Þjóðviljinn - 16.06.1989, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 16.06.1989, Blaðsíða 32
Sameinaðir frímúrarar Bankasameiningin um síð- ustu helgi vakti að vonum at- hygli og kom mörgum á óvart hvernig gamlir fjendur og keppinautar í bankavið- skiptum gátu náð svo góðu samkomulagi á svo skömm- um tíma. En það eru til skýr- ingar á öllum hlutum og ein skýringin sem heyrst hefur er sú að í bankaráðum og stjórn- um smábankanna sitja hátt- settir frímúrarar og það hafi ekki sþillt fyrir á loka- sþrettinum. Frímúrarar Iðnað- arbankans eru þeir Valur Valsson, Ragnar Önundar- son og Gísli V. Einarsson. Úr Verslunarbankanum koma frímúrararnir Guðmundur H. Garðarson, Árni Gestsson og Höskuldur Olafsson og fulltrúi frímúrara í stjórn Alþýð- ubankans er Magnús L. Sveinsson. Það er kannski við hæfi að taka upp merki frímúrara sem tákn hins nýja banka. ■ Indriði skráir Sverri Nú er tíminn til að skrifa jól- abækurog Nýja Helgarblaðið hefur fregnað að ein slík sé nú í smíðum sem kalla muni á athygli lesenda. Þareru áferð tveir vanir menn, sem báðir eiga það sameiginlegt að láta eftir sér taka með stórkalla- legum hætti og eru jafnan ódeigir við uþþhrópanir. Þetta eru þeirfélagar Indriði G. Þor- steinsson, ritstjóri Tímans og Sverrir Hermannsson, fyrrum þingmaður og ráðherra og nú- verandi Landsbankastjóri og hefur ritstjórinn tekið að sér að rita ævisögu bankastjór- ans. Miðað við þann fyrir- sagnastíl sem Tíminn hefur tamið sér undir stjórn Indriða og yfirlýsingagleði Sverris þykir mönnum ekki ólíklegt að bókin muni bera nafnið „Blóð- ugur uþþ fyrir axlir“ og vísi þar til frægra ummæla banka- stjórans frá því í „den“.... ■ Heimavarnarlið að vígbúast Það verða fleiri á ferðinni á. Miðnesheiði í næstu viku en bandarískir hermenn á æfing- um, því heimavarnarlið her- stöðvaandstæðinga hefur skipulagt ferðir og léttar ör- yggisæfingar á þessum slóð- um alla næstu viku. Ferða- bann lögreglustjóra og her- málayfirvalda mun ekki raska áætlunum þeim er foringja- sveit heimarvarliðsins hefur lagt upþ. Fjölmargir hafa gengið til liðs við heimavarn- arliðið síðustu daga en slik leynd hvílir yfir aðgerðum að þátttakendur verða kallaðir út með stuttum fyrirvara hverju sinni. Þeir sem hafa áhuga á að vera með í einhverri eða einhverjum ferðum og æfing- um heimavarnarliðsins suður með sjó, geta skráð sig hjá herstöðvaandstæðingum í síma 17966 milli 17-19 eða litið við í höfuðstöðvum heimavarnarliðsins í Mjölnis- holti 14. ■ Caldicott trekkir að Mikill áhugi er meðal kvenna hérlendis á fyrirlestri hins þekkta friðarsinna og læknis, Ástralans, Helenu Caldicott, PrólaðiL Græðandi varasalvis ar kraftaverkaþykkhldðungnum AIOE VERA g Heilsuval, Laugavegi 92, S: 626275 og 112751 sem kemur til landsins um helgina og flytur erindi á hátíð- arsamkomu kvenna í Þjóð- leikhúsinu á kvennadeginum 19. júní. Það er ekki eingöngu íslenskar friðelskandi konur' sem ætla að fjölmenna í Þjóðl-' eikhúsið, því vitaö er að fjöldi erlendra kvenna, einkum frá Norðurlöndunum ætla að gera sér sérstaka ferð til ís- lands til að hlýða á fyrirlestur- inn. Caldicott hélt einmitt er- indi á Nordisk forum í Osló í fyrrasumar og sló í gegn eins sagt er. En það er ekki ein- göngu hátíð í Þjóðleikhúsinu, því við sumarsólstöður á mið- vikudagskvöld verður haldin sérstök kvennamessa í Sel- tjarnarneskirkju þar sem 5 kvenprestar þjóna fyrir altari og Caldicott heldur stutt ávarþ. Nóg aðgeraífriðarbar- áttunni á sama tíma og amer- ískir dátar æfa sig með stríðs- tólin á Miðnesheiði. ■ Formaðurinn heildsali Stofnfundur Birtingar verð- ur haldinn á Hótel Borg á sunnudag. Eithvað hefur gengið erfiðlega að ná saman stjórn í félaginu en þó er Ijóst að formaður þess verður Kjartan Valgarðsson heild- sali. Upþhaflega var ráðgert að í stjórn yrðu sjö manns en einsog þekkt er þá verða a.m.k. 40% stjórnarmanna í félögum Alþýðubandalagsins að vera kvenkyns. Það þýðir að einungis fjórir karlar mega vera í sjö manna stjórn. Tvær konur hafa gefið kost á sér í stjórnina en það eru þær Sig- ríður I. Sigurbjörnsdóttir, skrifstofumaður og Elísabet Guðbjörnsdóttir. Margrét Björnsdóttir, endurmennt- unarstjóri við Háskólann hafði verið nefnd sem þriðja konan í stjórn en samkvæmt síðustu fregnum vill hún ekki taka sæti þar. Þegar það var Ijóst var hafin leit að þriðju konunni en auk þess kom uþþ hug- mynd um að fækka stjórnar- mönnum í fimm, því þá nægir að hafa tvær konur í stjórn- inni. Finnist þriðja konan er öruggt að þeir Hrafn Jökuls- son forleggjari, Árni Páll Árnason laganemi og Mörð- ur Árnason fyrrverandi rit- stjóri Þjóðviljans taka sæti í stjórninni. Fari svo að stjórnin verði bara fimm manna er hinsvegar búist viö að Hrafn eða Árni Páll verði að víkja úr stjórninni. Allt kemur þetta hinsvegar endanlega í Ijós í birtingu á sunnudag. Síríus til íslands Samkvæmt heimildum Nýs Helgarblaðs munu grænfrið- ungar ætla að sigla skipi sínu Síríusi til íslands í sumar og reyna að trufla hvalveiðar H vals hf. T alað var um að Sírí- us kæmi á miðri vertíð en svo gæti farið að grænfriðungar missi af hvalveiðunum því kvótinn er svo lítill að það mun líkast til ekki taka nema nokkr- ar vikur að veiða dýrin. DAGSKRÁ Þjóðhátíð í Reykjavík 17.júní 1989 Hátíðardagskrá: Dagskráin hefst Kl. 09:55. Samhljómur kirkjuklukkna í Reykjavík. Kl. 10:00 Forseti borgarstjórnar, Magnús L. Sveinsson leggur blómsveig frá Reykvikingum á leiði Jóns Sigurðssonar í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Lúðrasveitin Svanur leikur: Sjá roðann á hnjúkunum háu. Stjórnandi: Róbert Darling. Við Austurvöll Lúðrasveitin Svanur leikur ættjarðarlög á Austurvelli. Kl. 10:40 Hátíðin sett: Júlíus Hafstein, borgarfulltrúi flytur ávarp. Karlakór Reykjavíkur syngur: Yfir voru ættarlandi. Stjórnandi: Oddur Björnsson. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar á Austurvelli. Karlakór Reykjavíkur syngur þjóðsönginn. Ávarp forsætisráðherra, Steingríms Hermannssonar. Karlakór Reykjavíkur syngur: ísland ögrum skorið. Ávarp fjallkonunnar. Lúðrasveitin Svanur leikur: Ég vil elska mitt land. Kynnir: Sigríður Árnadóttir. Kl. 11:15 Guðþjónusta í Dómkirkjunni séra Guðmundur Þorsteins- son predikar. Dómkórinn syngur undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar. Einsöngvari: Eiríkur Hreinn Helgason. Blönduð dagskrá: Skrúðgöngur - íþróttir - Syningar Skrúðgöngur frá Hallgrímskirkju og Hagatorgi Kl. 13:30 Safnast saman viö Hallgríms- kirkju. Kl. 13:45 Skruöganga niður Skóla- vöröustíg aö Lækjatorgi. Lúörasveitin Svanur leikur undir stjórn Robert Darling. Kl. 13:30 Safnast saman viö Hagatorg. Kl. 13:45 Skrúöganga frá Hagatorgi í Hljómskálagarð. Lúörasveit Reykjavíkur leikur undir stjórn Edward J. Frederiksen. Skátar ganga undir fánum og stjórna báöum göngunum. Hallargarðurinn og Tjörnin Kl. 13:00- 18:00. í Hallagarði verður minígolf, Brúðubíllinn, fimleikasýning og skemmtidagskrá á sviði. Á tjörninni verða róðrabátar frá Siglingaklúbbi íþrótta- og tómstundaráðs. Sýning módelbáta, fallhlífa- stökk. Hljómskálagarður Kl. 14:00 - 18:00. Skátadagskrá, tjaldbúöir og útileikir. Skemmtidagskrá, skemmti- atriöi, mini - tívolí, leikir og þrautir, skringi dansleikur, glímusýning, þjóödansar og fornmannaiþróttir. Dýrasýning i Reiðhöllinni Kl. 13:00-19:00. Húsdýr og gæludýr. Börnum gefinn kostur á að komast á hestbak. Aögangur ókeypis. Akstur og sýning gamalla bifreiða Kl. 13:15 Hópakslur Fornbílaklúbb Islands vestur Miklubraut og Hringbraut, umhverfis Tjörnina og á Háskólavöll. Hátíðardagskrá i Miðbænum á þremur svlðum, Lækjargötu, Hallargarði og Hljóm- skálagarði. Iþróttir Kl. 10:00 Reykjavikurmót i sundi í Laugardalslaug. Kl. 10:00-12:00 17. júní-mót unglinga í tennis á Víkingsvelli. Kl. 16:00 Flugleiöamót i frjálsum IþróttUm veröur á frjálsiþróttavellinum i ^augardal. Götuleikhús í Miðbænum starfar á hátiöarsvæöinu kl. 15:20-17:00. Risakóngulóin Auöhumla leiðir leikhópinn, álfa, tröll, trúða, risa og ýmsar furöuverúr í berjamó og til skringidansleiks I Hljómskála- garöi. Börn og unglingar, komið í furöufötum og skrautlega máluö i bæinn og takið þátt í hátiöarhöldunum. ATH. Bilastæ&l á Héskólavelll og é Skólavör&uholtl. Týnd börn var&a I umslón gæslufólka é Frfklrkjuvagl 11. Upplýslngar I afma 622215 Sjúkrastofnanir Landsfrægur skemmtikraftur heimsækir barnadeildir Landakotsspitala og Landsspitala • Skemmtidagskrá í Miðbænum: tronuborg cLE/íc Ralluri h1-JOmskáugardur LEIKSVID|-*t HLJÓMSKÁLAGARÐUR BARNA- OG FJÖLSKYLDUSKEMMTUN Kl. 14:00 Fjörkarlar. Kl. 14:10 Tóti Trúöur. Kl. 14:20 Húsleikur. Kl. 14:40 Danshópur 10-12 ára frá Dansstúdíóí Dísu. Kl. 14:50 Sönghópurúr Austurbæjarskóla. Kl. 15:00 Dindill og Töfraþvottahúsið. Kl. 15:20 Fjörkarlar. Kl. 15:40 Trúðleikur. Kl. 16:00 Hljómsveitin Júpiters leikur fyrir skringidansleik með þátttöku Götuleikhúss. Kl. 16:30 Fjörkarlar með barna- og fjölskyldudansleik ÞJÓÐLEGA SVIÐIÐ LEIKPALLUR Kl. 14:00 Lúðrasveit Reykjavíkur. Kl. 14:10 Þjóðdansafélag Reykjavikur. Kl. 14:30 Harmonikkufélag Reykjavíkur. Kl. 14:50 Glimusýning (Fornmannaíþrótt). 00 22 30 22 30 23 00 02 00 HALLARGARÐUR Kl. 14:00 Brúðubíllinn 30 mín. leikþáttur * Hvar er pabbi minn? Kl. 14:30 Fimleikasýning, FimleikadeildÁrmanns. Kl. 14:45 Hjalti Úrsus sýnir kraftaþrautir. Kl. 15:00 Tóti Trúður. Kl. 15:10 Sönghópur. Kl. 15:20 Trölla og álfadans. Kl. 15:40 Harmonikkufélag Reykjavíkur. KVÖLDSKEMMTUN I MIÐBÆNUM Sálin hans Jóns míns. Uppstilling. Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar. Ásamt hljómsveitinni koma fram: Ari Jónsson. Björgvin Halldórsson. Valgeir Guðjónsson. Áslaug Fjóla. Pétur Kristjánsson. Strætisvagnar aka frá Lækjartorgi að lokinni skemmtuninni. LÆKJARGATA 14:00 Áslaug Fjóla syngur. 14:10 Valgeir Guðjónsson. 14:25 Trúðleikur. 14:35 Lög úr barnaleikritinu Regnbogastrákurinn. Kl. 14:45 Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar. Kl. 15:00 Hljómsveitin Júpiters spilar og danshópur sýnirgötusamba. Kl. 15:25 Húsleikur. Kvölddagskrá: Fyrir eldri borgara: Kvöldskemmtun í Miðbænum Kl. 20:00 - 02:00 Kl. 21:00 - 22:30 Sálin hans Jóns míns. Kl. 22:30 - 02.00 Hljómsveit MagnúsarKjartans- sonar skemmtir ásamt ýmsum landsþekktum skemmtikröftum. Lýðveldis-tónleikar í Laugardalshöll kl. 20:00-02:00 17. júní. ÍTR gengst fyrir tónleikum í Laugardalshöll í samvinnu viö tónlistarfólk sem er á leið í tónleikaferö til Rússlands i samvinnu við samtökin „Next stop Sovét". Skemmtiatriði: Kl. 20:00 Þjóðlagatónlist. Kl. 20:30 Leikhópur. Kl. 20:45 Ottó og nas- hyrningarnir. Kl. 21:20 É.é Kl. 21:50 Infernó 5. Kl. 22:30 EX. Kí. 23:00 Synir Júpiters. KL 23:40 Hilmar Örn Kl. 23:50 Risaeölan. Kl. 00:30 Vinir Dóra. Kl. 01:15 Sniglabandió. Milli atriöa, Siguröur Björnsson farandsöngvari. Kynnir: Valdimar Örn Flygenring. Aögangseyrir kr. 500,- Miöasala verður úr sölutjaldi i Miöbænum að deginum og í Laugardalshöll um kvöldið. Strætisvagnar aka frá Laugardalshöll aö loknum tónleikum. Félagsstarf aldraðra t Reykjavik Skemmtun á Hótel íslandi kl. 14:00-17:00. Skemmtidagskrá og dans. Aðgangseyrir kr. 500,- Friar veitingar. Félag eldri borgara Skemmtun í Goöheimum, Sigtúni 3. Skemmtiatriöi og dans kl. 19:45-01:00. Aðgangseyrir kr. 400,-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.