Þjóðviljinn - 20.06.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.06.1989, Blaðsíða 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Af eigna- sköttum Andstæöingar hækkunar á eignaskatti hafa haft sig mjög í frammi að undanförnu, meðal annars með borgarafundi á Hótel Borg nú á dögunum. Þar voru haldnar harðorðar ræður um eignaskatta sem var líkt við eignaupptöku og þeim um leið lýst sem sérstakri árás á ekkjur og ekkla - en skattar á einstaklingum hækka meira vegna þess að skatt- leysismörk þeirra eru helmingi lægri en skattleysismörk hjóna. I skjali sem mótmælendur sendu frá sér síðast í gær eru ítrekuð hörð mótmæli gegn þessum hækkunum, sem komi misjafnlega niður eftir hjúskaparstétt og fylgja með útreikningar þar að lútandi. í leiðinni er svo mótmælt álagn- ingu svokallaðs „Þjóðarbókhlöðuskatts" sem Sverrir Her- mannsson kom á á sínum tíma til að flýta fyrir því að því þjóðarátaki mætti Ijúka að koma húsi yfir aðalbókasöfn landsins, en hann verður framlengdur sem endurbóta- skattur menningarbygginga. Fjármálaráðuneytið hefur svarað fyrir sig og mótmælt því að hér sé um einhvern sérstakan „ekknaskatt" að ræða. Það sé tekið það tillit til aðstæðna fólks, að skattaálagning breytist ekki næstu fimm árin eftir að maki fellur frá hjá þeim sem eftir situr í óskiptu búi. í öðru lagi sé um mjög fáa einstaklinga að ræða sem gætu sérstaklega orðið fyrir barð- inu á hærri tekjusköttum vegna missis maka síns. ( þriðja lagi séu ýmsar heimildir fyrir því í skattalögum að lækka eignaskatta þegar t.d. ekkja býr við skerta greiðslugetu. Vitanlega er það ekki við hæfi að stórþyngja skattbyrði fólks við það að maki fellur frá. Og því skipta verulegu máli bæði ákvæði um óbreytta stöðu gagnvart skattayfirvöldum í fimm ár og svo sú túlkun sem m.a. kemur fram í greinargerð fjármálaráðuneytisins um málið að „tekið skal tillit til greiðslugetu þess einstaklings sem skattinn á að bera“. Menn verða að eiga kost á því réttlæti sem áður fyrr var orðað á þá leið að menn ættu að leggja á skatta og skyldur „eftir efnum og ástæðum". Gangi þetta eftir er ekki ástæða til að taka undir ásakanir um sérstakan fjandskap núverandi stjórnar við ekkjur og einstaklinga. Þegar dæmi ekkjunnar er sett á oddinn er hinsvegar dregin athygli frá stærra samhengi þessa máls. En það er sígild spurning: hvar á að taka peningana? Hægriflokkar hafa fyrr og síðar verið andvígir sérstakri skattheimtu af háum tekjum og stærri eignum - vinstriflokkar hinsvegar hafa reynt að beita skattheimtunni til jöfnunar og til að þeir leggi meira til almannaþarfa sem meira hafa umleikis. Meira en svo: kjósendur þeirra krefjast þess beinlínis að þeir sæki peningana til þeirra „sem eiga landið", til þeirra sem t.d. hafa grætt verulega á neikvæðum vöxtum liðinna ára eða einhverjum öðrum fríðindum eða forréttindum í fasteigna- viðskiptum. Þessi sjónarmið hafa hinsvegar átt erfitt upp- dráttar vegna þess, að svo margar smugur eru til fyrir veru- lega ríkt fólk til að fela bæði tekjur og eignir í bókhaldsþoku: það reynist erfitt að góma þá sem mest hafa komið sér hjá skattheimtu. En þeim mun auðveldara að benda á nokkurn hóp saklausra einstaklinga sem verður eða gæti orðið óþyrmilega fyrir barðinu á skattbreytingum. Og þá er „ekkj- an“ orðin með nokkuð hráslagalegum hætti að peði í pólit- ísku tafli þeirra, sem vilja kveða niður alla tilburði til að háskatta miklar tekjur og stærri eignir og kalla allt slíkt „mis- skilda jafnaðarmennsku". ÁB KLIPPT... OG SKORIÐ Að selja pólitíkina í nýútkomnu júníhefti tímaritsins Mannlífs birtist grein eftir Örn D. Jónsson um áhrif fjölmiðla á stjórnmálalíf. Það er ofur glöggt tímanna tákn að efni þetta er á forsíðu ritsins kynnt með spurningunni „Hvað selur í stjórnmálum?'1 Spurningin er bersýnilega mjög hrá þýðing úr ensku - og lýtur reyndar að því sem allir vita, aö við erum á hraðri leið inn í það ástand að „erlendis er það orðinn stór bisn- ess að selja pólitíkusa“ eins og segir í grein Arnar. Og þar er líka talað um að „sá sem markaðssetti tvo síðustu frambjóðendur til forsetaembættis í Bandaríkjun- um er álitinn gjörningameistari". Væntanlega mun það drjúg og ábatasöm freisting að reyna að líkja eftir slíkum galdrakörlum, einnig hér uppi á skerinu Hann meig með bændum Með öðrum orðum: við erum á kunnugum slóðum, stjórnmála- fræðingar og fjölmiðlafræðingar eru fyrr og síðar að minna okkur á það, að það skipti alltaf minna og minna máli HVAÐ stjórn- málamenn eru í rauninni að segja í fjölmiðlum, heldur skiptir hitt sköpum, að þeir sjáist þar oft og reyni þá að koma sér sem ræki- legast fyrir í einhverju úthugsuðu og jákvæðu samhengi. Venjulega fylgja slíkum úttektum nokkur saknaðartár um liðna tíð þegar menn bitust hart í kappræðum og skrifuðu langhunda sér til fram- dráttar. í grein Arnar er þessum söknuði lýst á dálítið furðulegan hátt: „Fólk man það sem vel er gert. Óli Thors meig með bændum upp við vegg. Jónas frá Hriflu vakn- aði klukkan sex að morgni til að svara bréfum." En nú má spyrja: koma slíkar „minningar" því nokkuð við sem „vel var gert“ í tíð þeirra Ólafs Thors og Jónasar Jónssonar frá Hriflu? Er hér ekki einmitt um „ímynd“ að ræða - sem að sönnu var ekki breidd út með aðstoð sjónvarps heldur eftir boðleiðum munnmæla? Ólafur var svo af- skaplega alþýðlegur og hispurs- laus, Jónas var feiknalegur vinnuþjarkur sem vasaðist í öllu sjálfur. Og þar fram eftir götum. í rétta átt? En látum svo vera. Það fer víst enginn að mótmæla því, að fjöl- miðlar og þá einkum sjónvarp hafa breytt gífurlega aðferðum stjórnmálamanna við að koma sér á framfæri og möguleikum á að afla sér vinsælda. Og flestir telja þessar breytingar heldur til hins verra - með því að „mark- aðssetningin“ gerir inntak stjórnmálaumræðunnar enn fá- tæklegra og líklega óskiljanlegra en áður. Eða hvað vilja menn segja um þessa setningu hér úr grein Arnar D. Jónssonar: „Skýrasta dæmi þess að .. stjórnmál á íslandi séu að þróast í rétta átt eru þau eftirmæli sem Reagan forseti tekur með sér frá Hvíta húsinu. Hann er talinn vinsælasti forseti Bandaríkjanna frá upphafi, jafnvel þó hann hafi sannanlega gert eins lítið og hann komst upp með og jafnvel þótt hallarekstur aðstandenda hans á ríkinu sé fremur afskræming á kenningum Keynes en sú mark- aðshyggja sem hann boðaði í orði“. Þetta var skrýtið! Hvert er samhengi á milli „réttrar" þróun- ar íslenskra stjórnmála og þess, að Reagan forseta tókst að spila svo á fjölmiðla, að hann var manna vinsælastur eins þótt hann gerði lítið sem ekki neitt og þótt orð og gjörðir stönguðust á hrap- allega í hans stjórnsýslu? Meinar greinarhöfundur kannski það, að svoddan nokkuð geti ekki gerst á íslandi? Tja - hvað skal segja: Steingrímur Hermannsson er langvinsælastur stjórnmála- manna á íslandi - er það vegna þess að hann hafi komið svo miklu í verk? Eða litlu? Eða er það kannski vegna þess, að hann kann (eins og Reagan) afar vel á sjónvarp? Getur komið því inn hjá fólki að hann sé allt í senn, syndugur maður sem lætur sér á verða mistök (semsagt mann- legur eins og við hin) og um leið alltaf að reyna sitt besta karl- anginn - eða eins og annar frægur Framsóknarmaður komst að orði í þingræðu: það er eins og hver sjái upp undir sjálfan sig með það. Kosningaslagur með auglýsingum Nei. Nær er að slá því föstu, að íslensk stjórnmál eru á rangri leið - einmitt að því er varðar samspil þeirra við fjölmiðla og þá sjón- varp. Og eitt af því sem er sérstök ástæða til að vara við, er sú uppá- koma úr síðustu kosningum, að flokkar fari í vaxandi mæli að heyja kosningaslaginn með að- stoð rándýrra sjónvarpsauglýs- inga. í samantekt í Pressunni var greint frá því að flokkarnir hefðu fyrir þær kosningar gert með sér einskonar heiðursmannasam- komulag um að auglýsa ekki í sjónvarpi. Framsóknar- flokkurinn hafi svo hlaupið frá þessu samkomulagi og því miður - honum tókst að rétta sinn hlut (sem var ekki beysinn í skoðana- könnunum) með herferð sem kennd var við „klettinn í hafinu". Þetta fordæmi mun vafalaust draga á eftir sér langan slóða og illan. Því það er ekki nema satt og rétt sem haft er eftir kosninga- stjóra Alþýðuflokksins um þetta mál: „Það er hættulegt lýðræðinu ef kosningar fara að snúast um fjármagn og auglýsingagerð þar sem hinir fjársterku ráða ríkj- um“. Skekkjan vex Við skulum ekki setja upp sakleysissvip og halda því fram, að það sé fyrst að gerast núna að peningamagn það sem flokkar hafa yfir að ráða í kosningaslag skipti máli. Það hefur alltaf haft sín „skekkjuáhrif“ að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur getað sótt mikla peninga til sinnar baráttu til þeirra sem „eiga landið“ (eða ís- lenskra aðalverktaka og þeirra líka) - svo það dæmi sé nefnt sem mest áberandi er. En ef þessi „skekkja“ er færð yfir á auglýs- ingahernað í fjölmiðlaheimi nú- tímans, þá margfaldast hún með feiknahraða. Með þeim augljósu afleiðingum að lýðræðið versnar eins og skítur í regni, málfrelsið þynnist út, skoðanamyndun öll hleypur í herfilegra skötulíki en nokkru sinni fyrr. Þjóðviljinn Síðumúla 6 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans. Ritatjóri: Árni Bergmann. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Aðrir biaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), KristóferSvavarsson, Ólafur Gíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaös), Þorfinnur ómarsson (íþr.), ÞrösturHaraldsson. Framkvœmdastjóri: HallurPáll Jónsson. Skrifatofuatjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýaingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Sfmavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bilstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðlr: Eria Lárusdóttir Utbreíðslu- og afgreiðslustjóri: Bjöm Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblaö: 140 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1000 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 20. júní 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.