Þjóðviljinn - 13.06.1989, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 13.06.1989, Blaðsíða 13
ALÞYÐUBANDALAGIÐ Jón Karisson hjúkrunarfræðing- ur hefur undanfarið starfað á sjúkrahúsi Rauða hálfmánans í Kabúl og annar landi er nýlega farínn þangað til starfa. Ttauði krossinn Átta til hjálparstarfa í sumar íslenski Rauði krossinn sendir hjálparfólk og sérfrœðinga víða um heiminn. Aðstoð veitt íAfganistan, Eþíópíu, Grenada, Thailandi, Pakistan og víðar r Isumar fara 4/ulltrúar á vegum Rauða kross Islands til hjálpar- starfa erlendis og verða þá sendí- fulltrúar á vegum RKI alls 8. Tveir hjúkrunarfræðingar fara til starfa á sjúkrahúsum Rauða krossins og Rauða hálfmánans fyrir fióttamenn og stríðssærða í Thailandi og Afganistan, fram- kvæmdastjóri Almannavarna ríkisins er kominn til Grenada í Vestur-Indíum til að aðstoða heimamenn við skipulagningu neyðarvarna og sjálfboðaliði fer til Gojjam-héraðs í Eþíópíu til að vinna að þróunarverkefni sem unnið er í samvinnu Rauða kross íslands og Rauða kross Eþíópíu. Guðjón Petersen, fram- kvæmdastjóri Almannavarna ríkisins, fór nýlega til eyjunnar Grenada í Karabíska hafinu til mánaðardvalar þar sem hann mun aðstoða starfsmenn Rauða Útboð <qm \ Oshlíð - undirstöður undir grjótnet Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum i ofangreint verk. Magn: Undirstöður 40 stk., mótaflötur 450 m2, steypa 85 m3. Verki skal lokið 1. september 1989. Utboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á fsa- firði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 12. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 26. júní 1989. Vegamálastjóri Utboð Norðurlandsvegur, Víðivellir - Uppsalir, 1989 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla 9,0 km Magn 230.000 m3 Verki skal lokið 30. júlí 1990. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki og (Reykjavlk (aoalgjaldkera) frá og með 12. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 26. júní 1989. Vegamálastjóri Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Guðmundar Jónasar Helgasonar Selvogsgrunni 5 Sérstakar þakkir til starfsfólks Hafnarbúða, fyrir góða hjúkrun og hlýhug í hans garð. Guðríður Guðmundsdóttir Helga Gu&mundsdóttir Helgl Ingvar Gu&mundsson Gísll Guðmundsson Jónas Gunnar Guftmundsson Flnnur Guðmundsson Slgurþór Gu&mundsson Sverrir Guðmundsson Guðmundur Tómas Gu&mundsson Barnaböm og barnabarnabörn Friðrik Sigurðsson Halldór Þorvaldson Nanna Þorlett sdóttlr Eyrún Þorlelf sdóttir Slgurrós M. Sigurjónsd. Margrét Þorvar&ardóttlr Kristín A&alstelnsdóttir Gu&rún A&alsteinsdóttir SólbjörtAðalsteinsd. kross Grenada við að skipuleggja og efia neyðarvarnaáætlun Rauða krossins sem er hluti af almannavörnum landsins. Gren- ada er sjálfstætt ríki síðan 1974, um 375 ferkm. að stærð og íbúa- fjöldi rúmlega 100.000. Grenada hefur á undanförnum áratugum orðið illa úti í fellibyljum og mið- ast starf Guðjóns við að þjálfa og undirbúa heimamenn til að mæta slíkum náttúruhamförum. Ólafur Guðbrandsson hjúkr- unarfræðingur fór 1. júní sl. til Afganistans til starfa í 6 mánuði við sjúkrahús Rauða hálfmánans í Kabúl. Alls vinna nú um 60 út- lendingar á vegum Rauða kross- ins og Rauða hálfmánans við hjálparstörf í Kabúl. Þar er og annar sendifulltrúi RKÍ, Jón Karlsson. Þetta er þriðja ferð Ólafs á vegum Rauða krossins, áður hefuT hann tvívegis verið í Thailandi þar sem hann starfaði í búðum fyrir flóttamenn og stríðs- særða við landamæri Kambódíu. Helena Jónsdóttir leggur af stað til Eþíópíu 20. júní næstkomandi til ársdvalar í Gojjam-héraði en þar mun hún starfa að verkefni sem unnið er í samvinnu íslenska og eþíópíska Rauða krossins. Verkefnið felst í uppbyggingu ungmennahreyf- ingar Rauðakrossdeildar héraðs- ins, kennslu í skyndihjálp og frumheilsugæslu, verndun linda og trjárækt, auk þess sem unnið verður að eflingu fiskveiða í Tana-vatni. Þetta er fyrsta ferð Helenu á vegum Rauða krossins og er hún fjórði sjálfboðaliðinn sem fer til starfa í Gojjam-héraði. Björg Pálsdóttir hjúkrunar- fræðingur fer 2. júlí nk. til starfa í flóttamannabúðum í Thailandi þar sem hún hefur verið ráðin til 6 mánaða. Björg tekur við af Vig- dísi Pálsdóttur, sem verið hefur þar undanfarna 6 mánuði. Þetta er fyrsta ferð Bjargar á vegum Rauða krossins en hún hefur áður starf að í Wollo-héraði í Eþí- ópíu á vegum Hjálparstofnunar kirkj unnar. Björg er tuttugasti og þriðji sendifulltrúinn sem Rauði kross íslands sendir til starfa á vegum Alþjóðarauðakrossins í Thailandi. Auk ofangreindra sendifull- trúa eru nú 4 aðrir íslendirigar við hjálparstörf á vegum Rauða krossins. Þeir eru: Jón Karlsson, hjúkrunarfræðingur, sem starfar við sjúkrahús Alþjóðaráðs Rauða krossins í Kabúl, Jónas Valdimarsson og Sigríður Sverr- isdóttir í Gojjam-héraði í Eþíóp- íu, en Sigríður snýr heim síðla sumars, og Lilja Steingrímsdóttir hjúkrunarfræðingur í búðum fyrir afganska flóttamenn og stríðssærða í Quetta í Pakistan. Borgarmál Borgarmálaráð Alþýðubandalagsins hefur ákveöið að hefja undirbúning borgarstjórnarkosninga 1990 með hópastarfi um ákveðin málefni. Félagar og stuðningsmenn eru eindregið hvattir til þess að taka þátt i starfinu. Fyrstu fundir hópanna verða: Mlðvikudaginn 14. júnf: Atvinnumál - veiturnar - jafnrétti kynjanna. Miðvikudaglnn 21. júní: Skólamál - dagvistir - æskulýðsmál - iþróttir. Fundirnir eru haldnir á Hverfisgötu 105, 4. hæð og hefjast kl. 20.30. Ráðgert er að hefja starfið nú, en aðalvinnan fer fram að loknum sumar- leyfistíma. Borgarmál Umhverfi, skipulag, samgöngur Fundur borgarmálaráðs um umhverfis-, skipulags- og samgöngumál f höfuðborginni í kvöld kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Allt áhugafólk hvatt til að mæta. ABR Sumarferð ABR Reykjanes Áningarstaðir verða ma.: Garöskagi, Reykjanesviti, Selatangar, Vigdísar- vellir. Að vanda verður leiðsaga og fræðsla um mannlíf, náttúru og önnur sér- kenni þessa svæðis í góðum höndum. Farið verður þann 24. júní nk. Fylgist með auglýsingum næstu daga. - Stjórn ABR. Sumarferð Alþýðubandalagsins á Austurlandi: Um söguslóðir á Fljótsdalshéraði laugardaginn 8. júlí 1989. Farið verður í rútum kl. 9 frá Söluskála KHB á Egiisstö&um og ekið um Skriðdal, Fljótsdal, Fell, Hróarstungu og austuryfir hjá Lagarfossi til baka í Egilsstaði kl. 19. - Bílferðir verða skipulagðar frá fjörðunum eftir þátttöku. Staldrað verður við á völdum sögustöðum, skoðaðar fomminjar á gömlum þingstöðum, kirkjur og bæir og fræðst um umhverfið, m.a. væntanleg skógræktarsvæði á Héraði. Meðal leiðsögumanna verða Gu&rún Krlstlnsdóttlr minjavörður, Helgl Hallgrímsson náttúrufræðingur, Páll Pálsson fræðimaður frá Aðalbóli og Skarphéðlnn Þórlsson líffræðingur. Fararstjóri: Hjörlelfur Guttorms- son. Tllkynnlð þátttöku sem fyrsttil Fer&ami&stö&var Austurlands, Eglls- stö&um, sími (97)1 20 00. Öllum heimil þátttaka. - Alþýðubandalaglð - kjördæmlsráð. Alþýðubandalagið Austfjörðum Fundir á Austurlandi Hjörleifur Guttormsson alþingismaður verður á opnum fundum á Austur- landi á næstunni sem hér segir: Bakkafir&i, skólanum, þriðjudaginn 13. júní kl. 20.30. Vopnafir&i, Austurborg, miðvikudaginn 14. júní kl. 20.30. Rey&arfir&i, Verkalýðshúsinu, fimmtudaginn 15. júní kl. 20.30. Borgarfirði, Fjarðarborg, miðvikudaginn 21. júní kl. 20.30. Eskifir&l, Valhöll, fimmtudaginn 22. júní kl. 20.30. Fundarefni: Störf Alþingis og hagsmunamál byggð- arlaganna. Fyrirspurnir og umræður. Allir velkomnir. Alþý&ubandalagið Hjörleifur Alþýðubandalagið á Akureyri Fundur með Steingrími J. Alþýðubandalagið á Akureyri heldur fund i Lárusar- húsi, Eiðsvallagötu 18 i kvöld, þríðjudag 13. júní klukkan 20.30. Steingrimur J. Sigfússon landbúnað- ar- og samgönguráðherra mætir á fundinn. Fólagar og stuðningsmenn eru hvattir til að mæta. Stjórnin. ÞJÓÐVIUINN — SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.