Þjóðviljinn - 20.06.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.06.1989, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 20. júní 1989 107. tölublað 54. árgangur Ríkisstjórnin Kröfum almennings mætt Heildarskattbyrði staðgreiðsluskatta lœkkar um2%og raunvextir um 1%-1,25%. Þýðir óþúsund króna aukningu ráðstöfunartekna á mánuði hjáfjölskyldu. Mjólkurlítrinn lœkkar um 4 krónur ídag, blýlaust bensín um 2 krónur lítrinn Verðálambakjöti niður um allt að 25%. Þessar aðgerðir rfltisstjórnar- . lækkar um rúmlega 2%. Fyrir með 1,5 - 2 miljón króna skuldir 4%. Með þessu er farið inn á innar eru jákvætt skref af finmirm mannn fíftlsirvlHii m^a lækka um allt að 15% eða sem sömu braut og í flestum löndum i essar aðgerðir ríkisstjórnar- innar eru jákvætt skref af hennar hálfu og með þeim koma stjórnvöld til móts við kröfur al- mennings um lækkun verðlags, skatta og virðir gerða samninga. Hvort þetta kom á óvart eða ekki skal ég ekkert um segja nema að það hefur ekki verið hefð fyrir þvi á íslandi að stjórnvöld víki frá stefnu sinni. Rfkisstjórnin er því meiri af þessum gerðum sínum og við munum láta af aðgerðum að sinni, sagði Ogmundur Jónasson formaður BSRB. í sameiginlegri ályktun ASÍ og BSRB um aðgerðir ríkisstjórnar- innar segir efnislega að þessum árangri sé að þakka sterkri sam- stöðu almennings og þó ekki hafi að fullu verið komið til móts við kröfur samtaka launamanna meti þau þessi viðbrögð rfkisstjórnar- innar. í kjölfar aðgerða samtaka launamanna gegn nýlegum verð- lagshækkunum og samráðsfund- um með forystu ASÍ og BSRB hefur ríkisstjórnin ákveðið að á næstu dögum komi til fram- kvæmda ýmsar breytingar sem bæta lífskjör almennings og treysta grundvöll nýgerðra samn- inga. Helstu breytingarnar eru þessar: - Staðgreiðsla venjulegrar fjölskyldu lækkar um 4 þúsund krónur á mánuði vegna lögbund- innar hækkunar á persónuafslætti og barnabótum frá 1. júlí. Skatt- leysismörk einstaklinga hækka úr 47 þúsund krónum á mánuði í rúmlega 51 þúsund. Fyrir ein- stakling með 70 þúsund króna mánaðarlaun þýðir þessi hækkun að skattbyrði tekjuskatta minnkar úr 12,25% í 10,0% eða 2,25% kaupmáttaraukningu. Þá hækka barnabætur um 9% Heild- arskattbyrði staðgreiðsluskatta lækkar um rúmlega 2%. Fyrir fjögurra manna fjölskyldu með 160 þúsund mánaðalaun þýðir þetta að staðgreiðsluskattar hennar minnka úr 18.400 krónum í 14.700 á mánuði. Skattbyrði af tekjum lækkar úr 11,5% í 9,2% sem þýðir kaupmáttaraukningu um 2,3%. Raunvextir í bankakerfinu lækka um 1% - 1,25% á næstu vikum og koma þær til fram- kvæmda í framhaldi af viðræðum ríkisstjórnarinnar að undanförnu við Seðlabankann. Þessi raun- vaxtalækkun mun einnig leiða til samsvarandi lækkunar á raun- vöxtum á ýmsum öðrum sviðum td. hjá lífeyrissjóðum. Við þetta gæti raunvaxtabyrði fjölskyldu með 1,5-2 miljón króna skuldir lækka um allt að 15% eða sem nemur um 2 þúsund krónum á mánuði. Eftir þessar breytingar á lækkun á staðgreiðslusköttum og raunvöxtum mun venjuleg fjöl- skylda hafa 6 þúsund krónur meira til ráðstöfunar í hverjum mánuði en hún hefur nú. í dag lækkar verð á mjólk um 4 krónur hver lítri sem er 6% lækk- un. Þessi verðlækkun stafar af auknum niðurgreiðslum sem að mestu verða fjármagnaðar úr rík- issjóði. Á næstu mánuðum er fyrirhugað að endurskoða niður- greiðslur á feitmeti. Þá hefur verið ákveðið að lækka verð á blýlausu bensíni um 2 krónur í þessari viku eða um Evrópu með því að gera blýlaust bensín hlutfallslega ódýrara en bensín með blýi í þágu umhverfis- verndar. Einnig hefur verið ákveðið að bjóða á næstu 3 - 4 mánuðum sér- unnið lambakjöt á tilboðsverði. í þessu felst að kjöt í sérstökum umbúðum verður selt á 20% - 25% lægra verði en annað kjöt. Kjötið verður til sölu alls staðar á landinu, niðursagað, sérpakkað í neytendaumbúðir og selt í hálf- um skrokkum. Þá er þegar hafið samstarf við verkalýðshreyfinguna og neyt- endasamtðkin að herða verðlags- eftirlit í því skyni að halda aftur af Ríkisstjórnin tilkynnti í gær ýmsar breytingar sem koma til framkvæmda í dag og á næstunni sem bæta munu lífskjör almennings og treysta grundvöll nýgerðra samninga. Mynd: ÞOM. ' ¦ Söluskattsinnheimta Fjölda fyrirtækja lokað Stór átak íinnheimtu vangoldins söluskatts ígœr. ÓlafurRagnar Grímsson: Allirsitji við sama borð. Snorri Olsen: Vanskil á opinberum gjöldum 9 miljarðar. Gott efvið náum inn miljarði. 1600fyrirtœki skulda 300 þúsund krónur eða meira í söluskatt sagði Ólafur Fjölda fyrirtækja um allt land var lokað í gær vegna van- goldins söluskatts. „Þessar að- gerðir marka kerfísbreytingu i innheimtu söluskatts sem hefur verið tvo mánuði í undirbún- ingi," sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra við Þjóðviljann í gær. Ólafur Ragnar sagðist hafa átt fundi með öllum sýslumönnum landsins til þess að undirbúa þetta átak við söluskattsinn- heimtuna og að héðan í frá ættu fyrirtæki ekki að komast upp með vanskil á söluskatti nema í mesta lagi mánuð eftir eindaga. „Grundvallarreglan er sú að hér eftir munu allir sitja við sama borð og enginn mannamunur verður gerður, Ragnar. Þá er ráðuneytið með ýmsar aðgerðir á prjónunum sem eiga að koma í veg fyrir að eigendur fyrirtækja geti breytt um nafn á fyrirtækinu til þess að komast hjá því að greiða opinber gjöld. Snorri Ólsen deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu sagði að í Reykjavík skulduðu um 800 aðil- ar 300 þúsund krónur eða meira hver í söluskatt, en til þeirra nær þessi aðgerð núna. Annarsstaðar á landinu er fjöldinn álíka mikill, þannig að samtals eru þetta um 1600 aðilar sem skulda söluskatt fyrir 300 þúsund eða meira. Sum þessara fyrirtækja eru í gjaldþroti þar á meðal það fyrirtæki sem skuldar me.u, eða um 86 miljónir króna. Það eru því á annað hundrað fyrirtæki sem mega eiga von á lokun í þessari viku í Reykjavík og nokkur þessara fyr- irtækja skulda tugi miljóna í sölu- skatt. Stefnt er að því að ljúka þessari aðgerð fyrir helgi en þá á að snúa sér að aðilum sem skulda undir 300 þúsundum króna. Samtals er talið að ríkið eigi útistandandi um þrjá miljarða króna vegna van- goldins söluskatts en níu miljarða ef litið er til allra opinberra gjalda. „Við erum að herða aðgerðir við innheimtu allra opinberra gjalda. Ég tel gott ef okkur tekst að ná inn 10% af útistandandi gjöldum en það er um miljarður króna," sagði Snorri. verðhækkunum eins og kostur er. Að sögn Ólafs Ragnars Gríms- sonar fjármálaráðherra kosta þessar aðgerðir ríkissjóðs um 100 - 200 miljónir króna en á móti verður reynt að spara og draga úr útgjöldum ríkisins. Ráðherra sagði það sem gæfi svigrúm til þessara aðgerða væri ma. sá stóðugleiki sem kominn væri á lánsfjármarkaðinn og viðskipt- akjörin við útlönd. Varðandi bensínlækkunina væri þar verið að taka forskot á þá lækkun sem fyrirsjáanleg væri erlendis. -grh Mjög mikið var að gera hjá tollstjóraembættinu í gær vegna lokananna. Mörg þeirra fyrir- tækja sem lokað var í gærmorgun brugðust skjótt við og greiddu skuld sína þannig að þau gátu hafið eðlilegan rekstur, en önnur fyrirtæki brugðust ekki jafn skjótt við og eru enn innsigluð. Ástandið virðist töluvert mis- jafnt eftir sveitarfélögum og landshlutum, þó er áberandi að ástandið er lang verst í Reykjavfk að sögn Snorra, enda mun fjöl- breyttari atvinnurekstur þar en annarsstaðar á landinu. Stefnan er svo sú að eftir álagn- ingu hvers mánaðar verður kann- að hverjir ekki standa í skilum og lokað hjá þeim. -Sáf Fánamálið Þjóðin svívirt Þrír bandarískir hermenn eru nú í gæsluvarðhaldi á Keflavíkur- flugvelli fyrir að svívirða íslenska fánann og fána erlendra ríkja á þjóðhátíðardegi íslendinga. Her- mennirnir verða dæmdir sam- kvæmt íslenskum lögum og geta átt yfir höfði sér allt að eins árs fangelsi. Gunnar G Schram lög- fræðingur og sérfræðingur í al- þjóðarétti segir hermennina tví- mælalaust hafa brotið á friðhelgi sendiráða sem liljóti að vera litið alvarlegum augum. Vigfús Geirdal forvígismaður utanríkishóps Alþýðubandalags- ins segir þennan atburð mjög al- varlegan og það beri hiklaust að dæma hermennina til þyngstu refsingar samkvæmt íslenskum lögum. Það eigi ekki að láta bandarísku herstjórnina velkjast í neinum vafa um að svona mál verði ékki þoluð. Aðfaranótt 18. júni barst lög- reglunni í Hafnarfirði tilkynning um að sést hefði til manna skera niður íslenska þjóðfánann. Skömmu síðar tilkynntu vegfar- endur um svipað athæfi við Engi- dal, á bæjarmörkum Hafnar - fjarðar og Garðabæjar.Skömmu síðar stoppaði Hafnarfjarðarlög- reglan bíl af Keflavíkurilugvelli vegna hraðaksturs og kom þá í ljós að þar voru fánaskerarnir á ferð. Grunur leikur á að menn- irnir hafi verið ölvaðir. Alla vega taldi lögreglan mennina ekki hæfa til skýrslutóku þá um nótt- ina. f fórum mannanna fundust 24 fánar flestir íslenskir. Einnig höfðu þeir skorið niður fána tékkneska sendiráðsins, austur þýska sendiráðsins og kínverska sendiráðsins ásamt fána Garða- bæjar, Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar. Hermennirnir verða einnig dæmdir af bandarískum herrétti en"þar geta þeir átt von á enn þyngri refsingu en fyrir íslenskum dómstólum, bæði fangelsisvist og fjársekt svo og brottrekstri úr hernum með skömm. í Brenni- depli á blaðsíðu 3 í Þjóðviljanum í dag er fjallað um heræfingar bandaríska hersins hér á landi. -hmp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.