Þjóðviljinn - 21.06.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.06.1989, Blaðsíða 7
Bjarni Bjarnason. Upphafið. Augnahvíta 1989. Þessi ljóðabók biður mann ekki að taka sig upp og vísa ég þar til bókarkápunnar sem er ein sú ljótasta sem ég hef séð. Þetta hlýtur að vera merki ömurleikans hugsaði ég er bókin barst mér. Ljót kápa er sama og léleg bók. En ég opnaði bókina til lestrar, fullur af hugdirfsku atvinnulesar- ans. Bókinni er skipt í tvo kafla, ljósmál og upphafið. Fyrri hlutinn geymir 35 ljóð en sá seinni er geysileg íangloka í heimsósómastíl, krydduð með vísindahugtökum. víddahringur okkar er vetnisatóm í hafinu sem er ekkert í alheiminum sem syndir í hafinu sem er aðeins vetnisatóm í poll og pollurinn horfir útúr auganu á mér og pollur útúr auga hvað meinarðu opnaðu pakkan lífið sé stœrðfrœðieining vídd sem byriaði á sama tíma og tíminn, allt einn hlutur hliðin sem snýr að þér Efnistökin í þessu broti eru ákaflega klisjuleg og svo er um allan bálkinn sem þekur tuttugu blaðsíður. Sá sem fyrstur skrifaði eftirfarandi orð hlýtur að hafa verið frumlegri en sá sem skrifar þau í milljónasta sinn til að setja í ljóðabók. Merking þessara orða var öllum ljós löngu fyrir seinni heimsstyrjöldina; þ.e. dropi í hafi og haf í dropa. og pollurinn horfir útúr auganu á mér og pollur útúr auga o.s.frv. ef öll blaðsíðan er lesin kemur sá einfaldi sannleikur í ljós. Auk þess ættu höfundar ljóða að gæta þess að sama orðið sé ekki notað lfnu eftir línu líkt og Bjarni leyfir sér að misnota orðið útúr. Þá er komið að fyrri kaflanum. Það skal ég telja höfundi til tekna að ljóðin eru styttri, yfirleitt ekki nema ein síða, þó er undantekn- ing ljóðið Aldamótin s. 25-27 en þar er um að ræða blaðagrein eða ritgerð sem brotin er niður í mis- langar línur og á harla lítið skylt við Ijóðlist. Atómskáld Og ég vœli yfir að hafa verið sendur á vitlausa plánetu en svo væli ég líka yfir hvað mér finnst hrœðilegt að þessi pláneta muni springa í loft upp, innan tíðar eða vaxa úr sér og svo vceli ég yfir að vera of góður fyrir þennan heim og að enginn hér kunni í raun að elska, nema ég og ég væli yfir mér en þegar ég kemst að því að ég er aðeins jarðneskur vœlukjóakrói að væla yfir jarðneskum vælukjóakróa þá hrekk ég í kút og þaga lengi síðan fer ég að há gráta Á síðu 30 er kvæðið Atóm- skáld, fullkomlega óskiljanlegur samsetningur. Ekki þykir mér Bjami vera þess umkominn að setja sig á háan hest gagnvart þeim skáldum sem kölluð eru at- ómskáld. Hvað þá að hann hafi mannskap í sér til að hæðast að þeim. Hans vegna vona ég að þessi sjónarmið séu ekki grund- völlur kvæðisins. En líklega ber að skilja bálkinn þannig, ef pilturinn er sjálfum sér samkvæmur að hann sé að hæða sjálfan sig. MAGNÚS GESTSSON í bókinni er aðeins eitt ljóð sem eitthvað er spunnið í en það heitir Myrkurmál. Myrkurmál Allt fer eftir styrk Ijósgjafans líka þykkt myrkursins nei Allt fer eftir þykkt myrkursins líka víðátta Ijósmálsins nei Allt fer eftir... Þarna er andstæðunum degi og nótt teflt saman á skemmtilegan hátt og vakinn grunur um að eitthvað meira hangi þar á spýt- unni. Málfarið er víða furðulegt og nefni ég nokkur dæmi af handa- hófi: „í þér ég dansa" s. 15, „og þaga lengi“ s. 30, „er birtir að degi“ s. 37, „á leið einhvert" s. 50, „ég dreymdi mig í vöku“ s. 51. Að lokum vona ég að næsta ljóðasafn Bjarna verði vandaðra. Frá æfingu á Oliver, (var, Gissur og Laddi, Ragnheiður og Flosi. Þjóðleikhúsið Æfingar hafnar á Oliver Æfingar á fyrsta verkefni næsta leikárs, söngleiknum Oliver eftir Lionel Bart, eru nú hafnar í Þjóð- leikhúsinu. Á sjötta tug lista- manna munu taka þátt í sýning- unni, og vekur leikhúsið athygli á því að þeirra á meðal verður Þór- hallur Sigurðsson, Laddi, sem mun þá leika í rótgróinni leiklist- arstofnun í fyrsta sinn. Söngleikurinn, sem er gerður eftir sögu Dickens um Oliver Twist, var frumsýndur í Lundún- um árið 1960 og sló þá öll fyrri aðsóknarmet breskra söngleikja. Búningar og leikmynd, sem hafa fylgt leiknum frá upphafi eru eftir Sean Kenny. Var leikmyndin tal- in tækniundur og hlaut 1. verð- laun á leiklistarhátíðinni í Prag árið 1960. Þjóðleikhúsið fær bún- inga og leikmynd að láni um nokkurra vikna skeið næsta haust, og verður því söngleikur- inn einn á stóra sviðinu í 5 vikur, frá 23. september. Meðal leikenda eru 16 drengir sem fara með hlutverk vasaþjóf- anna, Laddi, í hlutverki Fagins, Gissur L. Gissurarson, sem leikur Oliver Twist og ívar Sverr- isson, sem leikur Hrapp. Ragn- heiður Steindórsdóttir fer með hlutverk Nansíar, Pálmi Gests- son verður Bill Sikes og Flosi Ól- afsson Bumble, en Flosi er jafn- framt þýðandi leiksins. Ellefu manna hljómsveit tekur þátt í sýningunni og er Agnes Löve stjórnandi tónlistar. Leik- stjóri er Benedikt Árnason og dansahöfundur Ingibjörg Björnsdóttir. LG Skóli - nám - samfélag Wolfgang heiðraður Á föstudaginn verður efnt til málstofu í Viðeyjarstofu um rannsóknir og þróunarverkefni f skóiastarfí. Málstofan er haldin til heiðurs dr. Wolgang Edelstein en hann á sextugsafmæli um þess- ar mundir. Svo sem kunnugt er hefur dr. Wolfgang um 20 ára skeið verið einn af áhrifamestu skólamönnum þjóðarinnar. Frumkvæðið að málstofunni eiga vinir og kunningjar dr. Wolgangs sem vilja minnast hins merka framlags hans til íslenskra skóla- mála á þessum tímamótum. Á málstofunni mun Sigurjón Björnsson prófessor fjalla um rannsóknir f uppeldissálarfræði, Gunnar Finnbogason uppeldis- fræðingur mun greina frá athug- unum sínum á sögu skóla- rannsóknadeildar menntamála- ráðuneytisins, Sigþór Magnússon námsstjóri ræðir niðurstöður kannana sem hann hefur gert á kcnnsluháttum og afstöðu f litlum skólum, dr. Sigrún Aðalbjarnar- dóttir lektor fjallar um sam- skiptahæfni skólabarna, Halldór Valdimarsson skólastjóri á Húsa- vík og Guðrún Geirsdóttir kenn- ari á Akranesi munu lýsa tilraun- um með þróunarstarf í skólum og Auður Hauksdóttir framhalds- skólakennari mun greina frá rannsóknum sínum á námsmati og kennsluháttum f dönskuken- slu. Loks mun dr. Wolfgang flytja ávaip. Ráðstefnustjórar verða þau Ásgeir Guðmundsson námsgagnastjóri og Geður G. Óskarsdóttir ráðgjafi mennta- málaráðherra. Forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, heiðrar málstofuna með nærveru sinni. í tengslum við málstofuna efnir Námsgagnastofnun til sýningar á nýjum og gömlum kennslugögn- um. Málstofan hefst með listflutn- ingi kl. 9.30 en farið verður með Viðeyjarferju úr Sundahöfn kl. 9.00. Þátttökugjald er áætlað kr. 2.600,- og er innifalið hádegis- verður, kaffi, málstofugögn og bátsferð til og frá Viðey. Æ* Wolfgang Edelstein Sýningar Handrita- sýning í Ámagarði Handritasýning stendur nú yfir í Stofnun Árna Magnússonar og er til sýnis úrval handrita sem smám saman er að berast heim frá Danmörku. Meðal handritanna er aðal- handrit Snorra-Eddu, Konungs- bók, sem ekki hefur verið sýnd áður hér á landi, Staðarhólsbók Grágásar frá lokum Þjóðveldis- aldar og Jónsbók frá upphafi 14. aldar. Einnig eru á sýningunni eitt aðalhandrit Stjómar og Oddabók Njálu, sem þykir með merkilegustu skinnhandritum þeirrar sögu og brot úr Lárentius sögu biskups. Þar að auki papp- írshandrit af Nikuláss sögu erki- biskups, Jóns sögu helga og Þor- láks helga Þórhallssonar. Sýningin verður opin í sumar, kl. 14-16 á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Gallerí Madeira Pétur sýnir Opnun á Gallerí Madeira. Ferðaskrifstofan Evrópuferðir hefur boðið listamönnum að sýna verk sín í húsakynnum skrifstof- unnar að Klapparstíg 25 í Reykjavík. Áf því tilefni hefur hluta skrifstofunnar verið breytt og ber nú nafnið Gallerí Madeira. Leitast verður við að bjóða að- stöðu listamönnum, sem sérstak- lega túlka myndefni er tengjast ferðamálum, samgöngum og öðru skyldu efni. Vinnsla efnis má vera með ýmsum hætti svo sem ljósmyndir, málverk, myndastyttur. Sýningar geta verið jafnt sölu- sem heimildasýningar og stendur hver sýning í einn mánuð. í lok hvers 12. mánaða sýning- artímabíls mun sá listamaður, sem sérstaklega hefur skarað fram úr að mati sýningargesta verðlaunaður. Fyrsti listamaðurinn sem sýnir í Gallerí Madeira er Pétur P. Johnson, fyrrverandi ritstjóri Tímaritsins Flugs og mikill áhugamaður um flugsögu íslands og varðveizlu hennar. Pétur er þekktur fyrir ljósmyndir sínar tengdar fluginu á íslandi, sem hafa birzt víða í dagblöðum og tímaritum um árabil, bæði hér- lendis og erlendis. Þeir eru ófáir, sem eiga flugsögulega mynd eftir Pétur. Pétur mun sýna úrval af ljós- myndum undanfarinna þriggja ára auk nokkurra eldri mynda. Sýningin var opnuð sl. föstu- dag. Sýningin er eingöngu opin á virkum dögum frá kl. 8.00 til 18.00 daglega. ______MENNING Eitt er betra en ekki neitt. Mlðvlkudagur 21. Júní 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.