Þjóðviljinn - 13.06.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.06.1989, Blaðsíða 8
ERLENDAR FRETTIR Kína Mótmælahreyfingin barin niður ,Öldungaklíka" stjórnar í bandalagi við hluta hersins Fréttir frá Kína benda til þess, að mótmælahreyfingin þar hafi veríð barín niður í bráðina. Um manntjón af völdum aðfara hersins við mótmælafólk er enn allt í óvissu, en líklegt er að her- menn hafi drepið fólk í hundraða- eða jafnvel þúsundatali í Peking. Einnig er vitað um veruleg manndráp sumsstaðar úti um land, þannig munu yfir 300 manns hafa verið drepnir fyrstu daga s.l. viku í Chengdu, einni helstu borga í Sichuan, fylki því sem er kjarnasvæði Vestur-Kína. í svo að segja öllum stærri borgum, Peking, Sjanghaí, Xian, Chengdu, Kanton, Wuhan o.fl. hafa stjórnvöld lagt blátt bann við starfsemi samtaka náms- •manna og verkamanna, sem valdstjórnendur skilgreina sem „gagnbyltingarklíkur". Her og íögregla hafa þegar unnið mikið starf við handtökur á andófs- mönnum og haft er eftir kínver- skum heimildamönnum að fólk muni verða handtekið þúsundum saman næstu vikurnar. Leynilög- regla hefursig nú mjögí frammi, með þeim afleiðingum að fólk er orðið hrætt við að tala við erlenda fréttamenn. í ýmsu er nú snúið aftur til siða Maótímans, til dæm- is eru handteknir andófsmenn þvingaðir til að „gera sjálfs- gagnrýni" í sjónvarpið eða ann- arsstaðar á opinberum vettvangi og játa á sig ýmiskonar vammir og skammir. Þétta var mikill siður í menningarbyltingunni svokölluðu og apað upp af maó- istagrúppunum, sem þá voru í tísku á Vesturlöndum. Deng Xiaoping hefur nú aftur komið fram í sjónvarpi, eftir að ekkert hafði sést eða heyrst af honum í fleiri daga, og er nú helst svo að sjá, að yfirtökin í landinu hafi „öldungaklíkan", sem farið er að nefna svo, þ.e.a.s. menn á níræðisaldri, leifar elstu kynslóð- ar kommúnistaflokksins, sem eru í bandalagi við að minnsta kosti drjúgan hluta hersins. Ekki eru þó enn öll kurl komin til grafar viðvíkjandi mótmælahreyfing- unni, sem hefur verið í gangi í tvo mánuði, og er sumra ætlan að hún muni snúast upp í neðanjarð- arhreyfingu. ReuterAdþ. ¦:-:-:-:-:-:-:-:-:-:fyi:> i'/-\ •;.•.'•.' ís*.-.4. ".*.'/. •',*-*-f-'*'¦*'¦* ¦'¦'•¦'.¦: Usbekistan - austast er héraðiö Fergana, þar sem ofsóknirnar hófust og hafa orðið mestar. Bómullarhreinsun í Fergana- einhliða áhersla á bómullarrækt leiddi til þess að aðrar greinar landbúnaðar urðu útundan. Úsbekistan Ofsóknir gegn Mesketum Afturkippur er kominn íefnahagslífsovéskuMið-Asíu vegna einhliða áherslu á bómullarrækt og náttúruspjalla. Ýmislegt bendir tilþess að óánœgður almenningur hafi Mesketa, smáan og um sumtframand- legan þjóðflokk, að blóraböggli Ein nýjasta þjóðin til að komast í heimsfréttirnar varð Me- sketar, og hefur ekki mikið faríð fyrír þeim þar áður. Og tilefnið til þess að þeir f fyrsta sinn náðu heimsathygli var allt annað en ánægjulegt fyrir þá sjáJfa. Þjóðflokkur þessi, sem telur í flesta lagi fáein hundruð þúsund manns, bjó áður í Georgíu sunn-t anverðri en talar tyrkneskt mál og játar íslam. 1944 brá Stalín Mesketum um skort á hollustu við Sovétríkin og lét herleiða þá svo að segja alla með tölu austur í Mið-Asíu. Grunur um einhvern vináttuvott af Mesketa hálfu við Þjóðverja, sem komust suður að Kákasusfjöllum í sumarsókn sinni 1942, mun hafa legiö hér að baki. Síðan hafa Mesketar lifað lífi sínu innan um annað fólk í Úsbekistan og þar í grennd og fátt af þeim frést, fyrr en Úsbekar sambýlingar þeirra fóru að drepa þá niður fyrir rúmri viku. Um s.l. helgi hafði enn ekki tekist að koma á að fullu kyrrð á óeirða- svæðinu enda þótt sovéska innan- ríkisráðuneytið hefði sent á vett- vang 9000 manna sérþjálfað lið. Að sögn sovéska blaðsins ísvestí- ja fyrir helgina höfðu þá um 80 manns verið drepnir í illindunum og um 800 særðir og meiddir. Útaf jarðarberjum Ofsóknirnar gegn Mesketum hófust í Ferganadal, frjósömu og sögufrægu héraði í austurhluta Úsbekistans, og breiddust síðan út til Kokand, fornfrægrar borgar sem lengi var höfuðstaður sam- nefnds furstadæmis er Rússar lögðu undir sig á síðari hluta 19. aldar. Óaldarlýðurinn er fyrst og fremst úsbeskir unglingar, þetta 16-20 ára, margir drukknir eða í ffkniefnavímu, að sögn sovéskra fjölmiðla. Þeir hafa hundelt Me- sketa, barið á þeim með kylfum og járnstöngum og einnig beitt skotvopnum. Hús hafa verið brennd í hundraðatali, sem og bflar. Meðal þeirra slösuðu eru sagðir vera margir lögreglumenn, sem reyndu að verja Mesketa. I Kokand braust múgur manns inn í aðallögreglustöð borgarinnar, leysti úr haldi tólf fanga og rændi lögregluna skotvopnum. Allt á að hafa byrjað með rifr- ildi á markaðstorgi í Fergana út af verðlagi á jarðarberjum. Úsbesk kona var þar með þau til sölu, segir sagan, ungur Mesketi kom og spurði hvað þau kostuðu. Konan nefndi verðið, honum' þótti það of hátt, tók lúkufylli af berjunum og henti í sölukonuna. Hún brást við reið, nærstaddir landar hennar og Tadsjíkar tóku svari hennar og áður en varði var allt komið í hörkuslagsmál. Fylgikvilfar framfara Heldur virðist tilefnið nú lítið; prútt og rifrildi í framhaldi af því eru hversdagslegastir allra við- burða á sölutorgum íslamslanda, þar sem ekkert fast verðlag er til. Og Úsbekar eru tyrkneskrar ætt- ar eins og Mesketar, sem og mús- límar. Hinsvegar er trúlegt að Mesketar, ættaðir úr Kákasus, séu ljósari og evrópskari útlits en innfæddir. Kynþáttarígur kann því að koma hér við sögu. En fleira er það áreiðanlega. Rússneska Mið-Asía var miðald- asvæði um flest er bolsévíkar tóku völd, en undir sovéskri stjórn færðist hún inn í nútímann. Heilbrigðis- og skólakerfi var komið upp að evrópskri fyrir- mynd, í atvinnulífi urðu stórstíg- ar framfarír og á sjöunda og átt- unda áratug var svo komið, að þorri fólks þar bjó við tiltöluíega góðan hag, a.m.k. á asískan mæl- ikvarða. Þetta leiddi til þess að uppreisn Afgana gegn sinni kommúnistastjórn og barátta þeirra gegn sovéska hernum vakti ekki nema takmarkaða hrífhingu í sovésku Mið- Asíulýðveldunum. En framfar- irnar urðu ekki án alvarlega fylg- ikviila. í Úsbekistan var þannig höfuðáhersla lögð á bómullarr- ækt með þeim afleiðingum að aðrar greinar landbúnaðar urðu hornrekur. Stórfelldar áveitufr- amkvæmdir áttu sér stað til að fá meira land undir bómullarrækt, og hafði það í för með sér að margar ár og stöðuvötn þessa svæðis, þar sem vatn er af skornum skammti, þornuðu upp. Aralvatn hefur af þessum ástæð- um minnkað verulega. Þetta hef- ur leitt til þess að margar sveitir hafa að meira eða minna leyti lagstí eyði. Atvinnuleysi og spilling Niðurstaða alls þessa hefur orðið mikið atvinnuleysi, og sam- kvæmt einni heimild er um þriðj- ungur vinnufærra manna í sumum héruðum sovésku Mið- Asíu atvinnulaus. Fólksfjölgun er þarna miklu meiri en annars- staðar í Sovétríkjunum og ár- gangar á unglingsaldri tiltölulega fjölmennir. Að fornum sið þar- lendis er spilling gífurleg. Á Brezhnevstímanum fengu flokks- broddar þar að auðga sig, ætt- ingja sína og gæðinga hömlulítið gegn því að þeir væru stjórninni í Moskvu tryggir og trúir. Gorbat- sjovsstjórnin hefur eitthvað reynt að hreinsa þar tU, en að mati kunnugra rista þær tilraunir grunnt enn sem komið er. Flokksbroddarnir og frænd- og gæðingaUð þeirra hafa það gott, en þeir sem ekki eru innan þess hrings miður, ekki síst nú þegar afleiðinga einhiiða áherslu á bómullarrækt og tillitsleysis gagnvart náttúrunni er farið að gæta af fullum þunga. Þar að auki er þarna, eins og með öðrum minnihlutaþjóðernum Sovétríkj- anna, farið að brydda á þjóðern- issinnuðum hræringum. Af öllu þessu er tilkomin talsverð ólga, sem nú má vera að fengið hafi útrás gagnvart Mesketum, þjóð- flokki sem er fámennur og varn- arhtill og því upplagður blóra- böggull. dþ. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Þrlðjudagur 13. júní 1989 SMÁFRÉTTIR I Barsmíðar og ástir Stjórnin í Zimbabwe hefur lagt fram frumvarp um að hýðingar, sem hingað til hafa verið lögleg refsing þar í landi, verði bannað- ar. Þegar Emmerson Mnang- agwa, dómsmálaráðherra, flutti frumvarpið í öldungadeild þings- ins, sagði hann að í þvf fælist ásamt öðru að hægt yrði að lög- sækja eiginmenn, sem hýddu eða berðu konur sínar. Þetta atriði frumvarpsins gagnrýndi öldungadeildarþing- maður að nafni Marwodzi, kvað heyra til menningu landsins að berja konur sínar og væri slíkt merki ástar. Mótmælti dóms- málaráðherra því harðlega og sagði við þingmanninn að ef hann hefði haft fyrir reglu að berja konu sína hingað til, skyldi hann láta af því athæfi. Vaxandi þykkja Vaxandi þykkju gætirnú ísam- skiptum Bandaríkjanna og Kína út af gagnrýni Bush Bandaríkja- forseta á hendur kínverskum ráðamönnum vegna fjöldamorða hers þeirra á andófsmönnum, vegna stöðvunar Bandaríkja- stjómar á hermálasamskiptum við Kína af því tilefni og þó eink- um út af Fang Lizhi, þekktasta oddvita kínverskra stjómarand- stæöinga, sem fengið hefur hæli í bandaríska sendiráðinu í Peking. Kínversk stjómvöld hafa heimtað hann framseldan. Úfar hafa einn- ig risið milli Bretlands og Kína út af Yao Yongzhan, stúdenti frá Hongkong er hafði verið við nám í Kína og var á sunnudag handtek- inn á Sjanghaíflugvelli, sakaður um forustu í stúdentasamtökum. Sex miljónir forfallinna Talið er að um sex miljónir Bandaríkjamanna séu nú for- fallnir kókaínneytendur. Þar- lendis voru fleiri lagðir inn á sjúkrahús vegna ofneyslu kóka- íns s.l. ár en nokkurt ár áður, og var aukningin frá árinu á undan 30 af hundraði. Á götunni selst nú kókaín þarlendis á lægra verði en nokkru sinni fyrr, og stafar það af auknu framboði, sem bendir til þess að tilraunir yfirvalda til að stöðva kókaínflóðið inn í landið hafi mistekist. Afkomandi Trotskíjs handtekinn David Axelrod, 28 ára gamall trúaður Sovét-gyðingur sem fyrir skömmu settist að í Hebron í Vesturbakkahéruðum, var í gær handtekinn af ísraelskri lögreglu, sakaður um að hafa valdið tjóni á arabískum eignum og að hafa móðgað ísraelskan herforingja. Langaf i Axelrods var enginn ann- ar en Leon Trotskíj, sá af leið- togum bolsévíka sem gekk Lenín næstur að völdum í byltingunni í Petrógrad haustið 1917. Axelrod er einn af oddvitum gyðverskra landnema í Vestur- bakkahéruðum, sem undanfaríð hafa gerst athafnasamir í viður- eigninni við araba og bera ísra- elsher þungum sökum um að veita landnemum ekki næga vemd gegn þeim. Axelrod kallaði ísraelskan hermann í Hebron fyrirskömmu „kapo", en svo voru nefndir gyðingar þeir í fangabúð-. um nasista, sem gerðust sam- verkamenn nasista gegn öðrum föngum gyðingaættar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.