Þjóðviljinn - 14.06.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 14.06.1989, Blaðsíða 9
ALÞYÐUBANDALAGIÐ Samdráttur í framleiðslu Meiri samdráttur í lýsisframleiðslu en sem nemur minnkandi þorskafla. Unnið er að eyðingu díoxíðs úr lýsi Þorskalýsisframleiðsla á árinu 1988 var 3.910 tonnum minni en árið 1945 og 884 tonnum minni en árið 1987 sem er 31.6% minnkun. Þetta kemur fram í aprflhefti tímaritsins Ægis, þar sem rakin er þróunin í þorskalýsisfram- leiðslunni. Þar kemur fram að þessi samdráttur í framleiðslu á lýsi er mun meiri en minnkandi þorskafli á sama tíma. Þorskafli var árið 1987196 þúsund tonn, en 182 þúsund árið 1988, sem er ein- ungis 7.1% munur. Ástæður þessa eru taldar þær að mest dró úr þorskafla á þeim vertíðarsvæð- um þar sem lifrarbræðsla er mest. Einnig kemur til að það hefur aukist töluvert að fiskur sé slægður á sjó og lifrinni fleygt. Útflutningur á þorskalýsi hefur einnig dregist saman. Árið 1988 var selt út 1.581 tonn, sem er44% minna en árið 1987. Eftir að upp- lýsingar komu frá Svíþjóð um að eiturefnið díoxíð væri að finna í íslensku lýsi, óttuðust menn að sala minnkaði eða jafnvel félli niður. Sú varð þó ekki raunin að sögn Baldurs Hjaltasonar efna- fræðings hjá Lýsi hf. Magnið sem greindist í lýsinu var svo lítið að engin hætta stafaði af, en samt sem áður er verið að vinna í því að eyða efninu úr lýsinu. Þeir hjá Lýsi hf. eru búnir að koma sér upp búnaði og aðferðum til að eyða díoxíðinu, en verið er að bíða eftir niðurstöðum rann- sókna, sem framkvæmdar eru í Svíþjóð. Að sögn Baldurs hefur komið í ljós, að í meðalskammti af lýsi á dag, sem er 1/2-1 matskeið, er magn díoxíðs undir 10% af leyfi- legu magni. Og í móðurmjólk er mun meira magn af díoxíði held- ur en í lýsi, þannig að fólki stafar lítil hætta af neyslu lýsis. Að- spurður sagði Baldur að lítill sem enginn samdráttur hefði orðið í sölu lýsis hérlendis, fólk hefði tekið lýsi í áraraðir og héldi því áfram. Eftir u.þ.b. 3 vikur sagðist Baldur vonast til að þeir gætu staðfest að búið væri að eyða öllu díoxíði úr íslensku lýsi, eða eins og áður segir, þegar niðurstöður mælinga koma frá Svíþjóð. ns. Ólafur Proppé, nýkjörinn formaður LHS, ásamt fulltrúum hjálparsveit- anna á 15. landsþingi LHS. Hjálparsveitir skáta Kröfur um búnað þjálfun og getu A15. landsþingi Landsambands hjálparsveita skáta sem fram fór nýlega voru samþykktar til- lögur að skipun hjálparsveitanna Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiöenda skal vakin á því að eindagi launaskatts fyrir mánuðina mars og apríl er 15. júní n.k. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga skal greiða dráttarvexti til viðbótar því sem vangreitt er, talið frá og með gjalddaga. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til innheimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík toll- stjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið FLUGMÁLASTJÓRN Bóklegt atvinnuflugnám Flugmálastjórn mun, í samstarfi við Fjölbrauta- skóla Suðurnesja, standa fyrir bóklegu atvinnu- flugnámi á næsta skólaári, ef næg þátttaka verður. Inntökuskilyrði eru einkaflugmannsskírteini og stúdentspróf (þar af a.m.k. 3 einingar í eðlis- fræði). Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu flugmála- stjórnar í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli. Umsóknir þurfa að hafa borist þangað fyrir 1. júlí n.k. Umsóknum skal fylgja: Staðfest Ijósrit af stúd- entsprófi, Ijósrit af einkaflugmannsskírteini og I. flokks heilbrigðisvottorð frá trúnaðarlækni flug- málastjórnar. Flugmálastjórn í flokka eftir aldri þcirra, búnaði, þjálfun og getu. Flokkunin er miðuð við að hún virki hvetjandi og einnig eiga stjórnendur björg- unaraðgerða að sjá með skjótum hætti styrk viðkomandi hjálpar- sveitar. Hingað til hefur ekki verið til í landinu ákveðin skilgreining yfir björgunarsveitir önnur en sú, að það sé hópur manna sem ákveður að kalla sig björgunarsveit. Með samþykkt Landsþings hjálpar- sveitanna, maí 1989, hefur þessu verið breytt. Á þinginu var Ólafur Proppé kjörinn nýr formaður LHS og tók hann við af Tryggva Páli Friðriks- syni, sem nú gegnir starfi fél- agsmálastjóra LHS. Auk Ólafs eru í stjórn LHS þeir Arnfinnur Jónsson, Páll Árnason, Ögmund- ur Knútsson og Bjarni Axelsson. Símaþjónusta Leiðist þér einveran? Ný og óvenjuleg símaþjónusta, sem Póstur og sími ásamt Miðlun hf. standa fyrir og kallast „991000“, hefur tekið til starfa. Þessi símaþjónusta virkar þannig að fólk getur hringt í sím- anúmer sem eru frá 991000 og upp í 991005 og fengið upplýsing- ar af margvíslegu tagi. Númerið 991000 er lykilnúmer þjónust- unnar. Þar fær fólk leiðbeiningar um hvernig hægt er að nota hana og aðrar upplýsingar, t.d. hvaða dagskrá er í hverju númeri, hve- nær einstakir dagskrárliðir eru endurnýjaðir og fleira. Hin númerin eru svo með af- markaða dagskrá og línurnar bera hver sitt. nafn, s.s. Dægra- dvöl, Lukkulína, Popplína, Íþróttalína og Dagbókin. í Dagbókinni er m.a. að finna Pistil dagsins þar sem áhersla verður lögð á grín og skemmtun, mataruppskriftir o.fl. Það gjald sem notendur þess- arar þjónustu þurfa að greiða er 15 krónur á mínútu og sama verð er fyrir alla landsmenn. En ein- ungis þeir sem hafa takkasíma geta nýtt sér þjónustuna til fullnustu. ns. Borgarmál Borgarmálaráð Alþýðubandalagsins hefur ákveðið að hefja undirbúning borgarstjórnarkosninga 1990 með hópastarfi um ákveðin málefni. Félagar og stuðningsmenn eru eindregið hvattir til þess að taka þátt í starfinu. Fyrstu fundir hópanna verða: Miðvikudaginn 14. júní: Atvinnumál - veiturnar - jafnrétti kynjanna. Miðvikudaginn 21. júní: Skólamál - dagvistir - æskulýðsmál - íþróttir. Fundirnir eru haldnir á Hverfisgötu 105, 4. hæð og hefjast kl. 20.30. Ráðgert er að hefja starfið nú, en aðalvinnan fer fram að loknum sumar- leyfistíma. Borgarmál Atvinnumál - veiturnar - jafnrétti kynjanna Fundur borgarmálaráðs um atvinnumál, veiturnar og jafnrétti kynjanna verður í kvöld, miðvikudag, kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Allt áhugafólk er hvatt til að mæta á fundinn. ABR Sumarferð ABR Reykjanes Áningarstaðir verða ma.: Garðskagi, Reykjanesviti, Selatangar, Vigdísar- vellir. Að vanda verður leiðsaga og fræðsla um mannlíf, náttúru og önnur sér- kenni þessa svæðis í góðum höndum. Farið verður þann 24. júní nk. Fylgist með auglýsingum næstu daga. - Stjórn ABR. Sumarferð Alþýðubandalagsirts á Austurlandi: Um söguslóðir á Fljótsdalshéraði laugardaginn 8. júlí 1989. Farið verður í rútum kl. 9 frá Söluskála KHB á Egilsstöðum og ekið um Skriðdal, Fljótsdal, Fell, Hróarstungu og austur yfir hjá Lagarfossi til baka í Egilsstaði kl. 19. - Bílferðir verða skipulagðar frá fjörðunum eftir þátttöku. Staldrað verður við á völdum sögustöðum, skoðaðar fornminjar á gömlum þingstöðum, kirkjur og bæir og fræðst um umhverfið, m.a. væntanleg skógræktarsvæði á Héraði. fyleöal leiðsögumanna verða Guðrún Kristinsdóttir minjavörður, Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur, Jón Loftsson skógarvörður, Páll Páls- son fræðimaður frá Aðalbóli og Skarphéðinn Þórisson líffræðingur. Far- arstjóri: Hjörleifur Guttormsson. Tilkynnið þátttöku sem fyrst til Ferðamiðstöðvar Austurlands, Egils- stöðum, sími (97)1 20 00. öllum heimil þátttaka. - Alþýðubandalagið - kjördæmisráð. Alþýðubandalagið Austfjörðum Fundir á Austurlandi Hjörleifur Guttormsson alþingismaður verður á opnum fundum á Austur- landi á næstunni sem hér segir: Vopnafirði, Austurborg, miðvikudaginn 14. júní kl. 20.30. Reyðarfirði, Verkalýðshúsinu, fimmtudaginn 15. júní kl. 20.30. Borgarfirði, Fjarðarborg, miðvikudaginn 21. júní kl. 20.30. Eskifirði, Valhöll, fimmtudaginn 22. júní kl. 20.30. Fundarefni: Störf Alþingis og hagsmunamál byggð- arlaganna. Fyrirspurnir og umræður. Allir velkomnir. Alþýðubandaiagið Hjörleifur ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 9 ’ Laus embætti er forseti íslands veitir Eftirtalin embætti héraðsdýralækna eru laus til umsóknar: 1) Embætti héraðsdýralæknis í Gullbringu- og Kjósarsýsluumdæmi. Umsóknarfrestur ertil 10. júlí nk. Embættið veitist frá 1. ágúst 1989. 2) Embætti héraðsdýralæknis í Strandaum- dæmi. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst nk. Embættið veitist frá 1. september 1989. 3) Embætti héraðsdýralæknis í Norðaustur- landsumdæmi. Embættið er laust nú þegar. Umsóknir um framangreind embætti ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar til landbúnaðarráðuneytisins, Rauðar- árstíg 25, 150 Reykjavík. Landbúnaðarráðuneytið 12. júní 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.