Þjóðviljinn - 13.06.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.06.1989, Blaðsíða 10
AUGLYSINGAR , Félqösmálastofnun Reykjavíkurborgar Öldrunarþjónustudeild Lausar eru eftirtaldar stöður samkvæmt nýju skipulagi um öldrunarþjónustu í Reykjavík. YFIRMAÐUR ÖLDRUNAR- ÞJÓNUSTUDEILDAR Starfið felst í stjórnun öldrunarþjónustudeildar á vegum Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborg- ar, bæði hvað varðar uppbyggingu og rekstur stofnana og þjónustuþátta, svo og einstaklings- bundna aðstoð. Áskilin er háskólamenntun eða önnur samsvar- andi sérmenntun. Jafnframt er gerð krafa um reynslu í stjórnunarstörfum og þekkingu á fé- lagslegri þjónustu. Laun skv. kjarasamningum Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Upplýsingar um starfið veitir félagsmálastjóri, Vonarstræti 4, sími 25500. Umsóknir skulu sendar Starfsmannahaldi Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, fyrir 21. júní n.k. STÖÐUR FORSTÖÐUMANNA FÉLAGS- OG ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR FYRIR ALDRAÐA AÐ BÓLSTAÐARHLÍÐ 43 OG VESTURGÖTU 7 Starfið er fólgið í stjórnun félags- og tómstunda- starfs í umræddum hverfismiðstöðvum og yfir- umsjón með svæðisbundinni félagslegri heima- þjónustu. Æskileg er menntun á sviði félagsráðgjafar eða hjúkrunar. Upplýsingar veitir yfirmaður fjármála- og rekstrardeildar að Vonarstræti 4, sími 25500. Umsóknareyðublöð fást hjá Starfsmannahaldi Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, og skulu umsóknir berast þangað eigi síðar en 21. júní n.k. AUGLÝSINGAR Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts íyrir maímánuð er 15. júní. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið Starfslaun Ríkisútvarpsins til höfunda útvarps- og sjónvarpsefnis Ríkisútvarpið auglýsir starfslaun til höfundar eða höfunda til að vinna að verkum til f rumflutn- ings í Ríkisútvarpinu, hljóðvarpi eða sjónvarpi. Starfslaunum geta fylgt ókeypis afnot af íbúð Ríkisútvarpsins í Skjaldarvík í Eyjafirði. Starfslaun eru veitt til 6 mánaða hið lengsta og fylgja þau mánaðarlaunum skv. 3.þrepi 143. Ifl. í kjarasamningum Bandalags háskólamanna og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Umsóknum ásamt greinargerð um fyrirhuguð viðfangsefni skal skilað til skrifstofu útvarps- stjóra, Efstaleiti 1, Reykjavík, fyrir 3. júlí nk. Þar eru ennfremur veittar nánari upplýsingar um starfslaunin. RÍKISÚTVARPIÐ Skútustaðahreppur óskar eftir tilboðum í upp- steypu og þaksmíöi á suðurhluta grunnskóla- húss í Reykjahlíð við Mývatn, auk þakfrágangs á norðurhluta hússins. Grunnflatarmál er um 790 fm, þar af 210 fm á 2 hæðum. Verkinu skal að fullu lokið 30. sept- ember 1989. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Skútu- staðahrepps, Múlavegi 2, Reykjahlíð, á Verk- fræðistofu Norðurlands, Hofsbót4, Akureyri, og hjáTækniþjónustunni, Garðarsbraut 18, Húsa- vík, frá og með 12. júní gegn 10.000 króna skilatryggingu. Tilboðum skal skilað á Verkfræðistofu Norður- lands fyrir kl.14 þriðjudaginn 20. júní. Tilboðin verða opnuð þar þriðjudaginn 20. júní kl 14. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Sveitarstjóri Skútustaðahrepps Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla Við Menntaskólann við Hamrahlíð eru lausartil umsóknar eftirtaldar kennarastöður: danska, eðlisfræði, enska, fé- lagsfræði, franska, hússtjórn, íslenska, jarðfræði, leiklist, líffræði, lögfræði, myndlist, saga, sálfræði, spænska, stærð- fræði, tölvufræði og þýska. Að Menntaskólanum á Egilsstöðum vantar kennara í frönsku, stærðfræði og tölvufræði. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 30. júní n.k. Við íþróttakennaraskóla fslands að Laugarvatni eru tvær kennarastöður lausar til umsóknar. Meðal kennslugreina eru: uppeldis- og sálarfræði, kennslu- fræði og sundkennsla. Nánari upplýsingar gefur skólastjórinn, f síma 98-61115 Laugarvatni. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Lóðarvinna Tilboð óskast í frágang lóðar við heimili fyrir einhverf börn við Sæbraut 2, Seltjarnarnesi. Endurvinna skal alla lóðina umhverfis húsið, leggja nýjar stéttar og girða lóðina. Verkinu skal skilað 4. ágúst 1989 að undanskilinni plöntun sem skal vera lokið fyrir 15. júní 1990. Útboðsgögn verða afhent frá og með miðviku- deginum 14. júní 1989, til og með föstudegi 23. júní 1989 gegn 10.000,- króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri þriðjudag- inn27. júní 1989 kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Borgartuni 7. simi 26844 Frá Grunnskola Njarðvíkur Sérkennara vantar að Grunnskóla Njarðvíkur. Einnig vantar kennara eða fóstru til þess að kenna í 6 ára deild. Upplýsingar eru veittar í skólanum í síma 92- 14399, hjá skólastjóra í síma 92-14380 eða yfir- kennara í síma 92-37584. Skólastjóri AUGLYSINGAR Þriðjudagstónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld kl. 20.30 Sigríður Gröndal sópransöngkona og Anna Guðný Guomundsdóttir píanóleikari flytja verk eftir Hugo Wolf, Schubert, Debussy og Henri Duparc. Verslunarhúsnæði til sölu Túngata 11, Siglufirði Kauptilboð óskast í verslunarhúsnæði ÁTVR á 1. hæð að Túngötu 11, Siglufirði, stærð 72 m2. Brunabótamat er kr. 1.914.000,-. Húsnæðið er til sýnis í samráði við Gottskálk Rögnvaldsson, útsölustjóra ÁTVR, Siglufirði, sími (96) 71262. Tilboðseyðublöð liggja frammi að Túngötu 11, Siglufirði, og á skrifstofu vorri. Tilboðum sé skilað á skrifstofu vora fyrir kl. 11.00 f.h. fimmtudaginn 22. júní 1989. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Borgartúni 7, sími 26844 Vist á stúdenta- görðunum næsta vetur Félagsstofnun stúdenta við Háskóla íslands auglýsir hér með eftir umsóknum um vist á stúd- entagörðunum fyrir næsta skólaár. Á Gamla- og Nýja Garði eru samtals 95 her- bergi og 3 parherbergi leigð út tímabilið 1. sept. - 31. maí. Á Hjónagörðum eru 109 2ja herb. íbúðir og 34 3ja herb. íbúðir leigðar út tímabilið 1. sept. - 1. júní eða 31. ágúst. Tvær íbúðir eru sérstaklega ætlaðar fötluðum. Þeir einir koma til greina við úthlutun, sem fyrirhuga reglulegt nám við Há- skóla Islands næsta skólaár. Umsóknir berist skrifstofu F.S. við Hringbraut fyrir 25. júní nk. á eyðublöðum, sem þar fást. FÉLAGSSTOFNUN STÚDENTA V/HRINGBRAUT, 101 REYKJAVÍK SÍMI 16482 - Kennitala 540169-6249 flP FÉLAGSSTOFNUN STÚDENTA V/HRINGBRAUT, 101 REYKJAVlK SlMI 16482 — Kennltala 540169-6249 Laus staða Sjávarútvegsráðuneytið vill ráða ritara til starfa sem fyrst. Starfsreynsla er nauðsynleg og kunnátta á rit- vinnslukerfið Word Perfect æskileg. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkis- ins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist ráðuneytinu að Skúlagötu 4, 6h, eigi síðar en 23. júní n.k. Sjávarútvegsráðuneytið 12. Júní 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.