Þjóðviljinn - 13.06.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.06.1989, Blaðsíða 7
af öllum föngum. Þess skal getið sérstaklega að í þessum tilvikum er um langvarandi notkun róandi lyfja að ræða fyrir vistun og er sú notkun talin nauðsynleg vegna geðkvilla". Við þetta má bæta að fangar voru kringum 56 þegar landlæknir skrífaði greinargerð sfna. Og 10% þeirrar tölu eru u.þ.b. 5-6 einstaklingar á róandi og svefnlyfjum. Og mun þetta láta nærri segja mínar heimildir. En þær fullyrða að svona hafi þetta ekki verið í sumar. Þá voru jafnvel allt að tveimur tugum á þessum lyfjum. Og heimildirnar segja fullum fetum að þeir hafi vafrað um gangana „drukknir af lyfjum" og mjög hvumleiðir. Þá segist landlæknir oft hafa bent á það að fangelsi séu ekki æskilegur staður til endurhæfing- ar forfallinna alkóhólista. Seinna segir hann: „Læknisþjónusta er stopul og geðlæknar koma aðeins endrum og eins. Meðferð við geðsjúkdómum verður aldrei nema nafnið eitt". Hér opnast heldur betur útsýn yf ir víð- áttu fangalækn- inganna Það leikur varla vafi á því að þeir sjúkdómar sem einkum herja á fanga eru alvaralegir geð- sjúkdómar, ýmsir minni háttar geðrænir kvillar, „persónuleika- truflanir" (sem er reyndar ford- æmandi sjúkdómsheiti, svipað og t.d. „kynvilla"), og loks alkóhól- ismi og ofnotkun vímuefna. Þrátt fyrir það telja heilbrigðis- og dómsmálayfirvöld ' greinilega enga ástæðu til að veita föngum þjónustu sérmenntaðra lækna í geðsjúkdómum og alkóhólisma. Og þó standi skýrum stöfum í fyrstu grein laga um heilbrigðis- þjónustu, að allir landsmenn skuli eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem tök eru á að veita á hverjum tíma, er þriðja flokks læknishjálp talin full góð í þá. Þeir eru fangar. Þess vegna er það látið líðast eins og ekkert sé að heilsugæslulæknar, ómennt- aðir í geðsjúkdómum ákvarði bæði „erfiða geðsjúkdóma" fang- anna og „geðkvilla" og „nauðsynlegar" lyfjagjafir við þeim. Og þetta heilsufarslega réttindabrot hefur viðgengist ára- tugum saman án þess að nokkur hneykslist á þessu ranglæti þjóð- félagsins í garð sjúkra þegna sem ekki eru í aðstöðu til að velja sér lækna sjálfir. Við skulum varast að gera þessa ólánsömu lækna sem nú þjóna Litla-Hrauni eins og best þeir kunna að sökudólg- um. En skyldu yfirvöld bera á þessu einhverja ábyrgð? Eða æjatolla Tómas Helgason og klepparasöfnuður hans, sem staðið hefur í vegi fyrir því að afbrotamenn, sakhæfir og ósak- hæfir, fái notið þeirrar lágmarks geðlæknisþjónustu, sem siðað þjóðfélag er siðferðilega skylt að veita öllum þegnum sínum og réttlæta þá svívirðu með falsrökum, af því að hagsmunir þeirra og stofnananna sem þeir veita forstöðu skipta þá meira máli en réttur sjúklinganna? Nei, nei, nei, nei! Hér ber engin neina andskotans ábyrgð. Einna helst að Sigurði Þór Guðjónssyni verði kennt um allt saman. Og nú nálgast grundvallar- punkturinn sem umræðan hvílir á Það gerir hana mjög erfiða hve landlæknir ruglar saman óskyld- um málum. Hann ræðir þannig um manninn sem út af var kært, að fólk hlýtur að halda að um mikið geðveikan mann sé að ræða, jafnvel ósakhæían. En það er misskilningur. Sú vitneskja er a.m.k. algjört nýmæli fyrir að- standendur enda hafa þeir mat geðlækna fyrir sér. Maðurinn hefur í hæsta lagi væg geðræn ein- kenni, en er fyrst og fremst dæmi- gerður dópisti og alkóhólisti, er fremur afbrot í vímu til að komast í enn meiri vímu. En landlækni hefur tekist að rugla ráðherrann rækilega með sér í ríminu. Þeir blanda báðir saman tvennum málum. Annars vegar því ófremdarástandi sem ríkir í mál- efnum geðsjúkra fanga, jafnvel ósakhæfra, og hins vegar hvernig taka beri í fangelsunum á alkó- hólisma fanga sem ekki eru neitt sérstaklega geðveikir, en meiri- hluti fanga eru alkóhólistar. Ráð- herra segir: „Ég er að vinna að því í samráði við dómsmálaráðherra að fundin verði betri lausn á málum þeirra ógæfusömu einstaklinga sem gerst hafa brotlegir við lög og eiga við alvarleg geðræn vanda- mál að striða". Sjáiði hvað hann ruglar maður- inn? Talar eins og lyfjasukkið á ávanahættu við lfkamlegum meinum. Spurningin er ekki hvort gefa eigi þau verkjalyf sem hafa ávanahættu í för með sér, þeim sem ekki eru alkóhólistar. Spurningin er ekki einu sinni hvort gefa eigi ekki-alkóhóiistum róandi lyf sem geta leitt til ávana og fíknar. Spumingin er þessi í sfnum skýra cinfaldleika: Á að gefa einstaklingum, sem oft hafa veríð í meðferð vegna vímucfnaneyslu, róandi lyf eða önnur lyf (jafnvel í stórum stfl), er geta valdið ávana og fíkn og eru alkóhólistum sérstaklega varhug- averð? Þetta er spurningin. En hún sprettur af frumforsendu allrar þessarar umræðu. P6 orð land- læknis um púritana virðist í fljótu bragði einungis eiga við mig og kæranda, þá liggur annað og meira að baki. Það er hið afdrátt- sem geðsjúkdóm og reyndar ekki neinn venjulegan sjúkdóm. Alk- óhólismi er því ekki viðfangsefni hefðbundinnar læknisfræði nema að vissu marki. Og leiðin til bata liggur vissulega ekki gegnum geðlæknisfræðilegar aðgerðir heldur með því að gera heiðarleg reikningsskil í lífi sínu. Með sjálfskönnun og með því að deila reynslu sinni með öðrum. í einu orði sagt með hughvarfí, nýjum skilningi á sjálfum sér og lífinu. En allt stendur þetta og fellur með því frumskilyrði að neyta aldrei vímugjafa hvernig sem á stendur. Hér er ekki rúm til að rekja hin dýpri rök þessarar endurfæðingar en um þau má m.a. lesa í þessum bókum á ís- lensku: AA-bókin (A. A. útgáfan 1976), Tólf reynsluspor og tólf erfðavenjur (A.A. útgáfan 1981), Mesta mein aldarinnar eftir Joseph P. Pirro (Fjölnir Hrauninu sé málið um vanda þeirra tiltölulega fáu mikið geð- sjúku fanga, sem hvergi eiga höfði sínu að að halla í heilbrigð- iskerfinu. Og úr þeim vand- ræðum er ráðherra að reyna að greiða ásamt dómsmálaráðherra. En það kemur yfirgnæfandi meiríhluta dópistanna í fangels- unum lítið við. Og nú fer grundvallarpunktur- inn alveg að koma. En til að skýra hann betur látum við landlækni fyrst tala í Þjóðviljanum 27. janú- ar: „Það er klárt mál að inni á Litla-Hrauni er fólk sem þarf lyf. Á meðan aðrar þjóðir setja geð- sjúka fanga á sjúkrahús eða sér- stakar meðferðarstofnanir fyrir þá höfum við þá í fangelsum. Það er klárt mál að þetta fólk þarf lyf. Svo koma púrítanar sem ekkert vita og ekkert skilja og halda að hægt sé að taka fyrir lyfjagjöf'. Sífellt er verið að brýna fyrir fólki að rugla ekki saman svoköll- uðum „róandi lyfjum", er ekki hafa nein umtalverð lækninga- áfcrif, en slá á kvíða og „angist" en hafa ávanahættu f för með sér og eru alkóhóiistum varhuga- verð, og svo „sterkum geðb/fj- um" sem notuð eru við alvar- legum geðsjúkdómum og minnka ranghugmyndir, ofskynjanir og þvíumlfkt, valda ekki vímu og hafa enga eða litla ávanahættu. (Sjá t.d. samantekt Guðlaugar Guðmundsdóttur í Morgunblað- inu C bls. 6-7 17. febrúar og byggð er á upplýsingum þriggja geðlækna. Auk þess Nýju ís- lensku lyfjabókina 1988 og Lyfja- fræði miðtaugakerfisins 1984 eftir Þorkel Jóhannesson prófess- or). En það kemur sannarlega úr óvæntustu 4tt þegar sjálfur land- læknir ruglár um þetta einsog sá sem vald hefur. Spurningin er alls ekki hvort gefa eigi „sterk geðlyf" mikið geðveiku fólki. Spurningin er ekki hvort gefa eigi lyf með engri arlausa viðhorf sem óvirkir alkó- hólistar hafa til hvers kyns vímu- efna, er landlæknir fordæmir þarna af svona yfirlætislegri fyrir- litningu. Og nú kemur hann grundvallar- punkturinn Til þess að vera bláedrú er frumskilyrði að láta aldrei áfcngi né aðra vímugjafa inn fyrir sínar varir, hversu smáir sem skamnitarnir eru og hvernig sem á stendur. Að gefa dópista dóp, ef ekki er verið að trappa hann nið- ur, er sama og að gefa áfengis- sjuklingi afréttara. Þetta er skoðun bókstaflega allra óvirkra alkóhólista er hafa náð sér á strik. Hamingja þeirra og líf hvílir á henni. Og þeir skipta þús- undum á Islandi Á ráðstefnu um rannsóknir á alkóhólisma, sem haldin var í Reykjavík 13. febrúar upplýsti Óttar Guðmundsson yfirlæknir meðferðarstöðvar SAA að Vogi, að samtals 8000 einstaklingar hafi komið þar til meðferðar. Og könnun frá árinu 1984 bendir til þess að 40% þeirra sem meðferð- ar leita séu enn edrú að tveim árum Iiðnum. Það þýðir með öðr- um orðum að alkóhólistar sem ætla að hafa það eru á milli.þrjú og fjögur þúsund hér á landi. Jafnvel þó að við helminguðum þá töluyrði um æði stóran hóp að ræða. Eg get fullyrt að allir hafa þeir tileinkað sér hið „púrítan- iska" viðhorf, sem byggt er á hinu svokallaða tólf spora kerfi til áfengis og annarra vímuefna. Það er ekki nema von. „Púritanism- inn" hefur sannað nauðsyn sína í daglegrí reynslu milljóna manna um allan heim áratugum saman. Hann lítur ekki á alkóhólismann 1982), Furðuheimar alkóhólism- ans eftir Steinar Guðmundsson (Styrktarfélag Sogns 1983). Geðlæknar verða einfaldlega að beygja sig fyrir þessari máttugu lífsreynslu þó hún sé „óvísinda- leg" og samræmist ekki hefð- bundnum „læknisfræðilegum" hugmyndum um alkóhólisma. Það er löngu kominn tfmi til að geðlæknar hætti að berja höfðinu við steininn. En viðurkenni van- mátt sinn gegn áfengi og að þeim er gjörsamlega um megn að ráða við afleiðingar ofneyslu þess, jafnt sem annarra vfmuefna. All- ir reyndir óvirkir alkar hafa það á hreinu að læknar, þó læknar séu, hafa yfiríeitt ekki hundsvit á alk- óhólisma, nema þeir hafi haft einhver sérstök kynni af honum. Alkóhólistar bíða þess með óþreyju að geðlæknabatteríið sýni það hugrekki og þá viður- kenningu á staðreyndum, að láta SÁÁ-mönnum, sem hafa tileink- að sér hið alþjóðlega „púritan- iska" viðhorf, algjörlega eftir bæði lækningar á alkóhólisman- um og kennsluna f læknadeild- inni. Þá mundi taka fyrír þá óhæfu að deildin útskrífi lækna sem ekki vita meira um leyndar- dóma alkóhóiismans en undirrít- aður um leyndardóma guðsríkis. Læknisfræðin og geðlæknisfræð- in mundu halda óskertu mikil- vægi sfnu um allt annað. Þá hef ég gert grein fyrir „púrit- anismanum" sem pirrar svona blessaðan landlækni sem mæðist í mörgu. Nú ætti lesandinn að skilja Hvers vegna það er svo mikil- vægt fyrir þúsundir íslendinga og langflestra fanga, að fá skorið úr því hvort læknar telji það góðar og gildar lækningar að ausa því eitri í alkóhólista, sem hefur orð- ið þeim að falli og er þeim oft og tíðum lífshættulegt. Og svarið er rökrétt framhald þess sem á undan er komið. Þess vegna get ég með góðri samvisku mælt fyrir hönd yfirgnæfandi hluta þeirra alkóhólista sem náð hafa sér á strik: Slíkar „lækningar" auka ein- ungis þjáningar alkóhólistans og gera sjúkdóm hans erfiðari viður- eignar. Og ef hann er fangi lœsa þær hann enn fastar í vítahring víniucfna og afbrota. Þær eru andhverfa alls þess er við skiljum þegar rætt er um skyldur lækna til að milda mannamein og sefa þjáningar. Þær eru svívirðilegur þjóðfélagslegur glæpur þvf ein- mitt svona býr kerfið til síafbrota- menn. Sjúkrasaga þess er út af var kært, eftir að afplánun lauk, styð- ur mjög þessar afdráttarlausu ályktanir. Maður sem hefur mikil afskipti af föngum á Litla- Hrauni, segir að allt annað sé að vinna með þeim og fyrír þá núna en í sumar. Það út af fyrir sig sýnir einnig að lyfjaóhófið var ekki föngum í hag. Síðast en ekki síst hefur Þórarinn Tyrfingsson yfir- læknir á Vogi skrífað vottorð til sjúklingsins sem út af var kært. Þar segir að það mætti vera „ðUum læknum Ijóst" að sjúklin- gurinn var „líkamlcga háður" ró- andi lyfjum og „þjáðist ekki af neinum þeim geðsjúkdómum sem réttlætti notkun slfkra lyfja" og eru sérstaklega tilgreind Diazep- am, Fenemal og svefnlyf. Fyrír því verða orð landlæknis í greinargerð sinni til ráðherra svo grimmileg að þau nísta alla gamla alka gegnum merg og bein: „En ef til eru lyf, sem lina þjáningar og sjúkdóma, ber lækni að ávísa þeim, m.a. vegna skorts á öðrum meðferðarleiðum, annars bregst hann skyldu sinni". Ég get ekki annað en tekið undir með læknin- um mesta: Faðir fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gjöra. Og það er mergurinn málsins. Ástandið í lyfjamálum á Litla- Hrauni í sumar sýnir þetta svo ekki er um að villast frá sjónar- hóli óvirkra alkóhólista: Læknar vinnuhælis- ins eru óhæf ir til að f ást við alkóhólisma Og það staðfestist rækilega í orðum annars þeirra í Þjóðviljan- um 27. janúar. Hann réttlætir lyfjagjafirnar sem út af var kært þannig: „Þó að menn hafi átt við vandamál að stríða er ekki þar með sagt að ekki megi gefa þeim lyf. Það er allt annað þegar við höíum hann undir hendi heldur en þegar hann stjórnar sinni lyfj- aneyslu sjálfur. Við getum haft kontról á neyslu hans". Spyr sá sem ekki veit: Hver átti að haf a kontról á lyfjaneyslu mannsins þegar honum var sleppt án þess að hafa verið trappaður niður en lyfjaneyslan aukin jafnt og þétt allan tfmann? Svona tal ber sjálfu sér vitni. Það er átakanleg sjálfs- réttlæting sem byggist ekki á neinni skynsamlegri undirstöðu. Það er alvörumál þegar læknar misnota tiltrú almennings og stjórnvalda á sérþekkingu þeirra og tala þannig í nafni „læknis- fræðinnar", að allir vitibornir menn ættu að sjá að þeir fara með rugl. En skömmin og óttinn stjórnar þeim en ekki vísvitandi óheiðarleiki. Það verðum við að skilja. Að undangenginni þessari rök- leiðslu horfir málið einfaldlega svona við frá sjónarhóli óvirkra alkóhólista sem skipta þúsundum f landinu: FRAMHALD Á MORGUN Athugasemd: Þessi grein var afhent ritstjórn MorgunblaSsins fyrir miðj- an mars. En þar sem engar Ukur eru á að hún komi þar á næstunni hef ég beðið ÞjóSvUjann um birtingu. \ Þriðjudagur 13. Júnf 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 \ \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.