Þjóðviljinn - 16.06.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.06.1989, Blaðsíða 2
SKAÐI SKRIFAR Ég mynda nýja stjóm Ég, Skaði, var svo glaður þegar ég vaknaði í morgun, ef þið bara vissuð... Ég var svo glaður vegna þess að nú er þessi stjórnarómynd hans Steingríms komin í rass og rófu og enn neðar í sínu fylgi en Sjálfstæöisflokkurinn minn kominn með meirihluta atkvæða og þarf hvorki á krötum né Kvennó að halda. Loksins loksins getum við farið að gera eitthvað og stjórna landinu einir og sér og án þess að eiga það á hættu að kratarnir pissi á sig af hræðslu við að hverfa alveg í vorum faðmi og án þess að Framsókn reki sínar forneskjulegu ullarklippur í bak vort þegar verst stendur á. Já, loksins loksins, sögðu þeir líka frændur mínir, Gísli útgerðar- maður, Eiríkur frystihússtjóri og Helgi iðnrekandi (mublur og fleira), sem komu í heimsókn til mín að skála fyrir upp kominni stöðu. Mér líst vel á þetta í Morgunblaðinu, sagði ég, að mynda nú Sjálf- stæðismannastjórn þar sem svona garpar úr atvinnulífinu eins og þið hressið upp á stefnuna og verðið ráðherrar. Jamm, sögðu þeir. Það væri himneskt. Lífið ER himneskt, sagði ég. Og hvað mundum við svo gera fyrst af öllu. Skapa rekstrargrundvöll með almennum ráðstöfunum, sagði Gísli. Það liggur í augum uppi, sagði Eiríkur. Eins og hver maður getur séð, sagði Helgi. Og hvað er almenn ráðstöfun? spurði ég' Það er nú til dæmis að fella gengi krónunnar fljótt og vel, sagði Gísli útgerðarmaður. Þá fáum við alminnilegt verð fyrir fiskinn. Nei, sagði Eiríkur frystihússtjóri. Gengisfelling er eiginlega ekki almenn ráðstöfun heldur bara svona sérstök. Þú, Gísli bróðir, ekki skuldar þú hálft sent í útlöndum. En ég skulda helling í dollurum fyrir græjurnar sem ég setti upp í fyrra. Ef þú lækkar gengið þá hvolf ast þær skuldir yfir mig eins og hland úr fötu. Hvað segir þú Helgi minn? spurði ég. Ja, ég segi svona ýmislegt. Það er fínt að fella gengið meðan ég er að flytja út Helgastólinn til Kanada. Það er alveg stórsnjallt. En það er vont að fella gengið þegar ég er að flytja inn hráefnið í eldhús- innréttingarnar. Það er blátt áfram skemmdarverk. Það spennir verðið bara upp úr öllu valdi. Hvað skal gera Gísli? spurði ég. Ekkert mál, sagði hann. Hvenær hefur þetta ekki reddast ef við erum samtaka um að leggjast á andskotans kaupið? Það er það sem gerir allt vitlaust hér á landi. Þið vitið það allir, að fólk er lagst í svo mikla eyðslu og vitleysu, það gengur bara ekki. Nú heyrðist mikið píp úti á götu og Gísli gekk út að glugganum. Það var sonur hans, hann Gísli litli, sem sat í bíl og pípti því hann vildi að karlinn kæmi og héldi áfram að frílysta þá um bæinn. Gísli bað hann vera rólegan meðan hann ræddi um alvörumál lífsins. Þetta er alveg nýr Bens sem þú átt Gísli, sagði ég. Já, útgerðin gaf mér þetta í afmælisgjöf, sagði Gísli. Jamm en hvað ég vildi sagt hafa: það er alltof mikil eyðsla í landinu og þetta eilífa kaupmáttarhræsnistal. Ég þoli það ekki. Eiríkur var þessu alveg sammála. Flökunarkerlingarnar fóru til Spánar í hitteðfyrra, sagði hann, svona vandræðalegur allur og aumur eins og hann bæri sjálfur ábyrgð á því sukki. Já, sagði Helgi, og togaði í sinn gisna hökutopp. Það er náttúrlega alveg rétt, að kaupið hjá mínu fólki er alltof hátt miðað við svona hitt og þetta. En ég vil ekki skerða kaupmátt landsmanna almennt; ef enginn getur keypt neitt nema mjólk, gos og bensín, hver á þá að kaupa mublurnar mínar? Geturðu ekki haldið svona mublulottó? spurði Gísli. Þetta er náttúrlega heilmikið mál, sagði Éiríkur. Hvað ætliö þið að gera strákar. Ætlið þið að fella gengið? Ætlið þið að frysta kaupið? Velstu-hvað, Skaði, sagði Gísli, við ætlum að hætta öllum ríkisaf- skiptum. Já, sagði Eiríkur. Við ætlum að leggja niður alla þessa sjóði og bjargráð og millifærslusukk sem eru feitar ær og heilagar kýr þeirra Steingríms og Ólafs Ragnars. Einmitt, sagði Helgi. Það er þó víst og satt. Nú þekki ég mína menn, sagði ég fagnandi. Já Skaði, sagði Gísli stórútgerðarmaður. Við leyfum ríkisandskotan- um ekki að stinga sínu nasvíða trýni ofan í reksturinn. Kemur ekki til greina, aldrig i livet, sagði Eiríkur sem er vanur að sletta pinkulítið dönsku þegar hugur hans lyftist. Aldrei, sagði Helgi. Nema náttúrlega... Nema hvað? spurði ég. Nema náttúrlega eitthvert vandræðaástand komi upp eins og alltaf getur verið í rekstri, sagði Helgi. Já vitanlega, sagði Eiríkur. Aðsjálfsögðu, sagði Gísli. Ríkið verðuraðfinnatil ábyrgðar líka, það segir sig sjálft. / Ví RÓSA- 1 GARÐINUM SÉÐ HEF ÉG KÖTT- INN SYNGJA ÁBÓK Ég vil að lokum minna á ícjör- orð Borgaraflokksins: flokkur með framtíð. Grein í DV VIÐSKULUM ELSKA OG VIRÐA VORN ARFAKÓNG Það kemur niður á þjóðinni allri ef stjórnvöld eru einangruð og illa þokkuð. Leiöarí íDV HÉR VANTAR TIL- FINNANLEGA NIÐ- URGREIÐSLUR Mig langaði til að vekja athygli á því hve dýr Andrésar andar blöðin eru orðin. Ég hefi lengi keypt þau handa guttanum mín- um en sé mér nú ekki lengur fært að gera það vegna verðsins. DV HAGRÆNT ÞJÓÐ- RÁÐ GEGN ELLINNI Hópur sérfræðinga hefur kom- ist að þeirri niðurstöðu að reykingamenn greiði nokk- urnveginn opinberan kostnað af nautninni með núverandi sölu- skatti á vöruna. Ástæðan er sú að þeir ná sjald- an háum aldri og ríkissjóður losn- ar því við að greiða þeim ellilaun og ýmis konar þjónustu sem gam- alt fólk á rétt á. Morgunblaðið EN MENNIRNIR EKKI Tímarnir breytast og bankarnir með, segir Tryggvi Pálsson bankastjóri Verslunarbankans. Morgunblaðið EKKI ERRÁÐNEMA í TÍMA SE TEKIÐ Telja þessir menn brennivín og öl virkilega til lífsnauðsynja og ætlast þeir til að mæður láti slíkar veigar á pela barna sinna? Morgunblaðið MEÐ VÍKINGUM ANDANS UM STAÐI OG HIRÐIR Fram að þessu höfðu ítalirnir átt staðinn, en þegar Árni John- sen byrjaði að syngja Eyjaslagara og við að syngja urðu þeir að lúta í lægra haldi. Eftir þriggja klukk- utíma stanslausan söng gengu ít- alirnir til liðs við okkur og reyndu eftir bestu getu að raula með. Fréttir EKKI KOMIÐAÐ TÓMUM KOFUNUM HÉR Áður en köku er skipt verður annaðhvort að baka hana eða út- vega með öðrum hætti. Tímarítið Stefnir 2 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ j Föstudagur 16. júní 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.