Þjóðviljinn - 16.06.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.06.1989, Blaðsíða 4
Heræfingar varaliðs banda- ríska hersins hefjast hér á landi þann 20. júní, en liðsafnaður fer fram í Bandaríkjunum frá og með þjóðhátíðardegi fslendinga 17. júní. í tiiefni þessara heræfinga, þar sem fulltíða bandarískir ríkis- borgarar, bændur og bókarar, kennarar og kiæðskerar, skrýðast herklæðum, mála sig græna í framan, velta sér bak við hraunnibbur með morðvopn í hendi og segja „bang, bang þú ert dauður,“ og eru sagðir með þessu vera að styrkja varnir íslands, væntalega gegn ógn Rauða hers- ins og sérþjálfaðra skemmdar- verkadeilda hans, hafa Samtök herstöðvaandstæðinga ákveðið að kalla saman sitt eigið heima- varnarlið. En eru þessar heræfingar Bandaríkjamanna eitthvert grín? „Nei, ég held að það sé alls ekki hægt að kalla þetta neitt grín. Ég minni á að þessar heræf- ingar eru hluti af þeirri þróun sem á sér stað hér á landi, þ.e.a.s. að sífellt er verið að auka hernaðar- mátt íslands og mikilvægi lands- ins í framtíðarstríði. Heræfingun- um er ætlað raunverulegt hlut- verk og ég held að það sé mjög varhugavert að líta þannig á að þetta séu einhverjar sýndarher- æfingar. Heræfingarnar eru ætl- aðar til að betur megi verja þau hernaðarmannvirki sem banda- ríski herinn hefur komið hér upp.“ Hvað finnst þér um að íslensk stjórnvöld skuli leyfa þessar her- æfingar nú? „Mér finnst afstaða íslenskra stjórnvalda fyrst og fremst vera til marks um vanmat þeirra á áliti íslensks almennings. Það liggur fyrir að meirihluti íslendinga er friðsamur og er þeirrar skoðunar að íslendingar eigi að taka þátt í þeim afvopnunarviðræðum sem nú fara fram í Evrópu. Þessi af- staða hefur komið mjög skýrt fram í skoðanakönnunum og mér finnst afstaða stjórnvalda vera lít- ilsvirðing við almenning og kann- ski sýna undirlægjuhátt þeirra gagnvart Bandaríkjamönnum." Hernaðaræfingar fara fram á varnarsvæðinu I kringum Kefla- víkurflugvöll. Veistu hvort þeir hafa reynt að fá að stunda þessar æfingar annars staðar? „Fyrir það fyrsta, þá hefur komið glögglega fram að þessum heræfingum er ekki ætlað að verja íslendinga og þess vegna fara þær fram umhverfis þessi hernaðarmannvirki sem Banda- ríkjamenn hafa komið sér upp. Eitt af því sem við herstöðva- andstæðingar ætlum okkur að kanna í sambandi við þessar her- æfingar er það, hversu stórt svæði Bandaríkjamenn leggja raun- verulega undir æfingarnar. Það er vitað að á síðustu æfingu fóru þær fram að hluta utan girðingar, sem við teljum auðvitað gróflega móðgun. Sú breyting hefur orðið meðal almennings á undanförn- um árum að æ fleiri sjá að þessi herstöð getur auðvitað á engan hátt varið ísland og hún gerir fs- land að skotmarki. En æfingarn- ar núna eru til þess ætlaðar að verja hernaðarmannvirki hér gegn hugsanlegri árás skemmdar- verkadeilda Rússa og það er yfir- lýst markmið." En í Ijósi yfirlýsinga Banda- ríkjamanna sjálfra um að að- staða þeirra hér sé ætluð til að styrkja varnir íslands, væri þá ekki eðlilegra að þessar æfingar færu fram víðar, að þeir æfðu t.d. á jafnmikilvægu svæði og miðborg Reykjavíkur þar sem miðstöð stjórnsýslu og fjarskipta er að finna? „Mönnum hefur lengi verið það ljóst að herinn hefur alls ekk- ert það hlutverk og eina breyting- in sem hefur átt sér stað á síðustu árum er sú að þeir eru raunveru- lega hættir að láta líta svo út. Enda fer þeim óðum fækkandi sem trúa á svokallað varnarhlut- verk hersins og orðin varnarlið og varnarstöð eru í raun meiningar- laus. Til hvaða aðgerða hyggjast SHA grípa í tilefni þessara heræf- inga? „Við verðum með margháttað- ar aðgerðir. Fyrir það fyrsta höf- um við í kjölfar umræðna um þessar heræfingar orðið vör við mjög aukinn áhuga fólks á hermálinu. Við höfum fengið meðbyr og hann kom strax í ljós á fundinum sem haldinn var í til- efni af 40 ára Nató-aðild íslands og haldinn var fyrir fullu húsi í Háskólabíói. Þessi áhugi er fyrir hendi og nú hafa stuðningsmenn okkar safnað fé og gert okkur kleift að gefa málgagn SHA, Dagfara, út í fimmtán þúsund eintökum. Dagfara verður síðan dreift um allt land, en útgáfudag- ur hans verður 17. júní þannig að það er fyrsta skrefið. Það má bú- ast við uppákomum í miðbænum Ingibjörg Haraldsdóttir, formaður Samtaka herstöðvaandstæðinga, er á beininu á þjóðhátíðardaginn og síðar. Síðan hyggjumst við verða með almennan mótmælafund fyrir utan bandaríska sendiráðið þriðjudaginn 20. júní en sá dagur hefur verið gefinn upp sem komudagur herliðsins. Og svo er sá þáttur sem er að nokkru leyti nýr, en hann er að við höfum stofnað svokallað „heimavarn- arlið." Heimavarnarliðið verður, með beinar aðgerðir við herstöð- ina og í nágrenni hennar á þess- um tíma sem æfingarnar standa yfir.“ Og hverjir verða í þessu heima- varnarliði? „Heimavarnarliðið er opið öllum þeim sem eru á móti þess- um heræfingum. Verkefni þess eru hins vegar ekki þess eðlis að við hyggjumst safna saman þús- und manna liði, til að mæta her- styrk Bandaríkjamanna. Það má í raun segja að tilgangurinn með stofnun liðsins sé tvíþættur. Ann- ars vegar að gera bandaríkjaher það algjörlega ljóst að það verður ekki þolað mótspyrnulaust að þeir breyti íslandi í heræfinga- svæði smátt og smátt og færi út kvíarnar með hverju árinu. f öðru lagi viljum við láta reyna á hvers virði íslensk lög og íslensk- ur umgengisréttur um landið er gagnvart bandarískum her- lögum. f því sambandi má geta þess að það er frjáls aðgangur að ströndum landsins, öllum er leyfilegt að vera í gönguferðum samkvæmt náttúruverndarlögun- um. Við hyggjumst sem sagt kanna það skipulega hvort bandarísk herlög og bandarískir hagsmunir ráði meiru en íslensk lög á þessu svæði. Aðgerðir heimavarnarliðsins verða ekki ó- löglegar eða neinar skemmdar- verkaaðgerðir, heldur eru þær til þess gerðar að fá skorið úr þess- um málum. Við ætlum einnig að kanna mörk varnarsvæðisins og þau mannvirki sem þarna eru, en æfingar heimavarnarliðsins eru í raun góð útivist fyrir alla þá sem vilja taka þátt í þeim. Þeir sem áhuga hafa geta haft samband við skrifstofu SHA sem er opin milli fimm og sjö á hverjum degi.“ Eric McVadon, fyrrum aðmír- áll á Keflavíkurflugvelli, lét þau orð falla að stuðningsmenn NATÓ og bandaríska hersins þyrftu að taka sig á og láta vinstri menn ekki einoka umræðuna. Miðað við þann doða sem virðist hafa hvflt yfir starfi samtakanna, var aðmírállinn ekki að gefa ykk- ur meira Iof en þið eigið skilið? „Nei, ég held að hann hafi kannski metið ástandið að þessu leyti algjörlega rétt. í fyrsta lagi má með einni grein hrekja öll rök hemámssinnanna. Og hann áttar sig vissulega á því að þrátt fyrir hina löngu veru hersins hérna hefur sá spádómur að andstaðan við herinn myndi hverfa algjör- lega, eða verða bundin við fá- mennan hóp, ekki orðið að veru- leika. Og það sem meira er, rann- sóknir herstöðvarandstæðinga og þær upplýsingar sem þeir hafa veitt almenningi, hafa orðið til þess að andstaðan við herinn hef- ur eflst. Við þurfum enga hers- höfðingja til að segja okkur að samkvæmt könnun félagsvísinda- deildar Háskólans frá 1983 voru 36% aðspurðra á móti hernum, en í sambærilegri könnun 1987 voru andstæðingar hersins orðnir 45%. Þessi andstaða er það mikil að það er ekki nema von að Bandaríkjamenn hafi áhyggjur af henni. Hitt er annað mál að það er mjög erfitt fyrir herstöðvaand- stæðinga að koma sínum mál- flutningi á framfæri í fjölmiðlum og sterkustu fjölmiðlarnir, sjón- varpsstöðvarnar, nánast lokaðar. Sem dæmi má taka, að þegar við héldum síðasta fund í Háskólabí- ói undir slagorðunum „ísland úr Nató - herinn burt,“ þá þögðu sjónvarpsstöðvarnar algjörlega þunnu hljóði. En það hefur ekki nægt til að kæfa andstöðuna og við kynnum okkar málstað víða, t.d. í skólum. En samtökin eru áhugamannasamtök og hafa að- eins eina manneskju í 20% starfi, þannig að augljóslega er ekki hægt að gera allt sem hugurinn stendur til.“ Nú hefur komið í Ijós í ýmsum skoðanakönnunum að almenn- ingur virðist fremur haliur undir Nató en á móti veru hersins hérna. Hefur einhver umræða um breyttar áherslur frá stefn- unni sem meitlast í „ísland úr Nató - herinn burt“ átt sér stað innan samtakanna? „í fyrsta lagi vil ég mótmæla nokkuð þeim túlkunum sem hafa komið fram á skoðanakönnunum þar sem hugur fólks til Nató er kannaður. Eg geri það aðallega á þeirri forsendu að það er mjög stór hluti aðspurðra sem tekur enga afstöðu til þessarar spurn- ingar. í síðustu skoðanakönnun 1987 var þessi hópur tæplega 40% aðspurðra. Af þeim sem tóku afstöðu voru svo 25% á móti Nató og þá 75% meðmæltir. í könnuninni 1987 voru það 49% sem beinlínis sögðust styðja Nató. En miðað við að allir stóru stjórnmálaflokkarnir hafa þetta á stefnuskránni og það er aðeins einn flokkur með lítið fylgi sem er beinlínis á móti Nató-aðild, þá finnst mér sú andstaða sem fyrir er alls ekki vera lítil. Við í SHA byggjum ekki baráttu okkar á niðurstöðum skoðanakannana heldur erum við grasrótar- hreyfing sem berst fyrir ákveðn- um skoðunum. Á undanförnum árum hefur eðli Nató komið greinilega fram, þ.e. í þeim af- vopnunarviðræðum sem átt hafa sér stað hefur bandalagið reynst vera dragbítur á öllum. Nató kemur fram sem mjög afturhalds- samt afl og síðasta dæmi þess má finna í viðbrögðum Natóforingja við orðum íslenskra ráðherra um að huga þurfi að afvopnun í höfu- num. Á Natófundinum kom fram algjör andstaða allra þjóða við þetta frumkvæði íslendinga, sem ég tel að eigi þó stuðning meiri- hluta íslendinga hvar í flokki sem þeir standa. Þannig að hugmyndin um að reyna að hafa áhrif innan Nató og breyta því bandalagi er ekki raunhæf. Fyrir íslendinga eru miklu meiri möguleikar á að koma fram á alþjóðavettvangi sem boðberar friðar ef þeir standa utan Nató.“ Hefur þú trú á að herinn verði farinn héðan fyrir aldamót og hefur þú trú á að SHA muni eiga einhvern þátt í því hver þróunin verður á næstu árum? „Ég er alveg viss um að SHA eiga eftir að hafa áhrif á það hver þróunin verður og ég gæti vel trú- að því að herinn verði farinn um næstu aldamót. Hins vegar gæti þróunin orðið þveröfug og Nató- hershöfðingjar virðast leggja aukna áherslu á hernaðarmikil- vægi íslands, eftir því sem dregið er úr vígvæðingu í Evrópu. Þann- ig að ef íslendingar halda ekki vöku sinni er hætta fyrir dyrum. Hins vegar virðist mér hin al- menna andstaða hins venjulega íslendings gegn hernum gefa á- stæðu til bjartsýni um að herinn verði horfinn héðan fyrir alda- mót,“ sagði Ingibjörg Haralds- dóttir. phh Heræfingamar em ekkert grín Afstaða stjórnvalda er lítilsvirðing við skoðanir almennings. Heimavarnarliðinu ætlað að fá úr því skorið hvort bandarískir hagsmunir og lög eru rétthærri íslenskum lögum og hagsmunum. Bandaríkjaher verði gert Ijóst að hann geti ekki mótspyrnulaust breytt landinu í heræfingasvæði. Mat McVadons á áhrif amætti íslenskra vinstri manna rétt. Málstaður okkar f ær vart inni í sjónvarpsstöðvunum. Hef trú á að herinn verði farinn af landinu fyrir aldamót 4 SIÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 16. júní 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.