Þjóðviljinn - 21.06.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.06.1989, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 21. júní 1989 108. tölublað 54. árgangur Hernámssvœðin Engin lög um umferöarbann Engin lög til sem banna umferð um„varnarsvœðin". Atli Gíslason lögfrœðingur: Löginfrá 1943 eru úrgildifallin. Náttúruverndarlögin heimilafrjálsan aðgang manna að landinu Þessi lög eru ekki í gildi, sagði Atli Gíslason, lögfræðingur þegar Þjóðvujinn innti hann eftir áliti hans á „iögum um refsingu fyrir óheimila för inn á bann- svæði herstjórnar og óheimila dvöl þar". I þau lög er vitnað í tilkynningu lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli þar sem öll umferð um svokölluð varnar- svæði er bönnuð á meðan á heræf- íngum Baiiflaríkjamanna þar stendur. Lögin eru númer 60 frá 29. aprfl 1943. Atli sagði aö þessi lög hefðu gilt um setuliðið sem var hér á styrjaldarárunum og hefðu upp- Fossvogsbraut Sverðin slíðruð Samkomulag milliKópa- vogs og Reykjavíkur um aöjafna ágreining aðila umFossvogsbraut. Samn- ingur viðKópavog um móttöku sorps í Gufunesi í gær tókst samkomulag á milli borgaryfirvalda í Reykjavík og bæjaryfirvalda f Kópavogi að leita allra leiða til að fá úrlausn á þeim ágreiningi sem verið hefur á milli þeirra varðandi lagningu Fossvogsbrautar. Á meðan skuld- binda aðilar sig til að ráðast ekki í varanlegar framkvæmdir á svæð- inu og samningur Keykjavíkur- borgar við Kópavogsbæ um mót- töku sorps í Gufunesi verður framlengdur. í samkomulaginu milli Kópa- vogs og Reykjavíkur segir að á- greiningur sé um lögmæti ein- hliða yfirlýsingar Kópavogs um að hluti samnings milll sveitarfé - laganna frá 1973 sé úr gildi fallinn. Því er ljóst að leita verður ann- arra leiða til að fá úrlausn þess ágreinings. Kópavogskaupstaður áskilur sér rétt til að hlutast til um að dómstólar skeri úr um gildi ofangreinds samnings um Foss- vogsbraut og fleira. Komi það mál til kasta dómstóla skuldbinda báðir aðilar sig til að hraða máls- meðferð eftir því sem kostur er. Þá munu aðilar skoða þær hug- myndir sem fram hafa komið um lausn á stofnbrautavanda svæðis- ins sem hliðsjón hafa af umhverf- isþáttum. Þeirri skoðun skal þó flýtt eins og kostur er enda stend- ur nú yfir endurskoðun á aðal- skipulagi Kópavogs. Að sögn Heimis Pálssonar for- seta bæjarstjórnar Kópavogs geta báðir aðilar gengið uppréttir eftir þetta samkomulag. Enn- fremur væru allar áætlanir um urðun sorps í Leirdal úr sögunni. Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins sagðist fagna því að samkomulag hefði tekist á milli deiluaðila sem væri viðunandi fyrir báða. -«rh runalega verið sett vegna óhapp- atilvika sem þar hefðu átt sér stað. „Það er mín skoðun að þeg- ar að heimstyrjöldinni lokinni hafi þau orðið efnislega gildis- laus. Síðan var gerður svonefnd- ur varnarsamningur sem gerður er milli lýðveldisins íslands og Bandaríkjanna, ekki við herveldi sem hefur hertekið landið, þann- ig að þar er allt annað mál á ferð- inni, og lögin frá 1943 eiga alls ekkert við þennan varnarsamn- ing," sagði Atli. Umrædd lög kveða á um að för „inn á bannsvæði herstjórnar" sé oheimil sem og dvöl á umræddu bannsvæði að viðlagðri refsingu, sektum, varðhaldi eða fangelsi. „Það er engin herstjórn hér á landi, sem hefur hertekið landið án samninga. Við þetta get ég bætt að lögin eru að mínu mati ennfremur úr gildi fallin fyrir notkunarleysi. í þriðja lagi má benda á að í ritgerðum um her- stöðvarsamninginn, t.d. eftirPét- ur Hafstein, núverandi sýslu- mann, er hvergi vikið að því að þessi lög eigi við um þann samn- ing. I fjórða lagi eru náttúruverndarlögin yngri heim- ild og standa framar þessum lögum um umferðarrétt," sagði Atli. Aðspurður um hvað hann teldi að mönnum gengi til með að vera að vitna til umræddra laga, sagði Atli að svo virtist sem mönnum þætti betra að „veifa röngu tré en öngu". „Þeir hafa ekkert annað til að vitna í. Það er hvergi bönnuð umferð í hinum lögunum sem vitnað er til í auglýsingunni og þó hef ég leitað að slíku ákvæði með logandi ljósi," sagði Atli Gíslason. phh Bandarískur hermaður undir alvæpni athugar hvort nokkrir óæskilegir gestir leynist í herrútu á leiöinni á hernámssvæöið í gær. Mynd: Jim Smart. Borgnesingar Utilokaðir fiá Gmndartanga VerkamennfráAkranesi og sveitunum íkringumjárnblendiverksmiðjuna hafaforgang að vinnu. Ólijón Gunnarsson: Ótœkt að einoka atvinnutœkifœrin. GuðmundurJónsson:Eðlilegarreglur sem gilda í flestum verkalýðsfélögum Til þess að geta fengið vúinu hjá járnblendifélagínu á Grund- artanga verða verkamenn að hafa lögheimili á Akranesi eða í sveitunum í næsta nágrenni við verksmiðjuna. Það eru eingöngu félagsmenn í verkalýðsfélagi Akrancss og verkalýðsfélaginu Herði sem fá atvinnu í verksmiðj- unni. Á fundi bæjarráðs Borgarness fyrir skömmu lýsti bæjarráð yfir undrun sinni á þessu fyrirkomu- lagi. Óli Jón Gunnarsson bæjar- stjóri í Borgarnesi sagði, að verið væri að skoða þessi mál og kanna hvort með einhverjum hætti væri hægt að aflétta einokun á þeirri atvinnu sem er að fá í járnblendi- verksmiðjunni á Grundartanga. - Okkur finnst það ótækt að stórt ríkisfyrirtæki sem skapar mikla atvinnu skuli vera einokað af tveimur verkalýðsfélögum. Ég veit til þess dæmi að menn.hafi flutt lögheimili sitt til Akraness án þess að flytjast þangað til þess að fá vinnu í verksmiðjunni. Við höfum verið að skoða þessi mál en ég sé ekki í fljótu bragði að hægt sé að breyta þessu og í við- ræðum mínum við framkyæmda- stjóra verkalýðsfélags Akraness kemur fram að frá þeirra hendi er ekki vilji til breytinga, sagði Óli Jón. Guðmundur Jónsson, fram- kvæmdastjóri verkalýðsfélags Akraness sagði að forgangsréttur verkalýðsfélaga á sínum svæðum væri mjög eðlilegur hlutur og hafi tíðkast lengi- Samkvæmt lögum nær allra verkalýðsfélaga í landinu gildir sú regla að féiags- menn þeirra hafa forgangsrétt að atvinnu á svæðinu og það er ekk- ert öðruvísi hér. Járnblendi- verksmiðjan á Grundartanga er á okkar félagssvæði og fyrir mörg- um árum var gerður samningur við verkalýðsfélagið Hörð um jafnrétti þeirra félagsmanna til vinnu í verksmiðjunni, sagði Guðmundur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.