Þjóðviljinn - 22.06.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.06.1989, Blaðsíða 7
ERLENDAR FRETTIR Júgóslavía Harðar deilur Serba og Slóvena Slóvenar að taka sér rétt til skilnaðar viðJúg- óslavíu. Óttastað aukaþing Kommúnista- bandalags í des. verði notað til samþykktar þvingunarráðstafana gegn þeim Stjórnmálaráð kommúnista- flokksins í Slóveníu lýsti því yfir i gær, að til greina kæmi að flokkurinn gengi úr Kommún- istabandaiaginu, sem allir júgósl- avneskir kommúnistaflokkar eru sameinaðir í. Hefur þetta vakið hörð viðbrögð i fréttamiðlum í Serbíu, en lengi hefur verið grunnt á því góða milli þessara tveggja júgóslavnesku sambands- lýðvelda. Slóvenía er best á sig komin í efnahagsmálum allra júgóslav- nesku sambandslýðveldanna og stjórnmál þar frjálslegust, enda eru vestræn áhrif þar meiri en i nokkrum öðrum hluta landsins. Er sagt að almælt sé í Slóveníu, að landsmönnum væri fyrir bestu að gerast sjálfstæðir með öllu og koma sér í náin sambönd við Vestur-Evrópu. Ákveðið hefur verið að Kommúnistabandalagið kveðji saman aukaþing í des. n.k., og nú hefur slóvenska stjórnmálaráðið krafist þess að engar mikilvægar ráðstafanir verði gildar á því þingi nema með samþykki allra lýðveldanna sex og sjálfstjórnarsvæðanna tveggja. Ráðamenn Serbíu, sem er langfjölmennust lýðveldanna og verður því liðsterkust á þing- inu, vilja hinsvegar að meirihluti atkvæða ráði. Slóvenar eru á móti þessu vegna þess að þeir ótt- ast að serbneska forustan muni neyta atkvæðaafls síns á þinginu til að knýja fram þvingunarráð- Rúmenskt járntjald Að sögn ungversku fréttastofunnar MTI eru Rúmenar teknir til við að koma upp gaddavírsgirðingu á landamærunum milli sín og Ungverja- lands. Er þetta að öllum líkindum gert til þess að stöðva flóttamanna- strauminn frá Rúmeníu til Ungverjalands. Flóttamennirnir eru flestir af ungverska þjóðernisminnihlutanum íTranssylvaníu, sem er um tvær miljónir að tölu. Sá minnihluti telur menningarlegri sérstöðu sinni ógnað með fyrirætlunum rúmensku forustunnar um endurskipulagn- ingu landsbyggðarinnar þar, en í þeirri nýskipan felst m.a. að sveita- þorp verða lögð í rústir í þúsundatali. Bush nær Reagan í vinsældum Fimm mánuðum eftir að George Bush Bandaríkjaforseti tók við stjórn er hann orðinn eins vinsæll meðal landa sinna og Reagan fyrirrennari hans var þegar best lét, og hafa þó sumir fyrir satt að Reagan sé vinsælasti forseti Bandaríkjasögunnar. Er þetta sam- kvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar gerðrar af ABC- sjónvarpskeðjunni og blaðinu Washington Post. Vinsældir Bush eru öllu meiri meðal hvítra Bandaríkjamanna en blakkra, en þó er sam- kvæmt niðurstöðunum rúmlega helmingur blökkumanna þarlendis nokkuð ánægður með hann. Paníslamskur áróður orsök ofsókna Eduard Dídorenko, aðstoðarinnanríkisráðherra Úsbekistans, hefur haldið því fram í viðtali við sovéskt blað að áróður aðila, er sameina vilji alla múslíma í Úsbekistan í „heilögu stríði" í þeim tilgangi að reka alla þá, er annan átrúnað hafa eða engan, burt úr því landi, hafi komið af stað ofsóknunum gegn Mesketum fyrir skömmu. Hafi ofsóknirnar brotist út vegna þess að Mesketar hafi ekki viljað vera með í því samsæri. ( ofsóknunum voru nærri 100 manns drepnir, flestir þeirra Mesketar, konur af því þjóðerni sættu hópnauðgunum og margskonar önnur hryðjuverk voru framin. Gorbatsjov Sovétríkjaforseti hafði áður kennt íslömskum bókstafstrúarmönnum um ofsóknirnar og sovéskir fróttamiðlar skýrðu svo frá, að úsbeskir óeirðaseggir hefðu veifað grænum íslamsfánum og hyllt Khomeini heitinn (ransleiðtoga. stafanir gegn Slóveníu. Serbneska forustan hefur margt við þá slóvensku að at- huga, ekki síst það að slóvenska þingið hefur nú til meðferðar stjórnarskrárbreytingu, er veitir lýðveldinu rétt til að segja sig úr júgóslavneska ríkinu. Búist er við að sú breyting verði að lögum í ágúst eða sept. Slóvenar fullyrða að þetta þýði ekki að þeir fyrir- hugi úrsögn, en illa treysta Serbar því. Þá hefur slóvenska forustan leyft starfsemi stjórnmálasam- taka óháðra kommúnistaflokkn- um. í slóvenskum blöðum hefur undanfarið verið mikið um harða gagnrýni gegn serbnesku forust- unni og sérstaklega Slobodan Milosevic, leiðtoga serbneska kommúnistaflokksins, sem er geysivinsæll með Serbum, en er af mörgum öðrum landsmönnum sakaður um að vilja efla miðst- jórnarvald á kostnað sjálfstjórn- ar minni lýðvelda og sjálfstjórn- arsvæðanna. Margra mál er að deilur þessar ógni einingu lands- ins. Skerðing sjálfstjórnar Ko- sovo, þar sem þorri íbúa er alb- anskrar ættar, leiddi til harðra átaka þar fyrr á árinu og voru þá 25 menn drepnir. Einnig eru deil- ur milli Serbíu og Króatíu, næst- stærsta lýðveldis ríkisins. íbúar Júgóslavíu eru alls um 23 miljónir, en af þeim eru Slóvenar tvær miljónir. Reuter/-dþ. Fagnandi stuðningsmenn Samstöðu - en 40 af hundraði sátu heima. Pólland Kommúnistaflokkurínn dæmdur til að stjóma Samstaða hefði eftil vill getað náð völdum hefði hún viljað, en henni hrýs hugur við að takast á hendur ráðstafanir í efnahagsmálum, sem hljóta að verða óvinsœlar I Isögu Póilands hefur stjórnmálaástandið stundum, ef ekki oft, einkennst af einskonar óstöðugu jafnvægi milli ótryggrar þjóðarsáttar og algers stjórn- leysis. Frá því að kommúnista- flokkurinn, uppgeflnn á andstöðu mikils meirihluta þjóðarinnar, gafst upp á því að halda Samstöðu niðri, hefur stjórnmálaástandið þarlendis verið einhvernveginn á þann veg. Það er þannig áfram eftir kosn- ingarnar um daginn, en í þeim vann Samstaða þrumusigur og kommúnistaflokkurinn fór þeim mun meir auðmýkjandi hrakfar- ir. Samstaða sópaði til sín lang- flestum þingsætum nýstofnaðrar öldungadeildar og flestum þeim sætum neðri deildar, sem kosið var frjálst um. 33 háttsettum kommúnistum og embættis- mönnum, sem ekki var leyft að bjóða fram gegn, mistókst engu að síður að ná kosningu. Komm- únistaflokkurinn hefur að vísu áfram meirihluta í neðri deild, en það er ekki í krafti atkvæðafylgis, heldur samkomulagsins við Sam- stöðu, sem gert var í hringborðs- viðræðum þeim, sem urðu und- anfari þessara söguiegu kosn- inga. Efnahagsvandi sniðgenginn Skæðar tungur meðal grann- þjóða, jafnt þýskar, rússneskar, sænskar og tékkneskar, hafa jafnan hermt að Pólverjum sé flest annað betur gefið en stjórna efnahagsmálum af skynsemd. Og eftirtektarvert er það óneitanlega að í hringborðsviðræðunum, sem þó stóðu lengi yfir, var furðulítið vikið að efnahagsmálum, og er vandi Póllands á þeim vettvangi þó ekkert smáræði. Mikill skortur er á neysluvörum og verðbólga er næstum 100%. í Póllandi segja sumir að Sam- staða hefði í hringborðsviðræð- unum getað knúið kommúnista- flokkinn til að sleppa með öllu sérréttindaaðstöðu sinni í stjórn- málum, ef fulltrúar hennar hefðu sótt það fast. Flokkurinn treystir sér ekki lengur til að stjórna með herlögum og ótti við sovéska hernaðaríhlutun er að mestu lið- inn hjá. Sumir leiðtoga kommún- ista hafa þegar gefið í skyn, að fýrr eða síðar verði þeir að sætta sig við að fara í stjórnarandstöðu. Meginástæðan til þess að Sam- staða var ekki harðari í kröfum hafi verið sú, að leiðtogum henn- ar hafi ekkert litist á að taka við stjórn þess þrotabús, sem Pól- land nú er. Lítil kjörsókn Mikilvæg staðreynd viðvíkj- andi kosningunum, sem vakið hefur hvergi nærri eins mikla at- hygli erlendis og sigur Samstöðu, er að kjörsókn var furðu lítil; 40 af hundraði kjósenda sáu ekki ástæðu til að ómaka sig á kjör- stað. Þetta þykir benda til víð- tækrar óánægju meðal almenn- ings og vonleysis um úrbætur. Sérfræðingar um efnahagsmál líta almennt svo á, að viðreisn í efnahagsmálum sé illframkvæm- anleg án umfangsmikilla sparn- aðaraðgerða. Hætt er til dæmis við að Vesturlönd verði ófús á að lána Pólverjum nema því aðeins að til slíkra aðgerða verði gripið. Hætt er við að þesskonar aðgerð- ir myndu framan af að minnsta kosti leiða til rýrnandi lífskjara, er aftur myndu hafa í för með sér kröfur um launahækkanir. Væri látið undan þeim kröfum, gæti reynst erfitt að hafa hemil á verð- bólgunni. Ef Samstaða tæki afstöðu með þessháttar óvinsælum efnahags- aðgerðum, eru líkur á að drægi úr vinsældum hennar. 40 prósentin, sem sátu heima í kosningunum, gætu undir þeim kringumstæðum orðið að reiðum meirihluta, er andsnúinn yrði jafnt Samstöðu og kommúnistaflokknum. Rót- tækir stjórnmálahópar eru þegar farnir að saka Samstöðu um að hafa „selt sig rauðliðum.“ Niðurstaðan af öllu þessu varð sú, að kommúnistaflokkurinn, svo fylgislítill og óvinsæll sem hann er, var í raun dæmdur til að stjórna með hikandi samþykki Samstöðu. Ekki er það stjórnar- fyrirkomulag sérlega traustvekj- andi. Kaþólska kirkjan færist í aukana Kaþólska kirkjan hefur undan- farið gerst fyrirferðarmeiri og op- inskárri en hún hefur lengi verið og veldur það áhyggjum nokkr- um, þar á meðal meðal sumra þeirra, sem síst eru hallir undir kommúnistaflokkinn. Hún er nú opinskátt farin að beita sér fyrir því að hlýtt sé kennisetningum ýmsum, sem hún hafði ekki ýkja hátt um áður. T.d. hefur hún krafist lögbanns við fóstur- eyðingum og að konur, sem létu eyða fóstri ef slíkt bann yrði lög- leitt, yrðu látnar sæta allþungum refsingum. Ekki þarf á óvart að koma að kaþólska kirkjan láti við umræddar nýjar kringumstæður til sín taka í auknum mæli í landi, þar sem tök hennar á hugarfari almennings eru svo sterk, sem raun ber vitni um í Póllandi, og þar sem hún hefur eflst frekar en hitt við tilraunir kommúnískra valdhafa til að klekkja á henni. Enn má minna á að kaþólsk kirkja Póllands ber enn svip þeirrar mótunar, er hún hlaut á tímum gagnsiðbótarinnar, en sú gagnsókn kaþólsku kirkjunnar gegn mótmælendum á 16. og 17. öld var síst af öllu í anda umburð- arlyndis. Meðal sumra menntamanna hafa þessi auknu umsvif kaþólsku kirkjunnar vak- ið slíkan ugg, að rithöfundur einn komst nýlega svo að orði í tíma- ritsgrein, að endurnýjuð barátta kirkjunnar gegn fóstureyðingum fæli í sér að „í nafni kærleika væri prédikað kvenhatur“, og ef lög gegn fóstureyðingum yrðu sam- þykkt, væri það „merki þess að við værum að hverfa frá einni ein- ræðisstjórn undir aðra.“ dþ. Fimmtudagur 22. júní 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Þrír líflátnir í Sjanghaí Þrír menn, dæmdir til dauða fyrir að leggja eld að járnbrautarlest, er ekið hafði yfir fólk I mótmælasetu á brautarteinum, hafa verið líflátnir í Sjanghaí. Eru þetta fyrstu aftökurnar á mótmælafólki, sem tilkynntar hafa verið frá því að lýðræðishreyfingin kínverska var bæld niður. Vitað er að átta aðrir hafa verið dæmdir til dauða. Algengasta aftöku- aðferðin í Kína er að skjóta menn í hnakkann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.