Þjóðviljinn - 22.06.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.06.1989, Blaðsíða 12
Erla Pétursdóttir afgreiðslumaður: Mér líst bara ágætlega á þessar innheimtuaðgerðir. Menn eiga að standa skil á sínu. Gunnar Sverrisson verksmiðjustjóri: Mér list vel á þessar aðgerðir. Það virðist vera nauðsynlegt að nota svona aðferðir til þess að sumir komi sér ekki undan að greiða söluskattinn. —SPURNINGIN— Hvernig líst þér á inn- heimtuaðgerðir fjár- málaráðuneytisins vegna söluskattsvan- skila? Jóhannes Halldórsson bifreiðaeftirlitsmaður: Mér líst mjög vel á þær, menn eiga að greiða á réttum tíma. Björn Þórisson bílstjóri: Þetta eru nú einum of harkalegar aðgerðir. Það hefði mátt athuga málin betur en ekki loka svona á alla línuna. Hildur Baldursdóttir húsmóðir: Mér finnst allt í lagi að grípa til harðra aðgerða þegar um mikil vanskil er að ræða og eftir því sem maður heyrir var þetta nauðsynlegt núna. þjófnnuiNN FimmtudaQur 22. júní 1989 109. tölublað 54. árgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN C04040 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Sportveiði Veiði að glœðast eftir erfitt vor. Vatnavextir hamla veiðum ogrannsóknum. Silungurihn orðinn vinsœll Silungurinn sækir á Það færist sífellt í aukana að menn stundi veiðar, hvort sem er iax- eða silungsveiði. Áður fyrr skiptust menn í tvo hópa, annars vegar þá sem stunduðu laxveiði og hinsvegar silungs- veiðimenn. I laxveiðinni voru þeir sem áttu peningana, en aura- minni menn voru í silungi. Þetta er þó að breytast og það eru ekki bara forstjórar og forrík- ir útlendingar sem geta farið í lax. Það er að vísu misjafnt eftir ám, því venjulegur launamaður fer tæpast í til dæmis Laxá í Ásum, þar sem dagurinn kostar um 100 Það þarf að huga að mörgu áður en lagt er í laxinn. Þessi er greini- lega vel búinn. Mynd: Jim Smart. þúsund krónur. En sem betur fer eru ekki allar ár svona dýrar, þannig að venjulegt fólk þarf ekki að punga út tveggja mánaða launum fyrir laxveiði. Miklargöngurgefa ekki endilega góða veiði Veiði er að glæðast nú eftir erf- iða byrjun og kalt vor. Miklar leysingar hafa verið og árnar eru flestar hverjar vatnsmiklar. Guðni Guðbergsson fiskifræð- ingur hjá Veiðimálastofnun, sagði að vorið hefði komið svo seint að það hefði bæði hindrað veiði og rannsóknir, þegar hann var spurður um ástand og horfur í vötnum og ám. Mikið vatn væri í ám nú í byrjun sumars og það gæti valdið því, að þrátt fyrir að það kæmu góðar göngur í árnar og allt benti til mikillar veiði, þá skiptu þeir dagar sem ekki var hægt að nota til veiða miklu máli. Veiðitími og fjöldi stanga væri takmarkaður og því næðist ekki hlutfallslega jafn mikil veiði og ella. Veiðin yrði því ekki jafn mikil og göngur í árnar gæfu til- efni til. Friðrik G. Stefánsson fram- kvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur, sagði að veiði hefði gengið heldur treglega framan af vegna vatnavaxta, en allt stefndi í góða veiði. Sá fiskur sem komið hefði á land væri allur lúsugur og það gæfi von um að nú væri laxinn að koma og útlitið væri allt hið besta. Hvað kostar búnaður? Þar sem lax- og silungsveiði er að færast í vöxt, og sérstaklega sem tómstundagaman fjöl- skyldna, er ekki úr vegi að athuga hvað búnaður til þess arna kost- ar. Ef keypt er stöng, hjól, lína, flugur og vöðlur, sem er nokkum veginn það sem byrjandi þarf, þá er stofnkostnaðurinn kominn hátt í 15.000 krónur. Það er kannski ekki svo mikið miðað við t.d. skíðaútbúnað, og þaðan af síður með tilliti til þess hve mikla ánægju og hollustu þetta tóm- stundagaman veitir fólki. Að veiða í fallegu veðri í góðri á er engu líkt. ns.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.