Þjóðviljinn - 21.06.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.06.1989, Blaðsíða 12
Sigling á tjörninni var það vinsælasta ( Hliðargarði á föstudaginn og Svona sól má notast við þegar sú stóra felur sig á bak við skýin löng biðröð myndaðist við „ höfnina". Myndir: Jim Smart Jón D. Þorsteinsson, verkfræðingur: Ég hef nú ekki kynnt mér þetta nægilega vel en öll viöleitni í þessa átt er: af hinu góða. Þetta verður að teljast sigur fyrir verka- lýðshreyfinguna. Aðalheiður Ólafsdóttir, skrifstofumaður hjá Þrótti: Mér líst ágætlega á þessar að- gerðir svo langt sem þær ná. Að vissu leyti er þetta sigur fyrir verkalýðshreyfinguna en þetta eru ekki nægilegar ráöstafanir til að teljast raunverulegar kjara- bætur. Magnús Björnsson, starfs- maður kristilegs félags heil- brigðisstétta: Þetta var nauðsynleg ráðstörfun en engan veginn nægileg. Fyrir barnmargar fjölskyldur hefur þetta væntanlega svolítið að segja. Bjarni Karlsson, rafeinda- virki: Mér finnst þetta hálfgerður skrípaleikur, fyrst er verðið hækkað og síðan lækkað aftur. Ég hef litla trú á því að um raun- verulega kjarabót sé að ræða það verður bara klipið einhvers staðar annars staðar af. — SPURNINGIN- Hvernig líst þér á að- gerðir ríkisstjórnarinnar? Valgerður Jónsdóttir, skrifstofumaður: Auðvitað líst mér vel á þær. Þetta vegur að minnsta kosti eitthvað á móti þeim kjaraskerðingum sem orðið hafa. t-11 þlÓÐVIUINN Mlðvikudagur 21. júnf 1989 108. tölublað 54. ðrgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN Cftl440 Á LAUGARDÖGUM 681663 Sápukúluframleiðsla í fullum gangi Hlíðargarðshátíðin Búum þá bara til sólina sjálf Hátt í600 börn á dagheimilum í Kópavogi gerðu sér glaðan dag og efndu til útihátíðar. Sólarleysið kom ekki að sök Yngri kynslóðin í Kópavogi gerði sér glaðan dag á föstu- daginn í síðustu viku þegar hún fjöimennti í Hlíðargarð þar sem haldin var hátíð allra barnaheim- ila í bænum. Hátíðargestir voru málaðir í framan og báru borða með nafni síns barnaheimilis. Svona fyrir utan það að sýna sig og sjá aðra gerðu krakkarnir sér eitt og annað til skemmtunar, fóru í limbókeppni, gengu á stult- um, blésu sápukúlur og ýmislegt fleira. Vafalaust var þó sigling á tjörninni sem er í miðjum garðin- um vinsælust og myndaðist fljótt biðröð umhverfis tjömina eftir að komast í hring á bátnum. Hlíðargarður er gróinn og fal- legur garður í austurhluta Kópa- vogs og er vel falinn fyrir þeim sem ekki þekkja til staðhátta. Veðurútlitið á föstu- dagsmorguninn var ekkert sér- staklega spennandi, hellirigning og fátt sem benti til að stytta myndi upp. Upp úr ellefu var þó hætt að rigna og það gerði ekkert til þó að sólin léti ekki sjá sig því viðeigandi ráðstafanir höfðu ver- ið gerðar til að sjá við sólar- leysinu. Krakkarnir höfðu búið til sólir og hengt á tréin í garðin- um. Þær sólir vom engu verri en aðrar sólir og hafa þann kost fram yfir þá sem vanalega er notast við að þær hverfa ekki bak við skýin rétt í þann mund sem maður ætlar að fara að njóta þeirra. Það þarf ekki að orðlengja það að hátíðargestir skemmtu sér hið besta og tala myndirnar sínu máli. •Þ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.