Þjóðviljinn - 20.06.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.06.1989, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Hvalur Síðasta vertíðin hafin Aðeins heimiltað veiða 68 langreyðar en engar sandreyðar Tvö hvalveiðiskip, Hvalur 8 og 9 héldu til hvalveiða í vísinda- skyni á sunnudag. Vertíðin í ár er sú síðasta í bili og verður að þessu sinni aðeins leyft að veiða 68 lang- reyðar en engar sandreyðar. Alls munu um 160 - 170 manns vinna við vinnslu og veiðar hjá Hval hf. á meðan á vertíðinni stendur. - Samkvæmt upphaflegri áætlun Hafrannsóknastofnunar um hvalveiðar í vísindaskyni stóð til að veiða 80 langreyðar og 40 sandreyðar, en til að koma til móts við tilmæli Alþjóðahval- veiðiráðsins á nýafstöðnum árs- fundi þess ákvað íslenska sendin- efndin að skera niður áður ák- veðinn veiðikvóta í 68 langreyðar og að engar sandreyðar yrðu veiddar. Þá hafa íslensk stjórnvöld lýst því yfir að á næsta ári, 1990 verði engar hvalveiðar stundaðar hér við land og að frek- ari ákvarðanir um þær muni bíða niðurstöðu heildarúttektar á hvalastofninum sem væntanlega mun liggja fyrir á næsta ári. Á ársfundinum kom fram á- lyktunartillaga um hvalveiðar ís- lendinga sem flutt var af 11 að- ildarríkjum ráðsins. í aðfararorð- um tillögunnar er minnst á fyrri ályktanir ráðsins um þetta efni. Þar kemur einnig fram að ísland hafi staðið við fyrirheit að leggja fram sérstaka skýrslu um niður- stöður veiðanna 1988 og að gerð- ar hafi verið endurbætur á rannsóknáætluninni. Þá kemur fram að hvalatalningar íslend- inga hafi verið mikilvægt framlag til vitneskju um hvalastofna í N - Atlantshafi og að rannsóknir ís- lendinga hafi verið framkvæmdir af vísindalegri nákvæmni. - Það er mjög erfitt að spá nokkru um það hvort hvalveiðar í atvinnuskyni verða leyfðar á ný eftir 1990 þegar hvalveiðibann Alþjóðahvalveiðiráðsins rennur út. Eftir þennan 41. ársfund ráðs- ins og þeim viðtökum sem sjón- armið okkar fengu þar er ég þó frekar bjartsýnn á að svo verði. Hins vegar er afstaða okkar í þeim efnum alveg óbreytt að svo skuli gert, sagði Halldór Ásgríms- son sjávarútvegsráðherra. Hann sagði ennfremur að ef „grænfrið- ungar ætluðu sér að herða að- gerðir gegn íslendingum í sumar hlytu þær að byggjast á illvilja í okkar garð“. Þá bauð sjávarútvegsráðherra til aðalfundar Alþjóðahvalveiði- ráðsins og fundar vísindanefndar þess árið 1991. Verða fundirnir haldnir í Reykjavík í maí það ár. -grh Þröngt máttu sáttir sitja á stofnfundi Birtingar á Hótel Borg. Mörður Árnason er í ræðustól og á óskipta athygli annarra stofnfélaga. Mynd: ÞÓM. Birting Fjölmenni á stofnfundi Rúmlega 100 manns gerðust stofnfélagar Birtingar, félags jafnaðar- og lýðrœðissinna Rúmlega eitt hundrað manns sótti stofnfund Birtingar, fé- lagsjafnaðar- og lýðræðissinna, á Hótel Borg á sunnudaginn og gerðust nær allir stofnfélagar. Þótt hið nýja félag eigi aðild að Alþýðubandalaginu er rúmur fímmtungur félaga þess utan flokks. Fjörugar umræður voru á stofnfundinum og sættu Alþýðu- bandalag og ríkisstjórn gagnrýni sem var „hvöss en jákvæð“. Að sögn Árna Páls Árnasonar, eins nýkjörinna stjórnarmanna, er ekki búið að taka saman alla lista yfir stofnfélaga en þó er ljóst að þeir eru eitthvað á annað hundrað talsins. Á stofnfundinum var ítarlega rætt um tvenn ályktunardrög og að endingu samþykkt að vísa þeim til nýkjörinnar félagsstjórn- ar til frekari úrvinnslu. I annarri var fjallað almennt um stjórnmál hérlendis sem erlendis en í hinni um störf og stefnu ríkisstjórnar- innar, stefnan lofuð en ýms vinn- ubrögð löstuð. Stofnfélagar samþykktu ein- róma ný lög í fjórum greinum þar sem félagið og markmið þess eru skilgreind, kveðið á um að öllum óflokksbundnum mönnum og fé- lögum Alþýðubandalagsins sé heimil aðild og mælt fyrir um ár- legan aðalfund og það verkefni hans að kjósa 7 manna stjórn. Samkvæmt 4. grein skiptir stjórn með sér verkum. Áuk Árna Páls náðu Mörður Árna- son, Margrét S. Björnsdóttir, Hrafn Jökulsson, Ragnheiður Gyða Jónsdóttir, Kjartan Val- garðsson og Sigríður I. Sigur- björnsdóttir kjöri. Að sögn Árna Páls verður fyrsti stjórnarfundur líklega haldinn á morgun og verð- ur Birtingu þá kjörinn formaður. ks Þriðjudagur 20. júní 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 WARNING RESTRICTED AREa - KEEP oiit » * PERSONNEL ONLV it IS UNLíL*?™0*12^ THIS FACILITY WlTHOUT COMMANDING OFFICER. U.S. NAVCOMMSTa ALL PERSONNEL AND THE PROPERTV UNpfH txe* ' CONTROL WITHIN THIS RESTRICTED AREA ART SUBJECT TO SEARCH. • aðvörun BANNS.W AÐGANGUR: °^yF|S YFIRMANNS svÆÐ! A^ST00VAR VS&&rJSS&~* • ^abaAngb'- Utanríkisráðuneytið hefur gefið lögreglunni á Keflavíkurflugvelli skýr fyrirmæli um að halda (slendingum frá ákveðnum hluta Reykjanessskagans, á meðan bandarískir hermenn æfa varnir herstöðvarinnar. Heima- varnarliðið ætlar að verja landið. Mynd: Jim Smart. Heimavamaiiiðið í viðbragðsstöðu Idag koma eittþúsund banda- rískir hermenn til landsins til að æfa varnir herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. Herstöðvar- andstæðingar hafa myndað sér- stakt heimavarnarlið í tilefni æf- ingarinnar og ætlar heimavarn- arlið að fara könnunarferðir um heræfíngarsvæðin þrátt fyrir fyr- irmæli íslenskra stjórnvalda um skert ferðafrelsi íslendinga á eigin landi. Lögreglan á Keflavík- urflugvelli hefur fengið fyrirmæli um að framfylgja fyrirmælum um „ferðatakmarkanir“ eins og það var orðað hjá varnarmála- skrifstofu utanríkisráðuneytisins í gær. Samtök herstöðvaandstæðinga hafa boðað til mótmælafundar fyrir framan bandaríska sendi- ráðið við Laufásveg klukkan hálf sex í dag. Þar verður heræfingun- um, sem eru þær umfangsmestu sem hér hafa verið haldnar, mót- mælt og einnig þeirri skerðingu á ferðafrelsi íslendinga sem þeim á að fylgja. Þá mun heimavarnar- liðið verða í viðbragðsstöðu þá daga sem æfingamar standa yíir og í yfirlýsingu frá því segir, að yfirlýsingar utanríkisráðuneytis- ins og bandarískra hernaðaryfir- valda um sérstök herlög og refs- ingar fyrir óheimila för inn á bannsvæði herstjórnar, séu úrelt- ar og að engu hafandi. Þessar yf- irlýsingar rekist á almenn lands- lög og almannaheill. Hverjir eiga ísland? Lögreglustjórinn á Keflavíkur- flugvelli hefur fengið skýr fyrir- mæli um að halda löndum sínum frá bandarísku hermönnunum og landssvæði því sem þeir athafna sig á. Þorgeir Þorsteinsson lög- reglustjóri á Keflavíkurflugvelli sagði að hann og hans menn myndu reyna að tryggja að menn færu fram með friði og spekt. En menn hefðu verið kotrosknir og ætluðu sér stóra hluti og ekki væri hægt að hunsa það. Lögreglan á vellinum er ekki mjög margliðuð en Þorgeir sagðist ekki hafa áhyggjur af því. „Það er til lög- regla víðar en hjá okkur,“ sagði Þorgeir í samtali við Þjóðviljann. Ef kæmi til ófriðar yrði leitað að- stoðar annarsstaðar. Heimildir Þjóðviljans herma að Víkingasveit lögreglunnar sé við öllu búin. Það yrði hins vegar sorglegt hlutskipti þeirrar sveitar ef hennar fyrsta stórverkefni yrði að flæma íslenska rikisborgara af íslensku landssvæði til að er- lendur her geti athafnað sig þar í næði. Þorgeir Þorsteinsson kann- aðist ekki við áætlanir um kvaðn- ingu Víkingasveitarinnar en sagðist vona að ekki þyrfti á að- stoð hennar að halda. Það færi I BRENNIDEPLI eftir hegðun almennings hver viðbrögð lögreglunnar yrðu en fyrirmælin væru skýr eins og þau hefðu verið auglýst. Heimavarnarliðið segir í yfir- lýsingu sinni að það muni láta reyna á það til hins ýtrasta næstu daga hvorir séu rétthærri á ís- lenskri grund, óvopnaðir íbúar landsins eða vígvæddir banda- rískirhermenn. „Umgengnisrétt- ur um landið er grundvallar- mannréttindi sem ekki verður liðið að séu fótum troðin og allra síst að undirlagi erlendrar herstjórn- ar,“ segir orðrétt í yfirlýsingunni. Lögreglan á Keflavíkur- flugvelli með til- skipun um að stugga íslending- um afherœfinga- svæðinu. Heimavarnarliðið á verði og kannar aðstœður. Víkingasveitin í viðbragðsstöðu? Herinn venjist aðstæðum Heimavarnarliðið heldur í sína fyrstu könnunarferð um æfingar- svæðið frá Umferðarmiðstöðinni klukkan 19 á morgun. Á laugar- dag verður síðan haldið í aðra ferð frá sama stað klukkan 10 um morguninn. Skorar heimavarn- arliðið á sjálfboðaliða að vera vel skóaðir og hafa með sér grillmat, en grillað verður á áfangastað. í tilkynningu frá utanríkisráð- uneytinu segir að „Norður- Víkingur 89 æfingin", eins og herforingjar kalla uppákomuna, snúist um varnir íslands á hættu- tímum. En greinilegt er að bandaríska herstjórnin skilgrein- ir „ísland“ sem herstöðina á Keflavíkurflugvelli, því hvergi annarsstaðar á landinu eiga her- mennirnir að „venjast íslenskum aðstæðum“. En yfirvarp æfingar- innar er einmitt það að hermenn- irnir venjist aðstæðum hér á landi. Þeir hermenn sem eru hér að staðaldri munu koma sér fyrir varnarstöðu við Keflavíkurflug- völl og landar þeirra í varaliðinu ganga síðan til liðs við þá. Æfðar verða viðgerðir á fiugvellinum eftir sprengjuárásir og hefur Þjóðviljinn heimildir fyrir því að íslenskir Aðalverktakar muni koma þar eitthvað við sögu. Þar á bæ neita menn hins vegar að Að- alverktakar komi nálægt æfing- unum. Einnig verða flutningar á fólki æfðir, eldsneytisflutningar og skyndihjálp. Almannavarna- nefnd Keflavíkurflugvallar tekur þátt í heræfingunum í einn dag þegar æfð verða viðbrögð við móttöku á stórum hópi slasaðra. Heimildir blaðsins herma að stuggað hafi verið við fuglum á fyrirhuguðu æfingarsvæði og jafnvel að eitrað hafi verið fyrir þá. Þetta fæst hvergi staðfest. En Friðþór Eydal sagði Þjóðviljan- um að flugvallarstjórnin á Kefla- víkurflugvelli héldi regluiega úti „útrýmingarherferðum" á fugl- um við flugbrautirnar, til að varna slysum. Engin slík herferð er í gangi um þessar mundir sam- kvæmt upplýsingum flugvallaryf- irvalda. -hmp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.