Þjóðviljinn - 22.06.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.06.1989, Blaðsíða 4
Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Morgunblaðið í ham í leiðara sínum í gær ræðst Morgunblaðið af drjúgri heift á forystumenn ASÍ og BSRB. Sekt þeirra er sú, að hafa farið jákvæðum orðum um þau viðbrögð ríkisstjórnarinnar við mótmælum þessara samtaka gegn verðhækkunum, að lækka nokkuð verðlag og vexti og gera nokkrar ráðstafanir aðrar sem fólki eru til hagsbóta. Þetta eru tómar blekkingar, segir Morgunblaðið, og verklýðsforingjarnir eru ekki að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna - þeir eru „í pólitískum leik til að gæta hagsmuna þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr í landinu". Það væri sannarlega vandlifað ef menn ættu að taka mark á Morgunblaðinu frá degi til dags. Þegar ASÍ og BSRB mótmæltu verðhækkununum tók blaðið rösklega undir þau mótmæli - og hlutu menn að álykta sem svo að blaðið vildi að þær yrðu dregnar til baka. Síðan kemur stjórnin að nokkru til móts við sjónarmið launþegasamtakanna og þá bregður svo við að Morgunblaðið telur þá niðurstöðu verri en einskis virði. Meira en svo: ef ríkisstjórnin hefði dregið allar hækkanir til baka, þá hefði það líka verið slæmt að dómi þess sama Morgunblaðs. Eða eins og leiðarinn segir. „Til- færslur af þessu tagi hafa enga raunverulega þýðingu fyrir fólkið í landinu". Ekki gott að vita hvort menn vilja kalla skrif Morgunblaðs- ins „pólitískan leik“ eða „blekkingar" - slíkt er smekksatriði. Hitt er víst, að þau bera af engu meiri keim en mjög geldu stjórnarandstöðurausi: það er allt illt sem frá stjórninnni kemur, öðruvísi getur það ekki verið og því hlýtur það að vera svo. En hvað vill þá Morgunblaðið að verklýðshreyfingin taki til bragðs fyrst allt þetta verðhækkanabjástur er út í hött? Reyndar er að finna tilskipun um það efni í leiðara blaðsins í gær. Þar stendur: „Verkalýðshreyfingin býr yfir miklum styrk ef hún beitir sér. Þennan styrk á hún að nota til þess að knýja fram raunverulegar umbætur í efnahags- og atvinnumálum í stað þess að láta hafa sig í að taka þátt í blekkingum gagnvart launafólki í landinu". Verkalýðshreyfingin á að knýja fram umbætur í efna- hagsmálum, segir Morgunblaðið sem alltaf veit hvað allir EIGA að gera, enda ekkert blað duglegra að saka aðra um forsjárhyggju. Og hvað er þá átt við? Ef marka má þoku- kennda yfirlýsingu miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins á dög- unum, þá er hér átt við það, að verklýðshreyfingin „eigi“ að styðja þann flokk í því að koma fótum undir fyrirtækin. Þá væntanlega með kaupfrystingu (Morgunblaðið hefur ham- ast á því mánuðum saman að allir kjarasamningar nýgerðir væru innistæðulausir) og svo með því að hjálpa fyrirtækjun- um að losna undan skattheimtu. Fleira kemur reyndar til greina. Verklýðshreyfingin hefur vitanlega hagsmuna að gæta á sambandi við þá fjárfestingarpólitík sem rekin er í landinu. Vafalaust vill hún leggja sitt af mörkum í þeirri umræðu. En það eru ekki samtök launafólks sem hafa ráðið ferðinni í fjárfestingum - heldur öðru fremur öflugasti flokkur landsins, Sjáldfstæðisflokkurinn, og þeir máttarstólpar hans sem fyrir fyrirtækjum og sjóðum ráða. En það er annað sem er athyglisvert við ritstjóraskrif Morgunblaðsins í gær. Það er ekki minnst orði á önnur efnahagsleg skilaboð sem berast frá ríkisstjórninni og þá ekki síst til launafólks. En það er sú herferð sem nú er farin til að innheimta söluskatt, skatt sem almenningur hefur þegar greitt í háu vöruverði, en allskonar rekstraraðilar hafa komið sér hjá að skila. Með henni er einnig boðuð herferð gegn því, að menn geti svikist undan skilum á greiðslum í okkar sam- eiginlegu sjóði með því að gufa upp af firmaskrám til þess eins að birtast aftur undir öðru nafni. Slíkri herferð fagnar almenningur - en hitt er svo Ijóst: Morgunblaðið lætur sér fátt um finnast. KLIPPT OG SKORIÐ Matvælaástríður rísa hátt Landbúnaðarmál eru að ryðj- ast fram fyrir mörg önnur í um- ræðunni. Blaðið DV hefur lengi haidið fram þeirri línu, að snúa eigi baki við þeirri landbúnaðar- stefnu sem fylgt hefur verið alllengi og flytja inn matvæli - hverjar sem afleiðingarnar yrðu fyrir íslenskan landbúnað og bú- setu í landinu. Og eins og bent hefur verið á nokkrum sinnum í þessum pistlum, þá hafa þau pól- itísku tíðindi orðið, að í rit- stjórnargreinum og Reykjavík- urbréfi Morgunblaðsins eru nú tekin upp sjónarmið DV- rit- stjóra. Þar hefur því meira að segja verið slegið fram hiklaust, að eina leiðin til að bæta kjörin á íslandi sé sú að flytja inn matvæli. Að vísu hefur sú yfirlýsing valdið nokkrum timburmönnum eftir á. í Reykjavíkurbréfi mátti sjá að yfirlýsingar blaðsins höfðu valdið miklu fjaðrafoki - og bréfritari reyndi að þykjast steinhissa á því að bændum dytti það í hug að slík skrif bæru vott um fjandskap í þeirra garð. Það er mesti misskilningur, sagði blaðið og kvaðst einmitt bera hag bænda fyrir brjósti í innflutn- ingspólitík sinni - hver sem nú treysti sér til að trúa því. Krossfestið þá! Einn af þingmönnum Fram- sóknarflokksins, Guðni Ágústs- son, skrifar grein um þetta mál í fyrradag í DV. Honum er afar mikið niðri fyrir: válegir tímar fara í hönd, segir hann, Heródes og Kaífas (það er að segja Jón Asbergsson í Hagkaupi og Jónas ritstjóri á DV) hafa æst upp lýð- inn og hvatt til þess „að bænda- stéttin verði krossfest og lögð að velli“. Þessum biblíutilvísunum fylgir mikið talnastríð: meðan DV fær það út, að það kosti meira en 12 miljarða að flytja ekki inn erlend matvæli, reiknar Guðni þingmaður það út, að það kosti 9,6 miljarða á ári að borga þeim atvinnuleysisbætur sem færu á vonar völ ef landbúnaður yrði lagður í rúst. Þetta er eins og í ævintýrunum, ef þú ferð til hægri verður þú hengdur, en ef þú beygir til vinstri verður þú brenndur. Hvað á almenningur að gera þar sem hann situr tiltölu- lega saklaus yfir ýsunni sinni og vonar að hún verði ekki dregin inn í orrðahríð hinna breiðu talnaspjóta? Flokkurinn sem hvarf En Guðni gerir fleira: hann spyr hver afstaða Sjálfstæðis- flokksins, forystu hans, sé til þeirrar aðlögunar Morgunblaðs- ins að DV-línunni sem nú er augljós orðin. „Hin nýja forysta Sjálfstæðisflokksins þegir þunnu hljóði. Þýðir þögnin sama og samþykki? Var það þetta sem Jónas Pétursson, fyrrverandi alþm. átti við eftir síðustu kosn- ingar þegar hann sagði að nú væri enginn Sjálfstæðisflokkur til?“ Það er von að spurt sé. Sannleikurinn er sá að það er ein af furðum stjórnmálannna, að Sjálfstæðisflokkurinn skuli sópa að sér dæmalausu fylgi nú um stundir - aðallega út á það að vera ekki til. Að vísu skrifar for- maðurinn greinar öðru hvoru í Morgunblaðið þar sem hann segir að stjórnin sé aum og geti ekkert og sé hann á móti þessari stjórn eins og klerkur á móti syndinni. Að vísu sest miðstjóm Sjálfstæðisflokksins á fund og ályktar að nú eigi hennar menn að taka við landstj óminni. En allt það tal um „almennar aðgerðir" til að „bæta rekstrarskilyrði útflutnings- og samkeppnis- greina" er undarlega tómlegt og „aðgerðirnar" sjálfar einna lík- astar þeim hála ál sem úr hverri greip sleppur og leyfir mönnum ekki að skoða sig og kanna hvaða skepna þar fer Ósjálfráð gamansemi Stundum rekast menn á glósur í slíkum skrifum og samþykktum sem engu líkjast meir en óvartfyndni, sé haft í hug hver það er sem mælir. Eða hvað segja menn við þau hollu ráð sem svo em orðuð í ávarpi frá mið- stjórnarfundi Sjálfstæðisflokks- ins: „Skuldasöfnun þjóðarinnar er- lendis verði stöðvuð og efnahags- legt sjálfstæði hennar treyst með jöfnuði í viðskiptum við útlönd og fjármálastefnu sem treystir á ráðdeild og sparnað heimafyrir". Þetta hljómar ekki illa, maður guðs og lifandi, en skelfing er það eitthvað hlálegt að heyra flokk Þorsteins Pálssonar bera slíka predíkun fram, minna en ári eftir að ríkisstjórn hans hrökklaðist frá. Eftir að hún hafði í miklu góðæri haldið áfram að safna skuldum eins og þær væru eftir- sótt frímerki, klórað sér ráðlaus í höfði yfir miklum viðsk'ptahalla og kynnt með ýmsum hætti undir fjármálaævintýrum á gráum markaði sem eru i sjálfu sér dár og spé um „ráðdeild og sparnað“. Sniðug stefna En sem fyrr segir: það þarf ekki innihaldsríkar tillögur eða djarf- ar hugmyndir til að safna fylgi í skoðanakönnnunum. Til þess þarf í fyrsta lagi dálitla heppni eins og þá að tilefni Borgara- flokksins, Albert Guðmundsson, sendir honum skeyti mörg og kallar sinn hulduher heim í Val- höll þar sem ilmandi taða er á jötur breidd til að fagna villuráf- andi sauðum. Og í annan stað er gott að gera sem fæst og segja alls ekki neitt sem mætti hanka menn á - hvorki um kjör fólks, land- búnað, dreifbýli né annað. Það hefur reyndar heyrst til merks Sjálfstæðismanns, að vísasti veg- ur flokksins til valda og vinsælda og jafnvel meirihluta á þingi sé einmitt þessi: að gera helst ekki neitt. Láta ekki á sér kræla. Láta vinstribjálfana þræla sér út á því að reyna að greiða úr verstu vandkvæðum þeirrar vaxta- bólgnu ringulreiðar sem góðæris- stjórnleysi Þorsteins og félaga skildi eftir sig. Og þegar þeir eru orðnir móðir vel, þá skal hin djúpa pólitíska þögn rofin með hinum fleygu orðum kaupmanns- ins sem hafði fengið sér nokkra aðstoð við að koma ástamálum sínum í lag: Nú get ég. Þetta er náttúrlega sagt í hálf- kæringi. En ekki alvöruleysi. ÁB. Þjóðviljinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans. Ritstjórl: Ámi Bergmann. Frótta8tjóri: Lúðvík Geirsson. Aðrlrblaðamenn: DagurÞorJeifsson, ElíasMar (pr.).Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), KristóferSvavarsson, ólafurGíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), Þorfinnur Ómarsson (íþr.), Þröstur Haraldsson. Framícvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofuatjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýslngastjórl: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Krístinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir Símavarsla: Sigríður Krístjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Erla Lárusdóttir Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Ðjöm Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgrelðala, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140 kr. Áskriftarverðámánuðl: 1000kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 22. Júní 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.