Þjóðviljinn - 13.06.1989, Page 9

Þjóðviljinn - 13.06.1989, Page 9
ERLENDAR FRETTIR Bryndís Dagsdóttir var við nám í Peking um þriggja ára skeið. Hún rœðir við blaðamann Þjóðviljans um reynslu sína og þróun mála í Kína námsmenn sem rísa upp og fá all- fceru sínufram? Varðstþú vör við an almenning með sér. Og þá þessa þróun? gegn stjómvöldum en ekki í þágu Ég er ekki kunnug þessu með einhverra leiðtoga hans gegn öðr- skattheimtuna en það hefur verið um einsog í menningarbylting- stefna stjómvalda sjálfra að unni, með Maó en gegn Deng og draga úr miðstýringu í efnahags- fleirum. lífinu og það náttúrlega losar um Nú er mœlt að Deng hafi stuðl- tök þeirra á stjóm landsins í að að frama ,frjálslyndra“ heild. Þau hafa komið upp þess- flokksmanna á borð við Hu Yao um frjálsu efnahagssvæðum þar Bang og Zhao Zyjang. Hvers semheimilteraðtakaerlendlán, vegna sneri hann við blaðinu og erlend fyrirtæki fá að athafna sig varð „harðlínumaður", eða var ogKínverjarsjálfiraðkomaáfót hann það kannski ætíð, hitt bara eigin rekstri. Og raunar er þetta misskilningur erlendis? efnahagsfrjálsræði ekki ein- Deng hefur aldrei verið á því skorðað við þessi svæði heldur að taka upp nýja stjómhætti eða hefur það orðið í mismiklum eitthvað í líkingu við vestrænt mæli um gervallt Kína. lýðræði. Honum þótti ágætt að Þurfa menn sem fara út í eigin gera breytingar á efnahagskerf-. rekstur ekki að fá heimildir frá inu að vestrænni fyrirmynd til embættismönnum og flokksfor- þess að bæta þjóðarhag en vildi kólfum og býður það ekki spill- láta þar staðar numið. Hafði eng- ingu heim? an hug á því að gera tilraunir með eitthvað í líkingu við vestrænt lýðræði. Orsök þess að hann sneri baki við Hú Jaobang og lét setja hann af sem formann kom- Jú, það þarf alltaf einhver leyfi Bryndis múnistaflokksins í ársbyrjun ‘87 og þá er betra að hafa góð sam- Dagsdóttir. var sý að Hú tók ekki einarðlega bönd. Og það er alveg viðtekin, Mynd:Jim Smart. afstöðu gegn lýðræðiskröfu hefðbundin aðferð í Kína að nota Kínverskir námsmenn Lýðræði og aftur lýðræði Bakdyrnar óspart notaðar Bryndís Dagsdóttir hélt í fyrra- vor alfarin frá Peking, höfuð- borg Kína, eftir þriggja ára námsdvöl. Hún þekkir vel til þeirrar lýðræðishreyfingar námsmanna sem ráðamenn brutu á bak aftur af skefjalausri hörku og grimmd í fyrri viku. Hún tók til að mynda þátt í mótmælaað- gerðum námsmanna um ára- mótin ‘86-‘87 sem leiddu tU þess að þáverandi formaður Kom- múnistaflokks Kína, Hu Yao Bang, var sviptur embætti. Það var einmitt við andlát hans nú i maíbyrjun að námsmenn fóru á kreik að nýju. Kom það þér á óvart hve um- fangsmikil mótmæli námsmanna voru orðin og hve mikilli hörku stjórnvöld beittu til þess að brjóta á bak aftur lýðræðishreyfinguna? Það kemur á óvart að þeir skuli hafa beitt hernum á námsmenn. En stúdentamótmælin koma ekki á óvart. Það voru mikil mótmæli áramótin ‘86-‘87. Þá var ég í mót- mælagöngu sem hófst við Pek- ingháskóla en ekki höfðum við gengið nema smáspöl þegar við vorum orðin a.m.k. 10.000. Lög- reglan reyndi að stöðva gönguna og hvatti fólk til þess að halda heim en hafði sig lítið í framrrú og um 2.000 gengu alla leið að Torgi hins himneska friðar. Og svo voru mótmælaaðgerðir skömmu áður en ég fór í maí í fyrravor. Þá voru haldnir fjöl- margir útifundir á skólalóð Pek- ingháskóla. Þá var málflutningur námsmanna á sömu nótum og áður en ekki farið í neinar göngur vegna þess að lögreglan gætti þess vandlega að mótmælaað- gerðimar fæm ekki fram nema á skólalóðinni. Engu að síður komst sá orðrómur á kreik að verkamenn í hverfunum í kring hefðu efnt til mótmæla gegn verðhækkunum á matvælum. í þessum aðgerðum á háskóla- lóðinni voru veggspjöld óspart notuð en engin slagorð höfð í frammi gegn Deng Xiaoping né stjórnvöldum. Hvorki í mótmæl- unum í fyrravor né um áramótin ‘86-‘87. Höfuðkröfumar vom um aukið lýðræði og betri kennslu- hætti og bættan aðbúnað kennara og námsmanna. Kennarar em illa launaðir og námsmenn óttast það að verða settir í kennarastöður. Eru einhverjir námsmenn öðr- um fremur í fylkingarbrjósti mótmælenda og hverjar eru ná- kvæmlega þær pólitísku kröfur er þeir setja á oddinn? Alveg frá mótmælunum um áramótin ‘86-‘87 hefur höfuð- krafan verið um aukið lýðræði en sérstaða hreyfingarinnar nú var sú að mótmælin beindust ekki síður gegn spillingunni í stjórnkerfinu, þeim klíkuskap sem þar viðgengst hvarvetna. Þannig að krafist er umbóta á ríkjandi kerfi fremur en einhverra róttækra skipulagsbreytinga? Þetta er nokkuð fjölþætt. En á oddinum em kröfur um aukið lýðræði á stjómmálasviðinu því miklar breytingar hafa átt sér stað í efnahagskerfinu á síðustu 10 ámm og þær sóttar í vestrænt efnahagskerfi. í mótsögn við þetta er að engar breytingar hafa átt sér stað í stjómkerfinu. Fjöl- miðlafrelsi er lítið, ekki hefur verið slakað á ritskoðun og skoð- anafrelsi er takmarkað. Út ffyrir rammann Það sem hefur gerst er að menntamenn og háskólanemar og sumir fjölmiðlamenn leyfðu sér að ganga lengra en heimilt var því þeir sáu breytingamar í efna- hagskerfinu og það hvatti þá til þess að fara út fyrir rammann sem stjómvöld settu pólitískum afskiptum almennings. Þetta hef- ur að því leyti verið ólíkt því sem gerðist í Sovétríkjunum að lýð- ræðisfmmkvæðið kom að neðan, úr röðum menntamanna og í trássi við kommúnistaflokkinn og Námsmenn við „Frelsistyttu" sína þegar mótmælin voru í há- marki á Torgi hins himneska friðar. Hún var ögrun og þeir voru ógn sem oddvitar kommúnista- flokksins þoldu ekki. ríkisstjómina, en í Sovétríkjun- um vom það nýir leiðtogar sem hrintu af stað glasnosti og perest- rojku. Hvöttu þegnana til þess að tjá sig um allt sem þeir töldu fara aflaga. Er einhver hliðstœða á milli mótmælahreyfingarinnar nú og Rauðu varðliðanna sem á sínum tíma báru uppi menningarbylting- una? Nei. Það held ég að sé ekki hægt að segja, þetta er af allt öðr- um toga spunnið. Menningar- byltingin byrjaði sem valdabar- átta innan flokksins en ekki þrýstingur að utan. Þá var al- menningur fenginn upp á móti menntamönnum og náms- mpnnum att saman. Nú em það námsmanna í mótmælunum þá. Það þótti Deng alltof langt gengið. Nú hefur mikið verið rætt um lýðræðiskröfu námsmannahreyf- ingarinnar í fréttum. Er átt við fulltrúalýðrœði og fjölflokkakerfi einsog tíðkast hér vestra? Hefur dæmigerður kínverskur sveita- maður einhvern skilning á slíkri lýðræðiskröfu? Kannski ekki. 20 af hundraði Kínverja býr í borgum þannig að þetta er kannski hlutfallslega lítill hluti sem hefur aðgang að nægum upplýsingum og þekkir þær breytingar sem em að verða innan og utan Kína. Það er erfitt að átta sig á því hvað hinum 80 prósentunum finnst og hvort það sé yfirleitt gerlegt að koma upp fulltrúalýðræði og fjölflokkakerfi í Kína. Það komu fram kröfur í nýafstöðnum mótmælum um að afnumið verði einræði kommún- istaflokksins en ég veit ekki hve útbreidd sú skoðun er meðal Kín- verja. Þetta er svo gífurlega fjöl- menn þjóð og það er út af fyrir sig gríðarlegt verk að hafa stjóm á henni. Það eitt að halda fólks- fjölgun í skefjum og reyna að koma í veg fyrir mannfjölda- sprengingu er ærið verk. Það sem helst gæti orsakað hmn efnahags- kerfisins væri að mannfjölgunar- áætlun kínverskra stjómvalda, að hver hjón eignist ekki nema eitt bam, færi út um þúfur. Því það er óvefengjanlegt að þeir geta ekki brauðfætt fleiri og vilji þeir eiga fjármagn aflögu til þess að tæknivæðast og byggja upp nútímalegan iðnað verða þeir að ná tökum á fólksfjölgunarvand- anum. Slíkar framfarir verða ekki hjá þjóð sem ekki getur brauðfætt sig. Nú las ég fyrir skemmstu að miðstjórnin í Peking hefði verið farin að missa tökin um stjórn- völinn fyrir tveim árum, skattar innheimtust illa og ýmsir fork- ólfar í sýslu- og fylkisstjórnum bakdymar. Jafnvel þótt ekki sé annað en að fólk vilji skipta um herbergi á háskólagörðum þá er farið inn bakdyramegin. En það sem ekki síst hefur ýtt undir spill- ingu var ákvörðun um að heimila mönnum innan stjórnarinnar að stjórna rekstri fyrirtækja og auðgast. Þarna fengu þeir tvöfalt vald og hafa óspart misnotað stöðu sína í stjómkerfinu og í röðum flokksins. En nú hefur orðið afturkippur í efnahagsmálum sem einkum hef- ur bitnað á borgarbúum. Er hann orsök þess að verkamenn hafa í auknum mæli gengið til liðs við mótmælahreyfingu námsmanna? Það hefur verið mikil verð- bólga að undanfömu, verð á mat- vælum hefur hækkað alveg gífur- lega á síðustu ámm og sérstak- lega mikið í vetur herma heim- ildamenn mínir í Kína. Og þótt stjómvöld hafi sett á verðstöðvun í vetur hafa nauðþurftir haldið áfram að hækka á frjálsum mark- aði. Rætt er um að hagur um 30- 40% íbúa borga hafi versnað mjög á umliðnum ámm. Þetta hefur náttúrlega hvatt verka- menn til þess að ganga til liðs við stúdenta. Telur þú að ráðamenn hafi aldrei haft annað í hyggju en að brjóta lýðræðishreyfinguna á bak aftur með valdi? Það er erfitt að segja hvað þeir hafa verið að hugsa og erfitt að ráða það af gjörðum þeirra. Kannski hefur verið komin af stað valdabarátta innan flokksins áður en námsmannamótmælin hófust, undir yfirborðinu, og hún skerpst og leitt til uppgjörs vegna ógnunarinnar frá lýðræðis- hreyfingunni. Annars vegar hafi verið umbótamenn sem vildu eiga viðræður við námsmenn og hinsvegar harðlínumenn sem vom því andvígir. Það er erfitt að komast að hinu sanna en svo mikið er víst að harðlínumenn hafa náð yfirhöndinni. ks Þrlðjudagur 13. júnl 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.