Þjóðviljinn - 16.06.1989, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 16.06.1989, Blaðsíða 21
HELGARMENNINGIN Hafnarfjarðar- bær og mynd- listarmenn taka höndum saman og stofna lista- miðstöð í Straumi við Straumsvík. Yfir 200 fm. vinnustofa og fleiriminni auk þess sem gesta- íbúð, sýningar- salur og önnur aðstaða er fyrir- huguð á staðn- um Myndlistarmennirnir Sverrir Ól- afsson, GunnlaugurStefán Gíslason og Kristbergur Péturs- son ásamt tíkinni Skruggu fyrir utan Straum vió Straumsvík. Mynd.JimSmart Á jörðinni Straumi í Straums- vík stendur reisulegt timbur- hús sem byggt var í kringum 1927. Það hefur nokkuð látið á sjá, enda ekki verið haldið við sem skyldi um nokkurt skeið og til skamms tíma hýsti það svín. Nú hefur verið ákveðið að hús- ið fái nokkuð göfugra hlutverk í framtíðinni því nýstofnað er fé- lagið Straumur sem hefur það hlutverk að gera við húsið og reka þar listamiðstöð. Þar er fyrirhugað að hafa eina stóra vinnustofu, til að byrja með, og nokkrar minni auk þess sem tvær íbúðir verða í húsinu sem inn- lendir sem erlendir listamenn geta fengið tímabundin afnot af. Minni vinnustofurnar eru hugs- aðar sem vinnuaðstaða til skemmri tíma fyrir fleiri lista- menn. Sýningarsalur verður í húsinu og þegar fram líða stundir er fyrirhugað að skipuleggja svæðið umhverfis húsið með tilliti til sýnarhalds utanhúss. Að félaginu standa ýmsir myndlistarmenn og Hafnarfjarð- arbær sem afhendir húsið fé- laginu til afnota auk þess sem bærinn leggur til eina og hálfa milljón á þessu ári til viðgerða og endurbóta á húsinu. Á móti leggja listamennimir vinnu sem svarar til sömu upphæðar. Fyrsti áfangi hússins á að vera tilbúinn í haust og næsta vetur ætti starf- semin að vera komin í gang. Fyrsta stjórn félagsins var skipuð s.l. þriðjudag og í henni eiga sæti myndlistarmennirnir Sverrir Ól- afsson, Gunnlaugur Stefán Gísla- son og Kristbergur Pétursson. Tveir fulltrúar frá bænum eiga sæti í stjórninni en þeir hafa ekki verið formlega skipaðir. Hafnarfjörður tekur forystuna - Hér hefur átt sér stað mikil hugarfarsbreyting undanfarin ár hvað varðar alla list og listsköpun og skilningur og framtak bæjar- yfirvalda hefur leitt til þess að öll aðstaða listamanna hefur stór- batnað svo 7við getum vel við unað, sagði Sverrir. Gunnlaugur benti á að þetta væri ekki fyrsta framtak bæjarins í þágu listamanna og listunnenda því fyrir ekki svo löngu síðan var opnuð menningar og listastofn- unin Hafnarborg þar sem m.a. er fyrsta gestavinnustofan hér á landi. Það má segja að með þess- um framkvæmdum sé Hafnar- fjarðarbær að taka forystu sveit- arfélaga í þessum efnum þar sem víða annar staðar hefur verulega reynt á þolrif manna vegna skiln- ingsleysis ráðamanna. - Ég held að þetta sé ekki spurning um peninga heldur ein- faldlega um pólitískan vilja. Við sjáum víða annar staðar að menn hafa kosið að eyða miklum fjár- munum í að reisa minnismerki um sjálfa sig sem hafa takmörk- uðu hlutverki að gegna á meðan sömu menn telja féskortinn of mikinn til að geta hlúð að lifandi listsköpun, sagði Gunnlaugur. Samskipti við erlenda listamenn Listamiðstöð sem þessi er eitt stærsta hagsmunamál listamanna og opnar ótal möguleika fyrir starfsemi af ýmsu tagi. - Hér verður stór vinnusalur, um 200 fm. og 10 metra lofthæð, sem gerir mönnum kleift að vinna að verkum sem ekki verða unnin annars staðar og hingað verður hægt að bjóða erlendum lista- mönnum að koma og dvelja í gestaíbúðinni á meðan þeir nota vinnuaðstöðuna. Erlendir lista- menn hafa sýnt því áhuga að dvelja hér á landi og vinna heilu sýningarnar. Núna sjáum við fram á að geta sinnt þessum er- lendu samskiptum. Við höfum fullan hug á að efla samskipti við erlenda listamenn og leita víðar en til frænda okkar í Skandin- avíu, sagði Gunnlaugur. f Straumi verður þegar fram líða stundir aðstaða fyrir allar greinar myndlistar, grafík, skúl- ptúragerð, málverk, leirgerð og fleira. Fyrirmyndin að listamið- stöð sem þessari er fengin frá Danmörku. Nokkrir aðilar hafa farið og skoðað listamiðstöð í Hollufgard á Fjóni þar sem ein stærsta listamiðstöð á Norður- löndunum er rekin. Nágrannarnir Álverið í Straumsvík er í næsta nágrenni við listamiðstöðina og aðspurður um hvernig mönnum líkaði sambýlið sagði Sverrir það ekki slæmt. - Fyrst álverið er þarna á annað borð er rétt að líta á það sem skemmtilega andstæðu við náttúruna hér í kring. For- stjóri álversins hefur sýnt þessu framtaki okkar áhuga og m.a. lýst yfir vilja til að afhenda Hafn- arfjarðarbæ húsið Gerði sem ísal á og stendur hérna spölkorn frá Straumi. Húsið mun verða afhent Hafnarf jarðarbæ eftir að það hef- ur verið uppgert eftir tillögum bæjarins til afnota fyrir lista- menn. Uppi eru hugmyndir um að þarna muni tónlistarmenn eða rithöfundar fá aðstöðu og slíkir nágrannar geta boðið upp á skemmtilegt samstarf. Gamli ungmenna- félagsandinn Húsið Straumur er teiknað af Guðjóni Samúelssyni og Bjarni Bjarnason skólameistari við Hér- aðsskólann að Laugarvatni byggði það í kringum 1927 og bjó þarna um skeið. - Þetta er eitt af þessum húsum sem byggð voru í anda görnlu ungmennafélaganna venjulegum kringumstæðum myndi ekki þrífast svo nálægt sjó. Ekki bara fyrir Hafnfirðinga Það stendur ekki til að gera Straum að einka listamiðstöð fyrir hafnfirska listamenn enda er mikill áhugi fyrir starfseminni víða annars staðar. Stofnfélagar félagsins Straums eru auk Hafn- arfjarðarbæjar, listamenn úr ýmsum áttum og mikið hefur ver- ið spurt um félagið undanfarið. - Við verðum þó að vona að framtak Hafnarfjarðarbæjar verði öðrum bæjarfélögum hvatning til að gera listinni hátt undir höfði þannig að fleiri félög með svipaða starfsemi geti orðið til. Félagið heitir Straumur sem er ekki bara tilfundið til að nefna það eftir staðnum. í nafninu fel- ast líka ákveðin fyrirheit og óneitanlega vekur það vonir um að um leið og nýir straumar taka að streyma fari stórir straumar að rætast, sagði Kristbergur, sem fram til þessa hafði haft fremur hægt um sig. «Þ þar sem stíll gömlu burstabæj- anna var útfærður í nýtt bygging- arefni, sagði Gunnlaugur. Ásamt íbúðarhúsinu sjálfu eru í Straumi stór hlaða og gripahús en seinna er möguleiki að byggja fleiri hús á lóðinni, minni vinnu- stofur af ýmsu tagi. Jörðin Straumur og svæðið þar í kring hefur lengi verið friðað, enda er umhverfið og náttúran að mörgu leyti mjög sérstök. Lífríki tjarnarinnar fyrir framan Straum er einstakt en tjörnin er þeirri náttúru gædd að þar gætir flóðs og fjöru án þess þó að vatnið í henni sé sjávarblandað. Auk þess vex gras í víkinni sjálfri sem undir Nýir straumar - stórir draumar Föstudagur 16. júní 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.