna nauð-
syn hafi borið til að setja slíkar
hömlur. Hins vegar tók nefndin í
öllum meginatriðum undir sjón-
armið kæru ASÍ á hendur ríkis-
stjórninni.
Kæran er nú til umfjöllunar hjá
sérfræðinganefnd ILO og lagði
forseti ASÍ áherslu á það í ræðu
sinni í gær að þótt tímabundin af-
skipti af samningum jófnuðust
ekkí á við þær ofsóknir, fangels-
anir, limlestingar og morð, sem
fólk undir harðstjórn mætti þola,
væri hættulegt að gera lítið úr af-
skiptum lýðræðisstjórna.
„Alvarleg mannréttindabrot í
öðrum löndum mega aldrei vera
afsókun fyrir mannréttindabrot-
um lýðræðisþjóða.Alþjóðavinnu-
málastofnunin nýtur virðingar
vegna afskipta sinna af
mannréttindabrotum. Því ríður á
að hún beiti sér af alefli, setji
markið hátt og fylgi því fast eftir
gagnvart ríkisstjórnum að þær
virði frelsið," sagði Ásmundur
Stefánsson í Genf í gær.
_______________ -«g-
UMFI
6000 km
hreinsaðir
Mikilþáíttakaí
hreinsunarátaki
ungmennafélaganna.
Þrjú tonn afrusli í
Hvalfirðinum. Bílarusl,
plast, gler og skothylki
Um átta þúsund félagar í ung-
mennafélaghreyfingunni hrcins-
uðu rusi meðfram 6 þúsund km af
þjóðvegum landsins um sl. helgi.
Var þátttaka mjög góð um allt
land, en því miður var svipaða
sögu að segja um ruslið. Það var
víðast hvar meira en menn hafði
órað fyrir.
Að sögn Jóhönnu Leópolds-
dóttur hjá UMFÍ eru menn
ánægðir með árangurinn af
hreinsunarátakinu. Hún sagði að
ekki lægju fyrir nákvæmar tölur
um hve mikið af rusli var týnt upp
við þjóðvegina en sem dæmi
mætti nefna að félagar í Ung-
mennafélaginu Vísi hefðu tínt um
3 tonn af rusli við þjóðveginn frá
Hvalfjarðarbotni og inn eftir
Svínadal.
Mest hefði borið á allskyns
bflahlutum, plasti, allskyns ein-
nota umbúðum, glerbrotum og S
einnig hefðu víða verið tíndir upp
heilu pokarnir af tómum skothyl-
kjum. -Ig.
Loksins virðist sumarið vera komlð. Þrátt fyrir mikinn strekking er heitt í veðri og sunnanvindar úr Evrópu ylja landsmönnum eftir langan
og eríiðan vetur. Mynd Jim Smart.
ASÍIBSRB
Engin bensínkaup í tvo daga
Bensínhœkkun mótmœlt ídag og á morgun. Launamenn hvattir til að
leggja bílum sínum á meðan. Hœkkunin þýðir 1328 kr. útgjaldaauka á
mánuðifyrir vísitölufjölskylduna. Launþegasamtökin: Hœttum ekki
aðgerðumfyrr en ríkisstjórnin bregst við kröfum almennings um verðlœkkanir
Við hvetjum almenning til að
sýna í verki álit sitt á nýlegri
hækkun á bensínverði með því ab'
leggja bifreiðum sínum í dag og á
morgun. Með öflugum samtaka-
mætti getum við knúið ríkis-
stjórnina til að standa við þær yf-
irlýsingar sem hún gaf við gerð
síðustu kjarasamninga að sporna
við verðhækkunum og beita sér
fyrír aðhaldi í verðlagsmálum.
Við það hefur hún ekki staðið og
við munum ekki hætta aðgerðum
okkar fyrr en ríkisstjórnin bregst
við kröfum almennings um verð-
lækkanir, sögðu þeir Ögmundur
Jónasson formaður BSRB og Örn
Friðriksson varaforseti ASÍ.
Stóru launþegasamtökin ASÍ
og BSRB kynntu í gær næsta
skrefið sem tekið er til að mót-
mæla þeirri holskeflu verðhækk-
ana sem dunið hafa yfir lands-
menn að undanförnu. í síðustu
viku mótmælti launafólk harð-
lega verðhækkunum á búvörum
með því að kaupa ekki mjólk í
þrjá daga og komu þær aðgerðir í
ASÍ og BSRB hvetja almenning til að mótmæla hækkun bensínverðs
með því að leggja bílu'm sínum í dag og á morgun. Allir í strætó. Mynd:
Jim Smart.
framhaldi af nálega 20 þúsund
manna mótmælafundi launafólks
þann 1. júní. Þrátt fyrir mikil
mótmæli launamanna um land
allt hefur ríkisstjórnin ekki enn
brugðist við kröfum almennings
um verðlækkanir. Þess vegna
telja ASÍ og BSRB nauðsynlegt
að halda aðgerðum áfram og nú
með því að mótmæla sérstaklega
hækkun á bensíni. En það hækk-
aði um hvorki meira né minna en
liðlega 19% um síðustu mánaða-
mót eða um 8,20 krónur og kost-
ar lítrinn nú um 52 krónur. Sú
verðhækkun er miklu meiri en
sem nemur hækkunum erlendis
og þýðir um 1328 krónur á mán-
uði í aukin útgjöld fyrir vísitölu-
fjölskylduna.
Til umræðu hefur verið innan
ASÍ og BSRB að boðað verði til
eins til tveggja daga allsherjar-
verkfalls láti stjórnvöld sér ekki
segjast á næstu dögum. Ágrein-
ingur er hinsyegar um slíkt verk-
fall og vildi Ögmundur Jónasson
ekki úttala sig um þau mál en
sagði að hver dagur og hvert skref
væri tekið í senn.
- Við getum ekki látið bjóða
okkur það trekk í trekk að verð-
lag skuli hækka margfalt meira en
sem nemur þeim kauphækkunum
sem samið er um og því erum við
að mótmæla með þessum aðgerð-
um sem við hvetjum allan al-
menning til að taka þátt í, sagði
örn Friðriksson varaforseti ASÍ.
-grh