Þjóðviljinn - 22.06.1989, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 22.06.1989, Qupperneq 1
Fimmtudagur 22. júní 1989 109. tölublað 54. árgangur Heimavarnarliðið fór fylktu liði undir íslenskum fán um um „varnarsvæðin" á Reykjanesi í gærkvöldi en til tíðinda dró þegar farið var inn fyrir afgirt svæði við Rockville. Lögreglumenn hlupu uppi og handtóku heimavarnaliðsmenn sem óöfðu farið inn fyrir girðingu og „ógnað" þar með bandarísku herliði. Hernámssvœðin Ahlaup á Rockville Liðsmenn heimavarnaliðsins reisa íslenskafánann innan girðingar bandaríska hersins. Lögreglanfylgdist náið með liðsmönnum utan girðingar en hindraði ekkigöngu um svœðið. Lokað fyrir bílaumferð Liðsmenn heimavarnaliðsins námu land innan girðingar bandaríska hersins við Rockville ratsjárstöðina um klukkan níu í gærkvöldi. Eftir að einn liðs- manna, Birna Þórðardóttir, hafði smeygt sér inn fyrir gadda- vírsgirðinguna og hlaupið upp á sandpokavirki og veifað íslenska fánanum, fóru fleiri að fordæmi hennar. Sjö lögreglumenn hlupu að Birnu og handjárnuðu hana. Heimavarnaliðið kom á bann- svæðið og gekk frá bflum sínum við flugstöð Leifs Eiríkssonar út á auglýst bannsvæði, klukkan átta í gærkvöldi. Um 30 manna lögregl- ulið fylgdist grannt með ferðum heimavarnaliðsins en aðhafðist ekkert. Eftir stutta gönguferð og söng, hélt heimavarnaliðið að Rockville ratsjárstöðinni. Þar hafði lögreglan lagt lögreglubfl með blikkandi ljósum þversum á afleggjarann og yfirlögreglu- þjónn tilkynnti að heimavarna- liðið væri á einkavegi. „Einka- vegi hvers?“, var spurt, og svar- aði yfirlögregluþjónninn að ve- gunnn væri einungis ætlaður herrium. Heimavarnaliðið gekk þá að ratsjárstöðinni og dreifði sér eftir girðingunni beggja megin við hliðið. Eftir að Birna hafði verið handtekin reyndi lögreglan að þvinga hana inn í eftirlitsskúr hersins, en hún veitti mótspyrnu og sagðist „ekki vilja fara inn á bandaríska lögreglustöð". Yfir- lögregluþjónninn skipaði ráð- villtum lögregluþjónunum að skila Birnu út fýrir hlið og þegar hún kom út, sagði hún íslensku lögregluþjónana hafa tekið við skipunum frá hermönnum. Þeir hefðu samræmt aðgerðir inni í skúrnum og látið vita af heima- varnamönnum innan girðingar í gegnum talstöð. Ingibjörg Haraldsdóttir, for- maður Samtaka herstöðvaand- stæðinga, sagði ferð heimavarn- aliðsins sýna að lögreglan treysti sér ekki til að standa að auglýstu banni á ferðum um svæði utan girðingar. Lögreglustjórinn á Keflavíkur- flugvelli, Þorgeir Þorgeirsson, stjórnaði aðgerðum lögreglunnar á vettvangi. Hann sagði Þjóðvilj- anum að lögreglan tæki ekki við skipunum frá hernum. Stundum væri nauðsynlegt að handjárna fólk sem veitti mikinn mótþróa. Birna Þórðardóttir hlaut harkalega með- ferð þegar hún var handtekin. Fariðvar með hana inn í lög- regluskúr, en þegar henni varslepptupp- lýsti hún að íslenskir lögreglumenn hefðu tekið við skipunum frá bandarískum her- mönnum í gegnum tal- stöð. myndirJim Smart Lögreglan leitaðist ekki eftir því að beita fólk harðræði. Heimavamaliðið mun fara reglulegar ferðir á hemámssvæð- in á meðan heræfingar banda- ríska hersins standa yfir. Eina ferðin sem vitað er um verður á laugardag. -hmp Grásleppukarlar Netin upp í mokveiði Landssamband smábátaeigenda: Upp með netin sé ekki tryggingfyrir söluþó mokveiði sé. Efekki, geturþað leitt til verðlœkkunar á grásleppuhrognum Landssamband smábátaeigenda hvetur þá grásleppukarla sem enn eru á veiðum og hafa ekki örugga tryggingu fyrir sölu að taka netin upp og hætta veiðum þó mokveiði sé. Astæðan er að allt það sem veitt er umfram það sem hægt er að selja mun hafa áhrif á verðlagningu og fyrir- framsölu á hrognum á næstu ver- tíð. Núna er veiðin komin yfir 12 þúsunt tunnur sem er um eitt þúsund tunnum meira en talið er að hægt verði að selja. Því miður hefur það viljað brenna við að einhverjir hafa ekki orðið við þessum tilmælum sem getur leitt til verðiækkunar sem er alls ekki á döfinni enda mikið í húfi. Samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi smábátaeigenda getur verðlækkun upp á 100 þýsk mörk á 12 þúsund tunnum svarað til tekjutaps uppá 33,8 miljónir króna. Samskiptum við þá er- lendu aðila sem gert hafa samn- inga á þessari vertíð uppá tæpar 5 þúsund tunnur á 1100 þýsk mörk væri teflt í tvísýnu. Myndi hafa í för með sér undirboð á helstu mörkuðum okkar sem gæti leitt til verulegrar lækkunar á næsta ári. ísland gæti tapað því frum- kvæði í verðlagsmálum á grá- sleppuhrognum sem það hefur haft og jafnframt glatað því trausti sem byggt hefur verið upp á undanfömum árum að hér séu litlar verðsveiflur á verði grá- sleppuhrogna. Núna er veiði lokið á svæðun- um frá Hvítingum norður og vest- ur að Skagatá. Á Ströndum em menn byrjaðir að draga upp netin í ágætri veiði. Á Vestfjörðum hefur veiði verið þokkaleg og í Breiðafirði ágæt. Aftur á móti hefur veiði í Faxaflóa verið léleg. Svæðið frá Homi suður og austur í Hvítinga hefur leyfi til að stunda veiðar til 20. júlí, en þá lýkur grásleppuveiðum samkvæmt reglugerð. -grh

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.