Þjóðviljinn - 14.06.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 14.06.1989, Blaðsíða 11
LJÓSVAKINN Guðrún Guðvarðardóttir, ættfræðigrúskari Ætlaði að verða sjómaður Hvað ertu að gera núna Guð- rún? „Ef ég á að segja þér alveg satt, þá hef ég stundað það undanfarið að viðra bókasafnið mitt. Það er ærið verkefni" Hvað varstu að gera fyrir 10 árum? „Þá var ég að vinna á Þjóðvilj- anum þar sem ég vann í 20 ár. Að vísu ekki alltaf við það sama, því ég var á auglýsingunum fyrst, en færði mig svo á skrifstofuna." Hvað ætlaðir þú að verða þeg- ar þú yrðir stór? „Ég ætlaði fyrst og fremst að verða sjómaður, en það þótti nú ekki álitlegt fyrir stelpur, það þótti vissara að þær héldu sig við land. En úr því að ég gat ekki orðið sjómaður, þá þótti mér langálitlegast að verða bóksali og ferðast um sveitir landsins með tösku með bókum í og til að selja. En ég komst ekki heldur í það, því það var eiginlega liðið undir lok þegar ég var orðin nógu stór.“ Hver er uppáhalds tónlistin þín? „Þótt ótrúlegt sé þykir mér al- veg afskaplega gaman af óperu- tónlist, og sérstaklega elska ég Verdi. Svo hef ég líka gaman af venjulegri dansmúsík, ef hún er góð. Músfk sem fær mann til að iða allan til og maður vill dansa.“ Hvaða frístundargaman hef- urðu? „Það er nú ýmislegt. En það er ættfræðigrúsk fyrst og fremst. Svo eru það gönguferðir, það er mitt líf og yndi að flakka.“ Hvaða bók ertu að lesa núna? „Ég er nú eiginlega að lesa tvær bækur. Annars vegar ævisögu Péturs Finnbogasonar, og svo er ég að reyna að lesa Mín káta ang- ist eftir Guðmund Andra Thors- son, til að fylgjast svolítið með nútímanum.“ Hvað finnst þér þægilegast að lesa í rúminu? „Mér þykir langþægilegast að lesa ættfræði, því maður þarf að einbeita sér svo mikið að maður verður tiltölulega fljótt syfjaður. En ef ég fer með reyfara í rúmið, þá er ég vís til að vaka fram undir rnorgun." Hvaða bók myndirðu taka með þér á eyðiey? „Ef ég mætti taka eitthvert verk með mér, myndi ég taka heilt bindi af ættfræði. Til dæmis Arnardalsættina, það er hægt að lesa hana aftur og aftur og finna alltaf eitthvað nýtt.“ Hver var uppáhaldsbarnabók- in þín? „Ég hélt alltaf voðalega mikið upp á Nonnabækurnar.“ Hvaða dýr kanntu best við? „Mér hefur alltaf verið afskap- lega vel við ketti, en af því sem flögrar um hef ég alltaf haldið mest upp á kríuna. Hún er bæði svo falleg og herská.“ Hvað óttastu mest? „Ef það er eitthvað sem ég ótt- ast verulega, þá er það heilsu- leysi. Ég held að það sé hræðilegt að geta ekki hreyft sig, geta ekki gengið.“ Hefurðu alltaf kosið sama stjórnmálaflokkinn? „Já, það hef ég gert, þótt hann hafi ekki alltaf heitið sama nafn- inu.“ Hvaða stjórnmálamann langar þig mest til að skamma? „Æ, ég held mig langi ekki til að skamma neinn stjórnmála- mann.“ Er eitthvað sem þú ætlar ekki að missa af í bíó? „Ja, það er ein mynd sem er búin að vera lengi í bíó, og ég ætlaði endilega að sjá. Það er Ge- staboð Babettu, en ég hugsa að það endi með því að ég komi því ekki í verk.“ Eitthvað í sjónvarpi? »’Ég er nú ekki mikill sjón- varpsáhorfandi, en ég horfi til dæmis alltaf á Derrick, og alltaf á Matador meðan hann var.“ En í útvarpi? „Ég hlusta miklu meira á út- varp en ég horfi á sjónvarp, út- varpið er miklu merkilegri miðill. Ég hlusta náttúrlega alltaf á frétt- ir og oft á Landpóstana, hvaðan sem þeir koma, en fyrst og fremst hlusta ég á Finnboga á Vestfjörð- um.“ Hvernig myndirðu leysa efna- hagsvandann? „Það held ég sé ekki á valdi svona gamalmenna að leysa hann, þegar hvert stórmennið á fætur öðru gefst upp við það. Það er svo merkilegt að blessaðir stjórnmálamennirnir okkar vita alltaf hvernig á að leysa hvert ein- asta vandamál þegar þeir eru í stjórnarandstöðu, en um leið og þeir komast í stjórn og setjast í stólana, þá kemur eitthvað yfir höfuðið á þeim og þeir virðast ekki hafa hugmynd um hvernig þeir eiga að fara að þessu.“ Hvaða kaffitegund notarðu? „Ég hef nú yfirleitt haldið mig við það að kaupa Bragakaffi. Þó er það ekki út af því að mér þyki það best, heldur er það átthaga- tryggð við Akureyri.“ Hvað borðarðu aldrei? „Ég borða aldrei selakjöt." Hvar myndirðu vilja búa ann- ars staðar en á íslandi? „Hvergi nokkurs staðar.“ Hvernig finnst þér þægilegast að ferðast? „Ef ég hef nægan tíma finnst mér þægilegast að fara gangandi. En þar fyrir utan vil ég annað- hvort fara í bíl eða með skipi.“ Hvernig sérðu framtíðarlandið fyrir þér? „Efég væri að horfa á ísland, þá sé ég það fyrst og fremst fyrir mér herlaust. Óll hernaðartækni- bákn væru komin út í buskann. Það á að hreinsa landið af þessu. “ Hvaða spurningu langar þig til að svara að lokuiú? „Hver uppáhaldsrithöfundur- inn minn sé.“ Hver er uppáhaldsríthöfund- urinn þinn Guðrún? „Guðrún frá Lundi. Alveg hik- laust. Þetta hefur enginn þorað að segja, því hún hefur ekki nógu góðan stimpil hjá þeim sem hafa vit á bókmenntum. Ég hef hins vegar ekkert vit á bókmenntum og þess vegna get ég sagt þetta.“ ns _________________I DAG þlÓÐVIUINN FYRIR 50 ÁRUM Byggingafélag alþýðu skorar á Al- þingi að fella bráðabirgðalögin. Ólafur gefur Siglfirðingum ekkert svar. Stórkostlegar flotaæfingar Þjóðverja við strendur Danmerkur. Kominn heim, Jónas Sveinsson læknir. 14.JUNI miðvikudagur í áttundu viku sumars. 165. dagur ársins. Sól kemur upp i Reykjavík kl. 02.58 og sest kl. 23.59. Viðburðir Stofnað Nót, sveinafélag netagerðar- mannaárið 1938. APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúðavikuna 9.-15. júní er í Háaleitis Apóteki og Vesturbæjar Apóteki. Fyrrnefndaapótekiðeropið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Síðarnef nda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur sími 4 12 00 Seltj.nes sími 1 84 55 Hafnarfj sími 5 11 66 Garðabær sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík sími 1 11 00 Kópavogur sími 1 11 00 Seltj.nes sími 1 11 00 Hafnarfj sími 5 11 00 Garðabær simi 5 11 00 LÆKNAR Læknavaktfyrir Reykjavik, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingarog tíma- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um læknaog lyfjaþjónustu erugefnar í sím- svara 18888. Borgarspitalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspít- alinn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garöaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamiö- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingars.3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspitalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspitalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, ogeftirsamkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spitalans Hátúni 10 B. Alladaga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstóðin við Ðarónsstig opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspítali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspítali Hafnarf iröi: alladaga 15-16 og 19-19.30.Klepps- spítalinn: alla daga 15-16 og 18.30-19. DAGBÓK Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavik: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrirung- linga Tjarnargötu 35. Sími: 622266, opiö allansólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræðilegum efnum. Sími 687075. MS-félagið Álandi 13. Opið virka daga frá kl. 8-17. Siminn er 688620. Kvennaráðgjöf in Hlaðvarpanum Vestur- götu3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sími21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500, símsvari. Upplysingar um eyðni. Sími 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarf ræðing á miðvikudögum kl. 18-19, annars sim- svari. Samtök um kvennaathvarf, simi 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa veriö ofbeldi eða orðið fyrir nauögun. Samtökin ’78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbia og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21— 23. Simsvari á öðrum tímum. Síminn er 91-28539. Félag eldri borgara. Opið hús í Goðheim- um, Sigtúni 3, alla þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 14.00. Bilanavakt (rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Rafmagnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópurum sifjaspellamál. Sími 21260allavirkadaga kl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í sima 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Opið hús" krabbameinssjúklinga Skógarhlíö 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmf udögum kl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið í sima 91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ 12. júní 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar ... 58,89000 Sterlingspund ... 90,69000 Kanadadollar ... 48,97100 Dönsk króna ... 7,44270 Norsk króna ... 8,02860 Sænsk króna ... 8,63110 Finnskt mark .. 13,01870 Franskurfranki ... 8,54660 Belgískurfranki ... 1,38290 Svissn.fi anki ... 33.29940 Holl.gyllini ... 25,70270 V.-þýskt mark ... 28,95210 Itölsklíra ... 0,04009 Austurr. sch 4,11430 0,34880 Spánskur peseti ... 0,45010 Japansktyen ... 0,39461 írsktpund ... 77,44300 KROSSGATA Lárótt: 1 bás4virki6 spíri 7 ólykt 9 aðsjáll 12 stór14blástur15 stefna 16 hættuleg 19 eydd 20 uppgötvaði 21 dulin Lóðrétt: 2 tryllta 3 f lagg 4 striti 5 sefa 7 mállaus 8 annríki 10 bölið 11 illkvittinn 13 eldsneyti 17 fljótíö 18 vafi Lausn ó síðustu krossgátu Lárétt: 1 hrós 4 bæra 6 nói 7 assa 9 nekt 12 krógi 14svo 15 tíu 16 rónar19orða20muni 21 arman Lóðrótt:2rós3snar4 bing 5 rök 7 aðstoð 10 eitrunH tautir13ógn 17óar18ama Mlðvlkudagur 14. júní 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.