Þjóðviljinn - 13.06.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.06.1989, Blaðsíða 4
þJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT,,, OG SKORIÐ „Vilja meiri vamarliösvinnu" Ekki alls fyrir löngu birtist samantekt í Pressunni um atvinnuástand á Suðurnesjum og ráðningar hjá banda- ríska hernum. Inntak þeirrar klausu kom saman strax í fyrirsögn, en í henni sagði að „Suðurnesjamenn vilja meiri varnarliðsvinnu". Og af hverju skyldu þeir vilja hana? Hjá hernum vinna um 1100 manns, segir þar. Þar segir ennfremur að það sé „misjafnlega eftirsótt" að vinna á herstöðinni. Þegar vel árar suður með sjó þá sækja menn síður í þá vinnu en „dæmið snýst við þegar samdráttar verður vart á Suðumesjum", þá fjölgar þeim snarlega sem vilja komast á Völlinn. En nú ber svo við, segir formaður Verslunarmannafélags Suðumesja í viðtali við Pressuna, að „við höfum undanfarið fengið kvartanir frá íslendingum sem telja sig hafa orðið þess áskynja að vamarliðið ráði f remur sitt eigið fólk í laus þjónustustörf en íslendinga... Það er okkar skoðun að íslendingar eigi að ganga fyrir við ráðningu í þjónustustörf hjá varnarliðinu". Við þetta er bætt skýringum á þann veg, að eiginkonum hermanna hafi fjölgað á herstöðinni og verði þær að eiga kost á einhverjum starfa til að þrífast þar. Og hvað gerist svo næst í þessum árekstri bandarískra eiginkvenna og verslunarmanna á Suðurnesjum? Ekki gott að vita - nema hvað formaðurinn hefur nokkurn hug á að fara í mál og vísar þá til laga sem segja að bandarísk- ir þegnar þurfi atvinnuleyfi til að starfa hérlendis. Frá sjónarmiði forms og hefðbundins hlutverks stétt- arfélags sýnist allt það, sem formaður Verslunar- mannafélags Suðurnesja segir um þetta mál ofur sjálf- sagt. Á ekki formaður stéttarfélags að gæta hagsmuna sinna manna, tryggja þeim atvinnu - líka með því að útiloka þá sem ekki hafa sama formlega rétt og hans félagsmenn, hvort sem menn nú kjósa að veifa búsetu, ríkisfangi eða starfsréttindum? Víst er það allt eins og vant er. Engu að síður endurspeglast ömurleikinn í sambýlinu við herinn enn og aftur með sérstaklega ámát- legum hætti í þessu máli. Málið minnir nefnilega á það sem glöggir menn vöruðu fljótt við eftir að herstöðvapólitíkin komst á skrið: hún gerir okkur efnahagslega háða umsvifum hersins. Sú fárán- lega staða kemur upp (og kom reyndar upp mjög fljótt) að menn freistast til að líta svo á að þaðgeti verið „normöl" verklýðsbarátta að slást fyrir því að „mínir menn" fái að vinna hitt eða þetta fyrir herinn. Ýmisleg heilög réttindi verklýðshreyfingar eru ákölluð til þess að sem flestir ís- lendingar eigi afkomu sína undir því komna, að sem mest sé um að vera á erlendri herstöð. Undir herstöðvarvinnu sem ætti, ef allt er með felldu, að draga úr eftir því sem friðvænlegra er í heiminum. Með öðrum orðum: hér er komin upp sú spillta staða, að það gæti meira að segja verið ástæða til þess fyrir atvinnulítið verkafólk á íslandi að vona að sambúð risaveldanna fari aftur versnandi - til þess að atvinnutækifærum fjölgi eins og það heitir víst á „hlutlausu" fjölmiðlamáli. Þetta er liður í því sem fyrir löngu hefur verið nefnt hernám hugarfarsins. Og felst ekki í því að menn séu svo ginnkeyptirfyrir röksemdum um vestræna hernaðarsam- vinnu, heldur blátt áfram því, að menn treysta sér síður í dag en í gær til að reka íslenskt þjóðfélag af eigin ramm- leik. Vilja eiga í erlendum her einskonar „aukaloðnu- stofn" til að gera út á ef annað fer úrskeiðis. Eða eins og í Pressuklausunni segir: Þegarvel árará Suðurnesjum, þá vilja menn síður vinna hjá hernum - en svo snýst dæmið við... AB mmm Gríðasiegt áfall hættí loðdýra- bændur bí p í s im stíl Úti er ævintýri Fyrir skömmu birtist í einu dagblaðanna erlend frétt, nánar tiltekið frá Noregi, en hún bar fyrirsögn sem hljómaði furðu ís- lenskulega: „Skelfiskævintýrinu lokið og 12 milljarðar í súginn". Nú jæja, hugsar maður, það er eins og hver sjái upp undir sjálfan sig með það. Sagan er í stuttu máli þessi: Norðmenn ætluðu með mikilli og glæsilegri fjárfestingu að hressa upp á sjávarútveginn, vafalaust hafa þeir líka viljað leysa byggða- vanda í einhverjum plássum í leiðinni. Þeir sérsmíðuðu eðaj endurbyggðu 26 skip til að veiðaj skelfisk og sigldu þau út í mikiðj „gullæði" á árunum 1985-1986. | En nú hefur hagvaxtarkötturinn I sett upp á sér stýri og úti er ævin-j týri. Verð á hörpudiski hefur fall-1 ið um helming - auk þess „voru | skipin undra fljót að þurrka uppi alla skel á stórum svæðum". i Nú liggja öll skelfiskskipin 26. bundin við bryggju, segir fréttin. Bankastofnanir, útvegsmenn ogj ríkið hafa líklega tapað allt að 12! miljörðum íslenskra króna. Á viðskiptanna óvissu tímum Þetta minnir vitanlega sterk- lega á fiskeldið okkar og loðdýr- abúskapinn. í öllum dæmum á að vinna stóra hagvaxtarsigra og; byggðastefnusigra með miklum hraða og fjárfestingabjartsýni. Og svo gengur dæmið ekki upp. | Ahbú, segja börnin. Norska dæmið er hér haft með, ekki endilega til þess að dreifa athygl- inni eða dæsa sællega yfir því að sætt sé sameiginlegt skipbrot. Heldur getur það minnt okkur á annað: hve feiknalega ótryggir þeir spádómar eru sem ráða því að menn stökkva margir í einu á glæsilegar hugmyndir. Hvort sem það nú eru markaðsspámennirnir sem bregðast eða sjálf bjartsýnin verður mönnum að broðhlaupi eða þá það hugarfar „pilsfalda- kapítalismans" sem framkvæmir og fjárfestir í trausti þess að verði vandinn nógu stór þá verði ríkið að leysa hann - hvort sem það vill eða ekki. Það er líka hægt að hugsa sér aðra skýringu á því, hvers vegna stökkin glæsilegu enda svo oft á því að menn liggja eftir flatir á hálum ís efnahagslegs veruleika. En hún er blátt áfram sú, að þjóðfélög okkar eru svo háskalega afkastamikil, tæknin er svo mikilvirk. („skipin voru undra fljót að þurrka upp alla skel á stórum svæðum"). Það er víst úr sögunni að atvinnugrein geti vaxið með þeirri ró og öryggi sem einkennir náttúruna sjálfa - til dæmis vöxt skóganna. Leitin að sökudólgum En spyrjum að öðru: Þegar nú skelfiskævintýri eða loðdýra- framtak mistakast, hverjum er það að kenna? Engin einföld svör fást við því vitanlega og verða misjöfn eftir því hvað um er rætt: Er til dæmis réttlátt að ásaka bændur sem tóku upp loðdýra- rækt meðan á þá stóð harður for- tölubylur úr öllum áttum um að þeir yrðu sem flestir að hverfa frá hefðbundnum búskap, er það þeirra sök að þeir gátu ekki séð fyrir mikið offramboð á mörkuð- um? Eiga menn að vita það fyrir- fram að hver sá sem gerir út á tískuna er í lífsháska? í skýrslu frá Sambandi íslenskra loðdýra- ræktenda sem lögð var fyrir stjórnvöld á dögunum segir m.a.: „Bent er á að þegar loðdýra- ræktin hafí verið endurvakin fyrir tíu árum hafi það verið fyrir for- göngu þáverandi landbúnaðarr- áðherra Steingríms Hermanns- sonar vegna nýrrar atvinnuupp- byggingar í landbúnaði. Bændur hafí verið óspart hvattir af hinu opinbera og forystumönnum landbúnaðarmála til að hefja loð- dýrarækt og afsala sér þannig framleiðslurétti í hefðbundnum búskap sem þurfti að dragast saman." Tálvonir Um þetta segir núverandi land- búnaðarráðherra Steingrímur J. Sigfússon m.a.: „Á þessum fundi (með loðdýrabændum nú á dög- unum) verður fjallað um þá fjár- festingu sem lögð hefur verið í loðdýraræktina, stöðu einstakra^ bænda og byggðaáhrifin af því ef loðdýraræktin hrynur. Það er ljóst að í fjölmörgum tilfellum hefur fólk ekkert annað að hverfa að ef svo fer og ég fæ ekki séð að nokkuð sé til staðar til að færa til baka í þeim tilfellum sem menn hafa afsalað sér framleiðslurétti í hefðbundnum búgreinum þegar þeir hófu loðdýrarækt." Engin leið til baka, fólk flosnar upp af jörðum sínum, þetta er meira en dapurlegt. Landbúnað- arráðherra minnist á það í sama viðtali, að þegar loðdýrabændur fengu nokkra opinbera aðstoð í vetur leið, þá hefði enginn ádrátt- ur eða fyrirheit verið gefin um frekari aðstoð: „Ég tók það skýrt fram þá, að menn yrðu að meta stöðuna hver fyrir sig, vegna þess að ég vil ekki halda mönnum áfram í þessari búgrein út á einhverjar tálvonir. Ég held að kannski hefði fyrr mátt svara mönnum þannig, að þeim væru ekki gefnar vonir um hluti sem ekki stæðust." Þarna er ráðherra kominn að þætti sem er reyndar furðu sterk- ur í hrakfallabálki íslenskrar atvinnusögu: að „tálvonum" sem fresta öllum hlutum og þá fyrst og femst því að menh horfist í augu við óþægilegan sannleika. „Það hefði mátt svara mönnum þannig fyrr," segir hann. Það er nefni- lega það. Hvar eru þeir forystus- auðir í stjórnmálum sem í raun- inni þora að segja mönnum ill tíð- indi réttstundis? Er kannski búið að hanna hinn pólitíska leik á þann veg að þeir sem rögg á sig taka eigi sér ekki viðreisnar eða réttara sagt vinsælda von? Og verði helst að forðast að segja eins og er. Sjáið Steingrím Her- mannsson sem er alltaf jafn undr- andi þegar ótíðindi koma upp - enginn stjórnmálaforingi er nándar nærri eins vinsæll og sá sem kemur lengst ofan af fjöllum: Þetta kemur mér á óvart, ég verð nú að segja það... ÁB 1----------------------------------------------------!------------------- Framkvœmdastjórl: Hallur PállJónsson. SkrifstofustJórl:SigrúnGunnarsdóttir. Skrlfstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristin Pétursdóttir. Auglýslngaatjori: Olga Clausen. Auglýsingar: Guömunda Kristinsdóttir, Unnur Agústsdóttir. Simavarala:SigriðurKristjánsdóttir, Þorgorður Sigurðardóttir. Bllstjór I: Jóna Sigurdorsdóttir. Húsmóoir: Erla Lárusdóttir Þjóðviljinn Síðumúla 6 - 108 Reykjavík Sfmi 681333 Kvöldsími 681348 Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. RrtstJórhÁrniBergmann. Frettastjóri: Lúðvík Geirsson. Aftrlrblaðamenn:DagurÞorieifsson, ElíasMar(pr.),Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), KristóferSvavarsson.ÓlafurGlslason, Péll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjólsson (umsjm. Nýs Halgarblaðs), Þorfinnur Ómarsson (íþr.), Þröstur Haraldsson. Útbreloslu- og afgraloslustjóri: Bjöm Ingi Hafnsson. Afgrsiosla:HallaPálsdóttir,HrefnaMagnúsdóttir. Innhelmtumaður: Kalrín Bárðardóttir. Lftfcayrsla, afgraiðsla, ritstjórn: Slðumúla 6, Royk|av(k, simar: 681333 & 681663. Auglýslngar: Slðumúla 6, sfmar 681331 og 681310. Umbrot og setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. V«fðflausasölu:90kr. NýttHelgart>la6:140kr. Áskrlftarverð á mánuol: 1000 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNI Þrlöjudagur 13. júní 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.