Þjóðviljinn - 13.06.1989, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 13.06.1989, Blaðsíða 15
Guðmundur Andri Thorsson UÓSVAKINN Hér í bæ eru starfandi samtök gegn hávaða. Þau berjast á móti grammófónaspili á götum úti og útvarpsharki í strætisvögnum; ég geri ráð fyrir að meðlimir þeirra séu mættir með spjöldin á lofti í hvert sinn sem einhver fer að rót- ast með loftbor og ekki er ósenni- legt að þeir standi mótmælastöðu við útisamkomur mótorhjólafé- lagsins. Framtakssamur garð- eigandi sem fer að slá blettinn snemma á sunnudagsmorgni með tilstyrk nýjustu tækni og vísinda má eiga von á þungbúnum bar- áttumönnum þagnarinnar og vart trúi ég að æfingar lúðrasveitanna séu látnar óáreittar. Þetta er fólk- ið sem heyrir lyftumúsakkið, stórverslanalullið og útvarps- stöðvamalið - þessar manneskjur taka eftir útvarpinu, vegna þess að þær eru að sperra eyrun eftir fugli, golu, grasstrái, söng í brjósti, innri rödd, guði - þær neita að láta gera sig að svefn- göngum vanans, harðneita að hlusta á hið þráláta spunahljóð tómleikans. Gott hjá þeim. Og hversu há- bölvað hlýtur það ekki að vera að standa í þeim íhugunarvéum sem biðskýli strætisvagnanna eru og brjóta heilann um Pýþagóras eða kompónera rapsódíu fyrir alt- rödd yfir Söknuð Jóhanns Jóns- sonar eða spjalla við guð og stíga svo hátíðlegum skrefum upp í strætó og þá gusast yfir mann út- varpsærustan og hugsunin mol- ast? Slíkt er beinlínis skelfilegt og fullt tilefni til að stofna samtök. Meinið er bara að Reykjavík á að heita borg full af fólki og fólki á að fylgja kliður og líf, músík og háreysti. Og í rauninni er Reykjavík umfram allt þögul borg og þögn hennar er ekki sú sem mettar hugann rósemi og hvetur til eintals sálarinnar. Þetta er þögn eyðileikans, hin þung- búna þögn - þetta er rok, ósögð orð, sambandsleysi. Gangi mað- ur niður Laugaveginn sér maður smáhópa eigral um milli tusku- búða og hver maður er á svip- inn eins og hann eigi í ógurlegri ástarsorg eða hafi tannpínu. Skyggnist maður inn í búðimar sér maður afgreiðslufólkið híma angurvært fram á búðarborðið og stara sorgþrungnum augum á manneskju fitla ráðleysislega við kjólefni. Á Lækjartorgi situr fólkið dæmt á svip undir di- skóteki Guðlaugs Bergmanns. Á Hlemmi standa þeir sem eru að bíða eftir strætó úti og horfa inn um rúðuna á ráðabmgg í skúma- skotum. í Kringlunni horfir'mað- ur á vísitölufjölskylduna líða ótt- aslegna eftir marmaragólfinu - í alvörulöndum fer þetta fólk í tí- volí á laugardögum, hér fer fjöl- skyldan í bíltúr og fer að skoða skóbúðir í Kringlunni. Og allir þtgja eða hvíslast á í lotmngu. Ég held sem sé að samtökin gegn há- vaða séu reist á allsherjar mis- Spunahljóð tómleikans skilningi. Hér vantar ys og þys, kakófóníu borgarinnar, hér vant- ar háreysti og óspektir á al- mannafæri. Ég á mér draum. Laugavegur- inn er yfirbyggð göngugata þar sem allir keppast við að ná athygli þinni. Rokkmúsíkin dunar úr tuskubúðunum. Á homi Frakka- stígs og Laugavegs stendur lítil barokksveit þar sem allir leika á uppmnaleg hljóðfæri. Þar við hliðina er látbragðsleikari sem er frekar lélegur þó ekki sé jafn mikil raun að horfa upp á hann og fiðlarann sem sargar Éine kleine Nachtmusik fyrir framan Hag- kaup sem fer á hausinn með þessu áframhaldi. Skammt frá er New Orleans sveifla með þvotta- bretti og kökugangi og hvaðeina en hinum megin við götuna er Þorgeir mættur með Júpíter-lúðrasveitina sína. Nýjar agúrkur! er hrópað, nýir tó- matar! Hér og hvar em Dylanar með gítar og munnhörpu í sitth- vomm dúmum og auðvitað fjallaindjánar með hatta, gítara og panflautur en það sem mesta athygli vekur í dag er annars veg- ar reggíbandið á Lækjartorgi og hins vegar félagar úr kvæða- mannafélaginu Iðunni sem kyrja á horni Klapparstígs. Nýjar gul- rófur! og einhver hefur samið lag til að vekja athygli á nýjum papr- ikum. Fjörugar syndajátningar að vanda hjá Hjálpræðishemum við pylsuvagn Ásgeirs Hannesar sem hefur komið sér upp gjallar- homi til að fara með vísumar sem þeir blönku borga með pylsum- ar. Nýjar kartöflur! Lúðrasveita- jakkar! Lítið notuð hálsbindi! Reyfarakaup! Einsöngvara- kvartettinn á Austurvelli að mjakast í gegnum Ljósið kemur langt og mjótt og þjóðdansafé- lagið kankast á í takt við það og skammt frá bás þar sem tuggan er skorin jafnharðan upp í menn og á útikaffihúsinu á Hallærisplan- inu er unun að fylgjast með þjón- unum í hvítu jökkunum liðast með þótta milli borða og láta sem þeir sjái ekki manninn sem er ennþá í mat þótt komið sé kaffi og er farinn að syngja Litlu fluguna með soghljóðum. Draumur minn er óraunhæfur vegna þess að kaupmenn á Laugaveginum vilja hafa búðim- ar sínar nokkurs konar Dræv-in, og þeir ásamt bflnum stjóma öllu meðan íhaldið er við völd, en má ég þá biðja um að einkaleyfi Guðlaugs Bergmanns og trúfífla og vindsins á skemmtiatriðum á almannafæri verði afnumið, að lögreglan verði ekki tilkvödd í • hvert sinn sem einhver upphefur spilverk á Lækjartorgi. Má ég biðja um meiri hávaða í Reykja- vík, fleiri köll, meiri skarkala sem vitnar um að Reykjavík sé borg á ofanverðri tuttugustu öld. Minni þorpsbrag. Meiri borg. Dixi Allt er grænna í <Jag en í gær. Einhvers konar sumar lætur á sér kræla og við sem emm svo hrakin eftir veturinn emm jafnvel svo lítilþæg að tala um blíðu í hvert sinn sem sóhnni þóknast að glenna sig ögn. Og þegar þannig háttar til ætti það beinlínis að varða við lög að sóa tíma sínum í að fylgjast með útvarpi og sjón- varpi í stað þess að nota frístundir í sund, kvöldgöngur, garðrækt eða kráarránd. Pistill dagsins ber þess nokkur merki að fjölmiðlar hafa gersamlega farið fyrir ofan garð og neðan hjá höfundinum - ég gæti að vísu skrifað um stjörnuspekinginn sem ég heyrði í útvarpinu á laugardaginn tala um að hann væri svo víðsýnn af því að hann hefði fiska í tungli eða tungl í fiskum og þeir sem væm svo ólánsamir að fæðast í nautsmerkinu væru dæmdir til að standa í húsbyggingum hálfa ævina. Ég gæti hneykslast á upp- strflaða náunganum vandræðast með þennan fjarkadrátt á sunnu- dagskvöldum. Ég gæti hamast yfir kostun - þetta efni var svo skemmtilegt af því Sól h.f. kost- aði það. Ég gæti fórnað höndum yfir flissinu í útvarpsmönnum þegar ekki er verið að segja neitt fyndið. Ég gæti sagt sumir og sumir. Fjölmiðlamir em áreiti og maður á að bregðast við því, ekki að láta keyra einhverja dellu ofan í kok á sér, og þó það væri sann- leikur. En þetta er orðið ágætt. Nú tek ég mér hvfld. Það hefur verið skemmtilegt að skrifa þessa pistla - tvisvar hefur mér orðið á að fjalla af fullmikilli innlifun um það sem farið hefur í taugamar á mér þá stundina, og var auðvitað bara sniónum og myrkrinu að kenna. I bæði skiptin var gasprið maklega rekið ofan í mig. í fyrra sinnið var ég eitthvað að gera grín að hinum rækilegu útlistunum á veðrinu í Tingmíarmíúk, eða hvað það nú heitir og halda því fram að mér kæmu ferðir veður- skipsins Bravó ekkert við. Vestmannaeyingar bmgðu skjótt við og kölluðu til heilan skip- stjóra sem vitnaði um það í blaði að það byggju greinilega tvær þjóðir í þessu landi. Mér leið eins og spjátmngi í Holbergleikriti. í seinna skiptið opinberaðist ástar-haturssamband mitt við Þjóðarsál þeirra á rás tvö - ég úthúðaði henni af sama blygunar- leysi og ég hafði hálfum mánuði fyrr hyllt hana, og var auðvitað ekki til marks um annað en að ég er eins og allir aðrir íslendingar í þvíað égann þjóðminni af sams konar blygðunarsemi og sá sem lendir í því að horfa upp á fjöl- skyldumeðlim gera sig að fifli. Eftir þá grein leið mér aftur eins og spjátrungi í Holbergleikriti. En þetta er sem sé orðið ágætt og best að hætta áður en það verður manni kvalræði að láta sér detta eitthvað í hug um fjölmiðla. Dixi. Nú tek óg mer hvíld... í DAG þlÓÐVIUINN 13.JÚNÍ FYRIR 50 ÁRUM þriðjudagur I áttundu viku sumars. 164,dagur ársins. Sól kemur upp 1 Reykjavík kl.02.59 og sest kl. 23.58. ÆtlarÓlafurThors að misnota ráð- herraaðstöðu sína I þágu Kveldúlfs? Hann svarar ekki beiðni Siglufjarðar um leyfi til byggingar síldarverks- miðju. Ný framhaldssaga, „Skamm- byssatil leigu" eftir Graham Greene. Þýskir nasistar skipuleggja kirkju- brennur. Valur vann KR 4-1. Viðburðir Einokun af létt árið 1787. Fæddur Kristján Jónsson Fjallaskáld 1842. DAGBÓK APÓTEK Reykjavik. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúöavikuna 9.-15. júní er (Háaleitis Apóteki og VesturbæjarApóteki. Fyrrnefnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Síðarnefnda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LOGGAN Reykjavik sími 1 11 66 Kópavogur sími Hafnarfj sími Garðabær sími Slökkvilið og sjúkrabflar: Kópavogur sími Seltj.nes sími Hafnarfj sími Garðabær sími LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavik, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, sfmaráðleggingar og tíma- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sím- svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspít- allnn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sfmi 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöts. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyrl: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavik: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspftallnn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspftallnn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-T8, og eftir samkomulagi. Fæðlngardeild Landspítalans: 15-16. Feðratimi 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadelld Land- spltalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdelld Borgarspitala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Hellsuverndarstöðin við Barónsstíg opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspftali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadelld: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspftall Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spftallnn:alladaga 15-16og 18.30-19. Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavfk: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- linga Tjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allansólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf i sálfræðilegum efnum. Simi 687075. MS-félagið Álandi 13. Opið virkadagafrá kl. 8-17. Slminner 688620. Kvennaráðgjöfln Hlaövarpanum Vestur- götu 3. Opið þriðjudaga ki.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sími 21500, simsvari. SJálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500, simsvari. Upplýsingar um eyðni. Simi 622280, beint samband viö lækni/hjúkrunarfræðing ámiðvikudögumkl. 18-19, annarssím- svari. Samtök um kvennaathvarf, sfml 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökln '78. Svaraö er I upplýsinga- og ráðgjafarsíma fólags lesbia og homma á mánudags-og fimmtudagskvöldum kl. 21- ' 23. Símsvari á öðrum tímum. Síminn er 91-28539. Félag eldri borgara. Opið hús í Goðheim- um, Sigtúni 3, alla þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 14.00. Bilanavakt (rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Raf magnsveita bilanavakt s. 686230. Vlnnuhópur um sif jaspellamál. Simi 21260 alla virka daga kl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt (síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 áfimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlið 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögumkl. 17.00-19.00. Samtökáhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja viö smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið í síma 91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ 12. júní 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar........ 58,89000 Steríingspund........... 90,69000 Kanadadollar............ 48,97100 Dönskkróna.............. 7,44270 Norskkróna.............. 8,02860 Sænsk króna........... 8,63110 Finnsktmark............. 13,01870 Franskurfranki.......... 8,54660 Belglskur franki...... 1,38290 Svissn. íranki.......... 33.29940 Holl. gyllini........... 25,70270 V.-þýskt mark........... 28,95210 Itölsk llra............. 0,04009 Austurr. sch............ 4,11430 Portúg. escudo.......... 0,34880 Spánskurpeseti.......... 0,45010 Japanskt yen............. 0,39461 Irsktpund............... 77,44300 KROSSGATA 7 |gg|gU —-B ■_______■:_______ I m I n ■ 3J n Lárétt:1 lof4hreyfa6 askur7kvenfugl9 klæðleysi 12barn14 þannig 15 spil 16 ræf lar 19nefna20gripi21fá- Lóörétt: 2 blóm 3 fljót- ur4hrúgu5blaut7 hjálp 8 festa 10 meng- un11 muldrir13skelf- ing 17 hræðist 18 leiða Lausn á siðustu krossgátu Lárétt: 1 kurr4svik8 jötnana 9 sjóð 11 emu 12 tölugi 14 að 15 læða 17aðall19nár21 gil22 anga 24 anar25 mark Löðrétt: 1 kúst 2 rjól 3 röðull4sneið6inna7 kauðar10jörðin13 gæla16anga17aga 18ala20ár23nm Þrlðjudagur 13. júní 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐÁ 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.