Þjóðviljinn - 15.06.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 15.06.1989, Blaðsíða 12
—SPURNINGIN— Hvað finnst þér um þau vinnubrögð skólastjóra Tjarnarskóla að útskrifa ekki nemanda í Dóm- kirkjunni vegna vangold- inna dráttarvaxta af skólagjöldum? Maríus Helgason sjómaður: Ég hef ekki fylgst með þessu máli. Kristján Hreinsson nemi: Þetta eru forkastanleg vinnu- brögð. Þótt það sé slæmt að fólk skuldi þá er þetta ekki rétta inn- heimtuaðferðin. Edda Hrönn Gunnarsdóttir þvælist: Ég tel útí hött að beita þessu, að útskrifa ekki barnið. Það hefði átt að beita einhverjum öðrum að- ferðum til þess að innheimta skuld foreldranna. Júlía Margrét Sveinsdóttir heimavinnandi húsmóðir: Þetta er náttúrlega alveg útí hött. Þetta voru mjög harkalegar að- gerðir, að láta það bitna á barn- inu þótt foreldrar skulduðu ein- hverja þeninga. Lovísa Óladóttir húsmóðir: Auðvitað finnst mér þetta fyrir neðan allar hellur. Flmmtudaour 15. júní 1989 105. tölublað 54. ároangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 0J;0 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Atli Eðvaldsson skallar hér í mark Austurríkismanna en eins og sjá má blæs King dómari aukaspyrnu á Atla. Mynd-þóm. Fótbolti-HM Lánlausir Islendingar Mýmörg tœkifœrifóruforgörðum ímarkalausum landsleik íslands og Austurríkis Eg er ánægður með leik minna manna þótt ég sé ekki ánægð- ur með úrslit leiksins, sagði Sig- fried Held, landsliðsþjálfari ís- lenska landsliðsins í knattspyrnu eftir að liðið hafði gert marka- laust jafntefli við það austurríska í gærkvöld. Það eru orð að sönnu því Austurríkismenn máttu þakka fyrir jafnteflið, enda höfðu Islendingar leikinn algerlega í hendi sér nánast allan tímann. Is- lendingar uppskáru mörg mjög góð marktækifæri án þess að andstæðingarnir næðu nokkru sinni að ógna íslenska markinu. íslenskt landslið hefur í raun sjaldan leikið eins sannfærandi og nú en heppnin var ekki með okk- ar mönnum í dauðafærum nálægt marki Austurríkis. - Eftir þennan leik er ég viss um að við eigum alla möguleika á góðum úrslitum í síðari leiknum gegn Austurríki í Salzburg í ágúst og ég hlakka sannarlega til að mæta þeim á ný. Allir leikmenn mínir léku eins og fyrir þá var lagt og þetta er aðeins spurning um að nýta dauðafærin, sagði Held enn- fremur. Það er ekki oft sem við íslend- ingar erum ósáttir við jafntefli gegn landsliði sem eingöngu er skipað atvinnumönnum en landinn hlýtur að vera svekktur yfir þessum úrslitum. íslenska liðið lék nánast óaðfinnanlega í þessum leik - ef undanskilin er nýting þeirra á marktækifærum. Leikaðferð liðsins var áþekk því sem við eigum að venjast. Aðalá- hersla var lögð á að verjast og er ekki hægt að segja annað en að það hafi tekist vel. Austurríkis- menn náðu aldrei að skapa hættu við mark fslendinga og unnu bar- áttuglaðir landsliðsmenn okkar boltann af þeim langt úti á vellin- um. Sóknir íslendinga voru síðan mjög vel útfærðar og fyrir vikið fengu þeir ótal marktækifæri sem því miður nýttust ekki. Atli Eðvaldsson skoraði reyndar glæsilegt skallamark seint í fyrri hálfleik sem dæmt var af þarsem dómarinn taldi Atla hafa stuggað við varnarmanni Austurríkis (sjá mynd). í síðari hálfleik voru íslendingar enn ágengari við mark Austurríkis og fékk Sigurðuf Grétarsson tvö sannkölluð dauðafæri á fyrstu mínútum hálfleiksins. í síðara skiptið skaut hann í þverslána af markteig eftir hornspyrnu og gat vart munað minna að honum tækist að skora. Skömmu síðar komst Ásgeir Sigurvinsson einn inn fyrir vörn Austurríkis en þe'g- ar hann var einn gegn markmanni var honum ýtt aftan frá þannig að hann féll við. Öllum að óvörum dæmdi dómarinn óbeina auka- spyrnu í stað vítaspyrnu sem að flestra mati hefði verið réttur dómur. Ur aukaspyrnunni skaut Ásgeir föstu skoti rétt framhjá markinu. íslendingar voru mun betri all- an þennan leik og eiga allir leik- menn liðsins hrós skilið. Baráttan í liðinu var mjög góð og er greini- legt að þetta lið getur gert ótrú- legustu hluti. - Möguleikar okkar á að ná 2. sætinu í riðlinum eru þeir sömu og áður en við verðum að vinna leiki til að það rætist, sagði Sigfri- ed Held um möguleika íslend- inga eftir þennan leik. ísland hef- ur nefnilega ekki enn unnið leik í riðlinum en það hefur aldrei munað eins litlu og nú. Austur- ríkismenn höfðu heppnina með sér og stálu einu stigi, sem getur þegar fram líða stundir vegið tvö- falt í baráttunni um sæti í lokak- eppni HM á Ítalíu. -þóm Ásgeir Sigurvinsson skýtur rétt framhjá eftir að hafa verið felldur innan vítateigs og óbein aukaspyrna dæmd. Mynd-þóm. mhbí maaamm nHBHHHnnni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.