Þjóðviljinn - 16.06.1989, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 16.06.1989, Blaðsíða 24
KVIKMYNDIR ÞORFINNUR ÓMARSSON Keppinauturinn Enzo (Jean Reno) kemur úr kafi eftir nýtt met. Máttur hafsins bláa The Big Blue (Hið bláa volduga), sýnd í Bióborginni. Frönsk, árgerð 1988. Leikstjóri: Luc Besson. Handrit: Bes- son, Robert Gariand, Jacques Mayol. Tónlist: EricSerra. Aðalhlutverk: Jean-Marc Barr, Jean Reno, Rosanna Arquette, Paul Shenar, Sergio Castel- litto. Luc Besson hefur verið talinn efnilegasti kvikmyndaleikstjóri Frakka síðustu ár. Allir muna eftir stflnum á Subway en menn voru ósammála um gæði myndar- innar burtséð frá tæknilegri úr- vinnslu. Besson var aðeins 26 ára gamall þegar hann gerði Subway sem þó var hans önnur kvikmynd í fullri lengd, áður hafði hann gert Le Dernier Combat. Nú eigum við kost á að sjá þriðju mynd Bessons og er ekki ofsögum sagt að hér er hans lang besta verk til þessa. The Big Blue heitir verkið upp á engilsaxnesku en eintakið sem hingað barst er breska útgáfan af myndinni. Hún er sumsé á ensku, ekki „döbbuð", og er ekki að sjá að það geri henni nokkum grikk. Heilar 18 mínútur voru klipptar Regnboginn The Presidlo ★★ (Presidio-herstöftin) Buddy-hasar-ástar-mynd með vel film- uðum eltingarleikjum á götum San Fra- ncisco borgar. Connery og Harmon eru hörkutól af ólíkum uppruna en standa sam- an I „týpisku" og leiðinlegu lokaatriði. Death Wlsh 4 0 (Auga fyrlr auga 4) Aðeins fyrir allra hörðustu Bronson- aðdáendur. The Naked Gun ★★ (Belnt á ská) Stanslaus brandaraskothríð f tæpar tvær klukkustundir. Hittnin er þó misjöfn, oft er hitt f mark en Ifka er skotið bæði yf irog framhjá. Jafnast kannski ekki á við Air- planel en það má hlæja að vitieysunni. Babette's gæstebud ★★★★ (Gestaboð Babettu) Þessi gómsæta mynd Gabriels Aksels er uppgjör bókstafstrúarmanna við burt frá frönsku útgáfunni en þó er kvikmyndin um tveir tímar í sýningu. Við skulum þó þakka fyrir að okkur er ekki sýnd útgáf- an sem fór á Ameríkumarkað því þar var hin Ijúfa tónlist Eric Serra numin á brott og Bill Conti settur í staðinn. En nóg um það. Þeir sem vilja vita fleiri tæknileg atriði varðandi The Big Blue ættu að fletta Nýju Helgarblaði þann 6. maí en þá var myndin til umfjöll- unar hér á síðunni. The Big Blue segir sögu af dýf- ingamönnum sem lifa og hrærast í hinu stóra bláa Miðjarðarhafi. Dýfingamaðurinn Jacques Mayol er fyrirmynd söguhetjunnar og samkvæmt myndinni jaðrar hann við að vera mannlegur. Hann á hreinlega heima í sjónum og þrífst varla á þurru landi þar til kvenmaður kemur í spilið og kemur umróti á líf hans. Skyndi- lega uppgötvar hann áður óþekktar tilfinningar. Líkami hans verður eftir sem áður jafn ómannlegur í vissum skilningi og togar máttur hafsins í hann jafnt sem frumstæðustu tilfinningar hans toga í hina áttina. freistinguna og syndina. Stórgóð persónu- sköpun og veislan I lokin er ógleymanleg. Skugginn af Emmu ★★★ Besta barnamyndin í borginni er einnig fyrir fullorðna. Skemmtileg mynd á mörk- um fantaslu og veruleika. Mlsaissippi Burning ★★★★ ((ijósum logum) Enda þótt Alan Parker fari heldur frjáls- lega með staðreyndir er þetta einhver besta mynd sem gerð hefur verið um kyn- þáttahatur. Leikur er til fyrirmyndar og allt sjónrænt spil áhrifamikið. Brennheit og reið ádeilumynd sem enginn má missa af. Laugarásbfó Fletch Lives ★★ (Fletch llfir) Mynd fyrir aðdáendur Chevy Chase en þeim sem ekki Ifkar kappinn ættu að sitja heima. Fletch er á köflum mjög fyndinn en sum atriðin eru gjörsamlega mislukkuð. Fyrri myndin var betri. Twlns ★ (Tvíburar) Einstaklega þunn og ófyndin mynd þar sem áhorfandinn veit alltaf hver næsti brandari verður. Lakasta mynd Ivans Reit- mans til þessa og hefðl handritið aldrei átt að fara lengra en I ruslakörfuna. En Tlie Big Blue er ekki bara ástarsaga. Hún er ekki síður saga af tveimur æskuvinum sem síðar verða keppinautar. Þeir lifa í mjög afmörkuðum menningar- heimum og uppgjör þeirra við sjálfa sig og fortíðina er óum- flýjanlegt. Þótt þetta komi ekki endilega allt heim og saman við ævi Mayols er aðalpersónan hin sama. The Big Blue hlýtur að vera mjög persónuleg kvikmynd fyrir Luc Besson sjálfan því hann ólst upp á meðal dýfingamanna og kenndi sjálfur köfun við strendur Miðjarðarhafs. Leikarar í myndinni eru okkur flestir góðkunnir. Jean-Marc Barr leikur reyndar Mayol og er ekki að sjá að hann debúteri í þessari mynd. Konuna í Iífi hans leikur Rosanna Arquette en Jean Reno leikur æskuvininn. Reno þessi hefur leikið í öllum mynd- um Bessons og var hann í hlut- verki trommarans í Subway. Þá leikur Griffin Dunne aukahlut- verk í skemmtilegu New York atriði. Luc Besson hefur alltaf verið hrifinn af breiðtjaldi og nýtur það Bíóhöllin Tree Fugltives ★★ (Þrjú á flótta) Ágætis gamanmynd á meðan plottið virkar en dettur niður þess á milli. Martin Short er aðal aðhlátursefnið sem mis- heppnaðasti bankaræningi kvikmyndanna I allt of stórum frakka. Young Guns ★★★ (Ungu blssubófarnir) Vestrar eru komnir úr tísku en þessi gæti aukið hróður slíkra mynda. Hér höfum við allt sem þarf, átök og tragedíu, hetjudáð og kómedlu, fólsku og jafnvel rómantík. Estevez skemmtilegur sem Billi bamungi. Betrayed ★★ (Setið á svlkráðum) Enginn hefur gert betri pólitískar spennumyndir en Costa-Gavras en þvl miður er þessi ekki ein þeirra. Nokkur átakanleg atriöi þarsem rasistarnir eru ógeðslegri en nokkru sinni fyrr en síðan snýst myndin upp í venjulega, annars flokks spennumynd. Working Glrl ★★ (Ein útlvinnandl) Mjög góður leikur allra aöalleikaranna nær ekki að toga þessa ófrumlegu afþrey- ingarmynd upp úr meðalmennskunni. Mike Nichols fær þó uppreisn æru eftir hina Klippiborðið ■ ■ Hinn mikilsmetni bandariski leikstjori og handritshofundur Lawrance Kasdan hefur lagt upp með nytt verkefni sem kallast I Love You to Death. Að vandaeru urvalsleikarar þar innanborðs og vekja Kevin Kline og William Hurt þar mesta athygli enda ekki ovanir að leika undir stjorn Kasdans. Baðir leku þeir i The Big Chill. Kline lek að auki i vestranum Silverado en Hurt i fyrstu mynd Kasdans. Body Heat. og þeirri siðustu. The Accidental Tourist. Aðrir leikarar eru Keanu Reeves (Dangerous Liaisons). River Phoenix og songkonan Tracey Ullman. Myndin er romantisk gamanmynd og kemur það aðdaendum Kasdans varla a ovart. ■ ■ Meira af stjornunum Kevin Klineog William Hurt. Baðirfengu þeir lof fyrir leik sinn i nykryndum oskarsverðlaunamyndum og sjalfur hirti Kline gripinn fyrir aukahlutverk i Fiskinum Wondu. Eftir það leku þeir i sinni myndinni hvor aður en þeir gengu til liðs við Kasdan. KlinemunumviðsjaiThe January Man asamt Susan Sarandon og Hurt i A Time of Destiny með Timothy Hutton. sín hvegi betur en hér. Missið því ekki af myndinni á meðan hún er sýnd í stórum sal og geymið alls ekki að sjá hana þar til á mynd- bandi. Kvikmyndatakan öll er raunar hreinasta unun á að horfa og gaman að sjá hvernig hann notar víðlinsur og mikla blátóna sem hæfa sjávarmyndatökum vel. The Big Blue er einfaldlega einhver fallegasta kvikmynd sem ég hefi séð og gildir þá einu hvaða snillingar kvikmyndasögunnar eiga í hlut. Manni líður vel að horfa á The Big Blue, húmorinn og rómantíkin aldrei langt undan og hvert myndskeið listaverki lík- ast. Luc Besson er ekki lengur efnilegur kvikmyndagerðarmað- ur. Héðan í frá verður hann tal- inn á meðal þeirra stærri og von- andi verður brátt sýnd hér franska myndin Kamikaze. Bes- son ætlaði að leikstýra þeirri mynd en hætti við vegna The Big Blue en er hins vegar bæði fram- leiðandi og handritshöfundur. Richard Bohringer leikur aðal- hlutverkið en hann lék bæði í Subway og Diva. hræðilegu Heartbum. Snotur kvikmynda- taka hjá Ballhaus. A Fish Called Wanda ★★★ (Flskurinn Wanda) Nánast fullkomin gamanmynd. Hárfínn húmor í skotheldu handriti og gamlinginn Crichton stýrir af mikilli fimi. Erfitt að gera upp á milli aðalleikaranna sem eru hver öðrum betri. Betri skemmtun er vandfund- in. ■ ■ Sjarmorinn Warren Beatty er ekki af baki dottinn eftir utreiðina sem Ishtar fekk her um arið. Nu er hannaðgera.filmnoir' myndum Dick Tracy og er ollu kastað til eins og venjulega þegar Beatty a i hlut. I aðalhlutverkum eru. auk Beattys. Madonna. Sean Young (Blade Runner. No Way Out og i nyjustu mynd Woody Allen). Al Pacino. Mandy Patinkin. George C. Scott og Michael J. Pollard (asamt Beatty i Bonnie and Clyde). Handritið skrifar Bo Goldman (The Rose. Melvin and Howard) en Elaine May (leikstyrði Ishtar) er meðal þeirra sem aðstoðuðu hann. Rusinan i pylsuendanum er svo kvikmyndataka Vittorios Storaros (Apocalypse Now. The Last Emperor. Tuckerog hin nyja New York Stories). Það eitt að Storaro er a bak við linsuna tryggir að myndin mun lita vel ut hvernig sem allt annað fer. Og vel a minnst. Beatty bæði leikstyrir og framleiðir auk þess að leika aðalhlutverkið. ■ ■ Þeir sem flykktust a leikrit Harolds Pinters her a landi fyrir skommu verða trulega anægðir með að nu hefur Pinter skrifað kvikmyndahandrit fyrir þyska leikstjorann Volker Schlondorff. Handritið er þo ekki eingongu hugarfostur Pinters þvi þaðergert eftir skaldsogu Margaret Atwood l hinnar kanadisku. Sagan heitir The Handmaids Tale og segir fra grimmum heimi framtiðinnar þarsem fanatiskir ofsatruarmenn hafa voldin. Engin aukvissarfara með helstu hlutverk: Natasha Richardson. Faye Dunaway. Elizabeth McGovern og Robert Duvall. ■ ■ Nuerveriðaðgeraframhalda einhverri annaluðustu glæpa- eða spæjaramynd allra tima. Chinatown. Reynt hefurveriðað gera framhaldiö aö jafnaði annað hvert ar siöan Roman Polanski gerði myndina arið 1974 en alltaf hefur þurft að hætta viö. Myndin kallast The Two Jakes og er Jack Nicholson sem fyrr i hlutverki einkaspæjarans Gittes. Af eðlilegum astæðum leikur Faye Dunaway ekki a moti honum en Robert Towne skrifaði handritið rett eins og það fyrra. Hver haldiði að leikstyri annar en Jack Nicholson sjalfur en það gerði hann ma. i vestranum Goin' South. Rain Man ★★★ (Regnma&urinn) Regnmannsins verður minnst fyrir ein- stakan leik Hoffmans ( hlutverki einhverfa ofvitans fremur en sem góðrar kvikmynd- ar. Óskar fyrir handrit og leikstjóm fremur, vafasamur og Barry Levinson hefur áður stýrt betur. Háskólabíó Bióborgin The Big Blue ★★★★ (Hi& bláa volduga) Undurfagurt listaverk Bessons er óður til hafsins bláa og allra þeina sem því unna. Ástarsaga og uppgjör persóna sem stund- um eru á mörkum þess mannlega við sjálfa sig og fortiðina. Glæsilegar viðlinsutökur á breiðtjaldi, bláminn yfir myndinni er stór- kostlegur og tónlistin fellur vel aö. Þér Ifður vel á þessari. Dangerous Liaisons ★★★ (Hættuleg sambönd) Þrungin, en jafnframt hrifandi tragi- kómedla þar sem allir eru táldregnir. Frá- bær leikur ber myndina uppi, sérstaklega Malkovich og Close sem hástéttarpakkið sjálfselska. Mynd fyrir rómantlkera en endirinn er I hróplegu ósamræmi við þjóð- félagsástandið á þessum tfma. Marrled to the Mob ★★ Johnathan Demme hefur oftast hitt bet- ur I mark þótt einvalaleikaralið sé nú með I för. Oft góðar útfærslur en líður að lokum út I furðulegt sambland af frásagnarmáta teiknimynda og leikinna. Stjömubfó Who's Harry Chumb? ★ (Harry...hva&?) Billeg gamanmynd með nokkrum aula- bröndurum. John Candy bjargar því sem bjargað verður en hann er enginn Peter Sellers þótt hann skipti ört um gervi sem spæjarinn Harry. Kristnlhald undir Jökll ★★★ Góð og athyglisverð mynd á islenskan mælikvarða sem unnin er af fagmennsku. Kristnihaldið er skemmtileg og fersk á að horfa en ber full mikla viröingu fyrir texta Nóbelskákfsins. 24 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 16. júnl 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.