Þjóðviljinn - 15.06.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.06.1989, Blaðsíða 4
þJÓDVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Fulltrúaþingið í Moskvu Nú er lokiö í Moskvu fyrsta þingi hins nýkjörna fulltrúa- þings Sovétríkjanna, sem var mikil og merkileg æfing á málfrelsi og þingsköpum. Sovéskur almenningur fylgdist meö þinginu af feikna áhuga: talið er aö um 200 miljónir af 290 miljónum íbúa ríkisins hafi fylgst meö útsendingum frá þinginu í sjónvarpi. Eitt helsta dagblað landsins, Ízvestíja, breytti sér í einskonar alþingistfðindi og prentaöi daglega hvert orö sem sagt var á þinginu degi fyrr - og alla þá löngu dálka lásu menn meö áfergju eins og stórspennandi fram- haldssögu. Matið á störfum þingsins er ekki allt á einn veg. Sumir hinna sovésku þingfulltrúa eru byrjaðir að skilja þau von- brigði og þá þreytu sem vestrænir þingmenn tala um ööru hvoru: málfrelsi, þaö aö geta talað án þess aö óttast refs- ingu, er ekki nóg til aö breyta samfélaginu. í annan staö hafa menn ásakað Gorbatsjov forseta fyrir aö beita óspart fyrir sig hinum „þæga meirihluta“ þingsins. Boris Jeltsin, einn hinna óþægari í hópi þingmanna, sakaði Gorbatsjov um aö sanka aö sér alltof miklum persónulegum völdum. En þaö er þá gott dæmi um breytta tíma, aö sá sami Jeltsín var síðan kosinn formaöur einnar af hinum 14 fastanefndum Æösta ráösins. Það sem einkenndi þingstörfin ööru fremur var þaö aö rætt var um mjög alvarleg mál af mikilli hreinskilni. Ekki síst þau miklu afbrot sem stjórnvöld hafa framið gegn umhverf- inu á liðnum árum með vanhugsuöum stórframkvæmdum. Sem hafa bæði leitt til þess að heil innhöf eru aö hverfa af landabréfinu og svo til þess, aö eftir aö menn hafa með rányrkju fleytt rjómann ofan af ýmsum auðlindum og flikkað þar með upp á hagvöxtinn - þá hafa þeir skapaö um leið vandamál sem feiknalega dýrt verður aö leysa - ef þaö þá tekst. Þingið leiddi og í Ijós mikinn ágreining um grundvallar- atriði - eins og fram kom við kjör nefndar sem á að fylgjast meö því að lög einstakra lýðvelda séu í samræmi við so- vésku stjórnarskrána: fulltrúar Eystrasaltsríkjanna voru þeirri nefnd mjög andvígir vegna þess að þeir óttast að hún verði notuð til að ógilda ýmis lög um sjálfsforræði sem þing þeirra hafa nú þegar samþykkt. Störf fulltrúaþingsins í Moskvu voru mikilvægur áfangi á lýðræðisbraut í Sovétríkjunum. Og það var vel við hæfi að þingfulltrúar sendu undir lokin frá sér ávarp, þar sem á það er minnt, að perestrojkan, umbótahreyfingin sovéska, er til komin af innanlandsnauðsyn - en um leið hluti af þeirri lýðræðisþróun sem nú er í gangi í heiminum, þeir segjast líta á hana sem framlag Sovétríkjanna til lausnar þeirra vanda- mála sem allan hnöttinn spanna og mannkynið verður að leysa með sameiginlegu átaki. Tjamarskólamálið Ekki er langt síðan Morgunblaðið barði í bumbur og fagn- aði því að einkaskóli á grunnskólastigi hefði tekið til starfa við Tjörnina. Viðvaranir um það að hér væri lagt inn á braut, sem hlyti að enda í því að börnum yrði mismunað eftir efnahag foreldra voru taldar óþarfa trú á ríkisforsjá, íhalds- semi og margt fleira miður gott. Eins og menn geta lesið í fréttum gerðist það hneyksli á dögunum að nemandi í þessum skóla fékk ekki prófskírteini sitt vegna ógreiddra dráttarvaxta á skólagjöldum. Eins og Svavar Gestsson menntamálaráðherra hefur bent skóla- stýrum á samrýmist slík uppákoma ekki anda grunnskóla- laganna. Það er meira en rétt: fjármál af þessu tagi mega aldrei koma niður á börnum. Og þau eru tilræði við það jafnrétti í orði og verki, þá virðingu fyrir hverjum einstaklingi, sem við viljum eiga að forsendu fyrir sæmilegri samstöðu fólks um skólagöngu landsins barna. KLIPPT.^ OG SKORIÐ Víkingar í kvikmyndaheiminum Jón Óttar Ragnarsson rabbar um sjónvarpsmál í nýlegu hefti af Sjónvarpsvísi sínum. Inntak pist- ilsins er fyrst og fremst það, að íslendingar eigi að bregðast hart og títt við aðstæðum í fjölmiðla- heiminum og einhenda sér á nýja aukabúgrein - það er að segja kvikmyndaframleiðslu og fram- leiðslu sjónvarpsefnis til útflutn- ings. Sjónvarpsstjórinn telur ekki minnsta vafa á því að íslendingar geti náð „geysilega langt“ á þessu sviði - og hafi þeir reyndar sýnt það nú þegar. Fylgir á eftir nafna- listi yfir íslenska kvikmyndahöf- unda. Og hvers vegna eigum við svo mikla og glæsilega möguleika á því að fara í filmuvíking og leggja heiminn að fótum ræmu- meistara okkar? Það er ósköp einfalt: við erum svona snjallir. Jón Óttar segir: „Hvers vegna? Vegna þess að hvers konar listræn sköpun er einfaldlega sérsvið okkar íslend- inga, náðargáfa sem blundar í hverjum einasta einstaklingi hér þegar vel er að gáð.“ Látum svo vera Það er ekkert grín að leggja út í að andmæla staðhæfingum sem þessum, sem mundu kitla hégóm- ann í okkur á hæpnasta hátt ef útlendur maður hefði látið annað eins sér um munn fara. Enda skulum við barasta láta svo vera. Við skulum bara gera ráð fyrir því svosem til gamans, að íslend- ingar séu á einhvern dularfullan hátt kvikmynda- og sjónvarps- meistarar í eðli sínu, guði sjálfum líkir í eðlislægri sköpunarþörf. En þó svo vel vildi til, þá mundi það duga ansi skammt. Það eru því miður litlar sem engar líkur á því að heimurinn bíði með önd- ina í hálsinum eftir listrænum af- rekum okkar á þessu sviði. Harðnar í ári fyrir smáfuglum Þegar menn fóru fyrir nokkr- um árum að ræða framvindu sjónvarps- og kvikmyndamála, videobyltingu, gervihnattasjón- varp, stóraukið framboð af sjón- varpsefni, þá voru menn afar bjartsýnir á það, að nú væri lag fyrir smáþjóðarmenn, sem hver um sig hefði eitthvað sérstakt og einstakt til málanna að leggja. Nú mundi fjölbreytnin vaxa - bæði að því er varðar framleiðslu efnis og áhuga. Jón Óttar er í sínu spjalli enn að reyna að hanga í þessari bjartsýni, þegar hann tal- ar um sjónvarpsmarkað í Evrópu ‘ og segir að nú hafi margir sem áður voru svartsýnir „skipt um skoðun og telja að efling sjón- varpsmarkaðarins muni auka svo gæði dagskrárefnis að svo geti vel farið að horfun á sjónvarp muni aukast frekar en minnka á kom- andi árum.“ Það getur verið að enn sé hægt að auka sjónvarpsgláp í Evrópu. En hitt er fyrir löngu augljóst, að allir draumar um meiri gæði og meiri fjölbreytni eru foknir út í veður og vind. Það er nefnilega meiriháttar falstúlkun hjá Jóni Óttari þegar hann í sínum pistli segir að fyrir 1980 hafi evrópskt sjónvarp verið að drepast úr leiðindum, en síðan hafi það stór- batnað með vaxandi fjölda rása og einkavæðingu. Þessu er ein- mitt þveröfugt farið. Eftir því sem framboðið vex í sjónvarps- heiminum - þeim mun meira er boðið upp á af sama tóbakinu: endalausum ódýrum spurninga- þáttum með ærslum og happa- drætti, endalausum sápuóperum, mildu klámi (sú bylgja hófst með- al frumkvöðla hins „frjálsa“ sjón- varps. ítala, og Stöð 2 ætlar nú að reyna að fleyta sér eitthvað áleiðis á henni eins og menn hafa heyrt í fréttum). Á móti kemur, að kröfur auglýsenda um „horf- un“ hafa kálað ýmsu efni sem ekki þykir safna nægilegri al- menningshylli, frambærilegum sjónvarpsleikritum á borð við þau sem t.d. Bretar hafa fram- leitt, hefur fækkað og þau átt erf- iðara uppdráttar. Og ofurvald risa, hvort það er bandarískur risaframleiðandi, eða evrópsk samsteypa, hefur magnast enn og gert jafnvel enn erfiðara en áður fyrir smáþjóðarmenn að láta til sín heyra og á sig horfa - eins þótt þeir væru allir ódauðlegir snill- ingar eins og þeir eru langir til. í Ástrallalíu Jón Óttar bendir á fordæmi Ástralíumanna - þeir hafi verið hornreka í kvikmyndaheimi og síðan tekið sér tak og veitt mikl- um peningum í sína framleiðslu og getað haslað sér völl á heimsmarkaðinum. Þessi saman- burður er mjög hæpinn: í fyrsta lagi eru Ástralíumenn líklega fjörtíu sinnum fleiri en við, þeir eiga margfalt auðveldara með að drífa upp þá peninga sem til þarf til að fjárfesta í kvikmyndum. í annan stað eru þeir partur af hin- um geysistóra enskumælandi heimi - um þá er ekki sleginn neinn tungumálsmúr. (Ég ætla bara að vona að enginn taki upp þennan þráð og segi að við verð- um þá að framleiða myndir á ensku - rétt eins og menn héldu að það væri snjallt að hætta að syngja á íslensku í slagarakeppni Evróvisjón.) Flótti og veruleiki Rabb Jóns Óttars minnir einna helst á það sem Fransmenn kalla „að flýja áfram“ - þar er átt við athæfi manns sem er hnugginn yfir rikjandi ástandi, en getur ekki fótað sig á því hvernig brjótast megi út úr því - afleið- ingin er sú að hann stekkur út í framtíðarhillingar einhverskonar gjörbyltingar - hvort sem væri í mannheimum eða - í þessu dæmi hér - í filmuheimum. Slíkur flótti endar hvergi nema í eymd og ve- söld vonbrigðanna. En þetta þýð- ir vitanlega ekki að menn eigi að leggja árar í bát: við verðum að búa til okkar kvikmyndir og okk- ar sjónvarpsefni, það er ekki síður þýðingarmikið fyrir stöðu tungunnar og framtíð menning- arinnar en það var á sínum tíma að þýða Biblíuna á íslensku. Það er ærið verkefni að vinna að því að filma fyrir okkur og á okkar forsendum - og það er meira að segja, þegar til lengdar lætur, lík- legra til árangurs á alþjóðlegum markaði en gönuhlaup eftir ein- hverri alþjóðlegri skemmtunar- formúlu sem við ætluðum að troða okkur inn í af vanefnum. ÁB Þjóðviljinn Síðumúla 6 -108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjóri: Árni Bergmann. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Aðrir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, ElíasMar (pr.),Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), KristóferSvavarsson, ÓlafurGíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), Þorfinnurómarsson (íþr.), ÞrösturHaraldsson. Framkvæmdastjórl: Hallur Páll Jónsson. Skrif8tofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsinga8tjóri:OigaClausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Eria Lárusdóttir Útbreiðslu-og afgreiðslustjórl: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsia, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1000kr. 4 SÍÐA — ÞJÖÐViLJINNjFimmtudagur 15. júní 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.