Þjóðviljinn - 22.06.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.06.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Ríkisútvarp okkar er frjálst - auglýsingaútvaip ekki Nú er orðið tímabært að taka upp öfluga umræðu um stöðu og horfur Ríkisútvarpsins. Ástæð- urnar eru þessar: • Um þessar mundir eru 4 ár síðan núgildandi útvarpslög voru samþykkt og margþætt reynsla er fengin af framkvæmd þeirra. • Frumvarp til nýrra útvarps- laga hefur verið lagt fyrir Ál- þingi. • Pólitísk eining er í landinu um að ríkið geri eitthvað til að efla íslenska tungu og menningu - en deildar meiningar eru um hvernig það skuli gert. Reynslan af „frjálsu“ útvarpi Ég tel fengna reynslu af fram- kvæmd núgildandi útvarpslaga sýna okkur að það nálgast öfug- mæli að fullyrða að þau tryggi frelsi og fjölbreytni. Auglýsinga- grundvöllurinn hefur neytt nýju útvarpsstöðvarnar og Stöð 2 til að marka sér afar þröngan bás. Þar sem mest er um einhliða músík og froðusnakk tengt vinsældaleit stöðvanna hjá þeim hópi sem ætla má að kaupi það sem auglýs- endurnir hafa að bjóða. „Útvarp Rót“ fer þó aðrar leiðir en nær skammt með fórnfúsum sjálfboð- aliðum sem starfa án þess að reyna að laða til sín auglýsend- akrónur. Stöð 2 leggur megináherslu á afþreyingarefni með ensku tali og nær skammt í viðleitni sinni til að Hörður Bergmann skrifar gera eigið efni sem sætir tíðind- um. Enda með allar klær úti til að ná sér í auglýsingatekjur; krækja í kaupendur handa sem flestum seljendum vöru og þjónustu sem kaupa sjónvarpsauglýsingar. Hvort sem þær eru hefðbundnar viðskiptum. Þeir sem vilja kynna sér það nánar geta t.d. lesið um efnið í kaflanum „Fjölmiðlar og markaðsöfl" í hinni efnismiklu bók Stefáns Jón Hafsteins, „Sagnaþulir samtímans - fjöl- miðlar á öld upplýsinga“. Á ráð- miðillinn okkar - hinir sem venjulega eru kallaðir því nafni afturámóti ófrjálsir. Þaðsem hér hefur verið bent á skýrir að sínu leyti hvað ég á við. Ég býst líka við að margur lesandinn hafi komist að svipaðri niðurstöðu án „Baráttafyrir styrkri stöðu Ríkisútvarpsins sem er óháð auglýsingasamkeppni enfœr þó að hafa auglýsingar innan vissra takmarka, er íraun baráttafyrir fjölþœttu menningarstarfi, skapandi málnotkun, skýrariþjóðfélagsskiln- ingi og þróun lýðrœðis. “ eða tengdar nafnbirtingu fyrir- tækisins eða vörusýningu inni í spurninga- og skemmtiþáttum. Það hefur sín áhrif á efni þessara svokölluðu frjálsu fjölmiðla að þeir sem kaupa þessar auglýsing- ar eru einkum að selja gos, sæl- gæti, litríkan pakkamat, snyrti- vörur, nýja bfla og sólarlanda- ferðir. Efni þeirra og stfll miðast því að miklu leyti við duglegustu kaupendur þess arna. Hér er ekki rúm til að greina margháttuð ritstýringaráhrif harðrar sölusamkeppni á fjöl- miðla sem eru háðir auglýsinga- stefnu sem Hagþenkir - félag höfunda fræðirita og kennslu- gagna - hélt um Ríkisútvarpið og rithöfunda í byrjun þessa mánað- ar varaði Stefán við því að fjöl- miðlar yrðu settir algjörlega undir vald markaðarins og yrðu hluti af allsherjar neyslumynstri og þjónar þess. í okkar tilfelli hluti af alþjóðlegu neyslumynstri og framleiðslu dægurmenningar sem tekur mið af því. Lýðræði og menning Ég fullyrði í fyrirsögn að Ríkis- útvarpið sé í rauninni frjálsi fjöl- þess að orða hana svona afdrátt- arlaust. Hafi öðru hverju reynt að finna í útvarpi eitthvað sem snertir eða vekur áhuga og um- hugsun með því að kanna hvað „frjálsu" rásirnar hafa að bjóða en/og komist að raun um að það er helst Ríkisútvarpið sem býður dýpt, breidd og fjölbreytni í dag- skrá sinni. Eitthvað sem nærir anda og hugsun - og er flutt á auðugu og góðu máli. Frelsi okk- ar væri heldur betur settar skorður ef við gætum ekki glatt eyrun lengur með slíku efni - og íslenskir fræðimenn, rithöfundar og skáld hefðu enga útvarpsrás til að bjóða efni sitt - engin leið um ljósvaka væri opin vekjandi og skapandi höfundum og dag- skrárgerðarfólki. Þær væru allar bundnar því að draga til sín auglýsendur hins hefðbundna al- þjóðlega neyslukapphlaups iðn- ríkjanna. Barátta fyrir styrkri stöðu Ríkisútvarps, sem er óháð auglýsingasamkeppni en fær þó að hafa þær innan vissra tak- marka, er því í raun barátta fyrir fjölþættu menningarstarfi, skap- andi málnotkun, skýrari þjóðfé- lagsskilningi og þróun lýðræðis. Skilningur á þessu á vonandi eftir að aukast um allt samfélagið - og tryggja skynsamlega niðurstöðu í þeirri endurskoðun útvarpslaga sem framundan er. Vandasöm laga- endurskoðun Það er þörf á. víðtækri og markvissri umræðu um hvernig hægt er að ná slíkri niðurstöðu. Taka til meðferðar spurninguna um lýðræðislega og árangursvæn- lega stjórnskipan stofnunarinnar miðað við þau háleitu markmið sem henni eru sett með núgild- andi lögum - og einnig í tillögum útvarpslaganefndarinnar sem skilaði af sér í mars sl. Það er t.d. alls óvíst að hugmyndir nefnd: r- innar um breytta stjórnskipan Framhald á 6. síðu. Um eðli og úeðli Silja Aðalsteinsdóttir skrifar Heimurinn er settur saman af ótal þjóðum sem tala ólík tungu- mál og hafa ólíka menningu. Það er það góða við hann. Margar þjóðir eru svo lánsamar að búa í eigin landi og halda uppi eigin ríki. Ef okkur finnst það eðlilegt og sjálfsagt þá sjáum við undir eins að hugmyndin um erlendan her í landi er óeðlileg. Og það hefur hún verið eins lengi og menn hafa heimildir um. Bretar áttu sína herstöðvaandstæðinga meðan rómverskt setulið sat í Lundúnaborg. Og þó að þeir eigi margir hverjir bágt með að skilja núna hvers vegna írar þola illa enskan her á Norður-írlandi yrðu þeir líklega fljótir að skilja kjarna málsins ef franskur eða þýskur her settist að í Englandi. Israels- menn sem núna hersitja Palest- ínumenn mættu rifja upp her- stöðvaandstöðu forfeðra sinna gegn rómversku herliði með landstjóra á tímum Ágústusar keisara. Við erum að mótmæla því núna að á Reykjanesi, skaga sem gengur út úr íslandi suðvestan- verðu, hafa bandarískir hermenn bækistöð. Þetta er okkar land og við mótmælum veru þessara er- lendu hermanna almennt og nú einnig sérstaklega liðsaukanum sem þeim barst í gær. Við mót- mælum vegna þess að herstöðin er blettur á landinu og þyrnir í auga. Hún er óeðlileg. Fráfarandi yfirmaður setuliðs- ins, Eric McVadon aðmíráll, var okkur sammála í kveðjuræðu sinni fyrir rétt rúmum mánuði. Samskipti íslendinga og banda- ríska setuliðsins eru að hans mati óeðlileg. Aðmírállinn var búinn að átta sig á að íslenskir vinir hans væru ekki neinir vinir í raun held- ur gróðafíkin sníkjudýr sem nota dali til að svæfa sína íslensku sam- visku. Hann sagði að við værum heimtufrek en létum lítið koma á móti, við værum lélegir gestgjaf- ar. í gær sagði Helen Caldicott í snögg og sæt, flokkur vaskra ung- menna gekk um bæinn og skar danabrók niður þar sem hún blakti við hún við dönsk verslun- arhús. Nú finnst „íbúum sömu eyjar“, staðsettum á Miðnesheiði, mál til komið að þeirra fáni fái að blakta .. við minnumst þess að erlendur her í landi er ekki eðlilegur heldur óeðlilegur. “ Þjóðleikhúsinu að sem gestgjafar natóhers skytum við skjólshúsi yfir okkar eigin morðingja. Eric McVadon talaði um amer- íska herinn og íslendinga sem „íbúa sömu eyjar“, að Banda- ríkjamenn hefðu áunnið sér þegnrétt í landinu á þessari hálfu öld. Nýliðnir atburðir benda til að undirmenn hans séu sömu skoðunar. Það er frægt í sjálfstæðisbar- áttu þessarar þjóðar þegar ís- lendingar skáru niður danska fána í bænum 12. júní árið 1913 til að árétta að þeir vildu fá sinn eigin fána. Upphafið var það að skipstjóri á dönsku herskipi skar bláhvítan fána af litlum árabát í Reykjavíkurhöfn. Hefndin var við hún. Nógu lengi séu þeir bún- ir að þola þennan bláhvíta kross með rauðu röndinni úr dana- brók. Það sem gerðist á þjóðhá- tíðardaginn þegar þrír vaskir vin- ir úr setuliðinu fóru um og skáru niður fána verður merkur kafli í fslandssögunni eftir hálfa öld, mikilsverður áfangi á þeirri braut að gera landið ósjálfstætt. Bandarískt. Nema við minnumst þess að er- lendur her í landi er ekki eðli- legur heldur óeðlilegur. Óværa sem á að losna við. Ég nefndi Helen Caldicott áðan, ástralska barnalækninn sem er hjá okkur í heimsókn. Ræða hennar í Þjóð- leikhúsinu í gær verður öllum ógleymanleg sem heyrðu. Og boðskapur hennar til íslendinga var skýr: Setuliðið bandaríska er hér ekki til að verja einn eða neinn, jafnvel ekki Bandaríkin. Það er hér einfaldlega til að þenj a út veldi Bandaríkjanna. Liður í heimsvaldastefnu þeirra. Og þið, sagði hún, hafið verk að vinna, þið eruð þjóð með hlutverk: Þið eigið að losa ykkur við þessa her- stöð strax! Við erum lánsöm þjóð íslend- ingar þó að við séum kannski lé- legir gestgjafar. Við getum sýnt heiminum að erlendur her sé ekki endilega naglfastur, heimurinn sé breytingum undirorpinn, ekkert sé eilíft. Óeðlilegt ástand geti orðið eðlilegt aftur. Við getum rekið herinn. Silja er rithöfundur en greinin er sam- hijóöa ræðu sem hún flutti á útifundi við bandaríska sendiráðið á þriðju- daginn. Fimmtudagur 22. júní 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.