Þjóðviljinn - 21.06.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.06.1989, Blaðsíða 3
FRETTIR Seðlabankinn Raunvaxta- lækkun í dag Bankastjórn Seðlabanka ís- lands telur núna vera skilyrði til að lækka raunvexti af verð- tryggðum útlánum banka um 1%-1,25% og kemur fyrsta vaxt- abreytingin til framkvæmda i dag, 21. júní og svo aftur 1. júlf. Að sögn Ólafs Ragnars Gríms- sonar fjármálaráðherra er þetta vitnisburður um þann árangur sem náðst hefur af starfi ríkis- stjórnarinnar að undanförnu. Eftir þessar breytingar munu vextir af verðtryggðum skulda- bréfum lækka úr 8% í 6,75%- 7%. Með þessum breytingum helst samræmi við vexti á spariskírteinum ríkissjóðs sem lækka í byrjun næsta mánaðar. Raunvextir hafa þó verið að lækka jafnt og þétt frá því á haustmánuðum 1988 og á þessu tímabili nemur lækkunin um 2% frá því sem áður var. Þá virðist margt benda til þess að hjöðnun vaxta muni enn halda áfram, en ríkisstjómin hefur sett sér það markmið að raunvextir verði um 5%-6%. Að mati Seðlabanka em forsendur fyrir vaxtalækkuninni nú ma. að jafnvægi á lánsfjárm- arkaðnum hefur farið verulega batnandi á undanfömum tveimur ársfjórðungum, tölur um greiðslustöðu ríkissjóðs benda einnig til þess að ríkisfjármálin hafi til loka maí verið í góðu sam- ræmi við markmið fjárlaga. Jafn- framt hefur tekist að fjármagna vemlegan hluta af skammtímafjárþörf ríkissjóðs með sölu ríkisvíxla, einkum til innlánsstofnana. Samkvæmt bráðabirgðatölum var útlána- aukning bankakerfisins að með- altali 6,1% á fyrstu fimm mánuð- um ársins og á sama tíma hækk- uðu heildarinnlán um 6,7%. Hef- ur því bæði dregið úr útlána- aukningu og peningaþenslu. -grh Vestnorrœna þingmannaráðið Kjarnorku- vopnalaus Norðurhöf! Mengun sjávar og hernaðarumsvif á höfum efst á baugi á nýloknum fundi Vestnorrœna þingmannaráðsins í Stykkishólmi Vestnorræna þingmannaráðið heitir á stjórnvöld ríkja á Norður- slóðum að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá stórveldin að samningaborði með það að markmiði að Norður Atlantshaf- ið verði kjarnorkuvopnalaust. Þessi ársgamla yfirlýsing ráðs íslenskra, grænlenskra og fær- eyskra þingmanna var ítrekuð á nýafstöðnum ráðsfundi í Stykkis- hólmi sem stóð yfir dagana 13.- 15. þessa mánaðar. Umræður á fundinum snerust að mestu um umhverfismál og þá hættu sem steðjar að löndunum þremur, Færeyjum, Grænlandi og íslandi vegna mengunar í höfunum og hernaðarumsvifa, einkum vegna kjarnorkuflota stórveldanna. Auk ofangreindrar yfirlýsingar samþykktu þingmenn tillögu þar sem skorað er á stjórnvöld land- anna þriggja að gera árið 1992 að sérstöku vestnorrænu ári í því augnamiði að auka kynni og sam- skipti þjóðanna. ks ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 3 Sl, fímmtudag flutti Kristín Á. Ólafsdóttir athyglisverða til- lögu Alþýðubandalagsins í borg- arstjórn. Tillagan fól í sér bann við komu kjarnorkuknúinna skipa og herskipa með kjarna- vopn til hafnar í Reykjavík. Það er skemmst frá að segja að til- lagan fékk hvorki þá umfjöllun ijölmiðla né meðferð í borgar- stjórn sem hún átti skilið. Allir borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins, þeirra á meðal Katrín Fjelsted, stofnfélagi í Samtökum lækna gegn kjarnorkuvá, greiddu atkvæði með frávísunartillögu. Borgarfulltrúi Framsóknar- flokksins sat hjá. Aðrir borgar- fulltrúar minnihlutans studdu til- lögu Alþýðubandalagsins. Það hefur löngum verið stefna íslendinga að banna kjarnavopn innan íslenskrar lögsögu á friðar- tímum. Það hefur á hinn bóginn verið umdeilt hvort það sé stjórnvalda einna að samþykkja staðsetningu kjarnavopna hér á landi ef farið yrði fram á slíkt, eða hvort Alþingi beri að samþykkja slíka ákvörðun. Það hefur líka verið sýnt fram á það, m.a. hér í Þjóðviljanum, að það eru alvar- legar veilur í hinni opinberu stefnu stjórnvalda sem gera það að verkum að í raun er mjög auðvelt fyrir kjarnorkuveldin að fara í kringum hana. Stefnan hef- ur alltaf gengið út á það að kjarn- avopn skuli ekki staðsett á íslandi án samþykktar íslendinga. Yfirlýsing Geirs Geir Hallgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, gaf að vísu út merkilega yfirlýsingu 16. apríl 1985, þar sem skýrt var kveðið á að sigling herskipa með kjarna- vopn um íslenska lögsögu væri bönnuð og þar með koma þeirra til íslenskra hafna. Hann tók það fram að þessari stefnu yrði fram- fylgt en vitað er að hann var strax eftir þessa yfirlýsingu tekinn á teppið af yfirboðurum sínum í bandaríska sendiráðinu og eftir það dró Geir mjög úr fullyrðing- um sínum. Hann sagði að stefna íslendinga væri sú sama og hjá Dönum og Norðmönnum: Að treysta því að kjarnorkuveldin virði kjarnorkuvopnabann þess- ara þjóða. í vandaðri ræðu Kristínar og ítarlegri greinargerð sem fylgdi tillögu Alþýðubandalagsins kom hins vegar fram að kjarnorku- veldin gera skýran greinarmun á varanlegri uppsetningu kjarna- vopna á tilteknum stað og því sem þau kalla viðdvöl og flutningi kjarnavopna, „transit and trans- port of nuclear weapons“. Þau áskilja sér fullan rétt til að flytja kjarnavopn hvert á land sem er og hafa þar viðdvöl óákveðinn tíma. í viðtali Þjóðviljans við kunn- an flotasérfræðing, Dr. Robert S. Wood, deildarforseta í Naval War College, sem birtist fyrir tæpu ári síðan, þá sagði hann að það kæmi jafnvel alveg til greina að Bandaríkin viðurkenndu samning um kjarnorkuvopna- laust svæði Norðurlanda svo fremi að þar væri viðurkenndur réttur Bandaríkjanna til umferð- ar með kjarnavopn um þetta svæði. Þetta er reyndar í fullu samræmi við afstöðu Bandaríkj- anna til Tlatelolco samkomulags- ins svo kallaða um kjarnorku- vopnalaust svæði í Suður- Ameríku. En eins og fram kom í máli Kristínar A. Ólafsdóttur á borgarstjórnarfundinum þá er Puerto Rico, sem lýtur yfirráðum Bandaríkjanna, hluti af þessu svæði og Bandaríkin hafa undir- ritað þetta samkomulag og tvo viðbótar prótókolla; engu að síður hefur komið fram í skýrslu sem gerð var á vegum Lög- fræðifélags Puerto Rico að Bandaríkin hafa engar ráðstafan- ir gert til að virða þetta svæði. Þvert á móti telja þau sig vera í fullum rétti til að sigla með kjarn- orkuvopn um lögsögu þeirra ríkja sem aðild eiga að Tlatelolco samkomulaginu og hafa viðdvöl í höfnum þessara landa. Talsmað- Tundurspillir af Charles F. Adams gerð. Skotkerfi fyrir ASROC kjarnorkuflugskeyti blasir við miðskips. Til ársins 1983 notuðu Bandaríkin yfirleitt herskip af þessari gerð í fastaflota NATO. Skip af þessari gerð hafa oftsinnis komið til Reykjavíkur. Davíð vanvirðir Geir Hallgrímsson DaiíLinLinrto r\rt tt'npfo umnt/o ur Bandaríkjastjórnar svaraði því eitt sinn þannig til, þegar hann var spurður um hvað „viðdvölin" mætti vera löng, að það þjónaði ekki hagsmunum Bandaríkjanna að tala um nein sérstök tímamörk í því sambandi. Meirihlutinn vanvirðir Geir Tillaga Alþýðubandalagsins var flutt í borgarstjórn sérstak- lega til að taka á þessari grund- vallarkröfu Bandaríkjanna og annarra kjarnorkuvelda þannig að afdráttarlaust væri að kjarn- orkuvopnabann íslendinga tæki ekki aðeins til staðsetningar kjarnavopna á íslensku landi heldur einnig til flutnings þeirra og viðdvalar í íslenskri lögsögu. Tillagan fól í sér ákaflega ein- falda og kurteislega lausn á því hvernig mátti framfylgja þessari stefnu. Það átti aðeins að senda yfirmönnum herskipa kjarnorku- veldanna, sem í framtíðinni kynnu að óska eftir að leita hafn- ar í Reykjavík, tilkynningu þar sem stefna íslendinga væri tíund- uð og koma þeirra til Reykjavík- ur jafngilti því yfirlýsingu um að þau bæru ekki kjarnavopn. Hér er farið svipað að og gert var ráð fyrir í ályktun danska þingsins í fyrra svo sem frægt varð en ekki gengið jafnlangt og Nýsjálend- ingar gera. Gera má ráð fyrir að yfirlýsing Geirs Hallgrímssonar, fyrrum utanrfkisráðherra og borgar- stjóra, yrði aðalinnihald tilkynn- ingar eins og þeirrar sem gert er ráð fyrir í tillögu Alþýðubanda- lagsins. Borgarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins með Davíð Oddsson í broddi fylkingar gátu hins vegar ekki sýnt fyrrverandi leiðtoga sínum þá virðingu að samþykkja þessa tillögu. Margir myndu þó ætla að Geir teldi það verðugan pólitískan minnisvarða ef yfirmönnum öflugustu herja veraldarsögunnar yrði gert að skylduverkefni að lesa yfirlýsingu hans frá ‘85 áður en þeir sigldu inn í íslenska lögsögu. Líka kjarnorku- knúin skip Það var einnig algerlega nýtt í tillögu Alþýðubandalagsins að þar var skýrt kveðið á að bannið tæki einnig til kjarnorkuknúinna skipa. Slíkt hefur ekki verið gert áður en er þó ekki vanþörf á eins og vel kemur fram í ítarlegri greinargerð sem fylgdi tillögunni. Mengunarslys af völdum kjarn- akljúfa um borð í skipum eru ekkert frekar einsdæmi en í kjarnorkuverum á landi. Það segir sína sögu að kjarnorkuknú- in skip sem byggð hafa verið í öðrum tilgangi en hernaðar- legum hafa öll verið tekin úr notkun sökum vandræða í rekstri. Strax að lokinni framsöguræðu Kristínar Á. Ólafsdóttur um tii- lögu Alþýðubandalagsins sté borgarstjórinn Davíð Oddsson í pontu og flutti frávísunartillögu sem hann rökstuddi aðallega með því að þetta mál heyrði alfarið undir stjórnvöld landsins. í til- lögunni sagði m.a.: I BRENNIDEPLI „Með hliðsjón af því að stjórnvöld landsins hafa ekki heimilað að erlend herskip komi til landsins með kjarnorkuvopn og með hliðsjón af því að stjórnvöld hafa ekki mótað þá stefnu að nauðsynlegt sé í hvert sinn að sannreyna hvort kjarn=- orkuvopn séu um borð í þeim herskipum sem hingað koma heldur byggja á gagnkvæmu trausti. Og þar sem mál eins og þetta heyrir í raun ekki undir sveitarstjórn heldur ríkisstjórn er tillaga þessi óeðlileg og óþörf og er henni vísað frá.“ Þessa frávísunartillögu studdu allir borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins, einnig læknirinn Katr- ín Fjelsted sem í eina tíð lét mál- efni Samtaka lækna gegn kjarn- orkuvá mjög til sín taka. Ekki er ástæða til að velta mikið vöngum yfir því hvers vegna þessi ágæta kona lét beygja sig til að greiða atkvæði á þennan hátt en það hlýtur að hafa verið móti betri vitund og faglegri skyldu hennar sem læknis. Kjarninn í afstöðu borgar- stjóra var sá að hér væri um mál stjórnvalda að ræða en ekki borg- arstjórnar, sem vissulega er sjón- armið út af fyrir sig, en að öðru ieyti einkenndist málflutningur hans af strákslegum út- úrsnúningum og misskilningi sem lítt sæmir embætti borgarstjóra. Vissulega er hér um mál stjórnvalda að ræða en meðan að þau hafa ekki tekið skýra afstöðu í þessu máli þá er það siðferðileg skylda borgarstjórnar Reykja- víkur að gera nauðsynlegar ráð- stafanir til að tryggja öryggi Sjálfstœðismenn vísuðufrá tillögu Alþýðubandalagsins um bann við komu kjarnorkuknúinna skipa og herskipa með kjarnavopn til hafnar íReykjavík. Tillagan á sömu nótum ogyfirlýsing Geirs Hallgrímssonar sem utanríkisráðherra. Bjarni P. Magnússon studdi tillöguna en fulltrúiframsóknar sat hjá Reykvíkinga og næsta umhverfis þeirra. Yfirvöld Reykjavíkur hafa fullt umboð til að banna komu kjarnorkuknúinna skipa og her- skipa með kjarnavopn til Reykja- víkur. Þau hafa fullan rétt til þess að þrýsta á þennan hátt á stjórnvöld landsins til að þau fylgi eftir yfirlýstri stefnu í stað þess að láta sitja við orðin tóm. Það er skylda borgarstjórnar Reykja- víkur að beita sér fyrir því að ís- lendingar standi fast við að sjálfs- ákvörðunarréttur þeirra sé virt- ur. Davíð vísaði mjög til gagn- kvæms trausts milli íslands og Bandaríkjanna í þessum málum. Staðreyndin er hins vegar sú að ríki sem ekki heimila kjarnavopn í lögsögu sinni hafa enga ástæðu til að „treysta“ kjarnorkuveldun- um í þessu efni. Hundruð slysa í meðferð kjarnavopna segja sína sögu; 80% bandarískra og sov- éskra herskipa eru búin kjarna- vopnum og þau eru með þessi vopn innan borðs þegar þau koma til hafnar hvar sem er í heiminum. Viðbrögð bandarískra stjórn- valda við yfirlýsingu Geirs voru á sínum tíma að árétta þá stefnu að „játa hvorki né neita tilvist kjarn- avopna" undir nokkrum kring- umstæðum. Þessi stefna kjarn- orkuveldanna hefur verið réttlætt með fælingarstefrunni svo köll- uðu en í raun vita risaveldin ná - kvæmlega hvar kjarnavopn and- stæðingsins eru. Það er því viður- kennd staðreynd að þessari stefnu er fyrst og fremst beint gegn almenningi og margir á- hrifamenn í Bandaríkjunum á sviði vígbúnaðarmála og stjórn- mála hafa viðurkennt opinber- lega að þessi stefna Bandaríkj- anna er farin að verða þeim til verulegra vandræða. Því var það skondið að heyra að þessi úrelta yfirgangsstefna skyldi eiga sér sérstakan talsmann í Árna Sig- fússyni, borgarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins. Afstaða Bjarna P. Við þessa umræðu í borgar- stjórn verður hins vegar ekki skilið án þess að minnast á um- mæli borgarfulltrúa Alþýðuflokks- ins. Bjarna P. Magnússonar. Hann lýsti yfir fullum stuðningi við tillögu Alþýðubandalagsins enda væri hún í samræmi við stefnu Alþýðuflokksins og frum- kvæði það um afvopnun í höfu- num sem Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra er að beita sér fyrir þessa dagana. Þessi um- mæli gefa tilefni til að ætla að A- flokkarnir taki þetta mál upp á Alþingi í haust. Það væri verðugt upphaf að frumkvæði íslendinga um afvopnun í höfunum ef ís- lensk stjórnvöld gæfu út skorin- orða yfirlýsingu um að þau ætli sér að fylgja eftir þeirri stefnu að banna kjarnorkuknúnum skipum og herskipum og flugvélum með vopnakerfi fyrir kjamavopn um- ferð og viðdvöl í íslenskri Iög- sögu. VG

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.