Þjóðviljinn - 21.06.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.06.1989, Blaðsíða 9
Chile Stjómarskrá breytt Augusto Pinochet Chileforseti lýsti því yfir fyrir helgina að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram þarlendis 30. júlí n.k. um breytingar á stjórnarskrá lands- ins, sem hann og leiðtogar leyfðra stjórnarandstöðuflokka hafa orð- ið sammála um. Alls eru breytingarnar 54. í þeim felst m.a. að kjörtímabil forseta verður stytt úr átta árum í fjögur og marxískum stjórnmála- flokkum leyft að starfa á ný. Hinsvegar fengu stjórnarand- stæðingar ekki framgengt þeirri kröfu sinni, að Pinochet léti af yfirstjórn hersins um leið og hann lætur af forsetaembætti. Fyrir- hugað er að Pinochet láti af for- setaembætti í mars næsta ár og við taki þá forseti, kjörinn í lýðræðis- legum kosningum. Patricio Aylwin, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sagði að stjórnarskrárbreytingarnar væru skref í þá átt að draga úr pólitísk- um andstæðum í þjóðfélaginu, en nægðu þó ekki til tryggingar því að lýðræði yrði fullkomlega kom- ið á. Reuter/-dþ. ERLENDAR FRETTIR Evrópukosningar Græningjar aðalsigurvegarar Delors: Ósigur nýfrjálshyggju. Mesti ósigur breskra íhaldsmanna síðan 1975. Áhyggjur út af mengun og afturför velferðarríkis Eftir kosningarnar til Evrópu- þingsins, þings Evrópubanda- lagsins, í Strassbúrg, er líklegt að vinstriflokkar og græningjar geti myndað þar meirihluta í stað miðju- og hægriflokka, sem höfðu meirihluta á fráfarandi þingi. En einnig er hugsanlegt, að flokkar jafnaðarmanna og ki isti- legra demókrata komi sér saman Gorbatsjov í Bonn Keppni risavelda um hylli , ,af Istöðvar Evrópu“ Á grundvelli mikils efnahagsmáttar og með lokum kalda stríðsins er mikilvægi Vestur-Pýska- landsíalþjóðamálumívextiogþaðhafabœði Sovétríkin og Bandaríkin viðurkennt Af heimsstjórnmálamönnum þeim sem nú eru á sviðinu er Míkhafl Gorbatsjov Sovétríkja- forseti áreiðanlega sá, sem auðveldast á með að hrífa al- menning, og það ásamt með frumkvæðum í afvopnunarmál- um og innleiðslu frjálslegri stjórnarhátta heimafyrir hefur leitt til þess að varla kemst nokk- ur annar stjórnmálamaður með tærnar þangað sem hann hefur hælana, hvað vinsældum viðvík- ur. Það kom enn einu sinni í Ijós í nýafstaðinni opinberri heimsókn hans til Vestur-Þýskalands. Þar í landi er hann ástsælastur allra stjórnmálamanna frá því að heimsstyrjöldinni síðari lauk, ef marka má niðurstöður skoðana- kannana. Og eftir því voru við- tökur þær, sem hann hafði af vesturþýskum aimenningi. Alls- staðar þar sem hann sýndi sig op- inberlega var honum ákaft fagn- að af múgi manns. Fólk klifraði upp á þök og upp í ljósastaura til að koma auga á hann og þeir for- sjálustu höfðu orðið sér úti um stultur að standa á. Þetta er eitthvað annað en afstaða Vestur-Þjóðverja til fyrri Kreml- arbænda, sem þeim stóð meiri eða minni stuggur af. Frá Beringssundi til Beringssunds Gorbatsjov gekk í ummælum, sem hann viðhafði meðan á heimsókninni stóð, lengra til móts við Vestur-Þjóðverja í viss- um viðkvæmum málum en nokkru sinni fyrr. Þannig gaf hann í skyn, að ekki væri útilokað að sá dagur kæmi, að Berlínar- múrinn - alræmdasta tákn kalda stríðsins - yrði rifinn niður og Þýskaland sameinað á ný. Er það raunar ekki nema í fullu samræmi við sameiginlega yfirlýsingu þeirra Kohls sambandskanslara, sem kölluð er tímamótamark- andi, um að bundinn verði endir á tvískiptingu Evrópu. f yfirlýsingunni var tekið fram, að „okkar sameiginlega evrópska heimili“ ætti einnig að ná yfir Norður-Amenku. Sú framtíðar- sýn, sem hér er brugðið upp, fel- ur sem sé í sér bróðerni og samfé- lag allra rikja norðurheims, frá Beringssundi til Beringssunds. Þungamiðja Evrópu Eðlilegt er að túlka yfirlýsing- Gorbatsjov og Raísa í Bonn - jafnvel Kennedy var ekki hylltur þar svo ákaft af almenningi á sínum tíma. una sem jákvætt svar við afvopn- unartillögum Bush Bandaríkja- forseta á leiðtogafundi Atlants- hafsbandalagsins fyrir skömmu. Þær tillögur þýddu í raun að Bandaríkin gengu mun lengra til móts við Vestur-Þjóðverja en bú- ist hafði verið við, og drógu þar með úr líkum á klofningi innan Atlantshafsbandalagsins. í þessu felst viðurkenning Bandaríkj- anna á Vestur-Þýskalandi sem mikilvægasta bandamanni sínum í Atlantshafsbandalaginu og þar með því, að ekki sé lengur hægt að ganga út frá því sem gefnu að Vestur-Þýskaland hlýti forustu Bandaríkjanna og Bretlands í hermálum í sama mæli og verið hefur. Vinsældir Gorbatsjovs með Vestur-Þjóðverjum eru ekki hvað síst tilkomnar af því, að í þeirra augum er hann maðurinn, sem batt langþráðan endi á kalda stríðið. Endalok þess hafa opnað Vestur-Þýskalandi nýja mögu- leika, sem varla nokkurn óraði fyrir til skamms tíma. f áratugi hafa meginatriðin í utanríkis- málastefnu Vestur-Þýskalands verið hollusta við Atlantshafs- bandalagið í hermálum og Evr- ópubandalagið í efnahagsmálum. Nú eru vesturþýskir stjórnmála- menn í flestum flokkum farnir að leggja áherslu á hefðbundna stöðu lands síns sem þungamiðju Evrópu allrar. Efnahagslegur máttur hefur lagt grundvöllinn að því endurfundna sjálfstrausti Þjóðverja, sem í þessu birtist, og risaveldin viðurkenna mikilvægi Vestur-Þýskalands með því að keppast um að stíga í vænginn við það. Og það eykur enn þýska sjálfstraustið. Ótæmandi möguleikar „Heimsveldin bæði gera hosur sínar grænar fyrir okkur, og pólit- íski dvergurinn Vestur- Þýskaland er að vakna og tekinn að vaxa til eðlilegrar stærðar sem miðjuveldi Evrópu,“ stóð nýlega í frjálslyndisblaðinu Suddeutsche Zeitung. Vestur-Þýskaland hefur þegar meiri viðskipti við Sovétríkin en nokkurt annað vesturlandaríki og búist er við að þau viðskipti stóraukist í framtíðinni, sem og vesturþýskar fjárfestingar í Sov- étríkjunum og samvinna á svið- um tækni og vísinda. Til þess var leikurinn auðvitað ekki hvað síst gerður með heimsókn Gorbat- sjovs, sem gerir sér vonir um drjúga aðstoð frá Vestur- Þýskalandi, „aflstöð evrópsks efnahagslífs," eins og það hefur verið kallað, til að lappa upp á fremur báglega statt efnahagslíf Sovétríkjanna. Vestur-Þjóðverj- ar fyrir sitt leyti sjá fyrir sér nán- ast ótæmandi möguleika, þar sem er hinn gríðarmikli sovéski mark- aður og auðlindir risaveldisins eystra. Thatcher og Honecker uggandi Ýmsir hafa látið í ljós áhyggjur út af þeirri nýju stefnu, sem ver- aldarsagan virðist hafa tekið með þessu. Varla þarf að taka fram að sumir minna á fortíð Þýskalands sem stórveldis. Hjá ýmsum ríkj- um gætir meira eða minna dulins kvíða um að draga muni úr þeirra eigin mikilvægi við hinar nýju að- stæður. Á leiðtogafundi Atlants- hafsbandalagsins vakti athygli hve mjög Margaret Thatcher hin breska tregðaðist við að koma til móts við Vestur- Þjóðverja. Má vera að járnfrúin óttist að svo- kallað „sérstakt samband" Bandaríkjanna og Bretlands, sem hefur verið í gildi frá því í heimsstyrjöldinni síðari og Reag- an lagði mikla áherslu á, muni nú hverfa í skuggann jafnframt því að Bushstjórnin leggi meginá- herslu á gott samband við Vestur- Þýskaland. Mikilvægi Bretlands í Evrópu byggist að verulegu leyti á því „sérstaka sambandi.“ f þessu minnir afstaða Thatchers á afstöðu Churchills gamla í lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Honum fannst að Bretland hefði unnið til þess að verða forusturíki Vestur-Evrópu að stríði loknu en vissi að það hafði ekki möguleika á því nema með fullum stuðningi Bandaríkjanna. Þessi afstaða Breta leiddi til þess að þeir voru á upphafsskeiði kalda stríðsins harðari gegn Rússum en Banda- ríkjamenn. Frakkar eru varla heldur lausir við ugg í þessu sambandi og það á enn frekar við um ráðamenn í Austur-Berlín, ef að líkum lætur. Vesturþýskir embættismenn telja að Honecker og hans menn, sem hingað til hafa vísað glasnosti ákveðið á bug, muni um síðir, samfara nánari samskiptum stjórnanna í Bonn og Moskvu, sjá sig tilneydda að draga úr hömlum á samskiptum þegna sinna við Vestur-Þýskaland. dþ. um að mynda meirihluta á hinu nýkjörna þingi. Sammæli fréttaskýrenda er að úrslitin endurspegli ótta kjós- enda í hinum 12 aðildarríkjum Evrópubandalagsins við að aukin viðskipti innan þess, eftir að innri markaðurinn svokallaði kemur til, leiði og til aukinnar mengunar og náttúruspjalla. Ennfremur megi ráða af úrslitunum áhyggjur margra kjósenda um að innri markaðurinn muni hafa í för með sér að félagslega öryggisnetið, aðalsmerki Vestur-Evrópuríkja sem velferðarríkja, gerist gisn- ara, þannig að ekki verði jafnvel og áður séð ráð fyrir öldruðum, sjúkum og atvinnulausum. Jacq- ues Delors, forseti stjórnar- nefndar Evrópubandalagsins, virðist telja að kosningarnar marki tímamót í stjórnmálaviðhorfum vesturevr- ópskra kjósenda. „í upphafi átt- unda áratugsins, eftir 20 ára nán- ast samfellda sigurför jafnaðar- manna, kom upp nýfrjálshyggjan í efnahagsmálum ... Nú er kom- inn afturkippur í hana og jafnvægi er að komast á aftur,“ sagði Delors eftir að kosning- aúrslit urðu kunn. Græningjar eða umhverfis- verndarsinnar eru öðrum fremur sigurvegarar kosninganna. Þeir unnu svo að segj a allsstaðar á eða héldu velli þar sem þeir buðu fram. Mest fylgi fengu þeir í Bret- landi, nærri 15 af hundraði at- kvæða, en marggagnrýnt kjör- dæmakerfi þess lands sá til þess að þeir fengu samt sem áður ekk- ert þingsæti. í Frakklandi unnu græningjar og stórsigur, fengu tæplega 11 af hundraði atkvæða og 9 þingmenn kjörna (höfðu enga áður) og unnu einnig á í Belgíu, Ítalíu, frlandi og Lúx- embúrg og héldu velli í Hollandi og Vestur-Þýskalandi. Alls munu græningjar hafa tvöfaldað þing- sætatölu sína í kosningunum. í Vestur-Þýskalandi vakti mesta athygli sigur hins hægri- öfgasinnaða Lýðveldisflokks, sem fékk rúmlega sjö af hundraði atkvæða og sex þingsæti. Þjóð- fylkingin, hliðstæður flokkur í Frakklandi, fékk tæplega 12 af hundraði atkvæða og 10 þing- menn kjöma, eða jafnmarga og í síðustu kosningum til sama þings. í Bretlandi beið íhaldsflokkurinn mesta kosningaósigur í allri sögu sinni frá því að Margaret Thatc- her varð formaður flokksins 1975 og tapaði 13 þingsætum til Verka- mannaflokksins. Það dregur að vísu úr þýðingu kosninganna að kjörsókn var lítil, eða aðeins 56 af hundraði, og mun aðalástæðan til þess vera sú að Evrópuþing hefur enn fremur lítil vöid. Reuter/-dþ. Morð á verkalýðsleiðtogum Um 650 forustu- og starfsmenn verkalýðssamtaka voru myrtir í heiminum s.l. ár, samkvæmt skýrslu frá Alþjóðasambandi frjálsra verkalýðsfélaga. Er um að ræða mikla fjölgun slíkra morða frá því árið áður. Morð þessi hafa komið harðast niður á rómanskamerískum verkalýðs- samtökum, en ástandið í þessum efnum er einnig slæmt í Afríku. Miðvikudagur 21. júní 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.