Þjóðviljinn - 21.06.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 21.06.1989, Blaðsíða 11
LESANDI VIKUNNAR I DAG Sigmundur Ernir Rún- arsson, fréttamaöurá Stöð2. Mynd: ÞÓM. Les konur í rúminu Hvað ertu að gera núna Sig- mundur? „Ég starfa sem fréttamaður á Stöð 2 og svo er ég að skrifa þess utan. Er að fara að gefa út mína þriðju ljóðabók sem heitir Stund- ir úr lífi stafrófsins.“ Hvað varstu að gera fyrir tíu árum? „M var ég að vinna á sand- dæluskipi í Eyjafirði, við að lengja flugvöllinn á Akureyri. Eina skiptið sem ég hef nálgast það að vera sjómaður.“ Hvað ætlaðirðu að verða þegar þú yrðir stór? „Ég hugsaði aldrei svo langt fram í tímann, þegar ég var lítill, ég var svo upptekinn við mín strákapör. En sennilega hef ég alltaf ætlað mér að vinna við eitthvað sem tengist skriftum. Ég skrifaði snemma mjög langar rit- gerðir í óþökk kennara minna.“ Hver er uppáhalds tónlistin þín? „Pað er mjög breytilegt eftir árstíðum og tíma dags, en ég kann best við mildan blús. Svo hlusta ég mikið á kvikmyndatón- list og er þar einkanlega hrifinn af Ennio Morricone.“ Hvaða frístundagaman hef- urðu? „Frístundir mínar eru einkan- lega fólgnar í bíóferðum, ferða- lögum og samvistum við félaga mína.“ Hvaða bók ertu að lesa núna? „Ég er að lesa ljóðabók eftir Ása í Bæ sem heitir Grænlands- dægra, vegna þess að ég er að fara í 5 daga ferð til Grænlands og er að reyna að kynna mér allt sem tengist Grænlandi.“ Hvað finnst þér þægilcgast að lesa í rúminu? „Konur.“ Hafírðu smakkað vín - lattu þér þá ALDREI detta í hug að keyra! Hvaða bók myndirðu taka með þér á eyðiey? „Ég hugsa að ég myndi taka Sturlungu með mér, því hún er svo nátengd hugsunarhætti manns.“ Hver var uppáhalds barnabók- in þín? „Kári litli og Lappi“ Hvaða dýr kanntu best við? „Ketti.“ Hvað óttastu mest? „Kynþáttahatur.“ Hefurðu alltaf kosið sama stjórnmálaflokkinn? „Já, ég hef alltaf kosið Alþýðu- bandalagið.“ Hvaða stjórnmálamann langar þig mest til að skamma? „Mig langar mest til að skamma Steingrím Hermanns- son, vegna þess að á sínum tíma fór hann á fyllerí í góðærinu og sér ekki fyrir timburmönnum í dag.“ Er eitthvað í bfó sem þú ætlar ekki að missa af? „Já, nýjasta myndin hans Luc Besson, The Big Blue. Ég held mikið upp á þessa nýju, mann- legu leikstjóra frá Frakklandi og Ítalíu." Er eitthvað sem þú missir ekki af í sjónvarpi? „Ég missi yfirleitt af öllu í sjón- varpi nema fréttum. Ég er miður mín ef ég missi af þeim.“ En í útvarpi? „Ég reyni alltaf að hlusta á Daglegt mál. Mð er eiginlega það eina sem ég ber mig sérstak- lega eftir.“ Hvernig myndirðu leysa efna- hagsvandann? „Flytja þjóðina á Jótlands- heiðar! Kannski ekki alveg, en ég myndi leysa hann á þann hátt að treysta undirstöður þess atvinnu- vegar sem er raunhæfur hérna á íslandi, sem er fiskveiðar. Síðan ráðast á landbúnaðarvandann íneð þeim hætti að skapa hér svig- rúm fyrir 300 sterk býli sem gætu auðveldlega annað eftirspurn- inni. Og gera það á þeim svæðum sem landbúnaður á að vera, sem er í Eyjafirði, á Suðurlandi og að einhverju leyti á Vesturlandi. Þannig myndi ég reyna að sér- hæfa byggðalögin meira og á þann hátt væri hægt að spara mikið í samgöngum og þvíum- líku.“ Hvaða kaffitegund notarðu? „Bragakaffi. Ég er Akur- eyringur og svík ekki lit.“ Hvað borðarðu aldrei? „Ég borða allan mat, en einu sinni borðaði ég lambaspörð í staðinn fyrir bláber og uppfrá því hef ég ekki verið neitt sérstaklega ginnkeyptur fyrir íslenskum berj- um.“ Hvar myndirðu vilja búa ann- ars staðar en á íslandi? „Ég myndi vilja búa á Ítalíu. Ég hef verið þar mikið og kann sérstaklega vel við fólkið í landinu, umhverfið og ekki síst þankaganginn." Hvernig finnst þér þægilegast að ferðast? „Gangandi. Mér finnst annað yfirleitt trufla mig, en þegar mað- ur labbar er maður frjáls ferða sinna.“ Hverju myndirðu svara ef þú yrðir beðinn að verða forsætis- ráðherra? „Ég myndi segja sem svo að ég teldi marga betur til þess fallna, en ef enginn annar fyndist, þá gæti ég svo sem prófað.“ Hvernig sérðu framtíðarlandið fyrir þér? „Nokkuð svipað því sem hefur verið á þessum áratug, nema hvað öll upplýsingaþjónusta á eftir að aukast mjög mikið. Menn munu verða uppteknari við þá hlið samfélagsins og fleiri vinna við þá þjónustu, en hversu langt það getur gengið á kostnað frum- atvinnuveganna er óvíst og ég hugsa að það verði togstreita þar á milli.“ Hvaða spurningu langar þig til að svara að lokum? „Hvort ég sé trúaður.“ Ertu trúaður Sigmundur? „Já, ég er feikilega trúaður maður. En sem betur fer er ég laus við allar kreddur og vil síður binda mig á klafa ákveðinna trú- arbragða, og er þess fullviss að helsti veikleiki trúarinnar eru kirkjur. Af hvaða gerð sem er.“ ns. þlÓÐVILJINN FYRIR 50 ÁRUM Stjórn Byggingarfélags alþýðu svarar yfirgangi Guðmundar í. Guðmunds- sonar. Guðmundur krafðist skjala fé - lagsins en stjórn þess neitaði að af- hendaóviðkomandi manni þau. Eim- skip semur um smíði á nýjum Gullfossi við Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn. Grænmetisokur, á ekki grænmeti að fara að lækka? 21.JÚNÍ miðvikudagur i níundu viku sumars. 172. dagur ársins. Lengstur sólar- gangur hérlendis. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 02.54 og sestkl. 24.05. Viðburöir Sumarsólstöður. Þjóðhátíðardagur Grænlendinga. Kvenréttindafélagið efnir til fundar um kjör verkakvenna árið 1913. APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúðavikuna 16.-22. júní er í Borgar Apóteki og Reykjavíkur Apóteki. Fyrrnefnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Síðarnefnda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur sími 4 12 00 Seltj.nes sími 1 84 55 Hafnarfj sími 5 11 66 Garðabær sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabíiar: Reykjavík sími 1 11 00 1 11 00 Seltj.nes sími 1 11 00 Hafnarlj sími 5 11 00 Garðabær sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fy rir Reykjavik, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma- pantanir í sima 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í slm- svara 18888. Borgarspítalinn: Vaktvirkadagakl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspít- alinn: Göngudeildin eropin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna simi 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akurey ri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavik: Dagvakt. Upplýsingars. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartimar: Landspítalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspitalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspitalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftirsamkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala:virkadaga 16-19, helgar 14-19.30. Hellsuverndarstöðin við Barónsstíg opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspftati: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspítali Hafnarfirði: alladaga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spítalinn: alla daga 15-16 og 18.30-19. DAGBÓK Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16 og 19-19.30. Sjukrahús Akraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavik: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrirung- lingaTjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allansólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræðilegum efnum. Sími 687075. MS-félagiðÁlanci. 13. Opið virka daga frá kl. 8-17. Síminner 688620. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum Vestur- götu 3. Opiö þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sími 21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrirsifjaspellum, s. 21500, simsvari. Upplýsingar um eyðni. Sími 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing á miðvikudögum kl. 18-19, annars sím- svari. Samtök um kvennaathvarf, simi 21205. Húsaskjól og aöstoð fyrir konur sem beittar hafaverið ofbeldi eðaorðið fyrirnauðgun. Samtökin ’78. Svaraö er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Simsvari á öðrum tímum. Síminn er 91-28539. Félag eldri borgara. Opið hús í Goðheim- um, Sigtúni 3, alla þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 14.00. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Rafmagnsveita bilanavakt s. 686230. Vlnnuhópur um sif jaspellamál. Sími 21260 alla virka daga kl. 1-5. Lögfræðlaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 áfimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimm'udögumkl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið i síma91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ 20. júní 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar.......... 58,33000 Sterlingspund............. 90,96600 Kanadadollar.............. 48,70000 Dönsk króna................ 7,61740 Norsk króna................ 8,16720 Sænsk króna................ 8,77270 Finnsktmark............... 13,27040 Franskurfranki............. 8,74050 Belgískurfranki............ 1,41700 Svissn.franki............. 34.27140 Holl.gyllini.............. 26,31920 V.-þýskt mark............. 29,64450 Itölsk líra................ 0,04088 Austurr. sch............... 4,21260 Portúg.escudo.............. 0,35490 Spánskurpeseti............. 0,46670 Japansktyen................ 0,40662 Irsktpund................. 79,05200 KROSSGÁTA Lárétt: 1 dæld 4 skák 6 Ólga7svara9farmur 12söknuður14fóður 15 ætt 16 nes 19 hrogn 20 kvenmannsnafn 21 þátttakendur Lóðrótt: 2 ágæt 3 eyðir 4 feiti 5 viljugur 7 frábit- Ínn8stoð10tréð11 toppar13aftur17 fjármuni 18 gijúfur Lausn á siðustu krossgátu Lárétt: 1 röng4sver6 ást 7 rist 9 (rar 12 lunga 14 mey 15 tíð 16 nötra 19nagg20önug21 angra Lóðrétt: 2 öri 3 gátu 4 stíg 5 eða 7 róminn 8 slynga10ratana11 ráðugi13not17ögn18 rör Mlðvikudagur 21. júní 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.