Þjóðviljinn - 13.06.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 13.06.1989, Blaðsíða 11
1. deild KA og Valur taplaus KA burstaði KR á Akureyri en Skagamenn unnu sigur í Árbœnum Eflir fjórar umferðir í 1. deild íslandsmótsins eru Valsmenn efstir með 10 stig en KA er í öðru sæti með 8 stig. Hvorugt liðanna hefur tapað leik en það hafa öll önnur lið í deildinni gert, þar á meðal íslandsmeistararnir sem tapað hafa tveimur leikjum. A föstudag fóru tveir leikir fram. KA vann stórsigur á KR en ÍA vann nauman sigur á Fylki. KA-KR.................4-1 Fjörugur leikur á mölinni á Akureyri og eftir aðeins sjö mín- útna leik höfðu bæði lið náð að skora. KR-ingar skoruðu fyrsta markið á 6. mínútu og var þar Pétur Pétursson að verki, beint úr aukaspyrnu. KA svaraði mín- útu síðar en þá skoraði Bjami Jónsson eftir sendingu Ormarrs örlygssonar. Sá síðamefndi hafði komið til landsins sérstak- lega til þess að leika gegn KR og virtist sem sú ráðstöfun væri rétt hjá KA. Bróðir Ormarrs, Þor- valdur, skoraði síðan annað mark KA fyrir leikhlé. í síðari hálfleik gerðu leik- menn KA út um leikinn. Fyrrum Framarinn Gauti Laxdal skoraði þriðja markið og skömmu fyrir leikslok skoraði fyrmrn Valsar- inn Jón Grétar Jónsson fjórða mark KA. Það er ljóst að KA hefur á að skipa mjög sterku liði í sumar. Liðið hefur þegar sigrað bæði Fram og KR og því greinilegt að liðinu em allir vegir færir. KR verður hins vegar, líkt og Fram, að taka sig verulega á til að eiga möguleika á að berjast á toppi deildarinnar. Fylkir-ÍA................0-1 Nýliðamir úr Árbænum töp- uðu öðm sinni 0-1 á föstudag. Þeir töpuðu fyrir Fram í fyrstu umferð og nú urðu þeir fómar- lömb Skagamanna á heimavelli sínum. Mark Skagamanna gerði Haraldur Ingólfsson um miðjan síðari hálfleik eftir mikinn einleik Aðalsteins Víglundssonar. Vöm Skagamanna var afar sterk með Ólaf Gottskálksson á milli stang- anna og stóð hún af sér annars ágætar tilraunir heimamanna til að jafna metin. Ákumesingar unnu þama þrjú mikilvæg stig og höfðu heppnina með sér að þessu sinni. Fylkir ætti varla að þurfa að örvænta þótt liðið hafi tapað sínum öðmm leik í sumar. Með góðri baráttu ætti liðið auðveldlega að geta haldið sér í deildinni, en það er einatt markmið nýliða í 1. deild. -þóm Guðmundur Torfason mun glíma við fjóra samherja sína hjá Rapíd Vín í landsleiknum á morgun. Hór skorar Guðmundur í 2-0 sigri á OL-landsliði A-Þjóðverja árið 1987, eða sama ár og ísland tapaði 0-6 fyrir sömu Þjóð- Fótbolti Staðan 1. deild Valur..........4 3 1 0 4-0 10 KA... FH ... IA .... Þór .. Fylkir Fram KR... ÍBK...........4 0 3 1 3-4 3 Víkingur.......4 1 0 3 2-3 3 2. deild Stjarnan 3 2 1 0 6-2 7 ÍBV 3 2 0 1 5-3 6 Víðir 3 1 2 0 2-1 5 UBK 3 1 1 1 5-3 4 Völsungur ... 3 1 1 1 5-4 4 Tindastóll .... 3 1 1 1 3-3 4 Einherji 3 1 1 1 4-5 4 ÍR 3 1 1 1 4-5 4 Leiftur 3 0 2 1 2-4 2 Selfoss 3 0 0 3 1-7 0 ........4 2 2 0 7-2 8 ........4 2 114-2 7 ........4 2 0 2 4-5 6 ........4 12 13-4 5 ........4 112 5-5 4 ........4 112 3-6 4 ........4 112 5-9 4 Aðsóknaimetið í hættu Núfer hver að verða síðastur að tryggja sér miða á landsleik íslands og Austurríkis semframfer á morgun Stúka Laugardalsvallar verður þétt setin á morgun þegar lands- leikur Islands og Austurríkis fer fram. í gær hafði eftirspurn eftir miðum í stúku verið gífurlega mikil og er jafnvel búist við að uppselt verði í stúkuna í dag. Leikurinn er mjög mikilvægur báðum liðum sem keppa um sæti í úrslitakeppni heimsmeistara- keppninnar á Ítalíu á næsta ári. Sem stendur standa Austurríkis- menn betur að vígi í riðlinum, bæði lið hafa þrjú stig en Austur- ríki hefur leikið einum leik færra. Með sigri kæmist ísland upp í Næsta umferð Fimmta umferð 1. deildar fer fram um næstu helgi. Á föstudag leika Þór og FH á Akureyri og ÍA og KA á Skipaskaga. Á sunnudag verður stór- leikur í Laugardalnum þar sem Fram og Valur eigast við, á mánudag leika KR og IBK og síðasti leikur 5. umferð- ar er leikur Víkings og Fylkis á þriðju- dag. þriðja sætið, með jafn mörg stig og Tyrkland í öðru sætinu. Ann- að sætið gefur sem kunnugt er þátttökurétt í lokakeppninni á ít- alíu en gera má ráð fyrir að Sovét- menn sigri í riðlinum. Liðið sem ísland teflir fram á morgun er nánast það sama og gerði hið frækna jafntefli við Sov- étmenn í Moskvu. Tvær breyting- ar eru þó á hópnum. Ásgeir Sig- , urvinsson kemur inn í hópinn en hann var meiddur fyrir hálfum mánuði og Sævar Jónsson verður nú með en hann var í leikbanni gegn Sovétmönnum. Framaram- ir Ómar Torfason og Þorsteinn Þorsteinsson víkja að þessu sinni en landsliðshópurinn er annars skipaður eftirtöldum leik- mönnum: Markverðir: Bjami Sigurðsson, Val Guðmundur Hreiðarsson, Vík- ingi Aðrir leikmenn: Guðni Bergsson, Tottenham Atli Eðvaldsson, Val Sævar Jónsson, Val Ólafur Þórðarson, Brann Sigurður Jónsson, Sheff. Wed. Sigurður Grétarsson, Luzem Halldór Áskelsson, Val Gunnar Gíslason, Hácken Ágúst Már Jónsson, Hácken Rúnar Kristinsson, KR Guðm. Torfason, Rapíd Vín Pétur Arnþórsson, Fram Þorvaldur Örlygsson, KA Ásgeir Sigurvinsson, Stuttgart Leikmenn Austurríkis em ekki sérlega vel þekktir hérlendis en kunnastur þeirra er trúlega Her- bert Prohaska sem leikur með FK Austria. Hann hefur leikið 82 landsleiki fyrir Austurríki og var á sínum tíma atvinnumaður á ít- alíu. Allir leikmenn Austurríkis leika með þarlendum félagsliðum nema Anton Polser sem leikur með Sevilla á Spáni. Fjórir leik- menn þeirra leika með Guð- mundi Torfasyni í Rapíd Vín en annars leika flestir með FK Austria. Ásgeir Sigurvinsson á æfingu með landsliðinu. Það þarf varla að hvetja fólk til að fjölmenna á völlinn því áhugi á þessum leik hefur verið sérstak- lega mikill. Forsala á leikinn er nú í Austurstræti og á Laugar- dalsvelli og stendur hún frá kl. 12.00 til 18.00. Sláum aðsóknar- metið og hrópum: Áfram ísland! -þóm Heiidarupphæð vinninga 10.06.'89 var 7.589.643,-. 4 höfðu 5 rétta og fær hver kr. 1.141.434,-. Bónusvinninginn fengu 3 og fær hver kr. 149.466,-. Fyrir 4 tölur réttar fær hver 3.754,- og fyrir 3 réttartölur fær hver um sig 341,-. Sölustaðir loka 15 mínút- um fyrir útdrátt í Sjónvarp- inu. Þrlðjudagur 13. júní 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.