Þjóðviljinn - 22.06.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 22.06.1989, Blaðsíða 11
FRÁ LESENDUM Þjóðviljitm - Frá lesendum - Síðumúla 6 108 Reykjavík Að miða á hrafn en hitta lóu Sagan endurtekur sig, var einu sinni sagt og það á við enn. Fyrir rúmlega fimm áratugum gengust herskáar íhaldshúsmæður í höf- uðstaðnum fyrir mjólkurverk- falli. Með því vildu þær mótmæla umbótum á mjólkursölu- málunum, sem þáverandi ríkis- stjórn beitti sér fyrir. í stað þess að neyta mjólkur hvöttu frúrnar fólk til þess að drekka ýsusoð. íhaldið var heldur ekkert hrifið af kjötsölulögum ríkisstjórnar- innar og taldi að fólk gæti minnkað kjötneysluna með því að narta í grænfóður og kroppa gras. Af því tilefni birti Spegillinn teikningu sem sýndi íhaldið á beit á Austurvelli. Þá voru gróður- verndarmálin ekki jafn fyrir- ferðarmikil orðin í umræðunni og nú. í hinu fræga kvæði sínu, Gunnarshólma, talar Jónas Hall- grímsson, af mikilli hrifningu, um fénað, sem „dreifir sér um græna haga“. Vafasamt er, að hann hefði orðið jafn hrifinn af fénað- inum á Austurvelli. - En mjólk- urverkfallið rann út í sandinn. Bændur og launþegar voru sam- taka um að hrinda því. Nú hefur aftur staðið yfir mjólkurverkfall. Og nú eru það ekki íhaldsfrúrnar, sem fara fyrir fylkingum heldur forystumenn launamanna. Með þessum aðför- um segjast þeir vera að mótmæla hækkun á mjólkurvörum, sem komu í kjölfar nýrra kjarasamn- inga, og segja aðgerðir sínar beinast gegn ríkisstjórninni en ekki bændum. Enginn neitar því, að þær verðhækkanir, sem orðið hafa að undanförnu, koma mjög illa við allan almenning. Hækkun á verði mjólkur nú mun vera um 12%. Mjólkin sker sig þar síður en svo nokkuð úr. Til dæmis nemur hækkun á verði gos- drykkja, sem fólk segist kaupa í staðinn fyrir mjólk, 25-30%. Með hliðsjón af hollustuháttum hefðu verkfallsmenn fremur átt að vekja athygli almennings á ýsusoðinu. Ég veit ekki betur en flestar ef ekki allar nauðsynjavörur hafi hækkað í verði bæði nú og undan- farna mánuði og ýmsar þeirra mun meira en mjólkin. Bændur hafa í raun lítil áhrif á verðlag búvörunnar. Þar koma til þættir, sem þeir ráða ekki við. Meira en 60% mjólkurverðsins hverfa í hækkanir á rekstrar- vörum og öðrum kostnaði, sem bændur hafa svo sannarlega ekki beðið um. Ekki hafa þeir óskað eftir 29,1% hækkun á áburði. Ekki hefur díselolía hækkað um 20,6% fyrir þeirra atbeina. Ekki hafa þeir beðið um það, að flutn- ingskostnaður hækkaði um 14,2% né verkfæri og áhöld um 11,9%, varahlutir um 9,4%, raf- magn um 9,4%, viðgerðir um 9%, tryggingar um 6,9% og dýra- læknaþjónusta um 8%, - alit frá 1. mars s.l. Eiga bændur að bera þennan kostnað bótalaust, auk verðhækkana á öðrum nauð- synjavörum, sem þeir þurfa sér til lífsframfæris eins og aðrir? Eiga þeir að draga hann frá launum sínum, sem nú þegar eru einhver hin lægstu á landinu? Formælendur mjólkurverk- fallsins töldu aðgerðir sínar hafa beinst gegn ríkisstjórninni en ekki bændum. Það er fljótfærnis- leg ályktun svo ekki sé meira sagt. Heita mátti að fullkomið jafnvægi væri komið á milli fram- leiðslu á mjólk og neyslu. Verk- fallsdagana dró stórlega úr mjólkurneyslu. Enginn veit enn hvort hún vex á ný í það sem áður var. Að minnsta kosti má búast við að það taki sinn tíma. Það er auðveldara að rífa niður en byggja upp. Draga má í efa að forystumenn verkfallsins séu menn til þess að lægja þá öldu, sem þeir hafa vakið - þótt þeir vildu - og minnkandi mjólkur- kaup þýða minni framleiðslurétt. Aðgerðin bitnaði á bændum en ekki stjórnvöldum og þessvegna var hún bæði vanhugsuð og rang- lát. Þegar íhaldið gerði sitt mjólk- urverkfall forðum daga stóðu bændur og launþegar hlið við hlið og hrundu aðförinni. Nú er við- horfið það, að etja þessum stétt- um saman. Það er illt verk og ámælisvert. Bændur eru lág- launastétt. Hagsmunir þeirra og launþega fara saman. Hver sú að- gerð, sem miðar að því að ala á úlfúð og sundrungu milli þessara stétta, er óþurftarverk. Magnús H. Gíslason EB sýnir á sér klærnar Þá hefur Evrópubandalagið tekið af skarið með kjötútflutn- ing okkar til Evrópulanda, og úti- iokar þessi viðskipti vegna tækni- galla, sem ýmsir telja viðskipta- brellu. En þurfum við landsmenn nokkuð að óttast ef við förum að með gát? Auðvitað göngum við aldrei í þetta bandalag ef við eigum að afsala okkur landsrétt- indum, og verða tannhjól í sam- steypu auðhringa á meginlandi Evrópu heimtandi aðgang að auðlindum okkar. ísland er freistandi fyrir auð- menn og banka að fá að ráðskast með auðlindir okkar og ná þeim á sitt vald. Hvað verður þá um sjálfstæði þjóðarinnar? Þegar peningaklíkan í Brússel er búin að setja hér upp stjórnstöð, og þar með völdin í landinu undir sinn hatt. En eru landsmenn tilbúnir að setja hnefann í borðið og segja: hingað og ekki lengra.. Það kem- ur nefnilega upp úr kafinu að spekúlantarnir, sem eru búnir að setja alþekkt góðæri á hausinn eru jafnvel tilbúnir að selja að- gang að auðlindum okkar fyrir nokkra baunadiska. Þessi rumpulýður, sem alveg er óhætt að kalla svo, býður eftir fyrsta tækifæri til að gerast reddarar slíkra viðskipta ef tækifæri bjóð- ast. Nú verða stjórnvöld að vera á verði gagnvart slíkri ásælni og forðast eins og heitan eldinn að láta fársjúka auðstétt vaða eftir- litslaust í landinu og mynda fyrir- tæki sem fara á hausinn koll af kolli eins og gerðist hjá fram- sóknaríhaldinu í tveim síðustu ríkisstjórnum. Kjarni málsins er sá að þessir braskarar eru á hött- unum eftir nýju góðæri sem hægt væri að búa til í einum grænum hvelli. Kannski eru fyrri plágur okkar íslendinga smámunir á við inngöngu okkar í Evrópubanda- lagið skilyrðalaust, eins og sumir vilja, þar sem reynt verður af gráðugum og orkuvana þjóðum að handsama sjálfstæði vort með fagurgala og gylliboðum, kannski er okkur hollast að láta reyna á þetta, og vera ekki með neinar blekkingar. Ræða Steingríms var ágæt á þjóðhátíðardaginn (ef engin svik eru í tafli). Ef ríkisstjórnin passar sig á veiðibrellum Evrópubandal- agsins og stendur klár og heil um þjóðarhag þá mun okkur vel farnast. En komi til þess að spillt og gráðug peningastétt verði við stjórnvölin (kannski undir stjórn Davíðs Oddssonar sem stefnir að því að ryðjá Þorsteini Pálssyni úr valdastól íhaldsins) þá mun allt fara til andskotans, og þjóðin missa sjálfstæði sitt. Páll Hildiþórs Um níunda áratuginn K. Á. sendir blaðinu svofellda persónulega athugasemd um tíð- indi í efnahagslífinu. Vaxtafrelsið fœddi af sér okur. Flott er það - og landbúnaðar- hokur aldrei skyldi íslendinga tefja. Öðruvísi gripdeildir má hefja: sjávarútveg senda skal tilfjand- ans sameinumst í stolti mennta- andans snúum öllu gríni upp í galsa. Gaman væri reikningana að falsa... Orð í tíma töluð Þann 15. þ.m. las ég grein í Þjóðviljanum eftir Ástu Lilju Kristjánsdóttur og Sigurð Jón Ol- afsson þar sem stóð m.a.: „Að- eins sameinuð byltingarsinnuð hreyfing alþýðunnar er fær um að mynda þjóðfélag jöfnuðar og réttlætis.“ Orð þessi fannst mér í tíma töluð, því ef hér á landi á að ríkja vinstri stjórn, jafnrétti og bræðralag, þá verður alþýðan að taka sig saman, og mynda virkt afl gegn auðvaldsöflunum. Eg heyrði fyrir skömmu að Þorsteinn Pálsson og fleiri hans líkar vildu kosningar og aftur hægri stjórn. Eg spyr nú bara hvort alþýðan ætli að iáta slíkt viðgangast. Guð hjálpi henni ef óskhyggja íhalds- ins verður að veruleika. Ef hægri menn hafa rægt svo niður góðra manna verk, þá verð- ur alþýðan að gera eitthvað rót- tækt, og það strax. Einar Ingvi Magnússon I DAG þJÓÐVIUIKN FYRIR 50 ÁRUM Síldveiðin hafin fyrir Norður- og Austurlandi. öllu starfsfólki útvarps- ins sagt upp frá áramótum. Forsaetis- ráðherra Hermann Jónasson vill hafa sem frjálsastar hendur um ýmsar breytingar á starfsemi útvarpsins. Lárus Jóhannesson tapar áfengis- álagningarmálinu fyrir Hæstarétti. 22.JUNI fimmtudagur. Fyrsti dagur í tíundu viku sumars. 173. dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 02.55 og sestkl. 24.05. Viðburðir Þýski herinn ræðst inn í Sovétríkin 1941. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúða vikuna 16.-22. júní er í Borgar Apóteki og Reykjavíkur Apóteki. Fyrrnefnda apótekið eropið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Síðarnefnda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- •nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur sími 4 12 00 Seltj.nes sími 1 84 55 Hafnarfj sími 5 11 66 Garðabær sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabilar: Reykjavik sími 1 11 00 Kópavogur sími 1 11 00 Seltj.nes sími 1 11 00 Hafnarfj sími 5 11 00 Garðabær sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavik, Sel- tjarnarnes og Kópavog er i Heilsu- verndarstöð Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gef nar í sím- svara 18888. Borgarspitalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspít- alinn: Göngudeildin eropin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöts. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamiö- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsimi vaktlæknis 985-23221. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspitalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virkadaga 18.30-19.30, helgar15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratfmi 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virkadaga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðin við Barónsstígopin alladaga 15-16og 18.30-19.30. Landakotsspitali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspitall Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spitalinn: alla daga 15-16 og 18.30-19. Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- hÚ8lðHúsavík:alladaga15-16og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- linga Tjarnargötu 35. Sími: 622266, opiö allan sólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræðilegum efnum. Sími 687075. MS-félagið Álandi 13. Opið virka daga frá kl. 8-17. Sfminn er 688620. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum Vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, simi 21500, simsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrirsifjaspellum, s. 21500,simsvari. Upplýsingar um eyðni. Sími 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing ámiðvikudögumkl. 18-19, annarssím- svari. Samtök um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauögun. Samtökin ’78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbia og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Simsvari á öðrum timum. Síminn er 91-28539. Félag eldri borgara. Opið hús i Goðheim- um, Sigtúni 3, alla þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 14.00 Bilanavakt rafmagns-oghitaveitu:s. 27311. Rafmagnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhöpur um sifjaspellamál. Sími 21260allavirkadaga kl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt i síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús“ fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögumkl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið í síma 91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ Gengisskráning 21.júní 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar........... 58,88000 Sterlingspund.............. 90,33700 Kanadadollar............... 49,14200 Dönsk króna................ 7,60480 Norsk króna................ 8,15740 Sænsk króna................ 8,77630 Finnsktmark................ 13,24930 Franskurfranki............. 8,71970 Belgiskurfranki............ 1,41300 Svissn.franki.............. 34.09380 Holl. gyllini.............. 26,25760 V.-þýskt mark.............. 29,56940 Itölsklíra................. 0,04081 Austurr. sch............... 4,20110 Portúg. escudo............. 0,35460 Spánskurpeseti............. 0,46540 Japanskt yen............... 0,40572 Irsktpund.................. 78,87900 KROSSGÁTA Lárétt: 1 slóttug4fóðr- un 6 málmur 7 sál 9 dig- ur 12 torveld 14 þreyta 15stía 16aldraða 19 band 20 náttúra 21 trufli j Lóðrétt:2gæfa3spjót ; 4gremja5blett7við- mót8rakur10æfði 11 konur 13 lipur 17 angur 18 gisin Lausnáslðustu krossgátu Lárétt: 1 kvos4tafl6 Óró7ansa9lest12 tregi 14hey 15kyn16 tangi 19gotu20lnga 21 aðila Lóðrétt: 2 væn 3 sóar 4tólg5fús7afhuga8 stytta 10 eikina 11 tind- ar13enn17auð18gil Fimmtudagur 22. júní 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.