Þjóðviljinn - 13.06.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.06.1989, Blaðsíða 3
FRETTIR Fiskveiðar Ti :«v^ sviptir leyfum Veiðieftirlitið: Kvóta- og veiðiskýrslum þarfað skila til ráðuneytisins 12. hvers mánaðar. Hinir óskilvísu oftþeirsömu aftur og aftur Nokkur brögð eru að þvf að útgerðarmenn báta og skipa trassi að skila inn kvóta- og veiðiskýrslum til sjávarútvegs- ráðuneytisins en þeim þarf að skila fyrir 12. hvers mánaðar. Geri þeir það ekki eiga þeir á hættu að verða sviptir veiði- leyfum. Aö sögn Björns Jónssonar veiðieftirlitsmanns hjá sjávarút- vegsráðuneytinu voru 25 bátar nýlega sviptir veiðileyfum þar sem útgerðir þeirra höfðu ekki skilað inn umbeðnum skýrslum þrátt fyrir margítrekuð tilmæli þar um frá ráðuneytinu. Það kom þó ekki illa við mörg fyrirtækj- anna þar sem bátar þeirra voru flestir búnir með kvóta sína. En útgerðir dragnótabáta sem ekki stóðu í skilum með sínar skýrslur fyrir 1. júní eiga á hættu að fá ekki leyfi til dragnóta í sumar. Björn sagði að upp til hópa væru þetta sömu fyrirtækin aftur og aftur sem trössuðu að skila inn kvóta- og veiðiskýrslum til ráðu- neytisins. En obbinn af þeim væri hinsvegar skilvís og meðvitaður um gagnsemi þeirra. Um þessar mundir er mikið að gera í kvótamillifærslum hjá starfsmönnum veiðieftirlitsins. Mörg útgerðarfyrirtæki eru kom- in í kvótavandræði en vegna mjög góðra aflabragða á síðustu vertíð er mun minna um kvóta á lausu en oft áður. Þetta hefur sprengt upp verð á óveiddum fiski sem hefur nær tvöfaldast frá síðasta ári. Þá fór kvótakílóið á um 8' krónur en er núna um 15 krónur og jafnvel hærra. Engu að síður eru til þær útgerðir sem munar ekki um að greiða þetta verð fyrir kílóið og eru það einna helst út- gerðir frystitogara sem ráða við það.__________________-grh. Fundur Ekkna- skatti mútmælt Ekkjur, ekklar og aðrir ein- stakUngar hafa boðað tU almenns borgarafundar i dag, þriðjudag- inn 13. júnf, lii að mótmæla ekknaskattinum svokallaða. Á fundinum munu flytja ávörp Þuríður Pálsdóttir söngkona, Sig- urður Líndal prófessor, Sigurður Tómasson endurskoðandi og Kristjana MiUa Thorsteinsson viðskiptafræðingur. Sem fyrr segir er það ekknaskatturinn sem verður til umræðu og það misrétti sem bitnar á ekkjum, ekklum og einstakUngum með tilkomu hans. Fundarboðendur segja að með ekknaskattinum sé um eignaupp- töku að ræða, verið sé að skerða mannréttindi og refsa fólki fyrir sparnað og ráðdeild. Ennfremur er efast um að málið hafi verið kynnt fyrir alþingismönnum á réttum forsendum. Alþingis- menn eru sérstaklega hvattir til að mæta á fundinn sem hefst kl. 20.30 á Hótel Borg. ns. ÞJÓÐVILJINN - SÍDA 3 Staðfesta sjávarútvegsráðuneytisins að auka ekki við áður veittar veiðiheimildir kallaráný vinnubrögð hjá kvótahandhöfum. Aukaþarfenn frekarsamræmingu milli veiða og vinnslu meðþað markmið að tryggjafulla atvinnu til lands og sjávar út árið. Ella blasir víða við fjöldaatvinnuleysi á seinnihluta ársins vegna skammsýni og tímabundinna gróðasjónarmiða. AUt virðist benda t il þess að fátt verði um ffna drætti hjá fisk- veiðiflotanum í haust og það sem eftir er ársins þar sem margar út- gerðir eru langt komnar með að veiða upp f kvóta sína og með öllu óvfst hvort þeim tekst að treina þá út árið. Fari svo eins og þeir svartsýnustu spá, má búast við að mörg veiðiskip verði bundin við bryggju meira eða minna þegar líða tekur á árið með tilheyrandi atvinnuleysi hjá sjómönnum og fiskvinnslufólki. Ef svo verður þá Æ fleirl skip og munu íslendingar uppUfa nokk- bátar liggja nú- urskonar tímabundið haUæri tíl orðið við land- lands og sjávar vegna kvótastefnu festar í lengri stjórnvalda sem virðast ætla að eöaskemmri standa fast á fyrri ákvörðunum tímavegnatak- um að auka ekki við núgUdandi markaðra veiði- veiðiheimUdir hvað sem tautar og heimilda. Mynd: raular. Að baki Uggur sú bjarg- Jim Smart. Hallæri á næsta leiti? fasta sannfæring að með tíma- bundinni kvótaskerðingu og þeirri verndun sem henni fylgir verði í framtíðinni hægt að auka við veiðiheinuldir frá þvf sem nú er. Hvort sú verður reyndin eða ekki mun koma f h'ós f næstu framtíð. Ný vinnubrögð Samkvæmt núgildandi lögum um stjórnun fiskveiða hefur sjáv- arútvegsráðherra heimild til að auka við áðurútgefnar veiðiheim- ildir að fegnum tillögum þar að lútandi frá Hafrannsóknastofnun fyrir 15. aprfl ár hvert. í ár ákvað ráðuneytið, að fengnum tiUögum frá Hafrannsókn, að ekki væru neinar forsendur fyrir auknum veiðiheimildum frá því sem áður hafði verið ákveðið. Sú ákvörðun kom mörgum á óvart því hálft í hvoru höfðu menn átt von á að veiðiheimildir yrðu rýmkaðar í ljósi þeirra góðu aflabragða sem verið höfðu á miðum vertíðar- báta. Meðal annars taldi forseti Farmanna- og fiskimannasamb- andsins, Guðjón A. Kristjánsson ekki úr vegi að auka 10% við þorskkvótann, eða sem nemur þeirri skerðingu sem ákveðin var í upphafi ársins. Þegar ljóst var að ráðuneytinu yrði ekki hnikað þrátt fyrir pressu hagsmunaaðila urðu útgerðar- menn báta og skipa að endur- skipuleggja veiðarnar með tilUti til þess að ekki yrði aukið við veiðiheimildir og að kvótinn yrði að duga út árið. Að mörgu leyti kallar núverandi ástand á ný vinnubrögð hjá útgerðar- mönnum sem verða að skipu- leggja veiðarnar með tilliti til alls ársins í stað þess að veiða sem mest yfir sumartímann þegar ódýrast er að gera skip og báta út. Hvort sem mönnum Ukar það betur eða verr verða þeir að taka mið af hagsmunum heildarinnar í stað þess að hugsa einungis um hvað sé þeim fyrir bestu þá stund- ina. Mikið er í húfi að það takist sem best því ella blasir við atvinnuleysi hjá fiskvinnslufólki í haust og í byrjun vetrar og tíina- bundin lokun vinnslustöðva. Ljóst er að margar þeirra þola ekki stöðvun þótt í stuttan tíma sé og viðbúið að einhverjar fisk- vinnslustöðvar munu eiga afar erfitt með að fara i gang á nýjan leik vegna viðvarandi tapreksturs á liðnum misserum. Lokaö vegna sumarleyfa Til að bregðast við ástandinu hafa mörg fiskvinnslufyrirtæki ákveðið eða eru að bræða með sér að loka yfir hásumarið á með- an fastir starfsmenn eru í sumar- leyfum. Þetta er hægt svo framár- lega sem samkomulag tekst við viðkomandi útgerðir að gera hið sama. Það þýðir lítið fyrir vinns- luna að loka ef útgeréin heldur áfram óbreyttri stefnu að veiða og flytja fiskinn óunninn út í gám- um eða láta skipin sigla með aflann erlendis, eins og stundað hefur verið á meðan viðkomandi stöðvar hafa verið lokaðar tíma- bundið vegna rekstrarörðug- leika. Að hinu leytinu er gámaút- flutningurinn alveg sérkapítuli út af fyrri sig í baráttunni um hrá- efnið. Svo virðist sem margir út- gerðarmenn telji það þjóðarbú- inu fyrir bestu að flytja fiskinn óunninn út í gámum í stað þess að vinna hann í héraði og skaþa at- vinnu um leið. Svo rammt hefur kveðið að þessum útflutningi að forsætis- ráðherra sá ástæðu til að skamm- ast út í útflytjendur á nýaf- stöðnum aðaífundi Vinnuveit- endasambandsins. Að hinu leytinu er það skiljanlegt að út- gerðarmenn og sjómenn t vilji bæta sér upp lágt fiskverð og tak- markaðan kvóta með gámaút- flutningi. En auðvitað er það út í hött að samræma ekki betur en verið hefur veiðar og vinnslu. AUtof lengi hefur það verið látið viðgangast að umframaflinn sé fluttur út óunninn og í núverandi ástandi er það með öllu fráleitt. Það verður að gera þá kröfu til þeirra sem leyfi hafa til að nytja þessa takmörkuðu auðUnd sem fiskistofnarnir óneitanlega eru, I BRENNIDEPLI að þeir geri það á sem hagkvæm- astan hátt fýrir heildina en ekki vegna stundarhagsmuna ein- hverra einstaklinga. Slagurinn um kvótann Á nýafstaðinni bátavertíð sem var sú besta sem hefur komið víð- ast hvar síðan 1982 náðu margir bátar að klára kvóta sína. Að sögn Sævars Gunnarssonar for- manns Sjómanna- og vélstjórafé- lags Grindavíkur var það mjög gott að Grindavíkurbátar skyldu geta fiskað upp í kvóta sína í ár í stað þess að eiga svo og svo mikið eftir óveitt. Þegar það hefur verið hafa fjársterkar útgerðir, og þá einkum útgerðir frystitogara, keypt kvóta þaðan á markaðs- verði í stað þess að hann sé nýttur til eflingar atvinnulífs í héraði. Vegna þeirrar góðu veiði sem var á bátavertíðinni er mun minna framboð en áður á óveiddum fiski en eftirspurnin aldrei meiri vegna þeirrar kvótaskerðingar sem ákveðin var í upphafi ársins. Er nú svo komið að kílóið af óveiddum fiski í sjónum selst á um 15 krónur, sem er rífleg hækkun frá því sem var á síðasta ári. Þá seldist kílóið af þorskígildi á um 8 krónur. Hið sama gildir um rækjuna. En það eru ekki aðeins útgerð- ir frystitogara sem bítast um þann afgangskvóta sem til fellur heldur hafa Vestfirðingar blásið í her- lúðra og eru loksins að vakna til lífsins af fimm ára kvótasvefni. Kvótaskerðingar stjórnvalda hafa gert það að verkum að Vestfirðingar eru farnir að spyrja sjálfa sig þeirrar spurningar hvort verið sé að útiloka þá frá eigin heimamiðum. Enda ekki nema að vonum þegar þess er gætt að á sama tíma og togarar Vestfirð- inga héldu nýverið á Austfjarð- amið í leit að þorski mættu þeir heimatogurum á leið vestur að veiða grálúðu! Það er ekki að undra þó að útgerðin berjist í bökkum þegar skipulagið er ekki betra en raun ber vitni. Vonandi verður þetta þó til þess að tekin verði upp meiri og betri ha- græðing og skipulag í veiðunum en verið hefur, með það að mark- miði að. minnka útgerðark- ostnaðinn þar sem því verður við- komið. Þetta reddast allt saman Það hefur löngum verið haft á orði þegar einhver erfiðleikaský hrannast upp við sjóndeildar- hringinn í sjávarútvegsmálum landsmanna að þetta muni redd- ast allt saman á endanum og svo er enn. Þó er hætt við að djúpt verði á lausnunum i ár ef ekki er hugað að þeim í tíma. Sú ábyrgð hvflir nú á herðum útvegsmanna að þeir skipuleggi veiðarnar á þann hátt að fiskvinnslufólki verði tryggð atvinna út árið þó svo að það raski eitthvað áður gerðum áætlunum þeirra. Fari svo að þeir taki meira mið af skammtíma gróðasjónarmiðum en langtímamarkmiðum heildar- innar má gera ráð fyrir að hjól atvinnulífsins í mörgum byggð- arlögunum stöðvist í haust og í byrjun vetrar með tilheyrandi fjöldaatvinnuleysi og lokun fisk- vinnslufyrirtækja. Vonandi verð- ur svo eícki því sá skaði yrði seint bættur. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.