Þjóðviljinn - 14.06.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.06.1989, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR Gorbatsjov í Bonn Gleði skín af vonarhýrri bráerþeirGorbatsjov og Kohl ræðast við-alls ekki meiningin að útiloka Bandaríkjamenn frá „okkar sameiginlega evrópska heimili." SMAFRETTIR I Kjarnorkuveri lokað Kjarnorkuverinu Rancho Seco í Norður-Kaliforníu var lokað á sunn- udaginn eftir að meirihluti íbúa í borginni Sacramento þar í grennd hafði í almennri atkvæðagreiðslu frábeðið sér kjarnorkuverið. Þetta er í fyrsta sinn sem það gerist í Bandaríkjunum að starfrækslu kjarnorku- vers er hætt að kröfu almennings. Búist er við að þetta skapi fordæmi og að mörgum öðrum kjarnorkuverum þarlendis verði innan skamms lokað af sömu ástæðu. Múslímar reknir frá Búlgaríu Tyrknesk yfirvöld halda því fram, að yfir 6000 múslímar hafi síðan 26. maí verið reknir frá Búlgaríu til Tyrklands, vegna þess að þeir hafi neitað af afleggja átrúnað sinn og aðlagast Búlgörum. Af um níu miljónum íbúa Búlgaríu er að sögn um hálf önnur miljón íslamskrar trúar. Þeir kváðu sjálfir líta á sig sem Tyrki, en þeir munu margir vera afkomendur Búlgara, sem turnuðust til íslams fyrir nokkrum öldum, er Búlgaría var hluti Tyrkjaveldis Ósmansættar. Hefur Búlgaríustjórn undanfarið stefnt að því að gera fólk þetta að venjulegum Búlgörum á ný, neytt það til að taka upp slavnesk nöfn og verið næsta harðhent á þeim, sem ekki hafa viljað sætta sig við þetta. Hefur þetta valdið úlfúð nokkurri milli Búlgaríu og Tyrklands, en grunnt hefur jafnan verið á því góða milli þessara ríkja og á það rætur að rekja til margra alda tyrkneskra yfirráða í Búlgaríu. Bismarck fundinn Bandarískir hafrannsóknamenn hafa fundið þýska orrustuskipið Bismarck, sem Bretar sökktu í maí 1941 og fórust með því nærri 2300 manns. Liggur vígdrekinn mikli á sjávarbotni um 1000 km vestur af Brest í Frakklandi og hefur haldið sér furðanlega. Sá sem stjórnaði rannsóknarhópi þessum var dr. Robert Ballard, en hópur undir hans stjórn fann einnig farþegaskipið Titanic 1986. Fimm dögum áður en Bismarck, sem á sinni tíð var öflugasta orrustuskip heims, hvarf í djúpið, hafði það sökkt Hood, stærsta orrustuskipi breska flotans, í sjóorrustu vestur af íslandi. Friðar- og mannrétt- indaskjal undimtað Kveðið á um sameiginleg markmið í afvopnunarmálum, fullan sjálfsákvörðunarrétt ríkja og nána samvinnu samstæðrar Evrópu við Norður-Ameríku h eir Míkhaíl Gorbatsjov Sovét- wr ríkjaforseti, sem nú er í opin- berri heimsókn í Vestur-Þýska- landi, og Helmut Kohl, sam- bandskanslari Vestur-Þýska- lands, birtu í gær sameiginlega yf- irlýsingu, er Hans-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands, kallaði tíma- mótamarkandi og er að sögn ætl- að að vera stefnumarkandi um samskipti ríkjanna fram á næstu öld. Hafa fréttaskýrendur fyrir satt að þetta sé í fyrsta sinn, sem sovéska stjórnin undirriti slíkt skjal með vestrænu rfld. Á skjalinu stendur meðal ann- ars að hér eftir verði öryggismál og hermálaáætlanir að miðast við það eitt að draga úr hættunni á stríði og helst útiloka hana með öllu, sem og að tryggja frið með fækkun vopna. Lögð er áhersla á sjálfsákvörðunarrétt allra Evrópuríkja og að hverju ríki skuli vera fullkomlega í sjálfsvald sett að ákveða hvaða kerfi það hafi í stjórn- og félagsmálum. Virðist í þessu felast opinber af- neitun Sovétríkjanna á Brez- hnevkenningunni, en Gorbatsjov hafði raunar áður afneitað henni í viðræðum við ungverska ráða- menn. Á skjalinu skuldbinda Sovét- ríkin og Vestur-Þýskaland sig til að virða mannréttindi, auka sam- vinnu sína á sviði efnahagsmála, hafa samstarf í baráttu gegn nátt- úruspjöllum og auka samskipti á vettvöngum skólamála, íþrótta og menningarmála. í afvopnun- armálum lýsa ríkin yfir samstöðu um eftirfarandi atriði: 1. Að langdrægum kjarnavopnum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna verði fækkað um helming. 2. Að fækkað verði í herjum í Evrópu, væddum hefðbundnum vopnum svokölluðum, og að í þeim víg- búnaði sé tryggt jafnvægi milli austur- og vesturblakkar. 3. Að efnavopn verði bönnuð um allan heim og tryggt að því banni verði hlýtt. 4. Áð allar tilraunir með kjarnavopn verði bannaðar eins fljótt og mögulegt reynist og tryggt verði að því banni verði framfylgt. Hrollvekjandi fólksfjölgunarspá Mannkynið yfir 14 miljarðar um 2100 Fólksfjölgunarvandinn er enn meiri en hingað til hefur verið álitið og voru hrakspárnar um það efni þó ærnar fyrir. Svo getur farið að eftir rúm hundrað ár verði mannkynið orðið næstum þrefalt (jölmennara en það er nú. Þetta er að minnsta kosti álit stofnunar á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem hefur rannsóknir á fólksfjölgun á sinni könnu og þekktust er undir skammstöfun- inni UNFPA. í nýútkominni skýrslu sinni er stofnunin all- miklu svartsýnni en hún var í ann- arri skýrslu hliðstæðri, er út kom fyrir tíu árum, og þótti sú skýrsla þó ekki beinlínis geisla frá sér bjartsýni. Við hana hefur síðan mjög verið stuðst í sambandi við fyrirætlanir um framleiðslu á matvælum, eldsneyti og öðrum lífsnauðsynjum. í þeirri skýrslu, sem gefin var út 1979, spáði UNFPA því að mannkyninu myndi halda áfram að fjölga fram til aldamótanna 2100 og yrði það þá orðið um 10 miljarðar að tölu. Þá myndi því hætta að fjölga. Um þessar mundir eru jarðarbúar af manntegundinni um 5,2 miljarð- ar talsins. En svo vel verður það nú ekki, samkvæmt nýjustu skýrslunni frá sömu stofnun. Nú telur UNFPA að þegar árið 2025, eftir liðlega þriðjung aldar, verði mennirnir orðnir 10 miljarðar talsins og um 75 árum seinna - um næstnæstu aldamót - um 14,2 miljarðar. Þessi ógnvekjandi spá kann að koma á óvart þegar haft er í huga að ráðstafanir til fækkunar fæð- inga síðustu ár hafa borið veru- legan árangur, og munar þar mest um Kína. Fyrir 20 árum áttu fullorðnar konur yfir heiminn all- an að meðaltali sex börn, en nú er meðaltala barna á konu komin niður í 3,6 börn. En á móti þessu kemur að með- alævin lengist stöðugt og einnig eykst fjöldi kvenna á barneignar- aldri. Til þess að stöðva óheilla- þróunina á þessum vettvangi þarf meiri peninga, segir UNFPA. Ennfremur þarf menningar- byltingar við í mörgum þeim þriðjaheimslöndum, þar sem fólki fjölgar mest, segir UNFPA. Foreldrar verða að láta mennta dætur sínar ekki síður en syni, lög og siðir sem stuðla að því að kon- ur sæta misrétti í samfélagi og á vinnustöðum verða að hverfa. Sannað þykir að batnandi atvinnumöguleikum kvenna fylgi fækkandi fæðingar. Margir sérfræðingar á ýmsum sviðum efast, svo að ekki sé meira sagt, um að lífríki heimsins, sem er nógu hart leikið þegar, standist fjölgun mann- kindarinnar upp í 14 miljarða, hvað þá að nokkrir möguleikar verði á að fóðra alla þá mergð. dþ. Báðir aðilar lýsa því ennfremur yfir, að þeir muni vinna að því að bundinn verði endi á þá tvískipt- ingu Evrópu, sem verið hefur frá því í lok heimsstyrjaldarinnar síðari, án þess þó að valda- jafnvægisé raskað. Markmiðið sé að tryggja framtíð Evrópu í friði og samvinnu, „Evrópu sem sé sameiginlegt heimili okkar allra og þar sem Bandaríkin og Kan- ada verði með,“ segir í yfirlýsing- unni. Virðist með henni áhersla lögð á, að enda þótt tvískipting Evrópu hverfi, þá eigi það ekki að verða til þess að sundur dragi með Evrópu og Norður- Ameríku. Áður en yfirlýsingin var undir- rituð, iét Gorbatsjov almenning sjá sig á aðaltorginu í Bonn. Torgið var fullt af fólki og var Gorbatsjov hylltur ákaflega, enda benda niðurstöður skoðan- akannana þarlendis til að hann sé þar nú vinsælastur allra stjórnmálamanna, innlendra sem erlendra. Reuter/-dþ. Suðaustur-Asía Ótti við Kína Smœrri grannríki Kína óttast að ástandið þar kunni að leiða til ágengni afþess hálfu út á við. En einnig gera þau sér vonir um að grœða á þvíástandi Astandið í Kína vekur víða ugg, en eins og eðlilegt má kalla hvergi fremur en í smærri ríkjum Austur- og Suðaustur-Asíu. Þar óttast margir að herinn taki völd- in í Kína eða að áhrif hans í stjórnmálum aukist að minnsta kosti að miklum mun. Það gæti leitt af sér aukinn þjösnaskap af hálfu Kína í deilum við grannríki. Vissir stjórnmálafræðingar í Suðaustur-Ásíu hafa gagnrýnt Bush Bandaríkjaforseta fyrir það að hann á mánudag í s.l. viku ámælti kínverskum ráðamönnum fyrir að siga hernum á mótmæla- fólk, auk þess sem hann stöðvaði í bráðina vopnaútflutning Banda- ríkjanna til Kína og samskipti um hermálefni við Kínverja. T.d. segir malasískur sérfræðingur um stjórn- og hermál að kínverskir ráðamenn líti án vafa á þessi við- brögð Bush sem grófa íhlutun í kínversk innanríkismál. Þetta gæti leitt til þess að Kína gerðist Bandaríkjunum fráhverft á ný og legði þeim mun meiri áherslu á vinsemd við Sovétríkin. í utan- ríkismálum yrði þar með um að ræða visst afturhvarf af Kína hálfu til ástandsins eins og það var á sjötta áratugnum. Aðrir sérfræðingar suðausturasískir óttast að fordæmingar vestur- landamanna á manndrápunum í Peking muni endurvekja í kfn- versku forustunni þjóðrembu og útlendingahatur yfirleitt. Þetta er raunar ekki í fyrsta sinn, sem ríki þar um slóðir hlið- holl Vesturlöndum hafa látið í ljós áhyggjur ij,t af stefnu Banda- ríkjanna gagnvart Kína. Ráða- mönnum á Taívan sárnaði að sjálfsögðu mjög, þegar Banda- ríkin á s.l. áratug vinguðust við Kína, en einnig að mati annarra var kúvending Bandaríkjanna í afstöðunni til Kína of alger. Síð- ustu árin hafa t.d. Indónesía og Malasía hvað eftir annað lagt fast að Bandaríkjunum að láta Kína ekki í té hátæknivarning til hern- aðar, nema því aðeins að fullvíst væri, að Kína hygðist hér eftir leysa deilumál sín við önnur ríki með friðsamlegu móti. Það hafa Kínverjar ekki alltaf gert, ekki heldur síðan kommún- istar komust þar til valda. Þeir hernámu og innlimuðu Tíbet 1950-51, slógust upp á Indverja 1962 og herjuðu á Víetnama 1979. Þar að auki hafa þeir af verulegri aðgangshörku helgað sér eyjar ýmsar í Kínahafi syðra sem Víetnam, Taívan og jafnvel Malasía og Filippseyjar gera til- kall til. Ástralskir hersérfræðing- ar telja að þessi útþensla sé í sam- bandi við áform Kínverja um að stórefla sjóher sinn. Hafi þeim þegar miðað nokkuð áfram í þessu, ekki síst vegna tækniað- stoðar frá Bandaríkjunum, sem á sínum tíma vildu allt til vinna að hafa Kína sín megin gegn Sovét- ríkjunum. Álkunna er að valdhöfum í vandræðum er gjarnt að reyna að sefa óánægju innanlands með því að beina athygli þegnanna að meintum erlendum óvini, og margir óttast nú að slíkra til- hneiginga taki að gæta á ný af hálfu kínverskra ráðamanna. Ta- ívansstjórn skipaði í ofboði nokkru her sínum í viðbragðs- stöðu, er fréttist af fjöldamorð- unum á Himinsfriðartorgi, af ótta við hugsanlegar árásir frá megin- landinu. Og Taílendingar, sem fyrir hvern mun vilja binda enda á deilurnar í Kambódíu, kvíða því að Kínverjar hætti við að hætta við að sjá Rauðum kmer- um fyrir vopnum. Aðrir sérfræðingar um Kína í smærri grannríkjum þess telja sennilegra að ástandið þarlendis muni fremur leiða til lömunar miðstjórnar og borgarastríðs en ágengni út á við. Þeim þykir lík- legt að smærri ríki þar um slóðir muni græða á vandræðum grann- ans mikla. Fyrirtæki í Japan, ný- iðnvæddum ríkjum Austur-Asíu og á Vesturlöndum, sem undan- farið hafa sótt mjög til fjárfest- inga í Kína, muni nú flýja þaðan og leita sér staðar í löndum eins og Indónesíu, Malasíu, Filipps- eyjum og Taílandi. dþ. J 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 14. júní 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.