Þjóðviljinn - 20.06.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.06.1989, Blaðsíða 2
_________FRÉTTIR Friðarbarátta Kvennamessa við sumarsólstöður Friðarsinninn Helen Caldicott og íslenskir kvenprestar með kvennamessu í Seltjarnarneskirkju Hinn frægi friðarsinni, læknir- inn Helen Caldicott er stödd hér á landi í boði íslenskra kvenna sem eiga það sameiginlegt að berjast fyrir friði og gegn kjarn- orkuvá. Helen Caldicott hefur helgað líf sitt baráttu gegn kjarnorkuvá og þeirri miklu mengun sem ógn- ar veröldinni. Hún var meðal þeirra sem börðust fyrir frysting- arhugmyndunum á árunum eftir 1980 og beitti sér fyrir stofnun samtaka lækna gegn kjarnorku- vá, sem hafa verið mjög virk. Helen er þeirrar skoðunar að konur hafi sérstakt hlutverk nú, vegna þess að þær standa utan hernaðarvélarinnar og þær eigi að grípa til sinna ráða til að stöðva þá helför sem mannkynið stefnir að með vígbúnaði og um- hverfisspjöllum. Heimsókn Helenar Caldicott hingað til lands er lokapunktur þeirrar dagskrár sem fylgdi í kjölfar Nordisk forum í Osió í fyrrasumar. Hún hélt í gær fyrir- Iestur í Þjóðleikhúsinu og mun á morgun verða við kvennamessu í Seltjarnarneskirkju, þar sem ís- lenskir kvenprestar sjá um messugjörð. Messan er haldin til að leggja áherslu á bænir um frið meðal manna og mikilvægi kvenna í baráttunni gegn vígbún- aði og umhverfisspjöllum. Sem fyrr segir verður messan í Seitjarnarneskirkju og hefst hún kl. 20.30. -ns. Séra Jakob Jónsson er látinn Á laugardag lést einn af at- kvæðamestu kennimönnum ís- lensku kirkjunnar, dr.thcol. Jak- ob Jónsson. Sr. Jakob var af þekktum prestaættum austfirskum, fæddur árið 1904 á Hofi í Álftafirði. Hann lauk guðfræðiprófi 1928, stundaði framhaldsnám á fjórða áratugnum og síðar og lauk dokt- orsprófi árið 1965. Hann hóf prestskap 1929, þjónaði íslensk- um söfnuðum vestanhafs um fimm ára skeið og Hallgríms- prestakalli í Reykjavík 1941- 1974. Sr. Jakob hefur samið ljóð- Sr. Jakob Jónsson abækur, bækur um Nýjatestam- entisfræði, sjálfsævisögu og leikrit - eru fáar vikur síðan helgileikir eftir hann voru frum- fluttir í Hallgrímskirkju. Eftirlif- andi kona sr. Jakobs er Þóra Ein- arsdóttir Hættur við að hætta Benedikt Gröndal hefur dregið til baka uppsögn sína sem sendi- herra. Ástæðan er sú að Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra hefur boðið honum starf sem sendiherra íslands við Sameinuðu þjóðirnar í haust þeg- ar Hans G. Andersen lætur af störfum vegna aldurs en það verður 1. október. Þá var Hannes Jónsson heimasendiherra kallað- ur fyrir utanríkisráðherra í gær vegna ummæla sem hann hefur látið frá sér fara að undanförnu en hann hefur m.a. sagt að utan- ríkisráðherra hafi farið að ráðum fúskara við endurskipulagningu utanríkisþjónustunnar. 17 barna móðir heiðruð Þórhalla Oddsdóttir var heiðruð af Kvennalistakonum í Reykja- vík í gær, kvennadaginn 19. júní. Þórhalla verður níræð 12. júlí nk. og dvelst nú á Hrafnistu í Reykja- vík. Hún ól 17 börn og kom þeim öllum á legg. Hún bjó alla sína starfsævi á Kvígindisfelli í Tálknafirði þar sem stunduð var útgerð samfara hefðbundnum búskap. f fréttatilkynningu frá Kvennalistanum segir að þegar afreksfólki sé sýndur sómi á tylli- dögum vilji hvunndagshetjan gleymast. Þórhöllu var afhent viðurkenningarskjal sem á var letrað: „Við vottum þér, Þórhalla Oddsdóttir, virðingu okkar og viðurkenningu fyrir mikilfeng- legt ævistarf.“ Kvennalistinn á Reykjanesi heiðraði í gær Sigur- veigu Guðmundsdóttur en hún hefur tekið þátt í kvennabaráttu frá því hún var kornung stúlka. Sigurveig verður áttræð 6. sept- ember nk. Sigurveig er sjö barna móðir. Auk heimilisstarfa hefur hún verið kennari í Reykjavík og Hafnarfirði og unnið fræðastörf. Henni var afhent árituð bók í til- efni dagsins. Umferðarslys Stúlkan, sem lést í umferðarslysi á mótum Laugavegar og Vitastígs að morgni sl. fimmtudags, hét Harpa Rut Sonjudóttir. Harpa Rut var 19 ára, fædd 29. janúar 1970 og bjó á Unnarbraut 9, Sel- tjarnarnesi. 16 ára stúlka var Aðstandendur og undirbúningshópur kvennamessu. Sitjandi eru Jónína Margrét Guðmundsdóttir, Helen Caldicott og séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir. Standandi: Guðrún Árnadóttir, Lise Plum frá danska Friðar- sjóðnum, Kristín Ástgeirsdóttir, Gerður Steinþórsdóttir og Ingibjörg Magnúsdóttir. Mynd: Jim Smart. Grálúða Kvótinn búinn og gott betur Grálúðuaflinn í maí var 29.794 tonn og er þá heildar- grálúðuaflinn það sem af er árinu orðinn 41.731 tonn, en var á sama tíma í fyrra 34.235 tonn. Til marks um mikilvægi þessa afla- fengs má benda á að árið 1988 var grálúðuaflinn 49.047 tonn og á því ári gaf grálúðan, miðað við F. o. b. verð, gjaldeyristekjur uppá 2.232.486.607 krónur. Þessar bráðabirgðatölur Fisk- ifélags íslands um grálúðuaflann eru athyglisverðar að því leyti að heildargrálúðukvótinn var á- kveðinn 30 þúsund tonn í ár og 1990. Að baki þeirri kvótaá- kvörðun lá það mat Haf- rannsóknastofnunar að stofninn muni með þessari veiði nánast standa í stað. Hins vegar mun hann minnka við bæði 40 þúsund og 50 þúsund tonna afla. Það sem af er árinu er þorskafli landsmanna orðinn um 187.115 tonn sem er tæpum 7 þúsund tonnum meiri afli en á sama tíma í farþegi í bflnum og slasaðist hún alvarlega og liggur enn þungt haldin á gjörgæsludeild Borgar- spítalans. DV stefnt Landbúnaðarráðuneytið hefur stefnt DV fyrir siðanefnd Blaða- mannafélagsins vegna skrifa blaðsins um landbúnaðarmál þriðjudaginn 13. júní sl. þar sem fjallað er um frjálsan innflutning á landbúnaðarvörum og því hald- ið fram að slíkt hefði mjög mik- inn sparnað í för með sér fyrir almenning. Að sögn landbúnað- arráðuneytins koma þar fram staðhæfingar sem standast ekki. Þá gætir ósamræmis að sögn ráðuneytisins í frétt í sama blaði um verð á kartöflum. Vill land- búnaðarráðuneytið fá úr því skorið hvort þessi fréttaflutning- ur DV samræmist siðareglum fé- lagsins. Lánskjaravísitalan hækkar Lánskjaravísitalan hefur hækkað um 2.63% milli mánaðanna júní og júlí. Þetta kemur fram í frétt- atilkynningu frá Seðalabankan- um. Lánskjaravísitalan 2540 mun gilda fyrir júlímánuð. Þetta sam- svarar 36,5% hækkun á einum mánuði, 24,2% hækkun síöustu sex mánuði og 17,9% hækkun síðustu 12 mánuði. fyrra. Þá er heildaraflinn aðeins 2 þúsund tonnum minni en fyrir ári síðan eða 945.440 tonn á móti 947.426 tonnum 1988. Á því ári veiddust rúmlega 1,7 miljón tonn sem er hið mesta í sögu landsins. Þegar tillit er tekið til þessara Hagstæður vöruskiptajöfnuður Vöruskiptajöfnuður var hag- stæður um rúman 1,1 miljarð króna í marsmánuði. Út var flutt fyrir rúma 6,7 miljarða en inn fyrir tæpa 5,6 miljarða. Fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins var vöruskiptajöfnuður hagstæður um tæpa 2,9 miljarða króna en á sama tíma í fyrra var hann óhag- stæður um rúma 2,1 miljarða króna á sama gengi. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs var verðmæti vöruútflutnings 16% meira á föstu gengi en á sama tíma í fyrra. Þá hefur vægi sjávarafurða aukist um 12% frá því í fyrra og er fyrstu þrjá mánuðina í ár 70% alls út- flutnings. Árás kínverska hersins mótmælt Samtök herstöðvaandstæðinga hafa mótmælt árás kínverska hersins á óvopnaða mótmælend- ur á torgi hins himneska friðar við kínverska sendiherrann. í álykt- un samtakanna segir að þessi árás sé sérstaklega hörmuleg nú þegar þíða er í samskiptum stórveld- anna og horfur á að samningar náist um afvopnun og bætt sam- skipti þeirra á ýmsum sviðum. Þá segir að þessar aðgerðir og hand- tökur á leiðtogum námsmanna muni einangra kínversk stjórnvöld á alþjóðavettvangi. Hvetja samtökin kínversk stjórnvöld að láta nú þegar af of- góðu aflabragða sem verið hafa og þeirrar kvótaskerðingar sem ákveðinn var í upphafi ársins má ljóst vera að lítið verður um fisk- veiðar hjá mörgum útgerðum þegar líða tekur á árið. -grh sóknum á leiðtogum námsmanna og mótmælenda. Óvenjulegir tríótónleikar Óvenjulegir tríótónleikar verða í Norræna húsinu annað kvöld. Það eru þrír tónlistarnemar, þeir Halldór Hauksson, píanó, Sigur- björn Bernharðsson, fiðla og Stefán Örn Arnarson, selló, sem allir eru í lokaáfanga í tónlistar- námi, sem efna til tónleikanna. Þeir leika verk eftir Beethoven, Shostakovich og Mendelssohn. Þeir hófu samstarf fyrir rúmu ári að hvatningu kennara sinna, þeirra Guðnýjar Guðmundsdótt- ur, Gunnars Kvarans og Gísla Magnússonar og hafa æft reglu- bundið síðan. Þetta eru fyrstu sjálfstæðu tónleikar tríósins. Norskur forstööu- maður í Færeyjum Norðmaðurinn Jan Klövstad hef- ur verið ráðinn sem forstöðu- maður Norræna hússins í Fær- eyjum. Ráðningartíminn er frá 1. október 1989 til 30. september 1993. Klövstad er fæddur árið 1956 og starfar sem upplýsinga- fulltrúi og ritstjóri hjá aðalstöðv- um Vinstri flokksins í Osló. ABR Sumarferð á Reykjanes Hin árlega sumarfcrð Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík verður farin næstkomandi laug- ardag, og nú verður farið suður með sjó. Viðkomustaðir verða Garðskagi, Reykjanesviti, Selat- angar og Vigdísarvellir. Farið verður á Reykjanesið þrátt fyrir heræfingar amerískra dáta á svæðinu, og að sögn Stef- aníu Traustadóttur formanns ABR, var lögreglustjóranum á Keflavíkurflugvelli sent skeyti, þar sem tilkynnt er um ferðina. Áningarstaðir eru þó allir utan hins svokallaða varnarsvæðis og farið verður eftir þjóðvegum. Annars verður þetta hefð- bundin sumarferð og leiðsögn og fræðsla verður í höndum færustu manna, og meðal þeirra eru Ægir Sigurðsson og Stefán Bergmann sem eru þaulkunnugir á þessum slóðum. Nánar er sagt frá ferð- inni í auglýsingu í flokksdálki í dag. 2 SÍOA - ÞJÓÐVILJINN Þríðjudagur 20. júní 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.