Þjóðviljinn - 14.06.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.06.1989, Blaðsíða 7
MENNING Málþing um Þórberg Nákvæmnin og hagræðing sannleikans A málþingi um Þórberg Þórð- arson sem haldið var um næstliðna helgi kenndi margra grasa. Af því sem þessi gestur hér heyrði situr helst eftir sitthvað um þverstæðurnar í höfundar- verki Þórbergs. Hann var ná- kvæmnismaður, hann var ekki að digta upp, hann var að segja satt- en sannleiksboðorðið var samt eitthvað sem mátti brjóta og þurfti að brjóta - vegna skálds- kaparins, vegna áhrifagæða tex- tans. Ég erekki að skrifa skáldsögu Pétur Gunnarsson rithöfundur spjallaði um efnið „Þórbergur og skáldsagan“ og þá sérstaklega um Sálminn um blómið - bókina um „barnið sem uppgötvar heiminn gegnum gamla manninn, sem að sínu leyti endurheimtir bernsk- una“. Pétur tilfærði mörg dæmi um það úr Sálminum, hvernig Þórbergur hnýtir í skáldsöguna - fyrir ónákvæmni hennar meðal annars, fyrir klisjur hennar og til- gerð. Oðru hvoru segir hann á þá leið að „ef ég væri að skrifa skáld- sögu“ þá mundi ég fara sisona að, og síðan kemur kannski eitthvað sem gæti hljómað eins og skopstæling á texta eftir Halldór Laxness. En síðan er við bætt: „ég er ekki að skrifa skáldsögu“ - og því nefni ég t.d. ártöl og mán- aðardaga og hef aðra mína henti- semi, því ég er að segja „sanna sögu“. Og skal þess getið áður en lengra er haldið að þessar tiktúr- ur vildi Pétur Gunnarsson kenna við þann „módernisma", að í rauninni væri Þórbergur að skrifa skáldsögu sem „deilir á formið, skáldsögu sem bendir á sjálfa sig“. Framhjá- gangan fræga Nákvæmniskrafa Þórbergs, sem vildi sem höfundur ekki síður fræða um það sem rétt var en skemmta mönnum, lenti síðan Ný saga Frillulífi og frönsk bylting NÝ SAGA 3. árg. er komin út. Blaðið er að þessu sinni 112 síður að lengd og skiptist efni þess sem fyrr í tvennt: greinar og fasta þætti. Greinarnar eru fimm talsins og spanna efni allt frá miðöldum tíl vorra daga. Fyrst er að nefna grein eftir Guðmund J. Guð- mundsson sem fjallar um barn- eignir klerka og frillulífi þeirra á miðöldum. Matthew James Driscoll skrifar grein sem snertir einnig skírlífi. Hann lýsir því hvernig sögunni af „skikkju skírl- ífisins" sem fyrst var franskt Safn Ásgríms Landslag í safni Ásgríms Jónssonar við Bergstaðastræti hefur verið opn- uð sýning á landslagsmyndum eftir Ásgrím. Sýndar eru 24 myndir, bæði olíumálverk og vatnslitamyndir. Þar eru nokkrar eldri vatnsíitamynda Ásgríms svo sem myndin Brenna í Rútsstaða- hverfi í Flóa frá 1909, sama ári og Heklumyndin stóra sem nú er sýnd í Listasafni íslands og mark- aði tímamót í listsköpun Ás- gríms. Á sýningunni eru einnig nokkrar öræfamyndir, t.d. frá Kerlingarfjöllum, þar sem auðn landsins verður blæbrigðarík í meðferð Ásgríms. Flestar eru myndirnar frá Borgarfirði, þar sem Ásgiímur var langdvölum á efri árum og málaði mikið, eink- um á Húsafelli. Sýningin stendur til septemberloka og er opin kl. 13.30 til 16 alla daga nema mánu- daga. söguljóð en breyttist síðan í nor- ræna riddarasögu var loks snúið í rímur á íslandi á 15. öld. Guð- mundur Hálfdanarson ritar grein um frelsishugmyndir íslenskra bænda á 19. öld og telur ósannað að erlendar frjálshyggjuhug- myndir hafi haft þar nokkur áhrif. Loks er grein eftir Halldór Bjarnason um stríðsgróðann í Reykjavík og hvaða áhrif hann hafði á atvinnulíf í höfuðborg- inni. Föstu þættirnir eru sex. í þætt- inum Afmæli fjallar Loftur Gutt- ormsson um frönsku byltinguna, sem á 200 ára afmæli nú á þessu sumri. í þættinum Af bókum svarar Gunnar Karlsson prófess- or spurningum ritstjórnar um kennslubókaritun þá í sögu sem hann hefur fengist við á undan- förnum árum. Iþætti um Ættvísi gerir Guðjón Friðriksson grein fyrir „Embættismannaaðlinum í Reykjavík" 1870 og 1910 og rek- ur breytingar á stéttaskiptingu þeirra sem hann fylltu á þessu tímabili. Sjónarhóll kemur að þessu sinni úr penna dr. theol. Gunnars Kristjánssonar og er honum hugleikinn sá skortur á söguvitund sem hann telur að skapa muni skerta framktíðasýn okkar fslendinga. Viðtalið er að þessu sinni við hinn þekkta franska sagnfræðing Jacques Le Goff. Loks er þátturinn Sjón og saga en þar segir Sumarliði ís- leifsson frá heimildamyndbandi um íslenska bændasamfélagið á 19. öld. NÝ SAGA er gefin út af Sögufélaginu, Garðastræti 13b, Reykjavík. Ritstjórar eru Már Jónsson og Ragnheiður Móses- dóttir. í fróðlegum ógöngum í máli Helga Sigurðssonar, sem hefur setið yfir bréfum Þórbergs og dagbókum og gefið út tvö bindi texta frá upphafsárum hans rit- ferils. Helgi minnti á framhjá- gönguna frægu sem lokar íslensk- um aðli: þegar Þórbergur gekk um Hrútafjörðinn til að finna Elskuna sína, en var svo yfirkom- inn af ást og vesaldómi að hann áræddi ekki að láta verða af fund- um þeirra. Helgi hefur skoðað dagbók Þórbergs frá þessum tíma. Fram- an á hana hefur Þórbergur skrif- að, að þessi dagbók hafi verið týnd um tíma, hann hafi ekki haft hana um hönd þegar hann skrif- aði íslenskan aðal og því hafi hann ekki munað rétt „nokkur smáatriði". En nú vandast málið: sé dagbókin borin saman við ís- lenskan aðal, kemur á daginn að það eru einmitt „smáatriði" eins og dagsetningar, farareyrir og fleira sem Þórbergur „man“ afar vel og fer rétt með. En dagbókin sýnir að hann „gleymir" því í ís- lenskum aðli, að hann gekk EKKI framhjá Arndísi Jónsdótt- ur, fyrirmyndinni að Elskunni - hann hitti hana reyndar á Borð- eyri. Það er svo augljóst, að ef hann hefði haldið trúnað við „sannleikann" í þessum punkti, þá hefði fslenskur aðall sett stór- um ofan, mjög hefði dregið úr þeim „sannleika" um yfirvættis rómantíska sjálfshrellingarást, sem er svo öflug stoð þeirrar bókar. Og lesandinn getur náttúrlega haldið áfram og spurt: Hvers virði eru mælingar Þórbergs á hrútakofum bernskunnar og veðurfarsskráning mörgum sinn- um á dag á móts við hina „list- rænu“ hagræðingu á sannleikanum sem vissulega hlýtur að vera hægt að standa Þórberg að oft og mörgum sinn- um? Hnykkir skemmt- unarmannsins Þetta átti svosem ekki að vera nein tæmandi frásögn af málþingi um Þórberg Þórðarson sem Mál og menning, Félag áhugamanna um bókmenntir og Styrktarsjóð- ur Þórbergs og Margrétar geng- ust fyrir nú í júníbyrjun. Páfinn sléttrakaður teymdi þennan áheyranda hér frá málþingi miðju (alltaf er maður að svíkja ein- hvern). En ég heyrði Helgu Jónu Ásbjarnardóttur, sem varð ein- mitt til þess að Sálmurinn um blómið varð til,(„Ég er að reyna að gera þig heimsfræga og ódauð- lega á öllu íslandi," sagði Sobeggi afi við hana) segja mjög skemmtilega og elskulega frá kynnum sínum af Þórbergi og Margréti. Og upphafserindi Sig- fúsar Daðasonar, sem minnti við- stadda á furður rithöfundarferils Þórbergs. Á það, að á öllum höfuðritum st'num byrjaði hann að annarra hvöt eða eins og af tilviljun, á hina löngu þögn eftir Bréf til Láru og á það, að eftir sextugt átti hann eftir að vinna sín mestu afrek. En ekki síst fjallaði Sigfús um það, að þeir sem mjög hafa hugann við „kátlega hnykki hins knæfa skemmtunarmanns" gleymi líklega helst til auðveld- lega sólarlitlum dögum þess ráð- vana Þórbergs, sem er einatt að flýja sinn innri mann og finnst lífið „smádrepandi þjáning". Voru ærslin, „skemmtilega vit- leysan", gríma, gervi sem sett var upp í sjálfsvarnarskyni? ÁB. Út er komin hjá Örlaginu í Reykjavík Ijóðabókin Gluggar hafsins eftir Jóhann Hjálmars- son. Þetta er þrettánda (jóðabók Jóhanns. Jóhann Hjálmarsson hefur víða komið við í ljóðagerð sinni á þeim 33 árum sem liðin eru síðan fyrsta æskuverk hans leit dagsins ljós. Jóhann var í fremstu röð ís- lenskra súrrealista, einn af merk- Tækni- frjóvgun og glasaböm 19. júní komið út „Meðferð gegn ófrjósemi er' mannúðarmál." - „Má ég ekki vera kvenkyns í friði takk?“ - ,Jlvað geta fáeinar ömmur gert?“ - „Á að greiða laun fyrir að vera heima?“ - „Þær fylgjast að inn í heiðurslaunaflokkinn...“ Þetta eru nokkrar fyrirsagnir úr tíma- ritinu 19. júní. Tæknifrjóvgun og glasabörn eru megin efni blaðsins að þessu sinni. í því sambandi er m.a. við- tal við Jón Hilmar Alfreðsson lækni, fjallað um réttarstöðu glasabarna hér á landi,-velt upp siðrænum spurningum sem fram- farir frjóvgunarvísindanna vekja og birt brot úr dagbók konu á „glasa-ferð“ í Englandi. Auk þessa megin efnis má að auki nefna viðtal við Helen Cald- icott barnalækni frá Ástralíu, sem er væntanleg hingað til lands nú í júní. „Er lýðræðið lýðræðis- legt“ er yfirskrift hringborðsum- ræðu um stjórnmál, völd og hlut kvenna í þjóðlífinu. „Bæði verða að stíga svolítið til hliðar" er fyr- irsögn greinar og viðtals, þar sem skoðaður er lífsstfll hjóna, sem bæði eru á framabraut, Hauststemmning á dönskum akri er heiti nýrrar smásögu eftir Kristínu Steinsdóttur rithöfund. Þannig mætti lengi telja efni 19. júní því blaðið er yfirfullt af les- efni og telur alls 84 síður. Það er Kvenréttindafélag íslands sem er útgefandi 19. júní og ritstjóri að þessu sinni er dr. Sigrún Stefáns- dóttir. isberum hins svokallaða opna ljóðs og heimildarskáldskapar á síðasta áratug og loks hefur Jó- hann verið mikilvirkur þýðandi erlendra ljóða. Gluggar hafsins er 56 blaðsíður að stærð og skiptist í sjö kafla. Af sjálfu leiðir því, að efni ljóðanna er fjölbreytt, en í heild er eitt helsta einkenni bókarinnar mannleg hlýja og léttleiki. Vodkasamvinna getur af sér vísindastyrk Á sérstökum fundi mcð frétta- mönnum, sem haldinn var í ráð- húsi Louisvilleborgar í Kentucky þgar forseti íslands heimsótti borgina í lok maí, tilkynnti frú Vigdís formlega stofnun sérstaks sjóðs, sem ætlað er að styrkja ís- lenska háskólaborgara til rannsókna við háskólann í Louis- ville. Sjóðurinn er stofnaður fyrir til- stilli James Thompson, aðal- eiganda Glenmore Distilleries Company, sem sér um sölu og dreifingu Eldurís vodka í Banda- ríkjunum og íslensk-ameríska félagsins. í ráðgjafanefnd sjóðsins eiga sæti m.a. dr. Sigmundur Guð- bjarnason háskólarektor, dr. Donald C. Swain, forseti há- skólans í Louisville og Jerry Abramson, borgarstjóri Louis- ville. Styrkir sjóðsins, sem bera nafnið „Glenmore Fellowships" verða veittir árlega. Eiga þeir að standa undir kostnaði við dvöl ís- lenskra háskólaborgara við rannsóknastörf í Louisville. Dr. Sigmundur Guðbjarnason háskólarektor telur það mikinn ávinning fyrir Háskóla íslands að fá styrki af þessum toga. „Hér er vissulega myndarlega staðið að stofnun sjóðs, sem vonandi á eftir að láta gott af sér leiða í sambandi við rannsóknastörf íslenskra háskólakennara og kandidata. Íslensk-ameríska félagið hefur beitt sér fyrir aðstoð við íslenska námsmenn, fræðimenn, vísinda- menn og listamenn. „Við fögnum þessum áfanga sérstaklega," sagði Ólafur Step- hensen, formaður íslensk- ameríska félagsins, „þar sem hér er um að ræða all verulega upp- hæð, sem varið verður í þágu ís- lenskra aðila. Glenmore sjóður- inn er að vissu leyti afleiðing ár- angursríkrar samvinnu Glen- more og ÁTVR við framleiðslu og sölu Eldurís. Þessi sjóður er því í sama anda og hinn þekkti Carlsbergsjóður." Ljóðabók eftir Jóhann Hjálmarsson Miðvikudagur 14. júní 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.