Þjóðviljinn - 13.06.1989, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 13.06.1989, Blaðsíða 16
—SPURNINGIN- Telurðu að sameining Iðnaðarbanka, Verslun- arbanka, Alþýðubanka og Útvegsbanka leiði til bættrar þjónustu íbanka- kerfinu? Jónína Halldórsdóttir starfsmaður KEA: Já, ég hugsa það. Vlðar Birgisson ban kastarf smaðu r: Já, það tel ég tvímælalaust. Björk Georgsdóttir starfsmaður Rammagerðar- innar: Alveg örugglega, þeir eru of margir bankarnir. Kári Ingvarsson byggingameistari: Það vona ég. Og ég vona líka að það verði til þess að hægt verði að fækka öllum þessum óþarfa útibúum. Þetta er alltof fikið kerfi hjá okkur, þetta bank- :erfi, partur af gríðarlegri yfir- rggingu og ofþenslu. Sigríður Elva Sigurðardóttir myndlistarmaður: Já, alveg tvímælalaust. Þrlð|udagur 13. júnf 1989 103. tölublað 54. árgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 Á LAUGARDÖGUM 681663 Kornmölun Innlend molun lækkar verð Kornax hf eina innlenda kommölunar- fyrirtœkið. Verðá hveiti hefur lœkkað um30% Fyrir tveimur árum tók til starfa nýtt fyrirtæki, Kornax hf., sem sér um mölun og fullvinnslu á korni. Fyrirtækið er hið eina sinnar tegundar hér á landi og eftir að það hóf starfsemi lækkaði verð á hvciti um 30%. Að sögn Óskars Þorsteins- sonar, tilraunabakara og gæða- eftirlitsmanns hjá Kornaxi, hefur framleiðsla og sala vaxið gífur- léga frá því fyrirtækið tók til starfa. Framleiðslugetan er 2.6 tonn á klukkustund og gefur það af sér rúmlega 1600 kg af hveiti. Neytendur geta valið um 4 hveititegundir Enn sem komið er fer megnið af framleiðslunni til bakara, en neytendamarkaðurinn stækkar sífellt og nú geta neytendur valið um fjórar tegundir hveitis. Framleiðslan fer þannig fram, að korn sem er keypt frá Amer- íku og Kanada fer fyrst í rann- sókn og efnagreiningu. Þaðan fer það í hreinsun, þar sem það er tvíhreinsað, því það geta verið steinar og glerbrot í því. Þá er það bleytt upp, vegna þess að þegar það kemur er það afar þurrt og molnar í vinnslu. Eftir að hafa verið bleytt upp í 20-40 klukku- stundir, fer kornið í gegnum fjögur mölunarstig og er blásið með lofti milli mölunarvéla sem1 eru á fjórum hæðum. Eftir allt þetta fer kornið aftur í gæða- prófun og rannsókn áður en það er sett á markað. Að sögn Óskars er engum aukaefnum oætt í hveitið til að gera það hvítt, en það er algengt hjá hveitiframl- eiðendum erlendis. Eina efnið sem sett er í hveitið er C-vítamín. Aðspurður um hvers vegna verð á hveiti hefði lækkað um 30% þegar þeir hófu framleiðslu, Óskar Þorsteinsson tilraunabakari og gæðaeftirlitsmaður við einn hluta mölunarvélarinnar. Mynd: Jim Smart. sagði Óskar að sennilegasta skýr- ingin á því væri sú að þetta væri í fyrsta skipti sem korn væri flutt inn ómalað og fullunnið hér. Vegna þess hve mikið þeir flyttu inn hefðu fengist hagstæð flutn- ingsgjöld, og því hefðu þeir tök á að selja ódýrara. Einnig sagði Óskar að álagning á erlendu hveiti hér væri of há, en eftir að Kornax hóf vinnslu á hveiti hefðu önnur fyrirtæki lækkað sig í verði og væru nú með svipað verð og Kornax. Aldrei eldra en 5 daga á markað Óskar sagðist áætla að þeir væru með 60-65% af markaðnum fyrir stærri kaupendur, þ.e. bak- ara, en neytendamarkaðurinn stækkaði ört. Ástæðu þess sagði hann vera þá, að hveitið frá þeim væri alltaf nýmalað, þeir settu ekki eldra hveiti á markað en 5 daga gamalt. Innflutt hveiti væri hins vegar oft gamalt, væri lengi á leiðinni og lægi oft í langan tíma í gámum og birgðageymslum. Þetta líkaði fólki vel og því stækk- aði markaðurinn. ns. Starfsmaður hjá Kornaxi hf. pökkun. Mynd: Jim Smart. við

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.