Þjóðviljinn - 15.06.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 15.06.1989, Blaðsíða 9
FLÓAMARKAÐURINN Atvinna óskast 25 ára karlmaður óskar eftir at- vinnu. Allt kemur til greina. Á sama stað óskast gefins eða ódýrt laus rafmagnshella. Eyiólfur, sími 29259. Halló - Halló! Er ekki einhver stelpa eða strákur sem vill vera með Ragnari, sem er nýorðinn 6 ára, á morgnana frá kl. 9-13 frá 12. júlí til 4. ágúst? Vinsam- legast hringið í síma 39616. Húsnæði óskast Strákur og stelpa ásamt 3ja ára stúlku óska eftir að taka á leigu 2ja- 3ja herbergja íbúð í Hlíðum eða ná- grenni. Má þarfnast lagfæringa. Húshjálp kemur til greina upp í leigu. Upplýsingar í síma 687816 eftir kl. 18.00. Halló! Er ekki einhver sem á kommóðu í fórum sínum til að gefa eða selja ódýrt 6 mánaða stelpu undir fötin sín? Og mömmu vantar líka bóka- hillu á sömu kjörum. Sími 24649. Drengjareiðhjól Þýskt drengjareiðhjól 26“, 3ja gíra, lítið notað, til sölu á kr. 6.500. Einnig til sölu hjólabretti. Upplýsingar í síma 38426. Tapað reiðhjól Nopsa telpureiðhjól var tekið að- faranótt síöasta sunnudags fyrir utan Tjarnarból á Seltjarnarnesi. Skilvís finnandi vinsamlegast hringi í síma 612315. Til sölu Trabant ’87 skoðaður ’89, ekinn 25.000 km. Útvarp/kassetta. Verð kr. 50.000. Skipti koma til greina á Cortinu á svipuðu verði. Sími 686672 (skila- boð). Til sölu lítið notað barnarimlarúm með ló- dýnu (notað í sumarbústað). Selst ódýrt. Einnig barnaburðarpoki á grind. Upplýsingar eftir kl. 17.00 í síma 23868. Til sölu vel með farinn, dökkblár Mermed barnavagn af stærstu gerð með kúptum stálbotni og misstórum dekkjum. Dýna og innkaupagrind fylgja. Verð kr. 16.000. Upplýsingar í síma 45146. Frá heimavarnarliðinu Heimavarnarliðið verður við æfing- ar á Miðnesheiði 20. júní-2. júlí. Skráning þátttakenda í síma 17966 og að Mjölnisholti 14, kl. 5-7 alla daga. Gott, ódýrt hjónarúm til sölu. Upplýsingar í síma 685051. Fallegur, svartur leðurjakki á ungling til sölu ódýrt. Á sama stað ertil sölu lítill stálvaskur. Upplýsing- ar í síma 612430. Óska eftir að kaupa lítinn léttan hnakk. Má vera gamall. Upplýsingar eftir kl. 20.00 í síma 41660. Vantar notað timbur Doka flekar 80-120 sm, 1x4 u.þ.b. 60 sm, 11/zx4, lengd 2,45, 2x4, lengd 2,45. Fleira kemur til greina. Upplýsingar gefur Þorsteinn í síma 671345. Kartöfluútsæði Við óskum eftir 10 kg af kartöfluút- sæði. Upplýsingar í síma 602600 innanhússími 48 eða 49 frá kl. 8-16. Iðjuþjálfun L.S.P. við Klepp. Til sölu Tjaldborgar fellitjald. Verð 50.000 og hjónarúm frá Ingvari og Gylfa, svo til nýtt, hvítt. Verð 25.000. Upp- lýsingar í síma 27202 eða 34549. Bráðvantar barnaferðarúm Upplýsingar i síma 673517. Á nokkur gítar sem hann vill selja fyrir lítið? Upp- lýsingar í síma 666842. fbúð til leigu 4ra herbergja íbúð með húsgögn- um til leigu í Reykjavík frá 15. júní til 1. september. Upplýsingar í síma 42834 og 75244 eftir kl. 18.00. ARIASPRO-II bassi og 50w Yamaha HR-1000 magn- ari/hátalari. Er nýlegt og selst mjög ódýrt. Upplýsingar í síma 95-5469. Myndbandstæki Óska eftir myndbandstæki á við- ráðanlegu verði. Upplýsingar í síma 11026. Ódýrt eða gefins 5 raðstólar (grænt pluss) + eitt lítið borð og eldhúsborð með 3 stólum fæst ódýrt eða gefins. Upplýsingar í síma 30549. Kettlingar gefins 4 gulir og svartir kettlingar fást gef- ins. Þrifnirog yndislegir. Upplýsing- ar í síma 16321. 16“ BMX hjól (fyrir u.þ.b. 4-8 ára) til sölu. Upplýs- ingar í síma 74147. Reiðhjól gefins 2 barnareiðhjól, annað BMX fyrir 7- 9 ára, hitt fyrir 5-7 ára telpu fást gefins. Upplýsingar í síma 37426. I barnaherbergið Eins manns koja sem er einnig skrifborð og fataskápur til sölu á kr. 10.000. Upplýsingar í síma 37426. 2ja herberga íbúð óskast helst í vesturbænum, þó ekki skil- yrði. Skilvísum greiðslum og góðri umgengni heitið. Upplýsingar í síma 18148. Barnapössun 13 ára, áreiðanleg og barngóð stúlka óskar eftir að gæta barna eftir hádegi, helst í Árbæjarhverfi, Selás- eða Kvíslahverfi. Upplýsing- ar í síma 84563. Sófasett til sölu 4 sæta sófi, 2 stólar og sófaborð til sölu. Fæst fyrir lítið. Upplýsingar í síma 30192. „Work overseas and make more money“ in countries such as Kuwait, Saudi Arabia, Venezuela, Alaska, Youk- on and Northwestterritories. Forin- formation, tradespeople, laborer- es, professionals, etc., should send their name and address along with two international reply coupons from the post office to: W. W. O. 701 Washington st. Box 37, Buff- alo, N.Y. 14205, USA. Lítið notuð Macintosh tölva til sölu. (slenskur kerfishugbúnaður fylgir og hypercard. Upplýsingar í síma 78669. Garðeigendur! Tek að mér að slá og snyrta garða. Er vandvirkur og þaulvanur. Jón simi 685762. Hver er á leiðlnni til Amesterdam eða Luxemburgar? Hef miða til sölu aðra leið. Upplýs- ingar í síma 24269 eða 34249. Hefur ekki einhver einstaklingsíbúð til leigu handa mér? Reglusemi og skilvísum greiðslum heitið. Upplýs- ingar í síma 24269 eða 34249. Barnfóstra i vesturbæ Okkur vantar barnfóstru 1-2 kvöld í viku til að gæta barna 4-7 ára. Upp- lýsingar í síma 13959. Tilvalið fyrir námsfólk 4ra herbergja íbúð með húsgögn- um til leigu í Breiðholti. Laus um miðjan júlí. Upplýsingar í síma 78312. Pelsar Til sölu 2 pelsar (stuttir), stærð 38- 40. Seljast ódýrt. Upplýsingar í síma 38984. Frystikista Til sölu u.þ.b. 250 lítra AEG- frystikista með nýlegum mótor. Upplýsingar í síma 38984. Náttúrlegar snyrtivörur frá Banana boat og GNC Engin gerviefni, einungis heilsubót- arjurtir (Aloe Vera o.fl.): Græðandi svitalyktaeyðir, græðandi vara- salvi, hágæða sjampó og næring, öflugasta sárasmyrslið á markaðn- um, hreinasta en ódýrasta kolleg- engelið, sólkrem og olíur (9 teg.) m.a. Sól-margfaldarinn. Milda barna-sólvörnin og Brún án sólar. Biddu um ókeypis auglýsingabæk- ling á íslensku. Póstsendum út á land. Sársaukalaus hárrækt með He-Ne-leyser, rafnuddi og „akap- unktur". Megrun, svæðanudd, hrukkumeðferð og reykingameð- ferð. Biotronvítamíngreining. Hringdu og fáðu upplýsingar. HEILSUVAL, Laugavegi 92 (við Stjörnubióplanið). Símar 11275 og 626275. Tölvuskjár til sölu Philips tölvuskjár, grænn. Upplýsingar í síma 13959. MINNING Helga Jónasdóttir F. 21.12. 1894 D. 2.6. 1989 Elsku amma! Nú þegar leiðir skiljast í hinsta sinn rifjast svo ótal margt upp, sem ég er svo þakklát fyrir. Allar samverustundirnar, hvort sem var í stórum frændsyst- kinahóp við hlaðið kaffiborð, eða þegar við sátum saman tvær og ræddum málin. Þú hafðir eitthvert aðdráttarafl sem dró mann til þín. Enda er það engin tilviljun að svona margir heimsóttu þig, allt fram á síðustu stundu. Það var alveg ótrúlegt hvað þið afi höfðuð mikla þolinmæði með öllum barnabörnunum sem hóp- uðust í heimsókn á Kirkjuveginn. Alltaf var eitthvað til með kaff- inu, og ef þú vissir að von var á mér úr Kaldárseli, eða að utan, þá gat ég verið viss um að ný- bökuð appelsínukaka biði mín á eldhúsborðinu. Svona gastu látið hvern og einn vera sérstakan gest, jafnvel þótt maður kæmi oft á dag. En skemmtilegust varstu, þeg- ar þú fórst að ræða um pólitíkina. Þó að þið afi væruð Sjálfstæðis- fólk inn í merg og bein, þá gastu alltaf liðið öðrum að vera á önd- verðum meiði, en lifðir þig þá bara enn frekar inn í umræðuna. Þú komst í sérstakan ham, þegar póliík bar á góm í samræðum, sérstaklega á seinni árum. Og hvað þú gast dásamað Hnífsdalinn. Strax í barnæsku sagðirðu mér frá æskustöðvunum þínum. Síðan þegar ég fluttist á Vestfirðina sjálf, fannst mér ég geta sagt frá því með töluverðu stolti að ég væri frá Hnífsdal. Erf- ið hlýtur lífsbaráttan að hafa ver- ið hjá útvegsbóndahjónum með 5 börn á afskekktum stað, enda þreyttist þú aldrei á að segja okk- ur krökkunum frá æskuárunum. Elsku amma mín, þó svo að þú hafir kvatt okkur södd lífdaga, þá á ég samt eftir að sakna þín. Að þú skulir ekki vera enn til staðar er svoldið erfitt að kyngja. En ég veit að þú ert komin í góðan hóp, og margir hafa beðið eftir þér lengi. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka þér og afa fyrir allt sem þið gáfuð mér og áreiðanlega mörgum öðrum barnabörnum í gott lífsveganesti. Megi góður guð geyma þig til eilífðar. Alnafna Einar Jónsson Sumartími Listasafnsins Opnun Listasafns Einars Jóns- sonar hefur breyst yfir í sumar- tíma. Frá 1. júní er safnið opið alla daga kl. 13.30-16 nema mánudaga. Höggmyndagarður- inn er opinn allt árið kl. 11-17. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9* ALÞYÐUBANDALAGIÐ Borgarmál Borgarmálaráð Alþýðubandalagsins hefur ákveðið að hefja undirbúning borgarstjórnarkosninga 1990 með hópastarfi um ákveðin málefni. Félagar og stuðningsmenn eru eindregið hvattir til þess að taka þátt í starfinu. Fyrstu fundir hópanna verða: Miðvikudaginn 21. júní: Skólamál - dagvistir - æskulýðsmál - íþróttir. Fundirnir eru haldnir á Hverfisgötu 105, 4. hæð og hefjast kl. 20.30. Ráðgert er að hefja starfið nú, en aðalvinnan fer fram að loknum sumar- leyfistíma. Borgarmál Atvinnumál - veiturnar - jafnrétti kynjanna Fundur borgarmálaráðs um atvinnumál, veiturnar og jafnrétti kynjanna verður í kvöld, miðvikudag, kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Allt áhugafólk er hvatt til að mæta á fundinn. ABR Sumarferð ABR Reykjanes Áningarstaðir verða ma.: Garðskagi, Reykjanesviti, Selatangar, Vigdísar- vellir. Að vanda verður leiðsaga og fræðsla um mannlíf, náttúru og önnur sér- kenni þessa svæðis í góðum höndum. Farið verður þann 24. júní nk. Fylgist með auglýsingum næstu daga. - Stjórn ABR. Sumarferð Alþýðubandalagsins á Austurlandi: Um söguslóðir á Fljótsdalshéraði laugardaginn 8. júlí 1989. Farið veröur í rútum kl. 9 frá Söluskála KHB á Egilsstöðum og ekið um Skriðdal, Fljótsdal, Fell, Hróarstungu og austur yfir hjá Lagarfossi til baka í Egilsstaði kl. 19. - Bílferðir verða skipulagðar frá fjörðunum eftir þátttöku. Staldrað verður við á völdum sögustöðum, skoðaðar fornminjar á gömlum þingstöðum, kirkjur og þæir og fræðst um umhverfið, m.a. væntanleg skógræktarsvæði á Héraði. Meðal leiðsögumanna verða Guðrun Kristinsdóttir minjavörður, Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur, Jón Loftsson skógarvörður, Póll Páls- son fræðimaður frá Aðalbóli og Skarphéðlnn Þórisson líffræðingur. Far- arstjóri: Hjörleifur Guttormsson. Tilkynnið þátttöku sem fyrst til Ferðamiðstöðvar Austurlands, Egils- stöðum, sími (97)1 20 00. Öllum heimil þátttaka. - Alþýðubandalagið - kjördæmisráð. Alþýðubandalagið Austfjörðum Fundir á Austurlandi Hjörleifur Guttormsson alþingismaður verður á oþnum fundum á Austur- landi á næstunni sem hér segir: Reyðarfirði, Verkalýðshúsinu, fimmtudaginn 15. júní kl. 20.30. Borgarfirði, Fjarðarborg, miðvikudaginn 21. júní kl. 20.30. Eskifirði, Valhöll, fimmtudaginn 22. júní kl. 20.30. Fundarefni: Störf Alþingis og hagsmunamál byggð- arlaganna. Fyrirspurnir og umræður. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið Birting Stofnfundur Birtingar- áhugamannafélags jafnaðar- og lýðræðissinna- verður haldinn á Hótel Borg kl. 15 sunnudaginn 18. júní nk. Fundurinn hefst með leik djasssveitarinnar Moliére. Guðmundur Ólafs- son stærðfræðingur og Hrafn Jökulsson blaðamaður flytja ávörp. Lög Birtingar samþykkt og félaginu kosin stjórn. Fundarstjóri verður Mörður Árnason. Undirbúningsstjórn FLUGLEIÐIR /ÖF Hluthafar Flugleiða Stjórn félagsins minnir hluthafa Flugleiða á, að forgangsréttur þeirra til þess að skrifa sig fyrir nýjum hlutum, vegna aukningar á hlutafé fé- lagsins, gildir til 19. júní næstkomandi. Hlutabréfadeild

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.