Þjóðviljinn - 13.06.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.06.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Þegar kveðjuræða sú, sem fyrverandi hershöfðingi banda- ríska herliðsins hér á landi, Eirík- ur McVadon, flutti daginn sem hann lét af störfum og hvarf af landi brott, er lesin í heild vaknar með manni mörg spurnin. Þar er blandað saman smjaðri og illa dulbúnum hótunum, móðgunum í garð íslensku þjóðarinnar og sífri yfir dugleysi innlendra þjóna hemámsliðsins, yfírborðslegu friðarhjali og yfirlýsingum um að herinn fari héðan aldrei. Undar- legast við alla þessa uppákomu er að fulltrúar íslands, sem á hlýddu, skyldu sitja hljóðir undir móðgununum en ekki vinda sér hið snarasta í rútuna og snúa til þarlegri starfa í Reykjavík. Fyrst þeir íslensku skriffinnar, sem viðstaddir voru kveðjuat- höfnina, gerðu það ekki. stæði þeim líklega næst að endurskoða Landnámu því ekki verður annað skilið en hershöfðingi þessi telji dáta sína til landsmanna þegar hann segir: „Em íslendingar ánægðir með þann stuðning, þá gestrisni og það samstarf sem þróast hefur á nærri fimm ára- tugum sem þessir aðilar hafa ver- ið félagar í sama bandalagi og íbúar á sömu eyju? (inhabitants of the same island)“. Skömmu síðar bætti hann um betur: „Til eru hlutir sem kosta lítið en mundu gera varnarliðið starfhæf- ara nú eða í ófriði, og einfaldlega gera starfslið herstöðvarinnar, karla, konur og böm, ánægðari þegna Islands þá hríð sem það dvelur hér (happier temporary citizens of Iceland).“ Ekki þótti Eiríki hershöfðingja þetta nóg því hann bollalagði um væntanlega ríkisstjórn á islandi sem „stendur nær miðju eða er til hægri (closer to the centre or right).“ En hlutverk slíkrar stjórnar á með orðum hershöfð- ingjans að vera að endurskoða varnarsáttmálann með það í huga „hvort afstaða íslands sé við hæfi og fullnægjandi hvað varðar stuðning við varnarliðið (review the adequacy and appropriaten- ess of Icelands attitude toward, and support for, the defense for- ce).“ Ræða hershöfðingjans Jón Torfason skrifar Hershöfðinginn flutti einnig þjónum sínum innlendum all- snarpa ádrepu og hvatti þá til að svara kröftuglega útúrsnúningum og langræðum vinstri manna (di- atribe or lengthy leftist mono- logue). Annar þáttur í ræðunni as. Ætli þeir séu allir á sömu laununum? Raunar er svo sem skiljanlegt að maðurinn kvarti undan leiðindum ef hann á ekki völ á vinum af öðru sauðahúsi en þeir Magnús Þórðarson (Nató- Mangi) og Jón Baldvin eru. hafi ekki verið sú að hann hafi viljandi mælt upphátt það sem hann var vanur að prédika yfir vinum sínum hérlendum lágum rómi og í fámenni. Líkast til hefur ætlunin verið sú að kanna við- brögð landsmanna við frekjunni „Einhvern tíma varsagtað enginn umgengist herinn nema skœkjur og stjórnmálamenn. Pað er því kannski skiljanlegt að bandarísku dátunum leiðisthér, enda kvartaði hershöfð- inginn yfir kaldranalegu viðmóti landans í garð „drengjanna sinna “ “ snerist um samskipti íslenskra hermangara við herinn, og benti hershöfðinginn á að þau viðskipti mættu ekki meiða samvisku neinna og yrðu að geta staðist gegnumlýsingu rannsóknar- nefnda bandaríska þingsins (must be able to withstand the future scrutiny of parliamentary or congressional review or even investigative committees). Hefur þessum orðum vísast verið beint til níumilljón króna mannsins og annarra tilbera, betur að þeir vinni fyrir kaupinu sínu. Einhvern tíma var sagt að eng- inn umgengist herinn nema skækjurogstjómmálamenn. Það er því kannski skiljanlegt að bandarísku dátunum leiðist hér enda kvartaði hershöfðinginn yfir kaldranalegu viðmóti landans í garð „drengjanna sinna". M.a. bar hann saman að- stæður bandarískra hermanna á íslandi annars vegar og í Banda- ríkjunum, Englandi, Þýskalandi og Japan hins vegar og taldi alla aðra betur setta en þá sem hímdu hér. Kynlegt hann skyldi ekki minnast á hermennina sem bækl- uðust í Viet-Nam, íran, Líbanon eða á Grenada og þá sem aðstoða „andkommúnískar" ríkisstjómir í E1 Salvador, Chile og Hondur- Fyrst minnst er á Magnús kem- ur í hugann veikburða málsvöm hans í sjómvarpsþætti fyrir nokkm þar sem hann bar blak af þessum húsbónda sínum. Þar sagði hann eitthvað á þá leið að hershöfðinginn væri opinn per- sónuleiki og virkaði jafnvel ein- faldur í augum Evrópubúa eins og Bandaríkjamenn yfirleitt. Látum hershöfðingjann svara þessu sjálfan í margnefndri ræðu þegar hann lagði dátunum á vell- inum heilræði: „Þið skuluð ekki umgangast íslensku ríkisstjórn- ina af léttúð. Þið emð oft í raun talsmenn stjómar ykkar (You are often acting as a spokesman for your government). Sýnið ábyrgð og gætið þess að gerðir ykkar séu úthugsaðar, samræmdar og að þið aðhafist ekkert sem yfirmenn ykkar, sendiherrann eða yfir- hershöfðinginn geta ekki sam- þykkt (act responsibly and ens- ure your efforts are well researc- hed and thought out, fully coor- dinated, and something your commander, ambassador, or even commander-in-chief can stand behind).“ Nei, hershöfðinginn vissi fullvel hvað hann sagði því varla færi hann að brjóta sín eigin boð- orð við slíkt tækifæri. Ætli raunin eða að ýta undir illindi í ríkis- stjórninni. Hershöföinginn gat þess ná- lægt lokum ræðu sinnar að bágt væri ef allar fjárfestingar Banda- ríkjanna hér á landi fæm í sUginn, sem væntanlega yrði ef herinn hyrfi á braut, og er það skiljan- legt frá hans bæjardymm séð. Síðustu ár hefur verið eytt tug- milljónum króna til að endur- bæta hemaðarmannvirki hér á landi og benti hershöfðinginn á að bandarísku herstöðvarnar hér hefðu aldrei verið jafn vel búnar og ábyrgð starfsmanna því meiri en nokkm sinni áður. Nú yrðu allir að standa sig. Hann bætti því við að eftir hugsanlegan samdrátt í herafla Bandaríkjamanna í Evr- ópu yrði ísland ennþá mikilvæg- ara en áður til að verja liðsflutn- inga þeirra til Evrópu á hættu- stund fyrir helvítis Rússunum. Hann gat hins vegar ekki um þá breytingu á áætlunum Bandaríkj- ahers á Reganstímanum, að gera ísland að stökkpalli fyrir árás á Sovétríkin úr norðri. Ætlunin er sum sé að safna hér saman mikl- uin her, skipum, flugvélum og birgðum og senda ósigrandi flota norður fyrir Noreg að ströndum Rússlands eins og Björn Bjama- son lýsti í hjartnæmri grein í Morgunblaðinu fyrir nokkmm ámm. Hershöfðinginn ávarpaði einn- ig evrópska fulltrúa, sem við- staddir voru athöfnina, og hvatti þá til að styðja sitt mál. Tilmæli hans rættust skömmu síðar á há- tíðarfundi Nató þegar fulltrúar íslands, utanríkisráðherrann og forsætisráðherrann (sem við það tækifærí verða að teljast nokkurs konar sporgöngumenn Jóns Sig- urðssonar í sjálfstæðismálum þjóðarinnar) mæltust til þess að eitthvað yrði hugað að samdrætti vopna í höfunum. Viðbrögð stór- veldafulltrúanna á fundinum mótuðust af almennu heyrnar- leysi og lét enginn sem hann vissi hvað þeir mæltu. Uggvænlegasti kaflinn í marg- nefndri ræðu snerist þó um þá fyrirætlan hersins að auka virkt samstarf við íslenskar stofanir. Að vísu má einu gilda þótt svo- nefndar almannavamir taki þátt í einhverjum stríðsleikjum með hernum, meðan menn hafa ekki annað þarfara að gera á þeim bæ en reikna út hve lengi Siglfirðingar væm að forða sér inn í Strákagöngin ef svo færi að Rússar vörpuðu kjarnorku- sprengju á fiskeldisstöðvar og súrheystuma í Fljótunum. Hitt er öllu verra ef á að gera lögregluna og landhelgisgælsuna að vara- sveitum bandaríska hersins. Menn skulu athuga það að Bandaríkjamenn hafa ætíð leikið það að fá innlenda aðila til snún- inga og til að vinna ýmis skítverk fyrir sig. í kjamorkustyrjöld er engin vörn til nema ef til vill sú ein að hafa sem fæst skotmörk í landinu. Besta vörnin fyrir íslendinga er því sú að losa sig við herinn, gera landið og miðin að hluta af kjarn- orkuvopnalausu svæði á Norður- Atlantshafi og taka upp hlutleys- isstefnu. Þegar herinn fer losnum við lika við hermangið og alla þá spillingu sem því fylgir og síðast en ekki síst það að þurfa að hlusta á aðra eins leiðindamenn og Eirík McVadon. Jón er íslenskufræðingur og félagi í Samtökum herstöðvaandstæðinga. NÝJAR BÆKUR Ástir samlyndra hjóna í endurútgáfu Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér bókina Astir sam- lyndra hjóna eftir Guðberg Bergsson. Hér er um að ræða endurútgáfu í kilju en bókin kom upphaflega út haustið 1967 og hefur verið ófáan'.eg um árabil. Guðbergur hefur af þessu tilefni endurskoðað bókina með tilliti til stíls og frásagnar og ritar einnig eftirmála þar sem hann gerir grein fyrir tilurð hennar. Astir samlyndra hjóna vakti mikla athygli og deilur er hún kom út fyrir tuttugu og tveimur árum. Menn skiptust í flokka með og á móti bókinni. Sumir töluðu í því sambandi um sóða- skap og blygðunarlausa lágkúru, aðrir skipuðu henni í hillu með Tómasi Jónssyni metsölubók og töldu að með sögum Guðbergs hefðu íslendingar sannarlega eignast samtímaheimsbókmennt- ir sem stæðu undir nafni. Þessar deilur náðu hámarki er Ástir samlyndra hjóna var kjörin besta skáldverk ársins 1967 og Guð- bergi veitt verðlaun gagnrýn- enda, Silfurhestinn. Orðabók um fjarskiptatækni Út er komin á vegum Menn- ingarsjóðs orðabókin Ritsími og talsími. Þessi bók er annað bindi nýs orðasafns, Raftækniorða- safns, og fjallar um íðorð úr ritsíma- og talsímatækni. Hér er að finna gömul orð, sem almenn- ingur þekkir og hefur notað í ára- tugi, og ný orð um tækni, sem er að ryðja sér til rúms á íslandi um þessar mundir. Ritsími og talsími er 55. kafli í orðasafni Alþjóða raftækni- nefndarinnar sem gefinn var út í Genf 1970. í bókinni eru íðorð á 8 tungumálum, frönsku, ensku, þýsku, spænsku, ítölsku, hol- lensku, pólsku og sænsku, auk ís- lensku, yfir hugtök úr ritsíma- og talsímatækni. Þau eru skilgreind á ensku og frönsku, svo að bókin hefur svip alfræðiorðabókar, auk þess að vera orðasafn. Þetta er því kjörin handbók öllum, sem starfa á sviði fjarskiptatækni, nemendum og kennurum í iðn- skólum og æðri skólum, þýðend- um og fjölmörgum öðrum, sem þurfa að hafa tiltæk íslensk orð á sviði ritsíma- og talsímatækni eða vilja vita skil á því sem í íðorðun- um felst. Orðanefnd rafmagns- verkfræðinga og aðrir sérfræð- ingar hafa unnið að íslenska hluta bókarinnar, safnað þýðingum, búið til nýyrði og valið úr til- lögum. Bókin um bakverki Iðunn hefur gefið út aðra bók- ina í hinum nýja bókaflokki sín- um um Heilsuvernd heimilanna. Nefnist hún Bókin um bakverki og er eftir breska lækninn John Tanner. íslenska þýðingu annað- ist Sigurður Thorlacius læknir og ritar hann einnig formála. Bókin um bakverki er skrifuð af sérfræðingi eftir kröfum nú- tímans og fjallar um eitt út- breiddasta vandamál vestrænna iðnríkja, en bakverkir og bak- sjúkdómar eru meðal algengustu ástæðna til að fólk leiti læknis. JohnTanner HEILSUVERND HEIMIIANNA BAKVERKI Hagnýt leiðsögn utn forvamir og meðferö ItXJNN Sagt er frá hefðbundinni meðferð lækna og sjúkraþjálfara og einnig frá umdeildari formum meðferð- ar, svo sem nálarstunguaðferð- inni, hnykkingum og dáleiðslu. Síðast en ekki síst er lögð áhersla á til hvaða ráða fólk geti gripið sjálft, svo sem með líkamsæfing- um og slökun og með því að breyta lifnaðarháttum sínum og aðlaga umhverfi sitt bakinu. í bókinni er janframt mikill fjöldi skýringarmynda. Prjár nýjar kiljur Bókaforlagið Birtingur hefur sent frá sér þrjár nýjar Regn- bogabækur. Fyrsta kiljan er skáldsagan Uns sekt er sönnuð eftir bandaríska rithöfundinn Scott Turow í ís- lenskri þýðingu Gísla Ragnars- sonar. Scott Turow er á ör- skömmum tíma orðinn einn kunnasti rithöfundur Bandaríkj- anna eftir útkomu þessarar bókar sem notið hefur mikilla vinsælda bæði í Evrópu og Bandaríkjunum frá því hún kom fyrst út um mitt ár 1987. önnur kiljan er Kínversku naglamorðin eftir Robert van Gulik. Sagan er hin fyrsta í flokki höfundar er segir af kínversku þjóðsagnapersónunni Dee dóm- ara. í sögunum vefur höfundur- inn saman fjölda brota aldagam- alla frásagna af sakamálum er upplýst voru af Dee dómara sem uppi var á sjöundu öld fyrir Krist og úr verða litríkar og spennandi sakamálasögur. Þriðja kiljan er Samneyti eftir Whitley Strieber. Höfundurinn lýsir reynslu sem hann telur sig hafa orðið fyrir í raun og veru. Fyrirbæri sem hann telur vera geimverur nema hann á brott með sér um stundarsakir. í fyrstu man hann lítið sem ekkert en fyrir tilstilli dáleiðslu koma í ljós undarlegar minningar af sam- neyti hans við geimverur allt frá unga aldri. Utsöluverð bókanna er kr. 590. Þri&Judagur 13. Júnf 1989 >JÖÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.