Þjóðviljinn - 21.06.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.06.1989, Blaðsíða 6
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Jakob Jónsson lést á Djúpavogi 17. júní. Þóra Einarsdóttir Guftrún Sigríður Jakobsdóttlr Hans W. Rothenborg Svava Jakobsdóttir Jón Hnefill Aðalstelnsson Þór Edward Jakobsson Jóhanna Jóhannesdóttir Jón Einar Jakobsson Gudrun Jakobsson barnabörn og barnabarnabörn Bjarni Rögnvaldsson Álfaskeiði 78, Hafnarfirði lést á Landspítalanum 15. júní. Hann verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 23. júní kl. 13.30. Sigurbjörg Guðjónsdóttir Guðrún Bjarnadóttlr Bjarni Þór Sigurðsson Ritstjóri á skrifstofu forsætisnefndar Norðurlandaráðs Forsætisnefnd Norðurlandaráðs auglýsir lausa til umsóknar stöðu ritstjóra við upplýsingadeild skrifstofu sinnar í Stokkhólmi. Norðurlandaráð er samstarfsvettvangur þjóð- þinga og ríkisstjórna Norðurlanda. Milli þinga Norðurlandaráðs, sem að jafnaði eru haldin ár- lega, stýrir forsætisnefndin daglegum störfum þess og nýtur við það aðstoðar skrifstofu sinnar í Stokkhólmi. Á skrifstofunni, sem hefur stöðu alþjóðlegrar stofnunar, starfa 30 manns, og sex þeirra við upplýsingadeildina. Starfið á skrifstof- unni fer fram á dönsku, norsku og sænsku. Starfsmaður sá, sem auglýst er eftir, á að hafa umsjón með annarri útgáfustarfsemi skrifstof- unnar, en útgáfu tímaritsins Nordisk Kontakt. Hann á meðal annars að sjá um samninga um útgáfu og prentun þingtíðinda Norðurlanda- ráðs, skýrslna og upplýsingabæklinga. Ritstjór- inn tekur þátt í öðrum störfum upplýsinga- deildarinnar eftir því sem tími gefst til. Starfið krefst háskólamenntunar og reynslu af útgáfustarfsemi og tölvuvinnu, enda er þróun og aukin tölvuvæðing útgáfustarfseminnarfyrir- huguð. Viðkomandi þarf að geta tjáð sig vel munnlega og skriflega, hafa reynslu af samn- ingum, hafa góða tungumálakunnáttu og eiga auðvelt með hópvinnu. Mánaðarlaun eru 21.200 sænskar krónur auk skattfrjálsrar uppbótar, sem greiðist öllu starfs- fólki skrifstofunnar og staðaruppbótar, sem greiðist þeim, sem eru ekki sænskir ríkisborgar- ar og flytast til Svíþjóðar til að taka við störfum við skrifstofuna. Um þessi og önnur kjör gilda sérstakar norrænar reglur. Leitast er við að ráða konur jafnt sem karla til starfa við skrifstofuna. Samningstíminn er fjögur ár og æskilegt er að nýr starfsmaður taki við starfinu í haust. Ríkis- starfsmenn eiga rétt á leyfi frá stöfum meðan á samningstímanum stendur. Nánari upplýsingar veita Bitte Bagerstam, upp- lýsingastjóri og Ingegerd Wahrgren settur rit- stjóri í síma 9046 8 143420 og Snjólaug Ólafs- dóttir skrifstofustjóri íslandsdeildar Norður- landaráðs í síma Alþingis 91 11560. Formaður starfsmannafélags skrifstofunnar er Marianne Andersson. Umsóknum skal beina til forsætisnefndar Norðurlandaráðs (Nordiska rádets presidium) og skulu þærsendartil skrifstofu forsætisnefnd- ar Norðurlandaráðs (Nordisk rádets presidie- sekreteriat), Tyrgatan 7, (Box 19506), 10432 Stockholm og hafa borist þangað eigi síðar en 17. júlín.k. MENNING Tryggvi Þórhallsson Gissur biskup Einarsson og siðaskiptin Út er komin bók sem hefur að geyma ritgerð Tryggva Þórhalls- sonar í samkeppnisprófi, sem fór fram á sumri 1917 um kennara- embætti við Háskóla íslands. Er bók þessi gefin út af börnum höf- undar (hann lést árið 1935) í til- efni af aldarafmæli hans hinn 9. febrúar 1989. Dómnefnd samkeppnisprófs- ins ákvað, að þátttakendur í því skyldu semja kirkjusögulega rit- gerð um þetta efni: „Aðdragandi og upptök siðaskiptanna hér á ís- landi, afstaða Gissurar biskups Einarssonar til katólsku biskup- anna Ögmundar og Jóns Ara- sonar annars vegar og konungs- valdsins hins vegar, og viðgangur hins nýja siðar á dögum Gissurar biskups.“ Börn Tryggva Þórhallsonar vildu minnast föður síns á aldar- afmæli hans á eftirminnilegan hátt, og ákváðu þau að vel athug- uðu máli að gera það með því að gefa út þessa ritgerð hans frá 1917. Hún hafði varðveist vel, lá fyrir heil og ósködduð og ekkert verið birt beint úr henni. Bókin er 16 + 278 bls. auk 57 síðna með myndum tengdum efni hennar. Jafnframt því að vera almenn siðaskiptasaga að því er snertir þátt Gissurar Einarssonar í henni er þessi bók mjög einbeitt vamar- rit fyrir hann bæði sem mann og þjóðarleiðtoga á einhverju af- drifaríkasta tímabili íslandssög- unnar. Leggur höfundur megin- áherslu á að færa sem fyllst rök fyrir því, að þau hörðu ámælis- orð, sem Gissur hafði fengið á sig í ritum um siðaskiptin og hjá al- menningi, ættu ekki við rök að styðjast, þ.e. gætu ekki samrýmst fyrir liggjandi heimildum, væru þær rétt lesnar. Gagnrýni á hendur Gissuri um að hann væri hallur undir kon- ungsvaidið afsannar höfundur meðal annars með því að gera grein fyrir nánu samstarfi hans við Jón Arason um að hamla gegn þeim áformum konungs- valdsins að sölsa undir sig sem mest af kirkju- og klaustur- eignum í kjölfar siðaskiptanna, og að skerða forn landsréttindi íslendinga. Sögufélag, Garðastræti 13b, Reykjavík annast dreifingu bók- arinnar. Sumarsýning í Norræna Sumarsýning Norræna hússins er að þessu sinni yfirlitssýning á verkum Jóhanns Briem. Eru þar til sýnis um þrjátíu málverk, sem öll eru í einkaeign. Er sýningin, sem er í sýningarsölum í kjallara, opin daglega kl. 14-19 og stendur til 24. ágúst. í anddyri Norræna hússins er sýningin „Jörð úr ægi“, sem fjall- ar um jarðfræði, gróður og fugla- h'f tengt Vestmannaeyjum. Sýn- ingin, sem haldin er í tilefni að 100 ára afmæli Náttúrufræði- stofnunar íslands, stendur til 24. ágúst og er opin frá mánudögum til laugardaga kl. 9-19 og á sunnu- dögum kl. 12-19. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Borgarmál Borgarmálaráð Alþýðubandalagsins hefur ákveðið að hefja undirbúning borgarstjórnarkosninga 1990 með hópastarfi um ákveðin málefni. Félagar og stuðningsmenn eru eindregið hvattir til þess að taka þátt í starfinu. Fyrstu fundir hópanna verða: Mlðvlkudaglnn 21. júní: Skólamál - dagvistir - æskulýðsmál - íþróttir. Fundirnir eru haldnir á Hverfisgötu 105, 4. hæð og hefjast kl. 20.30. Ráðgert er að hefja starfið nú, en aðalvinnan fer fram að loknum sumar- leyfistíma. Sumarferð Alþýðubandalagsins á Austurlandi: Um söguslóðir á Fljótsdalshéraði laugardaginn 8. júlí 1989. Farið verður í rútum kl. 9 frá Söluskála KHB á Egilsstöðum og ekið um Skriðdal, Fljótsdal, Fell, Hróarstungu og austur yfir hjá Lagarfossi til baka í Egilsstaði kl. 19. - Bílferðir verða skipulagðar frá fjörðunum eftir þátttöku. Staldrað verður við á völdum sögustöðum, skoðaðar fomminjar á gömlum þingstöðum, kirkjur og bæir og fræðst um umhverfið, m.a. væntanleg skógræktarsvæði á Héraði. Meðal leiðsögumanna verða Guðrún Krlstlnsdóttir minjavörður, Helgi Haligrímsson náttúrufræðingur, Jón Loftsson skógarvörður, Þáll Póls- son fræðimaður frá Aðalbóli og Skarphéðlnn Þórlsson líffræðingur. Far- arstjóri: Hjörleltur Guttormsson. Tllkynnið þátttöku sem fyrst tll Ferðamiðstöðvar Austurlands, Eglls- stöðum, sími (97)1 20 00. öllum heimil þátttaka. - Alþýðubandalaglð - kjördæmlsráð. Sumarferð ABR Söfnum liði í óvenjulega ferð suður með sjó laugardaginn 24. júní. Viðkomustaðir: Garðskagi-Reykjanesviti-Selatangar-Vigdísarvellir (Djúpa- vatnsleið). Á hverjum stað er gert ráð fyrir eins til tveggja tíma áningu. öll leiðsögn og fræðsla um sérkenni og sögu þessa svæðis verður í höndum fróðustu manna. Verð kr. 1000,- fyrir ellilífeyrisþega og bömin - annars kr. 1.500,-. Munið að taka með ykkur nesti og góða skó. Skráning á skrifstofu ABR alla daga frá og með mánudeginum 19. júní til kl. 19.00. Síminn er 17500. Ath. Brottför kl. 9.00 frá Hópferðamiðstöðinni Bíldshöfða 2. Allir velkomnir. - Stjórn ABR. Alþýðubandalagið Austfjörðum Fundir á Austurlandi Hjörlelfur Guttormsson alþingismaður verður á opnum fundum á Austur- landi á næstunni sem hér segir: Borgarflrðl, Fjarðarborg, miðvikudaginn 21. jún( kl. 20.30. Eskifirði, Valhöll, fimmtudaginn 22. júní kl. 20.30. Fundarefni: Störf Alþingis og hagsmunamál byggð- arlaganna. Fyrirspurnir og umræður. Allir velkomnir. Alþýðubandalaglð Auglýsið í Þjóðviljanum Sími: 681333 Hjörleifur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.