Þjóðviljinn - 14.06.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.06.1989, Blaðsíða 1
Borgarstjórn Engin kjamavopn í borgina Tillaga borgarfulltrúaAlþýðubandalagsins íborgarstjórn. Kjarnorkuknúnum skipum ogherskipum með kjarnavopn verði óheimilt aðkoma tilhafnaríReykjavík. Yfirlýsingu Geirs Hallgrímssonarfyrrv. utanríkisráðherra frá 1985 um kjarnorku- vopnalaust Island verðifylgteftir. Kristín Ólafsdóttir: A ekki vonáöðru en borgarfulltrúar séu sammála umþetta mál Aborgarstjórnarfundi á morg- un verður tekin til afgreiðsiu tillaga borgarfulltrúa Alþýðu- bandalagsins þar sem lagt er til að borgarstjórn lýsi því yfir að kjarnorkuknúnum skipum og lierskipum með kjarnavopn sé ekki heimilt að koma til hafnar í Reykjavík. - Ég á ekki von á öðru en aö borgarfulltrúar séu allir sammála um að við gerum það sem hægt er til að útiloka alla möguleika á kjamorkuslysi við borgina og í höfninni. í þessari tillögu er einn- ig tekið sérstaklega á kjarnorku- knúnum skipum, en þess eru ýmis dæmi frá síðustu árum að slys og óhöpp hafa orðið í slíkum tækjabúnaði, segir Kristín Ólafs- dóttir borgarfulltrúi, sem mælir fyrir tillögunni fyrir hönd borgar- fulltrúa Alþýðubandaiagsins. í tillögunni er borgarstjóra fal- ið að fylgja áðurnefndri yfirlýs- ingu um kjarorkubann í Reykja- vík eftir með því að tilkynna ríkis- stjórninni þessa ákvörðun borg- aryfirvalda. Einnig með því að fela hafnarstjóra og öðrum emb- ættismönnum borgarinnar að upplýsa yfirmenn kjarnorkuknú- inna skipa og herskipa kjarn- orkuveldanna um þessa afdrátt- arlausu stefnu borgarinnar, þeg- ar þeir æskja heimildar til að koma í Reykjarvíkurhöfn með skip sín. I ítarlegri samantekt sem fylgir tillögunni er minnt á að í aprfl 1985 lýsti Geir Hallgrímsson, þá- verandi utanríkisráðherra, því yfir á Alþingi að sigling skipa með kjarnorkuvopn í íslenskri lögsögu og koma þeirra til hafna hérlendis væri bönnuð. Með þessari yfirlýsingu hafi verið tekin af öll tvímæli um að kjarn- orkuvopn væru ekki aðeins bönnuð á íslandi, heldur væri öll umferð kjanavopna um íslenska lögsögu einnig bönnuð. Bandaríkjastjórn brást við þessari yfirlýsingu á sínum tíma með því að árétta þá stefnu sína og annarra kjarnorkuvelda að „játa hvorki né neita tilvist eða fjarvist kjarnavopna í sínum her- skipum." Islensk stjórnvöld hafa lítið gert í því að fylgja yfirlýsingu fyrrverandi utanríkisráðherra eftir heldur þvert á móti gefið í skyn að þau treysti því að kjarn- Allir á völlinn! íslenska landsliðið í knattspyrnu mætir því austurríska á Laugardalsvellinum kl. 20 í kvöld. Búist er við metaðsókn á leikinn enda er hann mjög þýðingarmikill í undankeppni heimsmeistaramóts- ins og er þegar uppselt í stúkusæti. íslenska liðið hefuræft undanfarna daga undir stjórn Sigf ried Held og þeqar Þjóðviljann bar að garði í gær voru leikmenn að æfa aukaspyrnur. Á myndinni eru Pétur Arnþórsson, Guðmundur Torfason, Sigurður Grétarsson og landsliðsþjálfarinn Held. Mynd-þóm. Tjarnarskólamálið Opinberrar afsökunar krafist Meðferðþessa máls samrýmist ekki anda grunnskólalaga. Menntamálaráðherra: Svona málmega aldreikoma niðurábörnunum Svavar Gestsson menntamála- ráðherra hefur farið fram á að skólastýrur Tjarnarskóla biðj- ist afsökunar opinberlega á þeirri meðferð sem einn nemenda þeirra þurfti að þola við skólaslit í vor. Það er að beiðni foreldra barnsins sem það er gert. Við skólaslit Tjarnarskóians í vor fékk eitt barnið ekki próf- skírteini sitt vegna ógreiddra dráttarvaxta á skólagjöldum. í samtali við Þjóðviljann sagði menntamálaráðherra að hann hefði átt með skólastýrunum fundi, bæði í fyrradag og í gær, og þar hefði hann bent þeim á að sú ákvörðun þeirra að neita barninu um prófskírteini samrýmdist ekki anda grunnskólalaganna. Og að, mál sem þessi mættu aldrei, undir neinum kringumstæðum, bitna á börnunum. Svavar Gestsson sagði að skólastýrurnar hefðu fallist á þetta sjónarmið og talið að um mistök hefði verið að ræða af sinni hálfu, en sögðu þó að þeim hefði gengið mjög illa að inn- heimta þessa dráttarvexti. Svavar sagði þá að sú skýring skipti engu máli, vegna þess að svona mál mættu aldrei koma niður á börn- um. Einnig tilkynnti menntamála- ráðherra skólastýrunum að fram- vegis skyldu þær tilkynna hækk- anir á skólagjöldum til mennta- málaráðuneytisins, en þau eru nú 9.700 krónur á mánuði eða ná- lægt 100.000 krónum á vetri. Svo og óskaði menntamálaráðherra eftir því að fá rekstrarreikninga eftir hvert skólaár í ráðuneytið. Eftir þessa fundi og bréfasend- ingar vonaðist menntamálaráðherra til að þessu máli væri lokið. í gær vildu skólastýrur Tjarn- arskólans ekki svara neinu um þetta mál. ns. orkuveldin virði kjarnorku- vopnabann íslendinga. Staðr- eyndirnar tali hins vegar öðru máli eins og nýleg dæmi um kjarnorkuslys í nágrenni landsins og uppljóstrun um slys við strendur Japans sanni best. Það sé því rík ástæða til að fylgja fast eftir fyrri yfirlýsingum um kjarnorkuvopnabann íslend- inga og einnig telja borgarfulltrú- ar Alþýðubandalagsins mikil- vægt að borgarstjórn taki af skarið um bann við ferðum kjarn- orkuknúinna skipa í Reykjavík- urhöfn, enda ljóst að afleiðing- arnar af kjarnorkuslysi í höfninni yrðu afdrifaríkari en orð fá lýst. Þá er upplýst í samantekt með tillögunni að bæði bandarísk og bresk herskip sem beitt geta kjarnavopnum, hafa iðulega komið til Reykjavíkur á umliðn- um árum í heimsóknum fasta- flota NATO. Eina leiðin til að koma algerlega í veg fyrir hætt- una á kjarnorkuslysi sé að tryggja að kjarnorkuknúin skip eða her- skip sem kunna að vera búin kjarnavopnum komi alls ekki í Reykj avíkurhöfn. -»g. íí Hagkaup „Do you speak English Viðskiptavini í verslun Hagkaups íSkeifunni svaraðáensku - Mig vantaði sýrðan rjóma og spurffi einn starfsmann Hag- kaups í Skeifunni hvar hann væri að finna. Þá sagði hann: „Do you speak English?" Ég varð svo hissa að ég svaraði ekki einu sinni og gekk út við svo búið. Mér finnst það nú vera alveg lágmarkskrafa við okkur neytendur að starfsfólk verslana skilji og geti svarað á ís- lensku," sagði Birna B. Sigurðar- dóttir. Að sögn Torfa Matthíassonar verslunarstjóra Hagkaups í Skeifunni er hann alveg sammála því að viðskiptavinirnir eigi heimtingu á að starfsmenn versl- ana skilji og geti talað íslenskt mál. En í þessu umrædda tilviki hafi verið um að ræða Svía sem búinn er að vinna í versluninni frá því sl. haust þegar erfitt var að fá fólk til verslunarstarfa. - Sl. haust höfðum við 5 - 6 erlenda starfsmenn í vinnu í verslun Hagkaupa á Seltjarnar- nesi þar sem mjög erfitt var að fá fólk til starfa. Sumir kvörtuðu þá yfir því að þeir skildu ekki þegar talað var við þá, en við gátum engan veginn kennt þeim ís- lensku," sagði Torfi Matthías- son. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.